Dagblaðið - 24.03.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979.
7
Rækjustríð Bolvíkinga og ísfirðinga:
Bolvíkingar telja sig svikna
Mikill hiti mun nú í Bolvíkingum
vegna þess að þeim hefur verið gert að
hætta veiðum fyrr en öðrum aðilum
við ísafjarðardjúp. MáUð á sér langan
aðdraganda og byggist á því að
aflanum hefur verið skipt niður á
rækjustöðvarnar við {safjarðardjúp.
Skipting þessi kæmi nú þannig út, að
sögn Bolvikinga, að ef veidd hefðu
verið 2400 tonn hefðu 48 tonn komið í
hlut hvers báts frá Bolungarvík en 64
tonn í hlut annarra báta. Óánægja
Bolvíkinga með þetta fyrirkomulag
hefur staðið lengi og hafa þeir margoft
reynt að fá sinn hlut leiðréttan. Þeir
segja að Einar Ingvarsson, fyrrum
aðstoðarsjávarútvegsráðherra, hafi
fengið nokkra þeirra til að ganga í
smábátafélagið Hugin á Isafirði gegn
því að þeir fengju að leggja aflann upp
hvar sem væri. Þetta mun svo hafa
gengið þannig til í vetur að einn bátur
frá Bolungarvík lagði afla sinn upp í
Hnífsdal. En núna er þessum báti, eins
og öðrum bátum frá Bolungarvík, gert
uð hætta viku fyrr en aðrir bátar.
Finnst Bolvíkingum sem þeir hafi verið
plataðir í þetta félag sem hafi engu
breytt fyrir þá, þegar á reyndi, og að
ekki hafi verið staðið við það sem segir
í leyfunum frá í haust, um að þeim
væri heimilt að landa hvar sem er við
ísafjarðardjúp.
„Klassískt
vandamál"
Dagblaðið hafði samband við
Pétur Bjarnason, fulltrúa sjávarút-
vegsráðuneytisins á ísafirði, og
spurði hann út í þetta mál. Hann
sagði að hér væri um að ræða hið
klassíska vandamál, hvernig ætti að
skipta aflanum Sagði hann að aldrei
hefði verið hægt að koma þessu
þannig fyrir að úthaldstíminn væri
jafnlangur hjá öllum bátum. Hann
sagði að heildarkvóti fyrir allt Djúpið
væri ákveðinn strax á haustin. Þessi
tala hefði verið ákveðin 2500 tonn i
haust en síðan lækkuð í 1700 tonn.
Þessum kvóta er síðan deilt á öll
byggðarlögin eftir ákveðnum reglum.
Bolvíkingar hefðu verið látnir hætta
hinn 16. marz vegna þess að þeirra
hluti hefði þá verið búinn. Hér
spilaði líka inn í að stefnt hefði í
bátafækkun á ísafirði á meðan,
bátum fjölgaði á Bolungarvík og
hefði þá komið minna í hlut hvers
báts og hlutföllin raskazt. Hann
benti hins vegar á að fsfirðingar
hefðu orðið að hætta hinn 23. marz
ánþess aðgetalokið viðkvótasinn.
-GAJ-
Bolvikingar eru ekki sáttir við sinn hluta rækjunnar sem veiðist i Djúpinu og telja tsfirðinga fá ríflegri hluta.
Norrænir matreiðslumeistarar sem sóttu þingið.
Norrænir kokkar þinga:
„Gleymdu ekki
gamla? norræna
eldhúsinu”
Félag norrænna matreiðslumeistara ! þinginu var mest fjallað um skóla
þingaði hér á landi dagana 13. og 14. og kennsluhætti á Norðurlöndum,
marz. Er þetta í fvrsta sinn sem félagið matargerð og matarvenjur. Einnig var
kemur saman hér en klúbbur mat- rædd endurvakning á gömlum matar-
reiðslumeistara á íslandi gekk í félagið venjum, þannig að hið gamla norræna
1974. í norræna félaginu eru núna um eldhús falli ekki í gleymsku.
þúsund manns, þar af 24 á íslandi. -DS.
Fjölmiðlaráðstefna
verkalýðshreyfingar
„Lítill hlutur verkalýðshreyfing-
arinnar í islenzkri fjölmiðlun stafar
ekki einvörðungu af áhugaleysi
fjölmiðla,” segir í frétt frá Nemenda-
sambandi Félagsmálaskóla alþýðu.
Nú boðar nemendasambandið
til ráðstefnu á morgun, laugard. Er
tilgangurinn sá að fá sem flesta til að
skiptast á skoðunum um tengsl og hlut
verkalýðshreyfmgarinnar í fjölmiðlun.
Ráðstefnan er opin öllum, sem áhuga
hafa á þessum málum.
Ráðstefnan verður haldin í
ráðstefnusal Hótels Loftleiða og hefst
kl. 10 árd. Sérstaklega er boðið út-
varpsráði, útvarpsstjóra, ritstjórum og
fréttastjórum dagblaðanna, frétta- og
dagskrárstjórum útvarps og sjónarps.
Þá er miðstjórn ASÍ boðið, sem og
stjórn MFA.
Ráðstefnan er haldin í samvinnu við
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu og ritstjóra Vinnunnar, tímarits
Alþýðsambands Islands. Meðal
framsögumanna á ráðstefnunni má
nefna Helga Guðmundsson, formann
Trésmiðafélags Akureyrar, Hauk Má
Haraldsson, ritstjóra Vinnunnar, Elías
Snæland Jónsson blaðamann, Ólaf R.
Einarsson fréttamann. Milli fram-
söguerinda verða stuttar fyrirspurnir.
Að þeim loknum er gert ráð fyrir
umræðum í starfshópum. Loks verða
kynntar niðurstöður starfshópa og
umræður um þær. Þátttaka er að sjálf-
sögðu ókeypis og sem fyrr segir öllum
heimil sem áhuga hafa á málefninu sem
fjallað er um.
-BS.
Sumarnámskeið Sameinuðu þjóðanna
Sameinuðu þjóðirnar efna til
tveggja alþjóðlegra námskeiða á
sumri komanda sem islenzkum há-
skólastúdentum og háskólaborgurum
gefst kostur á að sækja um. Annað
námskeiðið er haldið í aðalstöðvum
Sameinuðu þjóðanna í New York en
ekki er ákveðið hvenær það verður.
Hitt námskeiðið verður haldið í
Gefn dagana 16.-27. júlí og er það
ætlað háskólaborgurum.
Megintilgangur námskeiðanna er
að gefa þátttakendum kost á að
kynnast til nokkurrar hlítar grund-
vallarreglum, markmiði og starfi SÞ
og sérstofnana þeirra.
Sameinuðu þjóðirnar annast
sjálfar val þátttakenda en Félag
Sameinuðu þjóðanna á fslandi hefur
milligöngu um tilnefningu úr hópi
íslenzkra umsækjenda.
Skriflegar umsóknir, ásamt
upplýsingum um ástæður fyrir um-
sókninni, skulu sendar Félagi Sam-
einuðu þjóðanna á íslandi, pósthólf
679, fyrir21. marz næstkomandi.
-GAJ-
UPPBOÐ!
Til styrktar
GLEYMDUM BÖRNUM 79
Hótel Loftleiðum
SUNNUD. 25. mars kl.1500-1800
MÁLVCRK
Eftir bestu núlifandi
listamenn landsins!
KARLAKOR REYKJVIKUR
syngur til að byrja með
VEITINGAR