Dagblaðið - 28.03.1979, Page 11

Dagblaðið - 28.03.1979, Page 11
Fyrir nokkru héldu Samtök um vestræna samvinnu eins dags ráð- stefnu, til þess að minnast 30 ára af- mælis samtaka vestrænna rikja um sameiginlegt varnarbandalag. Ráðstefnan var fjölsótt mjög og tókst með slíkum ágætum, að hún náði langt út fyrir raðir þeirra, sem styðja þátttöku íslendinga i vestrænu varnarbandalagi. Og svo langt í austur náði þátttakendafjöldinn, að annar ritstjóri Þjóðviljans, Árni Bergmann, hafði meira að segja lagt inn orð um að fá að sitja þessa ráð- stefnu. Árangur setu Þjóðvilja-ritstjórans á ráðstefnunni er nú að koma í ljós smám saman, og hafa ekki færri en tvær langar greinar birzt í Þjóðviljan- um og eru hugleiðingar, er hann ritaði af kappi, meðan á ráðstefnunni stóð, um „kalda stríðið” og það, hvá íslenzkir „Natóvinir” eins og hann nefnir ráðstefnugesti, eru áfjáðir að taka alltaf undir það, sem „áköfustu kaldastríðsgaurar og slóttugustu peningasláttumenn bandaríska hersins og flotans segja”. Það ætti að vera kappsmál þeirra, er áhuga hafa á stjómmálum ^fir- leitt, en þó einkum og sér í lagi á utanríkismálum, að láta þessar greinar Þjóðvilja-ritstjórans ekki fram hjá sér fara, svo „bergnuminn” sem hann virðist vera í sinni sælutrú, að varnarlaust land sé hið „eðlilega ástand” fslandi til öryggis. Hvers vegna gerð- umst við aðilar að NATO? Það má telja fullvíst, að þátttaka Dana og Norðmanna hafi haft úrsHtaáhrif um það, að íslendingar gerðust aðilar að Atlantshafsbanda- laginu, og því eins víst, að ef þessar þjóðir hefðu ekki gerzt aðilar, hefðum við ekki gert það heldur. Þær ákvarðanir, sem teknar voru, til þess að tryggja hlutleysi fsiands, hinn 10. apríl 1940, eftir hernám Danmerkur, voru reistar á fölskum vonum, því Bretar hernámu landið réttum mánuði síðar, eins og allir vita. Þessu hernámi var að vísu mót- mælt, en mótmælin voru þýðingar- laus með öllu, enda lá ekki annað fyrir landinu varnarlausu en sætta sig við veru hins brezka hernámsliðs, eða bíða þess, að Þjóðverjar her- tækju landið, hefði einhverju verið um ráðið. Rúmu ári síðar var gerður her- verndarsamningur við Bandaríkin. Sá samningur sýndi, að skilningur hafði vaknað um nauösyn þess að tryggja öryggi landsins með athöfn- um en ekki orðum. fslendingar höfðu . , áttað sig á því, að innantómar yfir-1 lýsingar um hlutleysi eða „hjásetu" stoöuðu lítt og voru enda einskis virði. Þegar sUtnaði upp úr samningavið- ræðum, sem fslendingar áttu aðild að um stofnun norræns varnarbanda- lags, mátti öllum ljóst vera, að íslendingar áttu engu öryggi að fagna, nema gerast aðilar að því varnarbandalagi, sem aðrar þjóðir vestrænar, þ.á m. okkur skyldastar tókuþáttí. Varnarlið og friðartímar Um það verður varla spurt, hvort fsland eigi einhverra öryggishags- muna að gæta, heldur hvernig gæta eigi þessara hagsmuna. — Þegar íslendingum var boðin þátttaka í ! stofnun Atlantshafsbandalagsins var kannað, hverjar skyldur fsland þyrfti að taka á sig, ef úr þátttöku yrði. Væri það skilyrði fyrir þátttöku, að fslendingar þyrftu að hervæðast, töldu menn þátttökuna óráðlega. Þess vegna var nefnd þriggja ráö- herra .send til Bandaríkjanna tU að kanna, hverjar yrðu afleiðingar þátt- tökunnar. f skýrslu, sem þessi nefnd gaf um ferð sína segir m.a.,að „allir aðrir samningsaðilar hafi fullan skilning á sérstöðu íslands”, „að viðurkennt sé, að ísland hafi engan her, og ætU ekki að stofna her”, „að ekki komi til mála, að erlendur her eða herstöðvar verði á fslandi á friðartímum”. Um það má auðvitað lengi deila, hvenær séu „friðartímar”. En ekki má gleyma því, að gengið var út frá ákveðnum forsendum áriö 1949 og 1951, þegar rætt var um „friðar- tíma”. Þá var tekið mið af hernaðar- tækni þess tíma og stöðu alþjóða- mála. Síðan þá hefur orðið gjör- bylting á báðum þessum sviðum, og sem hefur stuðlað að því, að hin gamla skilgreining á hugtakinu „friðartímar” erúrgildi fallin. Flestir íslendingar munu vera sammála um það álit, að stöðugt þurfi að endurmeta varnirnar og varnarþörfina. Og jafnvíst er það, að fiestir landsmenn munu vera sam- mála um það, að hvað sem líður skil- greiningu á hugtakinu „friðartímar” mun ísland jafnt þurfa á varnarliði að halda, til þess að tryggja öryggi sitt, — og það um ófyrirsjáanlega framtíð. Þáð kemur því mjög spánskt fyrir, þegar menn sem þykjast vilja fylla þann flokk manna, sem aðhyllast vestræna samvinnu og sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlantshafs- samningsins til að varöveita frið og öryggi á því svæði, láta sér um munn fara þau ummæli, að hér á landi verði ekki varnarlið degi lengur en „þörf krefur” — og, að „hættulegt sé að telja varnarliðið hér á landi eðli- legt ástand”. Enn sem komið er bendir ekkert til þess, að íslenzkir stjórnmálamenn vilji beina málum í þann farveg, að fslendingar sjálfir afli sér þeirrar sér- fræðiþekkingar, sem til þarf, til þess að þeir taki að miklu leyti við þeim ábýrgðarmiklu störfum, sem hið bandaríska varnarlið sinnir á Kefla- víkurflugvelU. í samræmi við nýja hernaðartækni og hernaðarlega stöðu er nú svo komið, að hafsvæðin umhverfis ísland eru orðin vettvangur mikilla umsvifa sovézka flotans, og lofthelgi f slands hefur þrásinnis verið heimsótt af sovézkum könnunarflugvélum. Þessi staðreynd hefur auðvitað aukið gildi varnarliðs til eftirlitsstarfa í þágu Adantshafsþjóðanna allra, þ.á m. íslandssjálfs. En engin rök eru þó gegn því, að íslendingar taki sjálfir virkan þátt í þessum eftirlitsstörfum í samvinnu við aðrar þátttökuþjóðir, en þó fyrst og fremst við Bandaríkjamenn. Hroki eða sálræn vanmetakennd? Eins og kunnugt er hefur Adants- þyrfti að setja hér lög um heraga og gæzlu hernaðarleyndarmála, en hvort tveggja hefur verið bannorð í munni islenzkra stjórnmálamanna, síðan Jónas Pétursson fyrrv. alþingismaður ýjaði að því á þingi, að koma á þegnskylduvinnu fyrir unglinga. í öðrum Adantshafsbandalagsríkj- Kjallarinn Geir R. Andersen hafsbandalagið eöa Bandaríkjamenn kostað allar framkvæmdir í þágu varnarliðsins og er heildarkostnaður við mannvirkjagerðir þar að lútandi talinn í tugum miljarða. Árlegur kostnaður við rekstur varnarstöðvar- innar er um 80 miljónir dala, og er hér um fjárhæðir að ræða, sem fslendingar myndu engin tök hafa á að greiöa úr eigin sjóöum. Vafalidð gætu íslendingar tekið við flestum störfum Bandaríkja- manna á Keflavíkurflugvelli, — ef mannafli væri fyrir hendi, og nægileg þjálfun væri að baki. Því má þó ekki gleyma, að allflest störfin eru hernaðarlegs eðlis og þau þarf að um- gangast i samræmi við það. T.d. um gildir sú regla um gerð hernaðar- mannvirkja, að þau eru kostuð af sameiginlegum sjóði, og byggir greiðslukerfið á þremur þáttum: þjóðartekjum aðildarríkisins, þeim hagnaði, sem ríkið verður aðnjótandi við gerð mannvirkis (t.d. vegna at- vinnusköpunar og gjaldeyristekna), og öðrum hagnaði, er ríki fellur í skaut. fsland er ekki aðili að þessum sjóði og hefur ekki einu sinni lagt fram fé til mannvirkjagerðar INNAN EIGIN LANDAMÆRA í þessu Skyni. — Að öllu þessu samanlögðu verður vart talið, að íslendingar geti með góðu móti varið land sitt sjálfir eins og málum er nú varið. Hin opinbera stefna flestra íslenzku stjómmálaflokkanna er, að. 'fjárhagslegur hagnaður af dvöl varnarliðsins ætd að vera „sem minnstur”, því annað gæti leitt til þess, að fjárhagsleg afkoma landsins yrði of háð varnarUðinu, og að , .erfiðara yrði að losna við varnarlið- ið úr landi, ef aðstæður tU þess sköp- uðust”! Staðreyndin er þó hins vegar sú, og öUum ljós, að þótt varnarliðið hyrfi úr landi strax í dag, standa eftir mannvirki, sem eru svo mikils virði fyrir landsmenn, að án þeirra yrði landið umsvifalaust nánast sambandslaust við umheiminn. Þannig er t.d. um eina mUlilanda- flugvöll landsins, sem var byggður af Bandaríkjamönnum og fleiri mann- virki honum tengd. Og þótt stjórnmálamenn tali fjálg- lega um það, að mikilvægt sé að aöskUja almennt farþegaflug frá umsvifum varnarUðsins, t.d. í sam- bandi við flugumferð þess sjálfs er þaö mála sannast, að slíku verður aldrei við komið þar sem hér er aðeins um einn flugvöU að ræða og margir þættir starfseminnar við sjálft flugið eru í raun samtvinnaðir. Auk þess er kostnaður við slíkan aðskiln- að, ef mögulegur væri, ekki til þess fallinn að draga úr „fjárhagslegum hagnaði” — nema íslendingar ædi sjálfir að greiða þennan kostnað, sem er ólíklegt, eikns og nú árar — og hvort eð væri. Allar þær umræður, sem farið hafa fram á opinberum vettvangi, einkum stjórnmálalegum, um „full- kominn aðskUnað” varnarliðsins og annarra umsvifa virðast byggjast á vanþekkingu samfara ómældrii hræsni. Varla verður hægt að tala um eðUIegt ástand i varnarmálum íslands, fyrr en stjórnmálamenn þeir, sem telja sig styöja aðild okkar að vestrænu varnarbandalagi beina um- ræðum um þessi efni í málefnalegan farveg og láta af þeim hroka og sál- rænni minnimáttarkennd, sem ein- kennt hefur málflutning þeirra hingað til. Það getur varla verið siðferðilega rangt að gæta öryggis- hagsmuna landsmanna. AðUd Islendinga að Atlantshafs- bandalaginu hefur ekki aðeins tryggt þeim frið og öryggi, jafnt og öðrum bandalagsþjóðum, heldur verið okkur til gagns við að koma fram öðrum mikUvægum málum lands- manna. Þess vegna er ÞAÐ rétt hjá ritstjóra Þjóðviljans, sem sat ráð- stefnu Samtaka um' vestræna sam- vinnu, að heildarsvipur þeirra hug- mynda, sem réðu ferðinni i varaar- málum fyrir svo sem þrem áratugum, erenn hinn sami, því átök og vopna- viðskipd utan Natósvæðisins má alltaf rekja til heimskommúnismans. „HNEYKSU A ALMNGI” ályktunartUlagna mikið, en þó mun hafa tekið steininn úr á Alþingi því, er nú situr. Orsökin er sú, að í haust kom til þings margt nýrra þingmanna með nýjar hugmyndir og nýjar skoðanir, hvernig að málum skuli vinna, og þetta hafa þeir sett fram í þingsályktunartUlögum, sem þeir hafa sumir hverjir fylgt úr hlaði með löngum ræðum, sem vakið hafa upp löng andsvör, svo að fresta hefir orðið umræöum um fjölmargar þingsályktanir fund eftir fund, þó að fjölmörgum þingmönnum hafi fundist, að rökum með og mód hafi þegar verið skUað til fuUs á fyrsta umræðufundinum og nenni ekki að eyða tíma í það að hlusta á karp fund eftir fund. Hér telja margir þing- menn, að forseti eigi að beita valdi sínu og takmarka umræður, það er ræðulengd, og þannig yrði umræða hnitmiðaðri.málefnalegri og þar með ánægjulegri á að hlýða. Þessu valdi hafa fáir forsetar viljað beita, enda að sjálfsögðu vandbeitt, svo að ekki kalli á andmæli, en hér er raunar komið að aðalorsök flótta þing- manna úr þingsölum á síðdegisfund- unum: Þegar þeir þykjast sjá, að allur fundartíminn fari í orðaskak fá- einna manna um mál, sem þeir telja kannski Utlu skipta, hvað um verði, en mál þeirra eða önnur mál, er þeir vilja ræða og styöja, komist ekki að, þá hverfa þeir til annarra starfa, er þeim þykja nauðsynlegri. „Líður vel í ræðustóli" Nú má enginn skilja orð mín þannig, að í þeim feUst ámæli á nú- verandi forseta Sameinaðs þings, Gils Guðmundsson, sem er einstakt prúð- menni og sannsýnismaður í forseta- stól, svo sem verið hafa allir forsetar Sameinaðs þings, sem ég héfi kynnst á alþingi: Birgir Finnsson, Eysteinn Jónsson, Ásgeir Bjarnason og nú Gils Guðmundsson. Að öllum hinum ólöstuðum þótti mér þó mest til Eysteins koma að þvi leyti, að hann freistaði þess helst að hafa hemil á orðræpuhætti langlokuræðumanna í þingmannahópi, en þeir spilla ótrú- lega fyrir þingstörfum og draga þau að óþörfu. En einmitt slíkum þing- mönnum er oft hossað af fjölmiðlum og mest eftir þeim haft og þeir þannig espaðir upp dl nýrra og nýrra lang- lokuræðna. Hættulegasdr eru þeir, sem „Iíður vel í ræðustóU”, tala lítt eða ekki undirbúnir og geta látíð móðan mása þindarlaust um allt og ekkert. Að minni hyggju er það eitt hið nauðsynlegasta fyrir Alþingi, að tak- marka ræðutíma þingmanna, t.d. takmarkaðist framsögn máls við 20 mín. til 60 min. eftír mikUvægi þess, eftir nánari skUgreiningu, aðaland- svar við líkan tíma, en umræða síðan lengst við 7—10 mín. Þannig yrði umræða öll léttari og hnitmiðaðri. Enn leyfi ég mér að finna að einu hjá forsetum: að fresta boðuðu þingmáli samkvæmt dagskrá, sökum þess að þann þingmann vanti, er beðið hafði næst um orð í málinu. Þingmaður, sem ekki gætir þess að vera við, þegar mál er tekið fyrir á ný og ekki hefir boðað lögleg forföll, á að sjálfsögðu ekki að geta tafið afgreiðslu máls til nefndará þennan hátt. Bragi Sigurjónsson alþingismuður £ „Þingmaður, sem ekki gætir þess að vera við, þegar mál er tekið fyrir á ný, og ekki hefur lögleg forföll, á að sjálfsögðu ekki að geta tafíð afgreiðslu mála...” r'7rí'"-------------WBT.--------

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.