Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 1
Tillögur í Alþýðuf lokknum 90 PRÓSENT TEKJUSKATHR ÁTEKIURYFIR12 MILUÓNIR Þingmenn Aiþýðunokksins voru í morgun aö ræða tillögur um nýjan og gífurlega miklu meiri hátekjuskatt en menn þekkja hér. Hugmyndin er að lagður verði 90 prósent tekjuskattur á tekjur sem fara yfir tólf milljónir á ári. Frumvarpssmiðin um stöðvun á kauphækkunum flugmanna, sem DB hefur skýrt frá og Arni Gunnarsson og Vilmundur Gylfason höfðu for- göngu um, tók i gær þá stefnu, að frekar yrði iagður á sérstakur hátekjuskattur. Yrðu miklar kaup- hækkanir hátekjumanna þannig af þeim teknar. Hugmyndin hefur einnig komið fram hjá mönnum i öðrum flokkum. svo scm Alþýðubandalaginu, i viðlöl- um DB við framámenn, þó ekki svo hár skattur, sem alþýðuflokksmenn- irnir ræða nú. -IIII. 5. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 24. APRlL 1979 - 92. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.-AÐALSIMI 27022. Iríálst, úháð daghlað Runtal baðum lögbann —135 milljón króna tryggingar krafizt Eitt hundrað þrjátíu og fimm milljón króna tryggingar var krafizt vegna lögbanns á fram- leiðslu Funa-ofna i fógetarétti Ar- nessýslu í gær. Runtal-Ofnar hf. lögðu fram bciðni um lögbann við l'ram- leiðslu Funa-ofna í Ofnasmiðju Suðurlands i Hveragerði, eins og fram kom í frétt DB í gær. Tals- menn Ofnasmiðju Suðurlands fóru fram á áðurnefnda tryggingu. Fógeti tók sér frest til að kveða upp úrskurð i málinu, og þá einnig til að ákveða tryggingu úr hendi gerðar- beiðanda. Deilt er um það, hvort staðhæfing Runtal-Ofna um að með framleiðslu Funa-ofna sé farið inn á einkaleyfisverndaðan rétt, sé á rökum reist. Framleiðendur Funa-ofna mótmæla þvi harðlega og segja sína framleiðslu islenzka hönnun i veigamiklum atriðum. Væri hún byggð á gróðurhúsaspiralnum. -BS. MÍðár 1 hægtí farmanna- deilunni „Það miðar ákaflega hægt i þessu. Þeir hafa verið að ræða okkar hugmyndir, og við munum væntanlega gera þeim nánari grein fyrir einstökum atriðum þcirra í dag. Það ræðst af við- brögðum þeirra, hvert fram- haldið verður,” sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ er DB innti hann í morgun eftir gangi mála á samningafundum VSÍ með Farmanna- og fLskimannasambandinu. „Þeir hafa verið að ræða okkar hugmyndir sem byggja á að ckki komi til launakostnaðar- hækkunar hjá fyrirtækjunum, og það er auðvitað mikill munúr á þeim tillögum og tillögum yfir- mannanna.” Komið hefur fram, að sam- bandsstjórn VSÍ hefur verið köll- uð saman til fundar á morgun. Þorsteinn sagði, að þar yrðu rædd viðbrögð VSÍ við verkfalli. Aðspurður sagði hann, að þar væri verkbann ein af leiðum sem gæti farið. -GAJ- vsi Art Blakey á hljómleikunum í Austurbæjarbíói í gærkvöld. DB-mynd: Höróur. „Það ætti að reka þá alla” — segir tónlistargagnrýnandi DB í umsögn sinni „Hingað kom Art með sextett skip- aðan úrvalspiltum...... Frammistaða þeirra á hljómleikunum í Austurbæjar- bíói var slík að hún hlýtur að jaðra við brottrekstrarsök. — Gott ef Art rekur þá ekki alla um leið og þeir koma heim úr þessari ferð,” segir Eyjólfur Melsteð tónlistargagnrýnandi Dagblaðsins meðal annars í umsögn sinni um tónleika Art Blakeys og Jazz Messeng- ers í gærkvöld. Ekki er Eyjólfur svona óánægður með frammistöðu hljóðfæraleikaranna heldur þvert á móti. Hann fer nokkrum orðum um uppeidishlutverk Blakeys i bandariskum jazzheimi og þá staðreynd að hann virðist reka menn sina um leið og hann er orðinn ánægður með þá. Aheyrendur tóku Blakey og hljóm- sveit hans ákaflega vel og urðu þeir að leika mörg aukalög eftir að hinum raunverulegu hljómleikum var lokið. Eyjólfur Melsteð þakkar sínum sæla i umsögn sinni fyrir að Art Blakey skuli aðeins vera friðsamur • jazzleikari. Sliku.m tökum takist honum að ná á áheyrendum sinum. Héðan fara Art Blakey og The Jazz Messengers til Portúgals, þar sem þeir leika á hljómleikum í kvöld. — Sjá nánar á bls. 8. KAUPIR RIKID STOÐINA AF SKIÍLA Á LAXALÓNI? Seyðisfjörður: Feðurnir fara f ram á athugun dómsmálaráðuneytis á atburðinum — sjá bls. 9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.