Dagblaðið - 24.03.1979, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979.
FASSBINDER
í FULLU FJÖRI
Þótt ótrúlegt sé frumsýnir Fassbinder þrjár
nýjar kvikmyndir eftir sig á þessu ári
Þýsk kvikmyndagerð hefur verið
óvanalega mikið í sviðsljósinu hér að
undanförnu. Stærsta þáttinn á því á
án efa heimsókn kvikmyndagerðar-
mannsins Werner Herzog. Hélt hann
fundi með kvikmyndagerðar-
mönnum og öðru áhugafólki þar sem
hann útskýrði sjónarmið sín, raeddi
um stöðu kvikmynda í Þýzkalandi og
við hverju búast mætti. Annar kvik-
myndagerðarmaður frá Þýskalandi
heimsótti okkur á listahátíð en það
var Wim Wenders. En sá Þjóðverji
sem er líklega þekktastur hér á landi
úr hópi þeirra manna sem lögðu
grunninn að þýsku nýbylgjunni i
- kvikmyndagerð er Rainer Werner
Fassbinder. Þessi óþreytandi kvik-
myndagerðarmaður virðist senda frá
sér myndir eins og á færibandi. Sum-
ar eru mjög góðar en aðrar síðri. Á
Berlínarhátíðinni í febrúar sl. voru
frumsýndar tvær nýjar myndir eftir
hann og hann er búinn að tilkynna að
sú þriðja verði frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í maí, en
hún ber heitið Die Dritte Generation
og fjallar um skæruliða í Þýskalandi.
Sælgæti,
sígarettur
og nælonsokkar
Fassbinder varð þess heiðurs
aðnjótandi að Berlínarhátíðin var
opnuð með mynd hans Die Ehe der
Maria Braun. í þessari mynd fjallar
hann um mjög viðkvæman kafla í
sögu Þýskalands eða árin 1945—
1954. Til að fjalla um þetta efni lýsir
hann hjónabandi Maríu Braun og
eiginmanns hennar Hermanns. Þau
gifta sig í stríðinu og geta eingöngu
verið saman rúman sólarhring áður
en hann er sendur til vígstöðvanna.
Eftir að stríðinu lýkur fær María
skeyti þess efnis að eiginmaðurinn
hafi fallið, en hún vill ekki trúa því
og telur Hermann vera enn á lífi.
Hún fær sér vinnu m.a. til að sjá fyrir
móður sinni sem er æði kröfuhöfð
hvað viðvíkur lífsgæðunum. í starfi
sinu kynnist hún bandarískum her-
manni og tekur saman við hann og
fullnægir þannig þörf móður sinnar
fyrir sælgæti, sígarettur og
nælonsokka. En dag einn stendur
Hermann í dyrunum. Til að sanna ást
sína drepur María bandaríska her-
manninn en Hermann tekur á sig
sökina og er settur í fangelsi. María
stendur því uppi i sömu sporum.
Meðan hún bíður eftir að Hermann
verði látinn laus reynir hún að koma
undir sig fótunum í verzlunarstörfum
og kynnist þar ríkum verksmiðjueig-
anda, sem verður ástfanginn af
henni. Þegar Hermann loks sleppur
finnst honum hann ekki standa jafn-
fætis konu sinni svo hann fer til
Kanada til að finna sér hlutverk í
lífinu. Meðan deyr verksmiðjueig-
andinn og arfleiðir hjónin að eigum
sínum. Skömmu sfðar kemur
Hermann til baka og rfú eiga allar
hindranir að vera úr sögunni og lífið
bjart framundan. En þau eru hálf-
hrædd við hvort annað eftir svo
langan aðskilnað. María fer fram í
eldhús til að hita kaffi en gleymir að
skrúfa fyrir gasið. Og þegar hún
kveikir sér skömmu síðar i sígarettu
springur húsið í loft upp.
Samfelld mynd
í raun gerði Fassbinder þessa
mynd 1978 en vegna deilu við fram-
leiðendurna var hún dregin til baka.
Ástæðan var að framleiðendurnir
töldu sig vera með „commercial”-
Fassbinder mynd, sem ætti því að fá
þannig meðhöndlun en hann sjálfur
var á öndverðum meiði. Ástæðan
fyrir þessari skoðun framleiðenda er
að mínum dómi sú að Hjónaband
Maríu Braun er samfelldasta og best
unna mynd Fassbinders. Einnig
leikur Hanna Schygulla Maríu frá-
bærlega vel og nær mjög sterkum
tökum á áhorfendum. Boðskapur
Fassbinders er mjög einfaldur og
líkist myndin þannig fyrri myndum
hans eins og Ávaxtasalinn og Óttinn
tortímir sálinni, en báðar hafa verið
sýndar hér. í þessari mynd er hann að
segja að lifið sé ekki neinn sléttur og
beinn vegur, þótt allar ytri kring-
umstæður séu eins og best verður á
kosið. Þetta á ekki bara við
einstaklingana heldur þjóðfélagið
sjálft sem setur ofar sinn eigin hag
heldur en velferð einstaklinganna.
Hluti af
Fassbinder
Fassbinder telur Hjónaband
Maríu Braun hluta af fortíð sinni.
, .Sérhver mynd sem ég geri er tengd
sjálfum mér. Það er öruggt að ég hef
skynjað það tímabil sem myndin
fjadlar um, þ.e. 1945—1954, sem
barn í gegnum móður mína. Ég hef
reynt að endurskapa það andrúms-
loft, sem ég skynjaði og það tókst
Hönnu Schygulla að gera á mjög
næman máta. Aftur á móti eru sjálf
atvikin ekki nauðsynlega tengd fortíð
minni.”
Hin myndin sem Fassbinder frum-
sýndi var In einem Jahr mit 13
Monden. Þar fjallar hann um 5
síðustu dagana í h'fi Elvira
Weishaupts. Hún er kynskiptingur og
hafði látið framkvæma aðgerðina
vegna ástar sinnar á öðrum manni.
Þegar búið var að framkvæma að-
gerðina vildi hann ekkert með hana
hafa og þar sem Elvira var búin að
missa tilganginn í lífinu þá hrundi
allt lífsmunstur hennar. Eina leiðin
úr vandanum sem hún sá var sjálfs-
morð. í myndinni gerir Fassbinder
tilraunir með samspil myndar og
orða til að undirstrika leit
einstaklingsins að sjálfum sér. Þetta
er of þung mynd til að ná nema til fá-
menns hóps, en sýnir að Fassbinder
er enn vakandi fyrir vandamálum sér-
hópa í þjóðfélaginu, hópa sem oft
eru útskúfaðir af samborgurum
sínum.
Þriðja
kynslóðin
Aðspurður hvers vegna hann hafi
valið heitið Die Dritte Generation á
nýjustu mynd sína svaraði hann:
„Fyrsta kynslóö terroristanna var
Ulrike Meinhoff. önnur kynslóðin
voru þeir sem vörðu gerðir hennar en
héldu sig í skugganum. Þriðja
kynslóðin er samkvæmt minni
skoðun sú sem hefur engan
skiljanlegan tilgang með gerðum
sínum. Aftur á móti má deila um
hvort nokkum tíma hafi verið um
tilgangaðræða.”
Fassbinder er ekki tð gera neina
djúpstæða úttekt á hryðjuverkastarf-
semi heldur segist hann vera að reyna
að líta á málefnið frá fieiri en einum
sjónarhóli. Hann varð að fjármagna
mynd sína sjálfur því allir aðilar
drógu sig til baka þegar þeir vissu um
efni myndarinnar. í myndinni Die
Dritte Generation leikur Hanna
Schygulla eitt aðalhlutverkið eins og
svo oft áður. Af öðrum má nefna
Eddie Constantine, BuUe Ogier, Udo
Kier og Margit Carstensen.
Þau höfðu ástæðu til að brosa. Fass-
binder og Hanna Schygulla halda
upp á frumsýninguna á Hjónabandi
Maríu Braun.
Baldur Hjaltason
Kvik
myndir
Fassbinder
og Holocaust
Að undanförnu hefur Fassbinder
verið að reyna að hrinda í fram-
kvæmd hugmynd sinni um gerð sjón-
varpsþátta byggða á sögunni Soll
und Haben eftir Gustav Freytag. Sag-
an fjaUar um þýska gyðingavanda-
málið allt frá 1800 tU dagsins í dag.
Það er meinhæðið að Fassbinder fær
engan aðUa til að leggja fram fjár-
magn í þessa þætti vegna efnisins,
samtímis sem bandariski þátturinn
Holocaust, sem fjallaði um sama efni
en á styttra tímabili, hélt Þjóðverjum
sem límdum fyrir framan sjónvarps-
tæki sín.
Fassbinder hefur yfirleitt verið
óhræddur við að taka fyrir efni sem
aðrir leikstjórar þora ekki að snerta.
Die Dritte Generation og sjónvarps-
þættirnir ef þeir verða gerðir falla
vel að persónuleika Fassbinders. Því
verður forvitnUegt aö sjá hvernig
honum tekst til. En eitt má telja
öruggt. Hann gefst ekki upp þótt
móti blási.
Arður
til hluthafa
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Verzlun-
arbanka íslands hf. þann 17. marz sl. verður
hluthöfum greiddur 19% arður af hlutafé fyrir
árið 1978 frá innborgunardegi að telja.
Greiðsla arðsins hefur verið póstlögð í'
ávísun til hluthafa.
Reykjavik, 22. marz 1979.
Verzlunarbanki íslands hf.
Lausar stöður
Norska þróunarlandastofnunin (NORAD)
hefur óskað eftir því að auglýstar yrðu á ís-
landi 5 kennarastöður við Norræna stjórnun-
arskólann (IDM) í Nzumbe í Tanzaníu.
Ein staðan er í endurskoðun og reikningshaldi
en fjórar stöður á ýmsum sviðum stjórnunar
s.s. í vörudreifingu, flutningum og innkaup-
um.
Umsóknarfrestur er til 31. marz nk.
Nánari upplýsingar um störf þessi ásamt um-
sóknareyðublöðum fást á skrifstofu Aðstoðar
íslands við þróunarlöndin Borgartúni 7, (jarð-
hæð) en hún er opin þriðjudaga og fimmtu-
dagakl. 17—18.30.
VIÐ FLYTJUM
frá Nýbýlavegi 2 að Skemmuvegi 6
Um leið og ég þakka viðskiptavinum mínum
samstarfið síðastliðin 15 ár býð ég ykkur áfram-
haldandi viðskipti í nýjum og stórglæsilegum
húsakynnum að
SKEMMUVEGI6, KÓPAVOGI
Við veitum eftirtalda þjónustu:
• Dekkjasala, ný ogsóluð dekk
• Negling í notuð og ný dekk
• Jafiivœgisstilling
• Alhliða dekkjaviðgerðir
BREYTT SÍMANÚMER 75135
Hjólbarðaviðgerð Kópavogs
Skemmuvegi 6 - Sími 75135, Kóp.
Bryngeir Vattnes - (Binni)