Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979. Útvarp 23 Sjónvarp I Fyrsta amcriska vetnissprengjan. KJARNORKUBYLTINGIN, - sjónvarp íkvöld kl. 20.30: Vígbúnaðarkapphlaup stórveklanna í þriðja þætti er lýst kjarnorku- vopnaþróuninni eftir styrjöldina. Bandaríkjamenn stöðva ekki fram- leiðslu sína á kjarnorkuvopnum, en gera tilraunir með stærri og fullkomn- ari vopn á Kyrrahafi og i Nevadaauðn- inni. Þeir sitja þó ekki lengi einir að kjarnorkuvopnum því Rússar vinna að sinni eigin sprengju og gera tilraunir meðhanaíSíberíu. í Bandaríkjunum grípur um sig hræðsla við kommúnisma og undir stjórn MacCarthys eru allir sem grunaðir eru um vinstri skoðanir hund- eltir. Þrátt fyrir mótmæli vísinda- V_______________________________ manna í Los Alamos og áskorana utan úr heimi ákveða Bandaríkjamenn að smíða ennþá öflugri sprengju, vetnis- sprengjuna. Þótt þeim takist að smiða hana á aðeins tveim árum fylgja Rússar fast á eftir með sína eigin vetnis- sprengju. Er nú mikið kapphlaup milli stór- veldanna um að smíða stærri og full- komnari kjarnorkuvopn og andrúms- loft jarðar fer að verða hættulegt heilsu jarðarbúa. Rússum og Banda- ríkjamönnum tekst að lokum að komast að samkomulagi um að stöðva tilraunir með kjarnorkuvopn í and- rúmsloftinu, en tilraunirnar halda áfram neðanjarðar og kjarnorku- sprengjur eru framleiddar svo tugum þúsunda skiptir, nægilega margar til að eyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinn- um. Á framleiðslu kjarnorkuvopna er enn ekkert lát og sífellt bætast í hópinn fleiri lönd sem komið hafa sér upp kjarnorkuherafla. Óhætt er að fullyrða að þessi vígbún- aður sé stórvægilegasta vandamál sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. ____________________________________t FÓRNARLAMBIÐ, - útvarp í kvöld kl. 20.30: Skólaneminn stendur ekki undir vonum hinna „Þessi saga er ein af fyrstu sögum Hesse og verður að skoðast í því ljósi. Hún er ekki beinlínis æskuverk en hún er byrjunin á því sem síðar varð miklu meira,” sagði Hlynur Árnason um bókina Fórnarlambið eftir Hermann Hesse sem hann byrjar að lesa í eigin þýðingu sem útvarpssögu í kvöld. „Sagan greinir frá unglingi sem hefur staðið sig mjög vel í skóla. Hann er sendur í háskóla og eru gerðar miklar kröfur til hans þar. En hann á V__________________________________ mjög erfitt með að standa undir þessum kröfum og skólagangan fær dapurlegan endi. Út frá þessu dregur höfundurinn ýmsar ályktanir. Honum finnst maður- inn ungi vera eins konar leiksoppur skólastjórans, prestsins og föður síns sem allir vilja ráðskast með hann. Sagan er að einhverju leyti sjálfsævi- saga Hesse sem einmitt stundaði nám í þeim skóla sem sagan gerist í. Hesse var sjálfur ekki ánægður í skóla og strauk hvað eftir annað,” sagði Hlynur. Hermann Hesse var fæddur i Þýzka- landi árið 1877 og lézt árið 1962. Hann skrifaði bæði sögur og ljóð og var margverðlaunaður fyrir. Til dæmis fékk hann Goethe verðlaunin árið 1946 og nóbelsverðlaun árið 1947. Þekkt- ustu bækur hans eru Steppenwolf, Das Glasperlenspile og ljóðasafnið Die Gedichte. - DS J ^ Útvarp Þriðjudagur 24. apríl 12.25 Veðurfregnir. Fréttlr. Tilkynningar. Á frívaktinnl. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lögsjómanna. 14.30 Þankar um umhverfj og mannlíf. Ásdís Skúladóttir og Gylfi Guðjónsson taka saman þáttinn. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Til umhugsunar. Karl Helgason lög fræðingur sór um áfengismáiaþátl. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. {16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popp. 17.20 Sagan: „Ferð út i veruleikann” eftír lnger Brattström. Þuriður Baxter les þýðingu sína (2). 17.50 Tónlistartími barnanna. Egill Friðleifsson stjórnar tlmanum. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttír. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mataræði barna og unglinga. Elisabet S. Magnúsdóttir húsmæðrakennari flyturermdi. 20.00 Kammertónlist. Pianókvintett op. 57 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Hofundurinn leikur ásamt Beethovcnkvartettinum. 20.30 ÍJtvarpssagan: „Fórnarlambið" cftir Hermann Hesse. Hlynur Árnason byrjar lestur þýðingar sinnar. 21 00 Kvöldvaka. a. F.insðngur: Margrét Eggertsdóttír syngur lög eftir Sigfús Einars- son. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. b. Hermann Jónasson a Þiugeyrum. Gunnar Stefánsson les fyrri hluta greinar eftir Sigurð Guðmundsson skólameistara. c. Kvæði efftir Hugrúnu. Skáidkonan les úr óbirtu handriti d Einstæðingur. Ágúst Vigfússon flyturfrá- söguþátt. e. Vor og sumar á Guðlaugsvik á Ströndum. Minningarþáttur frá fyrsta áratug akJarinnar eftir Sigurð Jón Guðmundsson úr nýrri bók hans „Til sjós og lands". — Sverrir Kr. Bjarnason les. f. Kórsöngur: Liljukórinn syngur. íslenzk lög. Söngstjóri: Jón G. Ásgcirs son. 22.30 Fréttir. Vcðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Vlðsjá: ögmundur Jónasson sér um þáttinn. 23.05 Harmonikulög. Sölve Strand og féiagar haRS leika. 23.15 Á hljóðbergi Umsjónarmaður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „Hvar, hvar er hann Idi Amin?" — og aðrir gamanþættir, scm leikararnir John Bird, Benny Hill, Pcter Cook og Dudley Moorc flytja. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 24. apríl 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Kjarnorkubyltingin. Þriðji þáttur. Kjarn- orkurannsóknir eftír heimsstyrjöldina. Þýöandi og þulur Einar Júliusson. 21.25 Umheimurinn. Viðnvðuþátiur umcrlenda viöburði og málefni. Umsjónarmaöur C)g mundur Jónasson. 22.15 Hulduherínn. Týndi sauðurínn. Þýðandi Ellert Sigurbjömsson. 23.05 Dagskrárlok. r ) UMHEIMURINN, - sjónvarp kl. 21.25: Sukkið í Suð- ur- Af ríku ,,í þættinum verður fjallað um Suður-Afríku þvi þar virðist anzi mikið að gerast um þessar mundir,” sagði ögmundur Jónasson frétlamaður um Umheim sjónvarpsins í kvöld. „Fjallað verður um fyrirsjáanlega sjálfstæðistöku Namibíu (Suðvestur- Afríku), Muldergate hneykslið svonefnda og broiuísun bandariskra embættis- manna frá Pretoríu nýverið. Þá verður fjallað um umsvif PAC, þjóðfrelsis- hreyfingarinnar í landinu, og kemur fulltrúi samtakanna á Norðurlöndum í heimsókn. Einnig verður rætt um samskipti íslands við Suður-Afríku og stefnu íslands almennt gagnvart þjóðfrelsis- hreyfingum í Afríku og víðar. Reynt verður að svara þeirri spurningu hvað móti afstöðu íslands á alþjóðavett- vangi almennt. Um það mál og fleiri verður meðal annars rætt við Gunnar G. Schram prófessor í alþjóðalögum við Háskóla íslands,” sagði Ög- mundur. Það er víst óhætt að taka undir þau orð hans að mikið hafi verið um að vera í Suður-Afríku. Muldergate hneykslið er kennt við upplýsingamála- ráðherrann Connie Mulder. En hneykslið snertir einnig honum æðri menn, allt upp í Pieter Botha forsætis- ráðherra. Samkvæmt þeim takmörk- uðu upplýsingum sem hægt hefur verið að fá um málið virðist fé sem nota átti í framkvæmdir á vegum ríkisins hafa verið notað til þess að efla áróður fyrir kynþáttaaðskilnaði, bæði í Suður-; Afríku og víðar. Þannig hefur verið reynt að múta heimsblöðunum fyrir já- kvæð skrif og fé hefur verið eytt i kosn- ingabaráttu einstakra þingmanna í Bandaríkjunum. Jafnvel er talið, eftir þvi sem hið virta fréttatímarit News- week segir, að peningar þessir hafi verið notaðir til að myrða erlendan sendimann og konu hans er þau reyndu að koma í veg fyrir að ólöglegur gull- farmur færi úr landi. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa reynt að þagga þetta hneyksii niður eftir mætti. Mulder hefur látið sér um munn fara, að þegar öryggið sé í hættu gildi engar reglur. Eru þessi orð fieyg mcðal þjóða og þykja lýsa ástandinu í Suður- Afríku betur en mörg orð önnur. - DS Mulder upplýsingamálaráðherra og Botha forsætisráðherra eru báðir flæktir upp fyrir haus i hneyksli í Suður-Afríku ásamt Van der Bergh, yfirmanni ieyni- þjónustunnar. J Hvaó langar yfefeur helstí.... .... bila? NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 MARGIR STÓRVINNINGAR /ðPÍ ae MIÐI ER MÖGULEIKI 100 bílavinningar á 1,5 til 2 milljónir hver. Þar af þrír valdir bílar: SIMCA MATRA RANCHO í maí MAZDA 929 L Station í ágúst FORD MUSTANG í október. Auk þess sumarbústaður, vinningar til íbúðakaupa, utanferöir og fleira. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiöa og ársmiöa stendur yfir. Dregið í 1. flokki 3. maí.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.