Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 4
—en íbúar nágrannabyggða þurfa að bíða eftir símanum í allt að ár Þeir viðskiptahættir sem sagði frá í bréfi á Neytendasíðunni í gær eru sannarlega dálítið frábrugðnir þeim sem við eigum að venjast hér á landi. Hins vegar mun það ekki eiga við höfuðborgina sjálfa að menn þurfi að bíða í 1 og l/2.ár eftir því að fá síma (við vitum ekki hvar á landinu bréfritarinn okkar var búsettur), en það getur átt bæði við í Kópavogi og Mosfellssveit! „Það er hægt að fá síma með stuttum fyrirvara í Reykjavík. Venju- legast er pöntun afgreidd eftir mánuð í flestum hverfum borgarinnar,” sagði Ágúst Geirsson skrifstofustjóri Bæjarsímans í Reykjavik i samtali við Neytendasíðuna. „Það hefur fyrst og fremst vantað númer í sjálf- virku stöðvarnar í Breiðholti, en úr því hefur verið bætt og nýbúið að bæta 1000 númerum við hana. Eins og er eru til númer í öllum stöðvun- um í Reykjavík. Það vantar hins vegar númer í Kópavogi og í Mosfellssveit. 1 Kópavogi vantar við- byggingu við stöðina og sennilega verður viðbótin ekki tilbúin fyrr en á næsta ári. í MosfeDssveit er húsið komið, en eftir að koma öllum tækj- um fyrir. Sú stöð verður sennilega heldur ekki tilbúin fyrr en í byrjun næsta árs. Hluti Garðabæjar tilheyrir Kópavogi og er þar sama ástand ríkj- andi og í Kópavogi sjálfum. En annar hluti Garðabæjar tilheyrir Hafnar- fjarðarstöðinni, þar sem næg númer Þetta er simi með einni linu en tveimur talfærum sem er hentugur til nota f stórum einbýlishúsum. Hvert tæki kostar litlar 128.200 kr. eða 256.400 kr. fyrir utan uppsetningu! eru tU,” sagði Ágúst. Við spurðum hvað það kostaði að fá síma. Ágúst sagði okkur að það færi nokkuð eftir aðstæðum á hverjum stað hver kostnaðurinn er. Ef ekki hefur verið simi áður í íbúð- inni er stofngjaldið 92.500 kr., en 87.540 kr. ef sími hefur verið þar áður. Skiptist þessi kostnaður áeftir- farandi hátt: NÝRSÍMI þar sem ekki þar sem verið hefur verið simi hefur simi fyrir Stofngjald 46.000 46.000 Talfæri 22.200 22.200 Tengill 1.800 ekki neitt Vitjun og akstur 4.000 4.000 Vinna 4.500 1.700 Sölusk. af öllu nema akstri og 78.500 73.900 vinnu 14.000 13.640 92.500 87.540 Flutningur á sima á milli fbúða: Ef enginn simi Ef sfmi var fyrir var fyrir Flutningskostnaður 23.000 23.000 Tengill 1.800 ekki Vitjun, akstur 4.000 4.000 Vinna 4.500 1.700 33.300 28.700 Söluskattur 4.960 4.600 Kostnaður alls 38.260 33.300 Talfærið sem símnotendur fá er þetta venjulega gráa, sem flestir þekkja. Hins vegar er hægt að fá svo- kallaða handsima, sem margir hafa sem aukatalfæri. Ef slíkt talfæri er notað þannig og þarf ekki að hringja kostar það sama og venjulegt talfæri eða 22.200 kr. fyrir utan söluskatt, alls 26.640 kr. En ef slíkur sími á að hringja þarf að koma fyrir bjöllu í sambandi við talfærið og þá kostar það 27.800 fyrir utan söluskatt eða 33.360 kr. Bæjarsíminn hefur ranglega verið ásakaður um að hafa einungis á boðstólum gráa eða svarta síma. Yfirleitt eru til bæði brúnir, grænir, bláir, beinhvítir og rauðir simar. En ef einhver ætlar að fá slíka gersemi kostar það 43.600 kr. fyrir utan sölu- skattinn eða 52.320 kr. aukalega. Þá er hægt að fá sérstakt tal/heyrnartæki fyrir heyrnardaufa og kostar það 10.400 auk söluskatts eða 12.480 kr. Hins vegar verða þeir sem slíkt tæki fá að láta sér nægja að notast við hið hefðbundna gráa sím- tæki, því ekki hefur verið lagt út í það stórvirki að panta þennan auka- búnað í öðruvísi lit tæki. Ef síma- maður þarf að koma sérstaka ferð til þess að koma þessum aukabúnaði fyrir bætist að sjálfsögðu vitjunar- kostnaður og akstur og vinna við verðið. Söluskattur er ekki reiknaður Þannig líta nýju takkasimamir sem búið er að panta frá vini okkar Ericsson I Sviþjóð út. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að númeraröðin á tökkunum er ekki i samræmi við samsvarandi takka á reiknivélum. í Danmörku hafa menn uppgötvað að hentugast er að hafa takkana i sömu röð og á reiknivélunum. Til þess að hægt verði að taka þessa síma í notkun hér á landi verður að gera smávægilegar breytingar á símstöðvunum. af vitjun og akstri og heldur ekki af vinnunni. Allt verð er hins vegar gefið upp án söluskatts, sem getur verið villandi fyrir allan þorra almennings. Ágúst sagði okkur að hér væri hægt að fá hina eftirsóttu takkasíma, sem marga dreymir um. Við nánari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að það eru símar sem hafa takka- fyrirkomulag i stað hringlaga númeraskífu, en að öðru leyti eru þeir nákvæmlega eins og þessir venjulegu hefðbundnu símar. En, viti menn. Það er búið að panta nýtízkulega takkasima fengum við upplýst hjá Viktori Ágústssyni deildarstjóra hjá Bæjarsímanum. Ekki vissi hann gjörla um hvenær þeir yrðu teknir í notkun. Sagði hann að gera þyrfti breytingar á símstöðv- unum áður en slíkir símar væru teknir i notkun og væri ekki byrjað á þeim breytingum enn. Viktor sýndi okkur einnig síma sem mjög hentugt er að nota í stórum einbýlishúsum, þar sem gjarnan eru höfð tvö talfæri, en ein lína. Eitt slíkt tæki með einni línu en hægt að tala á milli innanhúss kostar 123.500 án söluskattsins sem er 4700 kr., eða 128,200 kr. að viðbættum upp- setningarkostnaði! Þannig er hægt að fá fleiri tegundir af símum ef fólk er reiðubúið að greiða fyrir það ærið fé, eða i það minnsta mun meiri peninga en svona hlutir kosta bæði austanhafs og vestan. Það er því nokkurs konar „stöðutákn” að hafa öðruvísi litan síma en þennan gráa eða svarta. Verzlunarmannafélag Suðurnesja Stjórn og trúnaðarmannaráð Verzlunar- mannafélags Suðurnesja hefur ákveðið að við- hafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir starfs- árið 1979. Framboðslistum skal skilað til formanns kjör- stjórnar, Sigurðar Sturlusonar Mávabraut 9A Keflavík eigi síðar en kl. 20. þriðjudaginn 1. maí 1979. StjÓmín. Góð og ódýr grunnsósa Lesendur okkar hafa ekki verið mjög duglegir undanfarna mánuði að senda okkur sinar eigin góðu uppskriftir. Ásbjörg Helgadóttir er þó undantekning, því hún sendi okkur uppskrift að góðri grunnsósu, sem hún segir vera sérlega góða og Ijúffenga. Þökkum við Ásbjörgu fyrir uppskriftina, en hún er á þessa leið: 1 meðalstór laukur 2 gulrætur (vel stórar) 1 búnt steinselja. Laukurinn er saxaður niður, gulræturnar hreinsaðar og skornar í sneiðar og steinseljan söxuð. Allt er látið í pott með 1 msk. af bræddu smjöri. Um einum lítra af vatni er hellt yfir og þetta látið krauma við vægan hita í um það bil 2 klst. Þá er kjötkraftur látinn út í sósuna, 2 Maggíkjúklingateningar og einn Toro-nauta. Síðan má krydda að smekk hvers og eins ogsósan jöfnuð með örlitlum hveitijafningi. Ef nota á sósuna til hátíðabrigða er gott að bragðbæta hana með smálógg af rjóma. Sósa þessi er mjög góð t.d. með lambalæri og notar Ásbjörg þá ■ögn af rifsberjahlaupi út í. Eins hefur hún stundum kryddað sósuna með örlitlu af karrýi. Grunnsósuna má einnig frysta með góðum árangri, en það er þá gert áður en teningarnir eru látnir út í. Hráefnið í sósuna sjálfa kostar rétt rýml. 400 kr., en þar sem hún nægir vel handa fjórum er það ekki nema um 100 kr. á mann, sem verður að teljast mjög ódýrt. -Á.Bj. Uppskrift dagsins DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979. DB á ne ytendamarkaði HÖFUÐBORGINNI Meira um símamálin: EKKISÍMASKORTUR í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.