Dagblaðið - 24.03.1979, Síða 11

Dagblaðið - 24.03.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979. Séra Róbert F. Hummel. gjafi yngri námsmanna. Þar kynntist hann félagsskap kynvilltra kaþól- ikka, Dignity (þ.e. Virðuleiki), og fór að skrifa stóra ritgerð um kynvillu frásiðrænu sjónarmiði. Síðastliðið haust játaði hann í við- tali við stúdentablað á staðnum að hann væri sjálfur haldinn þessari hneigð. Eftir að það birtist sagðist hann hafa orðið fyrir aðkasti frá sumum stúdentanna og einhverjir þeirra skeyttu skapi sínu á bílnum hans en núorðið sýna þeir honum umburðarlyndi. Framtíð hans er vandi að spá nokkru um. Sjálfur á hann sér þann draum að taka að sér söfnuð kyn- villtra. En verði honum endanlega út- skúfað ætlar hann ekki að skoða það sem „persónulegan ósigur”. „Mér datt afdrei í hug að ég mundi hafa neina þýðingu í stefnumótun kirkjunnar,” segir hann. „En geti ég fengið aðra til að 'ganga fram og segja sannleikann þá finnst mér ég hafa gert eitthvert gagn.” og raunar rökstuddan, grun um að víða úti á landsbyggðinni sé ástandið jafnvelverra en á Suðurnesjum. Hættunni boðið heim Það má raunar teljast dálítið furðulegt að ekki skuli hafa farið fram opinber rannsókn á þeim öryggisþætti sem símakerfið er í venjulegu þjóðfélagi og þá sér- staklega furðulegt að Almannavarnir Óendanlegar tekjur — stöðugur fjárskortur f ljósi þess að símaþjónusta og rekstraröryggi íslenzka símakerfisins er mun lakara og um leið mun dýrara en i nágrannalöndum, að ekki sé talað um lönd eins og Bandaríkin og Kanada, þá er full ástæða til þess að almenningur fái fullkomnar £ „Landssíma íslands er ekki treystandi til að halda uppi þeirri lágmarksþjónustu, sem talizt getur trygging fyrir viðunandi öryggi fólks í landinu, ef hættu ber að höndum.” rikisins skuli ekki hafa tekið þetta mál sérstaklega fyrir. Þegar ofan á þetta bætist að hvað eftir annað hafa orðið þannig bilanir á útsendingum útvarps, að ekki hefur verið nokkur leið að fylgjast með áríðandi tilkynningum við slíka aðstæður nema að við höndina væri viðtæki með FM-bylgju, þá sér hver heilvita maður að hér er brotalöm, ein af mörgum, í þeirri öryggisþjónustu sem verður að teljast nauðsynlegri hérlendis en víða annars staðar. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt svo ekki verður um villzt að Landssíma íslands er ekki treyst- andi til að halda uppi þeirri lág- marksþjónustu sem talizt getur trygging fyrir viðunandi öryggi fólks í landinu ef hættu ber að höndum. Þess vegna er brýn nauðsyn á þvi að málið verði þegar tekið fyrir, og er i því sambandi ekkert fráleitt að þing- nefnd væri falið að stjórna opinberri rannsókn á hlutverki og skyldum Landssímans sem öryggisþáttar í al- mannavörnum landsins og að hve miklu leyti stofnunip er ófær um að anna því hlutverki og ennfremur hvaða aðgerða er þörf til þess að koma megi þessum málum hið bráðasta í viðunandi horf. upplýsingar um rekstursskipulag Landssimans. Slíkar upplýsingar ættu að koma frá viðurkenndum sér- fræðingum erlendis. Það er orðin full þörf á þvi að sú stofnun, sem hefur tekjur af öllu mögulegu, algjöra einokun á síma og fjarskipaþjónustu, einokun á menntun fagmanna á þessu sviði og innheimtir hærra af- notagjald af allri sinni þjónustu en annars staðar þekkist, verði tekin út af hlutlausum aðilum. Sérstaklega þegar þessi sama stofnun veldur ekki hlutverki sínu og skapar hættulega veikan hlekk í öryggiskerfi þjóðarinnar hlýtur það að orka tvímælis hvort veita skuli til hennar síauknu fé án þess að nokkur rannsókn fari fram á því hvernig því er varið. Um leið og rætt er um að auka þurfi framleiðni í atvinnulífinu með aukinni hagræðingu og sparnaði á öllum stöðum, þá er ekki úr vegi að benda á að sú hagræðing, sem leiddi til aukinnar framleiðni í rekstri Landssímans mundi ekki einungis spara gjaldendum stórfé heldur á sinn hátt auka framleiðni í at- vinnulífinu með eðlilegu og sjálf- sögðu símasambandi. Leó M. Jónsson, tæknifræðingur. Seljum Portúgals- togarana Herra viðskiptaráðherra. Leiðari Dagblaðsins síðasta laug- ardag, eða þann 17. marz 1979, fjallaði um hættuna á ofveiði á þorski við ísland. Þessi leiðari eru orð í tíma töluð ogekki dreg ég í efa, að þú hefur lesið hann, eins og aðrir, sem taka mikinn þátt i stjórnmálum. Skoðanakönnun Dagblaðsins hefur leitt í ljós, eins og þarna kom fram, að almenningsálitið i landinu er í vaxandi mæli að gera sér grein fyrir hættunni á ofveiði á þorsk- stofninum og vill að þið, ráðamenn þjóðarinnar, hafið forystu um nauðsynlegar aðgerðir. Það er nú augljóst mál, að ekki er um margar leiðir að ræða til að friða þorskinn. Helzt kemur til greina að binda togarana hluta úr árinu eða fækka þeim, sem mun nú liklega vera enn meiri erfiðleikum bundið. Fleiri togarar? Um leið og ég las þennan leiðara í Dagblaðinu hafði ég fyrir framan mig Morgunblaðið frá fimmtudegin- um 15. marz sl. Þar er á bls. 3 þessi frétt, sem ég leyfi mér að taka upp orðrétt: „Borgarráð hefur samþykkt að borgarsjóður taki erlent lán vegna Bæjarútgerðar Reykjavíkur til kaupa á skuttogara frá Portúgal samkvæmt leyfi viðskiptaráðuneytisins frá því í febrúar. Lánið verður að upphæð 650 þúsund bandariskir dollarar, og skal það að fullu greitt í september 1980. Vextir verða 5—8% umfram almenna millibankavexti í London á hverjum tíma. Borgarráð hefur falið borgar- stjóra að undirrita lánssamning og önnur skjöl vegna lántökunnar, en borgarstjóri getur veitt öðrum aðila umboð til að undirrita lánsskjöl. Þessi samþykkt var gerð á fundi borgarráðs þann 9. marz, með þrem- ur samhljóða atkvæðum.” Portúgalstogararnir Þrátt fyrir of marga togara og hættuna á ofveiði, virðist enginn mannlegur máttur geta stöðvað kaup á nýjum togurum. Þetta yrði þó aðeins gert í skamman tíma og mætti hefja þessi kaup að nýju, þegar búið væri að rétta við þorskstofninn. Varla höfum við efni á þvi að kaupa togara fyrir þúsundir milljóna og leggja þeim svo hér við bryggju. Slíkt er raunar ekki gert. Nýir togarar halda á veiðar með miklum kostnaði, t.d. olíu, og stunda ofveiði, þótt skömminni skárra væri að leggja sumum þeirra, þangað til nægur fiskur hefur vaxið upp á islenzkum fiskimiðum. Við þekkjum rökin fyrir þessum skipakaupum. Selja þurfti saltfisk til Portúgal og þeir urðu að selja okkur eitthvað í staðinn. í kerfinu varð til sú hugmynd — raunar fráleit — að kaupa togara fyrir saltfisk. Síðan hefur þetta mál oltið áfram án verulegra mótmæla. Stálvík hf., skipasmíðastöð við Arnarvog í Garðabæ, sagðist geta smíðað betri togara og á svipuðu verði, auk þess sem slíkt eykur at- vinnu hér innanlands. Á þá var lítið hlustað, en til þess að mæta þessari gagnrýni er talað um að kaupa af þeim togara líka. Ég fjölyrði ekki um þennanþátt aðsinni. Seljum Portúgalstogarana Þetta tilskrif átti nú ekki að verða langt. Ég vil ieggja það til við þig, að þú stöðvir svona viðskipti, sem eng- inn grundvöllur er fyrir, nema tilbú- inn af opinberum eða hálfopinberum aðilum. Enginn mundi kaupa þessa togara, ef hann ætti að borga þá með — Bréf til Svavars Gestssonar viðskiptaráðherra Kjallarinn Lúðvík Gizurarson eigin fé. Einnig verður að byrja að spyrna við fæti í sambandi við fjölgun togaranna ogofveiði, sem þvi fylgir. En hvað á þá að gera við skipin? Bezt væri að selja þau til Portúgals aftur. Ég sá i brezku blaði, að ráðherra frá Portúgal var nýlega á ferð í Bretlandi. H;nn vildi m.a. fá aðstoð þar til að koma fiskveiðum Portúgala í meira nútímahorf. Portúgala gæti því vantað nýtizku hlutir væru „barnaskóladæmi” eins og það var orðað. Það er barnaskóla- dæmi að andvirði togaranna má verja betur og raunar miklu betur. Til þess að halda uppi hæfilegum viðskiptum við Portúgal á móti kaupum þeirra á saltfiski, má gera ýmsa hluti. Hér vil ég koma með til- lögu, sem að vísu er þannig, að mörgum mun þykja hún fráleit, en hún er þó skárri en togarakaupin. Við erum alltaf að tala um tekjuöflun, en illa gengur að koma henni á, þannig að hald sé í. Þegar þú ert búinn að selja togarana, vil ég leggja til við þig, að þú sjáir til þess að andvirðinu verði varið til tekjuöflunar. Fyrir togarana má fá ca 30.000 farmiða til Portúgal frant og aftur. Ef tekjulágu fólki væri gefinn kostur á þessum farmiðum ókeypis, mundi slíkur straumur ferðantanna rétta af viðskipti okkar við Portúgnl það árið. Þetta er nefnt sem dænn, þar sem betra er að einhverjum vetði þetta að gagni heldur en engum. Tindátar Ég geri ekki ráð fyrir þvi, að stórir hlutir gerist i þessu máli, þó að ég sendi þér þessar línur. í kerfinu eru of margir tindátar, sem hvorki sveigjast eða beygjast. Mörg og fleiri orð þarf þvi til að fá fram breytta stefnu. £ „Ef Portúgalar vilja ekki kaupa þessa togara sína, mætti bjóöa þeim, að íslendingar geröu þá út frá Portúgal.” skuttogara. Ef Portúgalar vilja ekki kaupa þessa togara sína, mætti bjóða þeim, að íslendingar gerðu þá út frá Portúgal. Allt er betra en að fá togarana hingað. Það er ekki verra fyrir Portúgala að fá tilsögn I fisk- veiðum fráokkurhelduren Bretum. Farmiði — f rítt Fyrir stuttu heyrði ég þau orð í stjórnmálaumræðum, að ákveðnir En að lokum þetta. Það er farið að vora, þótt enn sé snjór hér á íslandi og kalt i lofti. Sérstaklega finnst ýmsum vora seint hjá stjórn- málamönnunum á Alþingi. Það yrði mörgum léttir, ef þrasi um vísitölu, verðbólgu, og kjaraskerðingu létti, en við tæki boðsferð til Portúgal fyrir andvirði Portúgölsku skuttogaranna en við þá hefur enginn neitt að gera hér á landi. Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður. Fólkiö veitbetur Stjómmálamenn ganga gjaman út Ifrá, að almenningur sé skyni skroppinn. |Með því rökstyðja þeir sínar margvis- llegu sjónhverfingar og reyna að fela, Iþegar þeir fórna hagsmunum þjóðar- | innar fyrir hagsmuni fárra gæðinga og ________ I þrýstihópa. Skoðanakönnun Dagblaðsins um tak- lmörkun þorskveiða leiðir i ljós, að í þessu mikil- I vægasta úrlausnarefni, sem um ræðir, hefur þjóðin miklu betri skilning en stjórnmálamennimir. Dagblaðið bað fólk að velja milli þess, að þorskafl- inn á árinu yrði takmarkaður við 250 þúsund tonn, eins •)g fiskifræðingamir leggja til, og takmörkunar við 100 þúsund tonn, sem forsætisráðherra hefur mælt -neð. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem tóku af- fstöðu, valdi lægri töluna. Margir tóku fram, að þeir Itreystu fiskifræðingum betur en stjórnmálamönnum til að sjá vandann og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að snúast gegn honum. Auðvitað er fólkinu, sem tók þátt í þessari könnun, iljóst, að þetta verður ekki gert án fórna. Til þess hefur málið verið nægilega rætt. í svörum fólks kom í ljós, að mjög margir voru vel að sér um umræðuna um mis munandi aflatölur og höfðu þær á takteinum. Stjórnmálamenn geta því ekki haldið fram, að fólk hafi í hugsunarleysi valið 250 þúsund fremur en 30( þúsund tonn. Þetta er í fyrsta sinn, að slík könnun er gerð. Enginn efi er um niðurstöður hennar. Þær hljóta að hafa veru iinni framtíð.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.