Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979. 'Útg«fandfc Dagblaflið hf. Framkvnmdastjórl: Svalnn R. EyJ6lfaaon. RHstJ6rfc J6naa Kriatjénaaon. Fréttaatjöri: Jón Blrgk Péturason. Rttstjómarfultrtrfc Haukur Halgason. 8krtfstofusfJ6ri ritstjóman Jótiarmas RaykdaL Iþróttir Halkir Slmonaraon. Aflstoðarfróttaatjóran Adl 8takiarsson og Ömar ValdF marsaon. Mannktgarmáfc Aflatatakm Ingólfsaon. Handrte Asgrimur Ptisson. Blaflamann: Anna BJamaaon, Asgak Tómaaaon, Bragl Slgurflsaon, Dóra Stafánsdóttk, Gtasur Stgurfla son, Gurmtaugur A. Jónsson, Halur HaBsaon, Halgl Pátursaon, Jónas Haraldsson, Ólafur Gaksson, Ólafur J6nason. Hflnnun: Gufljón H. Páisson. fclöamyndlr Aml PáU Jóhannsaon, BJamlalfur BJamlalfsson, Hörður Vlhjáknsson, Ragnar Th. Slgurðs- son, Svainn Þormóflason. Skrtfstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. GJaldksrfc Þráktn Þorialfsson. Sfllustjórfc Ingvar Svaktsson. DrsHlng arstjóri: Már E.M. HaMórsaon. Rltstjóm Slflumúla 12. Afgraiflsta, áskriftadalkl, augtýsingar og skrifstofur ÞvarhoM 11. Aflataknl btaflalns ar 27022 (lO Hnuri. Askrift 3000 kr. á mánufll Innantands. i lausasöki 150 kr. akttaklð. Satnkig og umbrot Dagbiaflifl hlf. StflumUa 12. Mynda- og plfltugarfl: Hlmk hf. Slflumúta 12. Prankin: Arvakurhf. Skalfunnl 10. Ekki Olafi einum Einu sinni var Framsóknarflokkurinn fá annar stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar og naut stuðnings fjórða hvers kjósanda í landinu. Það eru ekki meira en fímm ár síðan flokkurinn var í þessum traustu 25% skorðum. Fylgi Framsóknarflokksins hrundi síðán níðúr 07% í kosningunum i fyrra. Samkvæmt skoðanakönnunum Dagblaðsins hefur fylgi flokksins áfram hrakað og er nú komið niður í 14%. Það bendir til, að kosninga- ósigurinn hafi ekki verið sveifla, heldur hluti af varan- legum vítahring. Ekki getur þetta verið eingöngu Ólafi Jóhannessyni að kenna, þótt virðing hans hafí rýrnað nokkuð að undanförnu. Hluta af vanda Framsóknarflokksins má þó rekja til foringjans, ekki sízt fylgistapið á síðustu. mánuðum. Lengi báru menn virðingu fyrir Ólafi sem leiknum stjórnmálamanni. Menn töluðu um hann sem „sterka manninn” í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Menn töluðu um hann sem bragðaref, er tefldi betur en aðrir stjórnmálaforingjar hér á landi. Þessa álits nýtur Ólafur ekki lengur. Menn eru farnir að líta á hann sem stefnulausan vindhana, sem býr til frumvarp á frumvarp ofan, eftir því sem vindar blása frá stjórnarflokkum og þrýstihópum hverju sinni. Fyrir hálfum öðrum mánuði skilaði nefnd ráðherra úr öllum stjórnarflokkunum áliti um efnahagsmál, sem benti til samstöðu í stórum dráttum. Á meðan samdi Ólafur frumvarp, sem gladdi alþýðuflokksmenn, en kom alþýðubandalagsmönnum á hvolf. Uppistandinu frá Alþýðubandalaginu mætti Ólafur með því að semja nýtt frumvarp, sem alþýðubanda- lagsmönnum líkaði, en gerði alþýðuflokksmenn óða og uppvæga. Núna er komin þriðja myndin á frumvarpið og er það nú komið langleiðina aftur að stefnu Alþýðu- flokksins. Afleiðingin af þessum hringsnúningi er sú, að menn líta ekki lengur á Ólaf sem „sterka manninn” í ríkis- stjórninni. Menn líta fremur á hann sem mislukkaðan sáttasemjara, er fer klaufalega að því að reyna að þjónusta samstarfsflokka og þrýstihópa. En fleira veldur hruni Framsóknarflokksins. Fleira veldur því, að flokkurinn hefur ekki eflzt sem mið- flokkur á tímum miðflokkahyggju, heldur dottið á milli stóla. Hornsteinar flokksins i landbúnaði, sam- vinnu og bæjarróttækni hafa riðlazt. Þéttbýlisbúar hafa loksins áttað sig á gjaldþroti ríkjandi stefnu í landbúnaði og Framsóknar- flokkurinn er brennimerktur þeirri stefnu. Þess vegna hvarf eins og dögg fyrir sólu hið róttæka fylgi, sem flokkurinn hafði á löngum tíma safnað að sér í þétt- býlinu. Um leið kom Alþýðubandalagið aftan að Framsóknarflokknum með enn afturhaldssamari stefnu í landbúnaði, sem ánetjaði marga bændur. Þessir bændur vildu mæta gjaldþroti ríkjandi land- búnaðarstefnu með enn fullkomnari sjálfvirkni í fyrir- greiðslu fráskattborgurunum. Þannig tapaði Framsóknarflokkurinn i senn í þétt- býli og strjálbýli. Til viðbótar hefur svo komið aukin sjálfstæð hugsun kjósenda í bæjum, þar sem sam- vinnuhreyfingin er öflugust. Þar er mörgum kjós-f endum farið að finnast kaupfélagið vera eins konar einokunarkaupmaður, sem öllu vilji ráða. Eflaust eru fleiri orsakir að verki en þær, sem hér hafa verið nefndar. Samanlagt stuðla þær að falli Framsóknarflokksins milli stóla, milli forneskju og nútíðar, milli sveita og bæja, milli ofurvalds kaup- félaga og vaxandi valddreifingar. Hrunið er ekki Ólafi einum að kenna. FRAKKLAND: Verkamenn í stál- iðnaði fómar- lömb nýsköpunar — heiftarlegar óeirðir f smábænum Denain þar sem meginhluti atvinnubærra manna sér fram á atvinnuleysi Franski smábærinn Denain komst skyndilega i fréttir á dögunum vegna heiftarlegra óeirða sem þar urðu. Denain er í iðnaðarhéruðum Norður- Frakklands og undirstöðuatvinnu- vegur er stáliðnaður. Stáliðnaðar- menn í Denain eru þó fórnarlömb breytts fyrirkomulags og nýsköpunar í frönskum stáliðnaði. í tvo daga í síðustu viku var þessi heldur óhrjálegi litli bær rétt við belgísku landamærin vettvangur ill- skeyttra óeirða milli óeirðalögregiu og reiðra stálverkamanna. Skotum var hleypt af á lögreglumenn og sjö lögreglumenn voru særðir. Þá slös- uðust a.m.k. 30 mótmælendur í átök- unum við lögregluna. Blaðamaður sem fylgdist með óeirðunum sagðist ekki hafa séð al- varlegri átök i þrjátíu ár en heift og biturleiki brauzt út meðal verka- mannanna í bænum. Að öðru jöfnu er mesta kyrrð og friðsæld í þessum litla bæ. IMýsköpun stáliðnaðarins Ástæða óeirðanna er tilkynning frönsku stjórnarinnar frá því í desember um stórkostlega fækkun starfsmanna í hinum ríkisreknu stál- verksmiðjum og nýsköpun stáliðnað- arins fyrir árslok 1980. Niðurskurð- urinn kemur harðast við iðnaðárhér- úðin í Norður-Frakklandi og Lorr- aine í Austur-Frakklandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru gerðar í því skyni að gera franska stáliðnaðinn samkeppnisfærari við slíkan iðnað annarraþjóða. í Denain búa um 27 þúsund manns. Þar af vinna um 6800 manns í stálverksmiðjunum. Með aðgerðum stjórnarinnar er ijm fimm þúsund manns hótað atvinnumissi. í fyrstu virtist tilkynning franskra stjórnvalda koma stáliðnaðarmönn- unum mjög á óvart. Þeir trúðu því ekki að binda ætti enda á hefðbund- inn atvinnuveg bæjarbúa sem menn hafa stundað mann fram af manni undanfarna öld. En þegar mönnum varð ljós alvara málsins urðu aðgerð- irnar harðari og ofbeldið náði undir- tökunum. Leiðtogi verkalýðsfélagsins í Denain, Albert Dhennain, 42 ára að aldri, sagði fréttamanni Reuters að stáliðnaðarmennirnir væru sérstak- lega bitrir þar sem tilkynning stjórn- valda kom þeim gersamlega skjöldu. opna Síðasta hálmstráið Hann lagði áherzlu á það að stál- iðnaðurinn væri síðasti aðalatvinnu- vegur bæjarbúa. Áður fyrr byggðu menn í norðurhluta Frakklands af- komu sína á þremur meginiðngrein- um: Fataiðnaði, sem nú er að mestu liðinn undir lok vegna innflutnings á ódýrum fatnaði, kolaiðnaði sem var mikill, en kol í jörðu eru nær þrotin, og nú blasir við hrun í þriðju megin- iðngreininni, stáliðnaði. Og það eru ekki eingöngu járniðn- aðarmennirnir sem fyllzt hafa ör- væntingu vegna hinna nýju tiðinda. Þeir sem stunda verzlun og þjónustu sjá einnig fram á stöðvun og atvinnu- leysi vegna atvinnuleysis og brott- flutnings íbúa. Haft er eftir bakara staðarins, Lucien Bollaert, að fólk í bænum viti ekki lengur hvað gera skuli. Enginn viti deginum lengur hvort hann haldi atvinnu sinni. ,,Ég er orðinn fimmtugur,” sagði bakar- inn, ,,og það er orðið of seint fyrir mig að byrja nýtt líf annars staðar.” 0NYTTIR 0RKUGJAFAR Vindurinn, fjóshaugurinn, heita vatnið og sjávarföll — allt þetta má nýta og jafnvel flytja milli byggðarlaga eða utan. Vindurinn Vindrafstöðvar voru settar upp í miklum mæli hér á landi áður fyrr og voru þær eins konar vorkoma raf- magnsins með þó nokkrum hretum. Vindrafstöðvarnar sönnuðu okkur m.a. það sem allir vissu að á íslandi er mikill vindur. Þær sönnuðu líka að úr vindinum mátti vinna rafmagn sem gerbreytti lífi fólksins á þeim bæjum, sem höfðu góða vindrafstöð og rafgeyma. Aðalvandinn var sá að vindurinn gat verið svo mikið að flýta sér að vindspaðarnir fuku af eða turninn eða rafallinn gaf sig. Vandamálið var að erfitt reyndist að hemja aflið sem bauðst og smám saman komst raf- magn í sveitirnar og vindraf- stöðvarnar hurfu. Nú er hins vegar komið svo að nýjar tegundir vindspaða hafa rutt sér til rúms og farið er að setja upp rafstöðvar sem gefa 220 volta sjiennu og mikið afl. Ef sett væri upp nútímaleg vind- rafstöð, t.d. við sveitabýli sem ekki er talið hag^væmt að rafvæöa frá samveitu, væri a.m.k. unnt að nýta vindorkuna til upphitunar á öUu húsnæði, eða með þeim hætti að hita. mikið vatnsmagn, þegar vindur gefst, og nýta síðan úr því hitann þegar vindur er lítill. Þessu fylgdi vissulega að varaafl þyrfti að vera til staðar til þess að unnt væri að hita upp í logni. Aðalálagstími upphitunar er þá veturinn en þá er vindgangur mestur eins og fólki er kunnugt. Rafalar eru nú framleiddir hér á landi og ekki yrði íslenskum iðnaðar- mönnumn skotaskuld úr því að fram- leiða vindspaða eftir nýjustu hug- myndum. Hvort þetta dæmi gengur upp veit ég ekki en vissulega eigum við vísindamenn sem svarað gætu þessari spurningu. þætti. Þetta er eitt af „stóru smá- málunum” sem við þurfum og eigum að fylgjast með af athygli, jafnvel að fara strax af stað með eigin vinnslu. Fjóshaugurinn í fjóshaugum okkar býr umtals- verð orka sem erlendis hefur þegar A „Hugsanlegt er að flytja heita vatnið ^ ekki einungis með rörum heldur mætti flytja það í tankvagni eða með skipum.” „Sjávarfallavirkjanir gætu orðið hluti orkuöflunar utan áhættusvæða.” Nú er talað um að byggja fjar- varmaveitur fyrir þau byggðarlög sem ekki er líklegt að komi til greina með nýtingu jarðhita og nota svart- olíu til upphitunar þeirra. Það væri fróðlegt að spá um það hvort ekki komi fyllilega til greina að byggja vindrafstöð eða rafstöðvar við slík byggðarlög sem nýttar yrðu síðan til að keyra inn á heitavatnsgeyma fjar- varmaveitnanna. Umfangsmiklar tilraunir eru í gangi með nýtingu vindorku og ætti okkur að geta verið mikill fengur að fylgjast með árangri þeirra og nýta okkur ef hagkvæmt verið nýtt til orkuöflunar. Hér á landi eru til menn sem kunnugir eru nýtingu gass frá haughúsum alls konar húsdýra. Þessa menn á að nýta og setja þeim það verkefni að taka eitt eða tvö býli til rannsóknar og nýta þar haughúsagas til upphitunar eða raforkuframleiðslu. Taðið úr gömlu fjárhúsunum þótti löngum gott til upphitunar og jafnvel betra en mórinn. Nú fá menn ekki lengur tað úr fjárhúsunum, heldur lausan skit en það ætti ekki endilega að þýða að ekki sé unnt að nýta hitann úr skítnum. Nýting

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.