Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979. Hafísjakar víða á fjörum nyrða — en hætta á landlægum ís virðist ekki mikil vegna breyttrar veðurspár „Það eru hafisjakar víða á fjörum á Hornströndum og sennilega einnig á Sléttu og á Langanesi,” sagði Þröstur Sigtryggsson skipherra hjá Landhelgisgæzlunni i simtali við DB í gær. „Þetta er lummuís, sem tortím- ist fljótlega í heitari sjó og við meiri hrcyfingu. Veðurspáin er nú þannig að meginísinn ætti ekki að koma nær landinu og stakir jakar hverfa fljót- lega ef vindátt breytist. Vindátt hefur mun meiri áhrif á jakaburð en haf- straumar,” sagði Þröstur. Ekki er talin ástæða til að ætla að lcngd íssins til austurs boöi hættu og Þannig liggur isinn norðan við land- ið. ., -Kon: J. Kcykdal. er þá einkum höfð í huga ný veðurspá um suölæga vindátt á þcssum slóðum. Við slíka breytingu velkist ís- inn meira og eyöist, einkum stakir jakar. Standist veðurspáin ætti ástandið að breytast fljótt, en eins og var í dag er full ástæða til aðgátar við siglingu að næturlagi og i snjókomu, að sögn Þrastar. Þröstur kvaðst vita til þess að i 8 vindstigum gætu hraðskreiðustu jak- ar náð 30 sjómílna reki á sólarhring. í 5—6 vindstigum væri rek jaka 0,6— 0,7 sjómílur á klukkustund. Vindur væri þvi meiri þáttur en straumur hvað snertir ferð jakanna. -ASt. LIVÍA HIN GRIMMA ÁÍS LANDI! Hin kaldrifjaða Livía sem við öll þekkjum úr þáttunum Ég, Kládíus, sem eiginkonu Ágústusar keisara,' verður gestur Anglia-félagsins dag- ana 22.—27. marz næstkomandi og mun m.a. sitja árshátíð félagsins 23. marz að Hótel Loftleiðum. Hún heitir raunar Stan Phillips og er talin meðal hæfustu leikkvenna Bretlands Óvenjuleg hlið á Livíu — blið- mennskan uppmáluð. í dag. Fékk verðlaun sem bezta sjónv- arpsleikkona ársins m.a., fyrir leik sinn í Ég, Kládíus. Eins og e.t.v. nokkra rekur minni til lék hún hlut- verk Mrs. Pankhurst í þáttunum Shoulder to Shoulder, eða Saman við stöndum, um jafnréttisbaráttu kvenna í Bretlandi á síðustu öld. -GH Guðbjartsmálið aftur í gang: „VIL EKKIÞURFA AÐ UGGJA UNDIR SVONA VITLEYSU” Rannsókn Guðbjartsmálsins svo- nefnda er um það bil að hefjast af fullum krafti eins og DB greindi frá í gær. Rannsóknin mun einkum bein- ast að samskiptum Guðbjarts heitins Pálssonar við Örn Clausen hrl., Sam- vinnubankann c/o Kristleifur Jóns- son bankastjóri og útibú Útvegs- bankans í Kópavogi. Dagblaðið hafði í gær samband við þá Kristleif Jónsson og Örn Clausen. Kristleifur sagðist ekkert vilja um málið segja þar sem honum hefði ekki unnizt tími til að lesa frétt Dag- blaðsins. örn sagði: ,,Ég hef aldrei verið kallaður fyrir í þessu máli. Strax og ég sá þetta i Dagblaðinu hringdi ég í Hallvarð Einvarðsson og spurði hann hvort ekki væri hægt að hraða rann- sókninni þar sem þetta væri farið að birtast í blöðunum.” Örn sagðist ekki vilja þurfa að liggja undir svona vitleysu og þess vegna legði hann áherzlu á að rann- sókninni yrði hraðað. ,,Ég skal hafa viðtal við ykkur strax og rannsókn- inni er lokið og ég býð ykkur það hér með,” sagði Örn að lokum. -GAJ- — segir Örn Clausen hrl Visitöludeilan: BSRB slæst í för með ASI Bandalag starfsmanna rikis og bæja hefur slegizt í för með Alþýðusam- bandinu í mótmælum gegn verðbóta- kaflanum í efnahagsfrumvarpi Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra. Bæði ASÍ og BSRB mótmæla sér- staklega eftirfarandi atriðum: Að verðbótavisitala sé sett i 100 1. febrúar 1979, sem ætla megi að skerði verðbætur 1. júní. Að vísitöluviðmiðun verði breytt á 3ja mánaða fresti, sem valdi kjara- skerðingu. Að tóbak og áfengi verði tekið inn í grunn vísitölunnar og þannig raskað ákvæðum gildandi kjarasamninga og kjör skert. Að tekin sé upp og lögfest viðskipta- kjaravisitala án samninga. Sérstaklega er mótmælt viðmiðun slíkrar vísitölu við tímasetningu sem frumvarpið greinir. Að tekinn sé upp óskilgreindur skatt- ur vegna hækkana olíuverðs sem komi ekki inn í verðbótavísitölu. Með þessu segja forystumenn launþegasamtak- anna að sé opnuð leið til ótiltekinnar skattlagningar og breytingar gerðar á vísitöluákvæðum án samninga. -HH. Þingmenn teknir tali: Eru kosningar á næsta leiti? Oft hefur því verið spáð að þessi rikisstjórn væri að faila en alltaf hefur eitthvað orðið henni til bjargar. Menn eru þó sammála um að aldrei hafi hún staðið eins tæpt og einmitt nú. Dagblaðið tók fjóra þingmenn tali, einn úr hverjum stjórnmála- flokki, og spurði hvernig kosningar legðust i þá og hvort þeir teldu að kosningar væru á næsta leiti. -GAJ- „Þessi ríkisstjórn var byggð á völtum fótum” „Ef slitnar upp úr þessu endanlega þá er ekkert líklegra en það verði kosn- ingar, og þá munum við hlýða því kalli. Ég hef alltaf búizt við því að það yrðu kosningar á þessu ári,” sagði Ingvar Gíslason, þingmaður Framsóknar- flokksins. „Pólitikin hefur verið ótrygg í nokk- ur ár og einkanlega í ár. Þessi rikis- stjórn var alltaf byggð á völtum fótum og ég var því andvígur á sínum tíma að Framsókn myndaði þessa stjórn. En siðan hef ég stutt hana með ráðum og dáð og hún hefur unnið allsæmileg verk.” Ingvar sagði að ef stjórnin félli þá væri þar fyrst og fremst um að kenna einstökum ódug ráðherra Alþýðu- bandalagsins sem væru ekki sjálfráðir gerða sinna fyrir ofríki vissra manna í klíkumútíbæ. „Kosningar leggjast svona engan veginn í mig,” sagði Ingvar. „En við munum gera okkar bezta til að endurvinna það fylgi sem við höfum tapað.” -GAJ- „Hlýtur að vera hægt að f inna millileið” — segir Garðar Sigurðsson (AB) „Þið Dagblaðsmenn ættuð að vita Alþýðubandalagsins. það manna bezt að við getum verið ,,Sá flokkur sem stendur svona þétt óhræddir við kosningar. Þið hafið spáð við hliðina á verkalýðnum, hann fær okkur góðu gengi og ég treysti því að hans stuðning. Hins vegar vil ég ekki það verði a.m.k. ekki lakara,” sagði vera að spá kosningum. Ég tel hugsan- Garðar Sigurðsson, þingmaður legt að semja um ágreiningsefnin enn- — segir Ingvar Gíslason (F) Ingvar Gislason (F). Vilmundur Gylfason (A), GarOar Sigurðsson (AB). þá. Það hlýtur að vera hægt að finna millileið.” -GAJ- „Kosningar leggjast vel f mig” — segir Vilmundur Gylfason (A) „Kosningar leggjast vel í mig, en ég veit ekkert hvort af þeim verður,” sagði Vilmundur Gylfason. ,,Ég hef trú á þeim verkum sem ég hef verið að vinna að hér en ef ekki er um annað að ræða þá förum við í þess- ar kosningar og þær leggjast vel í mig.” -GAJ- „Sjálfstæðismenn reiðu- búnir til kosninga” — segir Lárus Jónsson (S) „Við Sjálfstæðismenn erum alltaf reiðubúnir til kosninga og við lögðum fram tillögu um það fyrir skömmu. Ég reikna með að þær færu vel fyrir Sjálf- stæðisfiokkinn og þá vonandi fyrir þjóðina um leið,” sagði Lárus Jóns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar er ég ekki viss um að til kosninga komi. Stjórnarflokkunum ber skylda til að koma saman efnahags- stefnu og ég tel það ekki fullreynt enn. Ég tel því ekki hægt að fullyrða að stefni í kosningar fyrr en afstaða manna til frumvarps forsætisráðherra kemur fram á þingi.” -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.