Dagblaðið - 28.03.1979, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979.
Deilt um sýningar
Borgarhúsgagna
Haukur Óskarsson Borgarhúsgögnum:
„Má fólk ekki
skoða húsgögn
ífrítíma sínum?”
„Lögregluyfiryöld hljóta að eiga i
erfiðleikum með þessa menn. Ég skil
ekki hvers vegna Kaupmannasam-
tökin eru að meina fólki aö koma og
skoða húsgögn í sínum frítíma, þaö
er allt of lítið um það að hjón hafi
tækifæri á öðrum tíma til þess að
ákveða kaup á húsgögnum, eða
hverju sem er, ef þvi er að skipta og
ég skil bara ekki þessa afstöðu kaup-
manna,” sagði Haukur Óskarsson,
kaupmaður í Borgarhúsgögnum, en
deild húsgagnakaupmanna í Kaup-
mannasamtökunum hefur kært hann
fyrir brot á lögreglusamþykkt um
opnunartíma verzlana. Hefur
Haukur auglýst sýningar á húsgögn-
um í verzlun sinni um helgar og hafa
þær verið fjölsóttar.
„Fólk er að reyna að stelast i
vinnutímanum í búðir og maður þarf
ekki að fara langt hér í kring til þess
að sjá yfirfull bílastæöi. Ég segi fyrir
mig að ég mun halda þessu áfram og
ef hert verður að mér, þá er ég alvar-
lega að hugsa um að flytja verzlun
mína, eða útibú frá henni, í nærliggj-
andi byggðir, t.d. í Kópavoginn. Þar
gilda ekki þessar reglur,” sagði
Haukur ennfremur.
SKYNMMYNDIR
Af & Vandaðar litmyndir i öll skírteini. bama&fjölskyldu- 5 Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SÍMI 12644
N< i tré og runna.
Tekið á móti pöntunum í síma 18743L
I
Munió frímerkjasöfnmv
Pósthöif 1308 eðs tkrifctoh fðlqpDS
Hafnarstrsti 5, sími 13468.___________
Hörður Pétursson húsgagnakaupmaður:
„SÝNINGARHALDIÐ
ER ÓLEYFILEGF
„Jú, það er rétt, við höfum haft
samband við lögregluna vegna þess-
ara sýninga í Borgarhúsgögnum,”
sagði Hörður Pétursson, formaður
deildar húsgagnakaupmanna í viðtali
við DB. „Samkvæmt reglugerð er
óleyfilegt að halda sýningar um
helgar í verzlunarhúsnæði á þeim
vörum sem þar eru seldar á venjuleg-
um opnunartímum og við álítum að
verzlun sé verulega mismunað með
þeim reglum sem nú eru í gildi. Það
er tiltölulega auðvelt fyrir eigendur
minni verzlana að gangast fyrir
sýningum, eða hafa opið um helgar,
er við hinir sem erum með stærri
verzlanir verðum að leggja aukinn
vinnutíma á okkar starfsfólk. Það
getur einfaldlega orðið til þess að
maður missi gott starfsfólk, sem ekki
vill vinna um helgar, og það skýtur
dálítið skökku við á sama tíma sem
verið er að tala um að minnka vinnu-
tíma fólks yfirleitt skuli þessar hug-
myndir koma upp.”
Hörður sagði að það væri álit
Kaupmannasamtakanna að erfitt
væri að draga skýr mörk á þessum
sviðum og benti á að margar verzl-
anir, t.d. blómabúðir, væru ekki
orðnar annað en gjafaverzlanir. Það
væri þá orðið spuming hvers vegna
gjafaverzlanir fengju ekki að hafa
opið um helgar.
„Það er svo spurning hvort fólk er
svo gífurlega hrifið af því að verzla á
þessum tima,” sagði Hörður enn-
fremur. ,,Það hefur verið reynt að
hafa opið á öðrum tímum, t.d. til kl.
tíu á föstudagskvöldum, en það hefur
fólk ekki viljað nota sér. Ég er ekki
viss um að út úr þessu komi nein
verzlun að ráði. Ég held að þetta sé
einfaldlega liður í sunnudagsbíltúrum
fólks, sem heldur að eitthvað nýtt sé
á ferðinni, þegar sýningar eru aug-
lýstar.”
Björgvin Guðmundsson:
„Ekki meiríhluti fyrír
algjöru frelsi...”
„Það hefur komið í ljós við könn-;
un á áliti borgarfulltrúa, að meiri-
hluti er ekki fyrir því að gefa opnun-
artíma verzlana frjálsan hér í Reykja-
vík,” sagði Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi, en hann er formaður
nefndar sem falið var að kanna af-
greiðslutímamálin yfirleitt. í nefnd-
inni meö honum eru þau Adda Bára
Sigfúsdóttir og Markús örn Antons-
son.
„Við emm því að vinna að því nú
að leggja fram tillögur um breytingar
á reglugerö varðandi þessi mál,”
sagði Björgvin ennfremur. „Hug-
myndir eru uppi um að rýmka af-
greiðslutímann verulega og setja
kaupmönnum töluvert sjálfsvald í
þeim efnum. T.d. hefur verið rætt
um að leyfa stórmörkuðum að hafa
opið lengur fram á síðdegið á laugar-
dögum, að færa afgreiðslutímann til
kl. 22 á föstudögum yfir á fimmtu-
daga og rýmka verulega kvöldsöluna.
Þessi mál em sem sagt í verulegri
endurskoðun núna.”
Réttur dagsins:
Sfld með rauðrófum
3 marineruð sildarflök
1 dós sýrður rjómi
1 epli
3 sn.rauðrófur
Uppskrift
dagsins
1 msk. sítrónusafi
1 msk. sykur.
Efni í uppskrift: ca 450 kr.
Þerrið síldarflökin og rauðróf-
urnar. Skeriö síldarflökin f bita, eplið
og rauðrófurnar í teninga og blandið
í sýrða rjómann ásamt sykri og
sítrónusafa. Berið fram vel kælt.
Gott með rúgbrauði og kartöflu-
salati.