Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 24
39% lækkun olíuverðs c frá miðjum febrúar —verðið þó enn helmingi hærra en meðalverðið var 1978 j „Olíustreymi frá íran á nýjan leik á mestan þátt í því að heimsmarkaðs- verð á olíu fer nú óðum lækkandi frá því rosaverði sem olían komst hæst í,” sagði Vilhjálmur Jónsson for- stjóri Olíufélagsins í viðtali við DB. „Meðalverð gasolíu.'sem er okkur lang þýðingarmest, var árið 1978, 122,62 dollarar á hvert tonn sam- kvæmt markaðsskráningu í Rotterdam. Verðið tók svo stökkkipp upp á við i ársbyrjun og komst hæst í 352.50 dollara á tonnið 16. febr. Nú 9. marz var verðið aftur komið niður í 225 dollara á tonn og enn fer það lækkandi,” sagði Vilhjálmur. Á íslandi er til geymslurými fyrir olíu og benzín til rúmlega þriggja mánaða neyzlu. Skiptist það birgðarými á olíufélögin þrjú og er nokkuð jafnt í hlutfalli við sölu þeirra. Það er nokkurt áhyggjuefni ráðamanna hve birgðarými er hér lítið m.a. af öryggisástæðum og eins til að mæta hugsanlegum tíma- bundnum verðsveiflum. Um þetta sagði Vilhjálmur: „Auðvitað er æskilegt að hér væri hægt að geyma meiri birgðir, en það kostar fé sem erfitt er að fá. Til íslands var keyptur einn farmur þá olíuverðið var 301 dollar á hvert tonn. Á leið til landsins er farmur sem aðallega er benzín. Næsti Rúss- landsfarmur verður lestaður um mánaðamótin marz/apríl og hugsan- lega verður farmur lestaður í Portú- galfyrirþann tíma.” Þegar farmurinn sem nýkominn er til landsins var keyptur á 301 dollar hvert tonn voru ekki til í landinu birgðir nema til mánaðarnotkunar. Var því ekki unnt að bíða lengur með farmkaup. En nú horfir allt betur en fyrr á olíumörkuðum þó enn sé um gífur- legar verðhækkanir að ræða, miðað við meðalverð i fyrra. -ASt. Þórshöfn: Netaveiðarn- ar stundaðar í jakahröngli Nálægð hafíssins við land á norðausturhorninu veldur sjómönnum á Langanesi verulegum óþægindum. Frá Þórshöfn eru gerðir út sex 20—80 tonna þorskanetabátar og eru þeir nu daglega á siglingu og veiðum innan um ísjakana. Afli sá sem borizt hefur á land frá áramótum á Þórshöfn nemur nú rúmlega fimm hundruð tonnum og hefur verið næg atvinna við vinnslu aflans. Raunar hefur atvinnuástand á Þórshöfn verið með bezta- móti í vetur og í frystihúsinu er verið þessa dagana að taka upp bónuskerfi. Dagný frá Siglufirði landaði 120 tonnum af fiski á þriðjudaginn. Tíðarfar hefur verið mjög stirt und- anfarnar vikur, sífelld norðaustan átt og mikið frost. Snjór er samt fremur litill á láglendi. ÓV/PO, Þórshöfn. Tók til fótanna er bjöllurnar glumdu Ungur maður var í nótt handtekinn í Hafnarfirði eftir að innbrot hafði ver- uð framið í Hafnarfjarðarapótek. Er talið vist að hinn handtekni hafi farið inn í apótekið en flúið er þjófabjöllur. tóku að glymja. Maðurinn var all- slompaður af víni og var i haldi í morgun. í apótekinu var farið inn um þak- glugga. Engu var stolið, slík styggð hefur komið að þjófmum. við hring- ingar bjallnanna. -ASt. Ólafur Jóhannesson: „Guðmundur stendur við sín orð...” .Frumvarpið verður lagt fram dag”, sagði Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra í viðtali við DB í morgun. „Þá geta menn fyrst farið að ræða það og sjá það í heild sinni.” Ólafur vildi lítið greina frá fundi sinum með þeim Guðmundi J. Guðmundssyni, Karli Steinari og Ásmundi Stefánssyni í gær: „Eins og Guðmundur segir, þá áttu þeir leið framhjá og við ræddum málin. Ég þekki Guðmund vel frá því að við unnum að samningum um frumvarp um lífeyrissjóð sjómanna og ég veit að hann er maður sem stendur við sín orð. Það skiptir miklu máli,” sagði Ólafur. -HP. Skilvinda sprakk í Fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti: Mildi að ekki varð stórslys Litlu munaði að stórslys yrði í Fiski- mjölsverksmiðjunni á Kletti í gær er skilvinda sprakk og brotin úr henni þeyttust i allar áttir. Starfsmaður í verksmiðjunni hafði nýlokið við að taka skilvinduna út sem kallað er, þ.e. að hreinsa hana, þegar hún sprakk. Stóð hann ekki nema um þrem skil- vindum frá þeirri sem sprakk og var það mat annarra starfsmanna þarna, að það hefði verið hin mesta heppni að hann varð ekki fyrir brotunum úr skil- vindunni. Starfsmaður sem stóð mun fjær fékk eina skál úr vindunni i öxlina en slapp án meiðsla. Að sögn starfs- manna í verksmiðjunni er ekki vitað hvað olli sprengingunni og minnast þeir þess ekki að slíkt hafi komið fyrir áður. Lengst til hægri á myndinni eru butar úr skitvindunni sem sprakk en vinstra megin er heil sldlvinda. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. DB-mynd Sv. Þorm. Nýjar tillögur verkalýðsleiðtoga: Málamiðlun um úrbætur handa lægst launuðum —„við skulum ekki afskrifa ríkisstjórnina,” segir Guðmundur L „Það er þá að minnsta kosti einhver að reyna að bjarga ríkis- stjóminni. Við skulum ekki afskrifa! hana,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka-' mannasambandsins, í viðtali við DB i morgun. Nokkrir forystumenn Verkamannasambandsins reyna að finna málamiðlun. Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri, sagði í morgun, að hugsa mætti sér mála- miðlun, þar sem verðbætur á hin hærri laun yrðu frystar, svo að unnt yrði að láta hina lægra launuðu fá meira. Með sh'kum bótum og félagslegum úrbótum telur Jón Helgason og fleiri í Verkamannasambandinu að finna mætti málamiðlun svo að efnahags- frumvarp forsætisráðherra gæti orðið samþykkt. Verkamannasambandið heldur sennilega fund nú um helgina, og verður þar reynt að setja fram „pakka” með málamiðlun. Guðmundur . J. Guðmundsson sagði að lítið hefði komið út úr fundi, sem hann og Karl Steinar Guðnason, varaformaður sambandsins, áttu með forsætisráðherra í gær. For- sætisráðherra mun ekki hafa fengizt til að fresta neitt framlagningu frumvarpsins, að sögn Steingríms Hermannssonar dómsmálaráðherra i morgun. „Það liggur ljóst fyrir, að frum- varpinu verður ekki breytt núna,”, sagði Steingrímur. „Það verður Iagt fyrir Alþingi óbreytt í dag, en ef menn kjósa að gera á því einhverjar breytingar þar, þá erum við til viðtals, ef slíkt felur ekki í sér, minnkandi áhrif frumvarpsins í baráttunni við verðbólguna.”HH/HP V- y frjálst, úháð daghlað FIMMTllDAGUR 15. MARZ1979 „HefurLúð- vík lagt undir sig útvarp og sjónvarp?” — spyrja alþýðuflokks- ogframsóknarmenn „Mér finnst mikið alvörumál hvað Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, hefur fengið að vaða uppi i útvarpi og sjónvarpi. Hann fékk 9 mínútur í útvarpi í gærkvöldi og auk þess var heilmikið haft eftir Svavari Gestssyni ráðherra. Og svo fékk Lúðvík 5—6 mínútur einn í sjónvarpi í gærkvöldi.” Þetta sagði einn þingmaður Alþýðu- flokksins í morgun og svipað sjónar- mið kom fram hjá háttsettum fram- sóknarmönnum. „Það athyglisverða er að Lúðvik er ekki talsmaður nema ákveðins hóps í Alþýðubandalaginu,” sagði þing- maðurinn. .jjh Reykjavík. borginni Tveir bíleigendur sem skruppu í miðborgina i gær, og lögðu bílum sínum Pósthússtrætismegin við Reykjavíkurapótek, eru heldur stúrnir eftir. Grýlukerti eða jakaklumpar féllu af húsþakinu á bílana og ollu á þeim nokkrum skemmdum. Lögreglan setti vakt við húsið frá því um nónbil til kvölds er loks fékkst kranabíll til hreinsunar þaksins. Ekki urðu slys á fólki, en slík klakastykki eru lífshættuleg gang- andi fólki, eins og dæmi eru til um. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.