Dagblaðið - 24.03.1979, Síða 2

Dagblaðið - 24.03.1979, Síða 2
2 /* DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979. Svar við hug- renningum fiskiðnaðar- IrAVIII — vegnaskrifaíDag- IVUIIII bladinu2.og7.marz Við fiskvinnslu. Ólafur Tr. Eliasson, Akranesi, skrif-i ar: Kæra fiskvinnslukona á Akranesi! Þegar ég var búinn að lesa þessa blekkingarsíbylju þína um verka- kvennadeild Akraness og þær konur sem eru í raun að berjast fyrir þig og fleiri, datt mér í hug að skrifa þessar línur. Sannleikur og blekking eru tvö öflug öfl, sem standa í þrotlausu stríði hvort við annað. Ég var verkstjóri eitt haut við skelfiskvinnslu. Skelin var flutt með bilum frá Snæfellsneshöfnum, þá aðallega frá Rifi og Grundarfirði. En vegna friðunaraðgerða voru tak- mörkuð veiðileyfi gefin út og má sem dæmi nefna að ekki mátti flytja hörpudisk til Akraness eða annarra staða á landinu. Þetta er ástæðan fyrir að þessi vinnsla hætti á Akra- nesi, en ekki barátta þessara fínustu kvenna verkalýðsins, eins og þú vilt meina. Þennan tíma man ég vegna þess að samningarnir við konurnar voru góðir og réttlátur vinnutími og ríkti mikið fjör og vinnugleði í sölum HB & Co. Aldrei varð ég var við að Herdís eða aðrir væru að hóta eða berjast, þannig að þetta er bara hug- arburður og della úr þér. Loðnutímabilið Ekki átti ég von á að sjá fleiri greinar frá þér, en sú von brást og sama blekkingin í þessari og þeirri fyrri. Ég held að bezt væri að þú, kæra fiskvinnslukona, horfist hreinskilnislega og undanbragðalaust í augu við þann möguleika að það kunni að vera þínar eigin hugsanir sem séu rangar, eða erfiðleikar þínir fólgnir í sjálfri þér. Eyddu ekki tíma í að kvarta und- an öðru fólki að ósekju. Þegar þú talar um loðnutímabilið er margs að minnast. Þá naðust samningar um kaup og kjör og kauptryggingu fólks I frystihúsum. Konurnar þurftu að fastráða sig og þurfti að segja þeim samningi upp með viku fyrirvara. En hvað gerðist, mestallan veturinn hékk uppsagnar- spjald uppi og alltaf var verið að segja þessum samningi upp, til þess að þurfa ekki að borga fólkinu kaup vegna hráefnisskorts. Svona var nú staðið að þessu. En þessu vildi kvennadeildin ekki una og hóf sína baráttu. Er það útgerðarmönnum til ævarandi skammar að henda öllum hrognum og fiski upp á tugi milljóna heldur en að skrifa undir þá samn- inga strax, og er raun fyrir þá að þetta er komið á prent, mörgum árum seinna. Bónus — refsibónus Þegar bónus kom á, í apríl ’78, ríkti gleði í vinnslusölum frystihúsanna. Konur fóru að vanda tig með úrskurð, pökkun og hraða. 'Mlar stefndu þær að því að ná sem beztri nýtingu, enda uppskáru þær ríflega og útgerðarmenn líka. Ýmsir srfiðleikar voru yfirstignir, en hrá- :fnið er ævinlega of gamalt til að geta talizt gott. Sumar gekk í garð og þá keyrði um þverbak. Ekki mátti salta, íkki hægt að hengja upp fisk, aðeins frysta. Landburður var af fiski, og fólkið var almennt í sumarfríum. En þeir sem voru í fiskvinnslu unnu og unnu fram á rauða nótt. Fór allt vel? nei, ekki aldeilis! Þeir fyrir vestan (eins og við köllum þá í Ameríku) fengu skemmdan fisk frá 10 húsum, 900 blokkir. En er þetta allur sannleikurinn? Það hefur aldrei komið fram í hverju þessar skemmdir voru fólgnar. SH átti næsta leik, hverjum átti að hegna? Auðvitað konunum, þetta var þeim að kenna. Þeir sendu því sína framagosa í húsin og komu á refsibónus. En hann er fólginn í þvi að þegar kona er búin að vinna í þrjá daga og er með meira en 1 galla að jafnaði í sýni, þá skal hún detta út úr bónus og fara á tíma- vinnu. Og ef þetta kemur fyrir hana í tímavinnu, þá heldur hún bara áfram, í tímavinnu. Það er í sjálfu sér ekki það versta, heldur að vinna undir ■ þeirri skömm að ef þeim verði á i fiskvinnslunni þá hangir þetta yfir þeim eins og mara. Þar að auki kom það á daginn að afköstin duttu niður. En nú er mér sagt að þeir séu búnir að afnemaþessa skömm. Útgerðarmenn á Akranesi eru að mörgu leyti ágætismenn, en þeir hafa sama hugsanagang um kaup og kjör eins og útgerðarmenn fyrir aldamót. Þeir vilja deila og drottna hvað sem það kostar. HB & Co. er sennilega með hæstu meðalnýtingu, var með mestan hraða og mestu afköst pr. mann á öllu landinu. Að lokum vil ég að fisk- vinnslukona viti: 1. Að vinnulöggjöfm segir að trúnaðarmaður skuli gæta þess að gerðir samningar séu haldnir af at- vinnurekanda og fulltrúum hans og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt verkamanna. 2. Kröfur trúnaðarmanns til vinnufélaga eru í lágmarki þessar: að vinnufélagar styðji hann í starfi, enginn sigur vinnst án fyrirhafnar. Það er nóg um þjóðarböl — og það menn staupum klingi Páll H. Árnason Þórlaugargerði í Vestmannaeyjum skrifar: Það kemur margt fram skemmtilegt og athyglisvert í Kastljósþáttum sjónvarpsins. Átti það m.a. við vínveitingafrumvarps- þáttinn 9. febrúar. Þar talaði einn af atkvæðameiri siðgæðispostulum þjóðarinnar rösklega fyrir nýfluttu frumvarpi sínu og fleiri alþingis- mahna um frjálsari starfstíma veitingastaða, frjálsari áfengissölu og lækkun áfengiskaupaaldurs. Undir ræðum hans rifjaðist upp hjá mér visa er varð til vegna flutnings frumvarps Jóns Sólness á síðasta þingi um hérlenda framleiðslu áfengs öls ogersvona: Það er nóg um þjóðarböl og það menn staupum klingi þeir sem kjósa áfengt öl ei ættu að sitja á þingi. Ríkissjóður sjái um heim- keyrslu ökutækja Og þetta er ennþá skoðun mín, að þeir sem í raun starfa fyrir aukna á- fengisneyzlu, þennan almesta bölvald þjóðlífsins, þó þeir þykist virða starf bindindismanna, eigi ekki skilið kosningu í ábyrgðarmestu störf þjóðfélagsins. Mér finnst það ærið hjáróma málflutningur þegar menn segjasta virða baráttu annarra fyrir þjóðþrifamálefnum, svo sem öll bar- átta gegn fíkniefnaneyzlu er, um leið og þeir vinna augljóst og ákveðið gegn þvi sem þeir segjast virða. Þeir er bera umhyggju fyrir því ltf- erni að stunda næturskemmtanir finna eðlilega sárt til vandræða þessj fólks sem kann að verða orðið svo af! sér gengið af slarkinu að það getur ekki ekið eigin farartæki heim til sín. Líklega má þakka fyrir meðan þessir hjartagóðu þingmenn láta ekki ríkis- sjóð annast þessa sjálfsögðu hjálpar- starfsemi, heimkeyrsluna, að fullu. En nokkur brögð eru sennilega að því nú þegar að lögreglan annist slíka nauðsyn ja flutninga. Afmenningar- þjónusta Líklega er ekkert á móti því að gefa næturskemmtistöðum frjálsan starfstíma fyrst slík afmenningar- þjónusta þykir sjálfsögð, en vin- veitingar ættu aldrei að koma til greina á slíkum stöðum eða önnur fíkniefnaneyzla. Kann þá að koma í ljós hve stór þáttur vínveitingarnar' eru í rekstrinum. Ef til vill væri hon- um greitt rothögg með sliku banni og væri ekki eftirsjá í. Það er grátleg forsmán þegar landsfeðurnir eru að rifa niður,' menningarlega séð, með annarri hendinni það sem þeir þykjast vera að byrrja upp með hinni. Allt skal frjálst, er það ekki kjörorð áróðurs- ins í dag? Með ólíkindum óraunsær Áðurnefndur frumvarpsflytjandi sagðist treysta fólki fullkomlega til þess að misnota ekki aukið frelsi gagnvart áfenginu. Ég held þó að þá hafi hann annaðhvort talað þvert um hug sinn eða hann sé með ólíkindum óraunsær gagnvart því fólki sem orðið er ánetjað áfenginu. Að vísu sagði Páll postuli einhvern tímann eitthvað á þá leið að allt væri leyfilegt, en hann„bætti við, ekki er allt gagnlegt og ég má ekki láta neitt fávald yfir mér. En þeim athugasemdum sleppir fólkið nú til dags. Hver mun sækja næturskemmtanir sér til gagns og þroska eða drekka áfengi til þess að verða betri og göfugri? Sjálfgleymi Nei, eftir alla skólamenntunina eru of margirsvo sljóir og innantómir að þeir neyta allra bragða til þess að vera ekki allsgáðir. Þeir sækjast eflir einhverju sjálfgleymi, hve villt sem það svo kann að reynast. Slíkur vesaldómur skapar aftur þau ómót- mælanlegu reynslusannindi að því auðveldar sem er að ná í fíkniefnin, þar með talið áfengið, því meir eru þau notuð. Þess vegna er svo óraunsætt að treysta fólki sem er orðið áfengi háð aðmisotaþaðekki. Reyklausir dagar eru að sjálf- sögðu dýrmætir en áfengislausir dag- ar væru mörg hundruð prósent dýrmætari. Meðan þjóðfélagslegt siðgæði okkar er jafnlangt frá kristilegu siðgæði og það oft virðist í dag er tómt mál að tala um aukið frelsi i skemmtana- og fikniefnamálum til þjóðbóta. Hins vegar þegar svo hefir Hilmar Hallvarðsson yfirverkstjóri í Garðabæ skrifar: 1 Dagblaðinu 20. marz sl. ritar sjómaður grein þar sem hann virðist ekki skilja merg málsins. Ef greinar- höfundur heldur að hann hafi með skrifum sínum lagt þeim lið sem opna vilja Faxaflóa fyrir dragnót þá vil ég benda þessari hetju hafsins á vegna ókunnugleika að það eru þúsundir manna sem alfarið eru á móti opnun Faxaflóa fyrir dragnót vegna fyrri reynslu. ' Það er rangt hjá sjómanninum að við viljum veiða marglittu og mar- hnúta. Við viljum koma í veg fyrir að ekki verði annað að hafa en mar- glittu ogmarhnútaeins og gerðist við síðustu friðun flóans. Það er líka rangt að við séum að ráðast á Ólaf verið söðlað um að allur þungi kristindómsboðunarinnar hefur verið lagður í boðorðið Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra, í stað endalausra bókstafsjátninga, svo það verði lifað meir en predikað. Þá kann að verða grundvöllur fyrir fullt frelsi á öllum sviðum, því þeir sem eftir því boðorði lifa eru alltaf perlur mannlífsins er hvorki nota frelsi sitt til ölvunar né svallskemmtana. Ertil betri gjöf ? Væri nokkur gjöf betri til handa börnunum á þessu svokallaða barna- ári en útrýming áfengis og fíkniefna- neyzlu svo ekkert barn þurfi nokkru sinni að horfa upp á foreldra sina eða aðra í því aumkunarverða ástandi sem ölvun skapar. Þó er annað til jafnvel enn svartari skuggi á vegi barnsins. Það er hið ört vaxandi siðleysi fóstur- eyðinganna. Nú móðurástin oft er sýnd eins og ketti músin með frjálslyndi eru fóstrin tínd á fóstursláturhúsin. Björnsson. Það vita allir sem Ölaf þekkja að hann er dugmikill kjark- maður. Það þarf engum blöðum um það að-fletta. Við höfum ekkert á móti því að vannýttur skarkoli sé nýttur. Við erum á móti því að drag- nót sé til þess notuð í Faxaflóa. Það má t.d. veiða skarkola í net. Við erum á móti öllu seiðadrápi og erum því samála fiskifræðingum um friðun flóa og fjarða, sér í lagi þar sem viðkvæmt lífríki og uppeldistöðvar eru eins og í Faxaflóa. Það er hins vegar vitað að koli er verðlaus enda er honum hent i stórum stíl og því vekur það furðu að ábyrgir menn skuli leggja til að drag- nót sé leyfð í Faxaflóa bara til að veiða vannýttan skarkola. Slíkar tillögur eru markleysa og sízt til að verja. Skiptar skoðanir eru vafaiaust um opnunartíma veitingahúsa og neyzlu áfengra drykkja. DB-mynd Ari. Viðkvæmt lífríki f Faxaf lóa — það er hægt að veiða skarkola í net v

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.