Dagblaðið - 24.03.1979, Síða 3

Dagblaðið - 24.03.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979. \ Fjölmiðlar, kosningakrf- orð og geistlegar stéttir Haraldur Guðnason í Vestmanna- eyjum skrifar: Margt er nú skrafað og skrifað um fjölmiðlana sjónvarp-útvarp. Orðaskakið hefur borizt inn á „hið 'háa alþingi” vegna kosningaraeðu Lúðvíks austfirðingagoða í sjórivarpi fyrir nokkru. Sumir skamma frétta- menn, sem er ósanngjarnt. Það vita hins vegar allir að þegar höfuðpaurum flokkanna er hleypt í útvarp eða sjónvarp í þeim fróma tilgangi að leita frétta úr „leikhúsinu við Austurvöll”, sem þingmenn eru farnir að kalla löggjafar- samkunduna, til þess að skýra einhver mál, þá flækja þeir þau. Út úr þeim stendur óstöðvandi buna um úrraeði Flokksins þeirra, og loksins er þjóðin beðin þess lengst orða að efla Flokkinn. Þá verði dásamleg dýrð á ísaköldu láði. Lengst ganga þeir Lúðvík og Geir í þessum hókus pókus. Allt að fara í hnút Nú eru fögru loforðin fyrir kosningar farin að bögglast eitthvað fyrir þeim, sem kosnir voru til að standa við þau. Samningarnir frá 1977 eru ekki í gildi, en launamisrétti hefur aukizt, sbr. hinn makalausa dóm BHM-manna. Og nú er allt að fara í hnút út af 5—6% til eða frá, sem fljótt verða að engu eins og vant er en 1. des. þótti ekki ofrausn að gefa eftir 8 vísitölustig. Reyndar var lofað „félagsmálapakka”, hvað sem það nú þýðir. En pakkinn sá kvað vera ókominn og sum verkalýðsfélög orðin langeyg eftir sendingunni. En þótt sambúð þessa stjórnar- þrihyrnings hafi verið stirð, sem stundum hendir um slíkt fyrirbæri, virðist ekki góðra kosta völ, þótt breytt yrði. Og vorkunn er þessum efnilegum strákum, sem vilja vera hæstvirtir eitthvað lengur. Þeim gömlu þykir líka vænt um stólana. Lúðvík ætti að fara sér hægt þó hann langi i kosningar. Uppskeran gæti orðið rýrari en hann hyggur, þótt stjórnmálarefur sé. Flokkurinn hans mundi kannski halda sínu, því söfnuðurinn er samhentur vel. íhaldið mundi vinna verulega á, þótt viðskilnaðurinn væri ekki betri en raun var á (um 50% verðbólga, lokuð fiskiðjuver o.s.frv.). Ungkrata á þingi vil ég nú minna á þessi orð í Ljósvíkingnum: „Ekki fara allir á kirkjugarðsballið í haust sem hlökkuðú til þess ívor.” Kosning útvarpsráðs Úr því ég fór að minnast á fjölmiðla, þá nokkur orð í viðbót. Sem útvarpsnotandi mótmæli ég því að útvarpsráð sé kosið pólitiskri kosningu eftir hlutaskiptareglu flokkseigenda. Þá mótmæli ég því að iþróttafréttir tröllríði þessum fjölmiðlum. Er ekki nög að hafa 4—8 síður í hverju dagblaði? Þessar fréttir eru of einhliða; knattspyrna og körfubolti virðast hafa forgang. Hvers vegna er sjónvarp ekki notað sem kennslutæki? Það er að bera í bakkafullan lækinn að kvarta vegna lélegra kvik- mynda og brezkra langlokuþátta. Þetta er víst orðið náttúrulögmál. Ef gott efni er of dýrt, væri ráð að loka 1—2 daga í viðbót vikulega og vanda meir til efnis hina dagana. Raunar voru peningar til þess að gera Silfurtúnglið að eins kbnar tunglæði. I útvarp eru lesnar skáldsögur sem fjölmargir kannast við, en sjaldan flutt verk merkra höfunda, erlendra, t.d. nóbela. Morgunpóstur var stundum hressilegur, en sjaldan i seinni tíð. Furðulegt uppátæki þessi matseðijl vikunnar og úrtöku leiðinlegt. Hverjir setjast við mataruppskriftir kl. 7 og nokkrar minútur að morgni? Er ekki til nóg af matreiðslubókum? Þá er líður að vertíðarlokum held ég að gott væri að gefa „Bróður Páli” og „Félaga Sigmari” langt sumarfrí og mætti Hannes Hólm- steinn fylgja þeim, svo og fleiri skritnir póstar. Hvunndags dregur nokkuð úr þessu Geistlegrar stéttar menn hafa Iöngum borið sig illa út af því að þeim sé smátt skammtaður tími í títt- nefndum fjölmiðlum. Ég held þeir þurfi ekki að kvarta, en hér sannast sem oftar, að „seint fyllist sálin prestanna”. Þeir fá á sunnudögum morgunandakt, messu kl. 11 og kvöldbæn (prédikun). Þar að auki getur komið gleðistund Daníels og Guðna og jafnvel fleiri þættir. Hvunndags dregur nokkur úr þessu sem eðlilegt er. Og nú hefur Bernharður blessaður fundið prédikunarstóla í ólíklegustu fjölmiðlum. —Ég er ekki viss um að álagið megi öllu meira á kristnilífið. VIII sjá teiknimyndir Disney áfr í sjón- varpinu WfcjA Svava, 13 ára stúlka úr Hafnarfirði, Ég skora á Sjónvarpið að fá nú til sýningar teiknimyndir Walt Disney með það í huga að nú er barnaárið og - - ég veit að ég tala fyrir munn margra sem eru lengi búnir að bíða eftir Mikki mús er mjög vinsæll hjá yngstu þessu sjónvarpsefni. kynslóðinni. / •~7> » CHRYSLER f SUOURLANDSBRAUT 10. SlMAR; 83330 - 83454 'gnm'"* ao '^áW1979' • LAUGARDAGS- \\\ MARKAÐUR1979 y'J } DODGE ASPEN SE árg. 1977, 4 dyra, sjálfsk., afl- stýri, útvarp, ekinn 25.000 km. Glæsilegur einkabíll. D0DGE: Aspen Custom 4 dr........1978 Aspen SE 2 dr. 8 cyl.....1976 Dart 4 dr.................1975 DartSwinger...............1974 Charger...................1974 DartSwinger..............1972 Dart 4 dr. sjátfsk.......1968 Concours4dr...............1976 Pontiac Ventura 3 dr....1973 HornetSST................1970 Ambassador SST............1970 D0DGE W 200, fjórhjótadrrfs pick-up, árg. 1977, óekinn á mjög hagstæöu verði. PLYMOUTH VOLARÉ ðrg. 1977 2 dyra, sjátfsk., aflstýri, útv./segulband, ekinn 22.000 km. PLYMOUTH: Volaré Premier 2dr 1978 Volarð Custom 4 dr 1978 Volaré Premier 2 dr 1976 Volaré Station 1976 Fury Station 1973 Duster 1971 Volvo 142 DL sjálfsk 1974 AUD1100 GLS 1977 Mazda 929 4dr 1976 Saab 99 2.0 L 1974 BMW2500 1970 SIMCA RANCHO, árg. 1977 ferðabíllinn fallegi ekinn 21.000 km. AUSTIN ALLEGR0 1500 SDL árg. 1977, ekinn 20.000 km. Grænn, mjög vel með farin bifreið. / SIMCA: 1508 S....................1977 1307 GLS..................1976 1100 LX........ ..........1977 1100 LE...................1977 1100 LX...................1976 Simca sendibíll...........1977 Peugeot404............... 1974 Citroen DS................1974 Citroen GS1220 .......... 1974 VWMicrobus................1974 VW Pick-up................1974 Datsun pick-up............1974 ............1972 VILTU SEUA? VILTU SKIPTA? VILTU KAUPA? Hjá okkur færðu bíSnn sem þú /ertar ad CHRYS OPIÐ KL10-17 i DAG, LAUGARDAG SUÐURLAN DSBRAUT 10 SIMAR 83330 -83454 Spurning dagsins Áttu einhver gæludýr? Gissur Ágústsson pipulagninga- maður: Nei, ekki núorðið, en ég hef átt bæði kött og hesta og fyrir löngu átti ég páfagauk. Hansenina Jóhannesdóttir afgreiðslu- stúlka: Nei, en þegar ég var i sveit átti maður náttúrlega hunda, ketti og allt tilheyrandi. Kolbeinn Flnnsson verzlunarmaður: Nei, það á ég ekki og hef aldrei átt. Ég hef þó ekkert á móti slíku en hef ekki haft aðstæður til þess. Erla Júliusdóttir, vinnur við glugga- skreytingar: Ég á engin núna en viö höfum átt bæði fugla og ketti. Kristin Harðardóttir hjúkrunarfræð- ingur: Ég hef átt kött en á engin gælu- dýrnúna. Jóhannes Norðfjörð sölumaður: Ég hef átt kanarífugla.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.