Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979. Þessi glæsilegi Benz árg. 1975 er tU sölu, 5 cylindra, sjálfskiptur. (Jpplýsingar í síma 71937 eða 33757 STARFSKRAFTUR ÓSKAST til starfa við innflutningsverzlun. Verksvið er tollafgreiðslur og verðútreikningar. Gott starf fyrir góðan mann. Skriflegar upplýsigar sem taka fram aldur og starfsreynslu leggist inn á auglýsingaþjónustu DB fyrir 26. apríl. Sjúkraliðar óskast í sumarafleysingar við heimahjúkrun Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Lausar stöður Iðntæknistofnun íslands auglýsir til umsóknar stöðu forstöðumanns fræðslu- og upplýsinga- deildar og einnig stöðu rekstrarráðgjafa í sömu deild. Menntun og starfsreynsla á einhverju eftirfar- andi sviða æskileg: rekstrarhagfrœði iðnaðarverkfrœði viðskiptafrœði rekstrartæknifrœði Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstjóra Iðntæknistofn- unar íslands, Skipholti 37, Reykjavik, fyrir 21. maí nk. Veitir hann jafnframt nánari upplýsingar. Reykjavík, 20. apríl 1979. Iðntæknistofnun íslands. BRONCO '73 8 cyl (302) sjálfskiptur, aflstýri, tvöfaldir högg- deyfar, álfelgur, ný Wrangler dekk, sportstýri, Holly blöndungur, transistor kveikja og allur ný yfirfarin. Bíll í toppstandi. Uppl. í síma 71680. Tillaga allsherjarnefndar neðri deildar Ríkið kaupi Laxa m y a ■ ■ m B — Fiskræktarstöð lonsstooina ss: Allsherjarnefnd neðri deildar Al- þingis leggur til að skipuð verði 3 manna nefnd sem verði falið að vinna að ýmsum athugunum á Laxalóns- málinu. Nefndin meti það brautryðj- endastarf sem Skúli Pálsson hefur unnið við eldi á regnbogasilungi hér á landi. Hún meti einnig tjón það sem kann að verða vegna niðurskurðar á regnbogasilungsstofni Skúla, þar til nýr stofn er orðinn kynþroska og arðbær. Þá meti nefndin verðmæti stöðvarinnar að Laxalóni með það fyrir augum að Alþingi samþykki að ríkið festi kaup á henni, eins og komizt er að orði. Loks geri nefndin tillögur um uppbyggingu fiskræktar- stöðvar að Þóroddstöðum II i ölfusi og hvernig þar megi halda áfram þeirri fiskirækt sem núer i Laxalóni. ,,En hver sem upptök deilunnar um regnbogasilunginn kunna að vera er ljóst að með árunum hefur mikill hiti færzt í hana. Óhætt mun að full- yrða að þar hefur verið farið út fyrir skynsamleg mörk,” .segir í greinar- gerð með þingsályktunartillögu alls herjarnefndar, þar sem menn úr öll- um flokkum hafa sameinazt um til- lögu í Laxalónsmálinu. Niðurskurður samþykktur ,,Ekki leikur vafi á þvi að Skúli Skúli Pálsson á Laxalóni: Eftir ára tuga baráttu er að rofa til. DB-mynd Hörður. Pálsson hefur orðið fyrir og á eftir að verða fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þróunar mála,” segir nefndin. „Hætt er við að ef tilraunin að Laxa- lóni fái hún þann endi sem nú blasir við, muni draga kjark úr öðrum, sem hug hafa á svipuðum tilraunum. Nefhdin ræðir um tjón „vegna varfærni stjórnvalda, sem meðal annars byggist á því að nauðsynleg aðstaða hefur ekki verið fyrir hendi til rannsókna. Hér er átt við hugsan- legt tjón Skúla Pálssonar og þjóðar- heildarinnar.” Einnig segir nefndin: „Stjórnvöld og embættismenn verða ekki áfelld fyrir að taka tillit til verndunarsjónarmiða gagnvart við- kvæmu lífríki landsins. Því siður er unnt að áfellast athafnamenn sem vilja efla og auka rekstur sinn.” Nefndin ræðir um að stjórnvöld hafi verið á varðbergi gagnvart hugsanlegum sjúkdómum í regn- bogasilungi og enga áhættu tekið. í röskan aldarfjórðung hafi ekki fund- izt neinn kvilli í regnbogasilungs- stofninum. „Árið 1976 gerðist það svo að staðfest var nýrnaveiki í laxa- stofni að Laxalóni,” segir nefndin. „Þar eð ekki þykir sannað að regn- bogasilungur geti ekki borið þennan sjúkdóm, þótt hann sýkist ekki sjálfur, þykir nefndinni rétt að farið verði að tillögum dr. Sigurðar Helga- sonar um niðurskurð á regnbogasil- ungsstofninum að klaki loknu á vori komanda. Ætlunin er að sótthreinsa hrognin og koma upp nýjum stofni.” - HH Boðskapur Blakeys Tónlist leikur sér að tvígripum; eða píanóleikara sem leggur rækt við mjúka sveiflu, i stað endalauss fingrafimikapphlaups. Frábærar viðtökur Ég held mér sé óhætt að segja að áheyrendur hafi kunnað að meta boðskap Blakeys. Þeir tóku honum með fögnuði strax í byrjun sem hélt áfram með jafnri stigandi, allt til síðasta tóns, svo að kapparnir voru klappaðir rækilega upp i lokin og urðu að leika nokkur aukalög. En hver er nú annars boðskapur Blakeys og boðbera jazzins? Hann nefnir jú sveit sína Jazz Messengers. Svarið er einfalt. Jazz. Það mætti bæta við, lífsgieði njóttu, eða ein- hverju slíku. Art Blakey nær sterkum tökum á áheyrendum sínum — svo sterkum að maður þakkar guði fyrir að hann skuli aðeins vera friðsamur jazz- leikari en ekki áróðursmeistari hjá einhverjum einræðisherra, þegar hann og „Boðberar Jazzins” hefja sinn „Jazz Mars.” Jazztónleikar Art Blakeys og the Jazz Messengers, á vegum Jazz- vakningar í Austurfoæjarbiói, 23. april. Það er skammt á milli heimsókna 'stórmenna jazzins til íslands þetta árið. Jazzvakningu hefur orðið ótrúlega mikið ágengt á þeim stutta tíma sem hún hefur starfað. Brautryðjandi og uppalandi Art Blakey hefur boðað jazz í um aldarfjórðung og hann hefur áunnið sér þann sess i jazzsögunni að vera, á- samt Max Roach og Kenny Clarke, brautryðjandi þess að gera trommurnar að sjálfstæðu hljóðfæri innan hljómsveitarinnar, í stað þess að vera til uppfyllingar eingöngu. MeðJazz Messengers hefur hann svo skapað sér virðingu sem einhver mesti og besti uppalandi ungra jazz- leikara. Það er sagt um Art Blakey, að hann reki strákana úr hljómsveit- inni þegar hann sé orðinn ánægður með þá. Hann getur líka, með réttu, státað af því, að í hljómsveit hans leiki stjörnur framtíðarinnar. Kannski má líkja Art Blakey við Sigurð Greipsson í Haukadal. Hann á að hafa sagt við sína stráka i kveðjuskyni. „Farið þið svo í verið, og sýnið að dvölin hjá mér hafi ekki verið til einskis”. Það ætti að reka þá alla leið og þeir koma heim úr þessari ferð. Sé litið yfir hópinn t heild er þessi postulahópur Blakeys keimlíkur flestum hinna. Allir leika þeir ákveðinn „Blakey-skóla”, en hver einstaklingur fær að njóta ákveðins sjálfstæðis og sinna persónulegu sér- kenna. Eitt er það líka sameiginlegt öllum liðsmönnum Blakeys að þeir stæla ekki stjörnur, heldur fara óhikað eigin leiðir í stílmótun sinni. Það er einmitt hressandi að heyra trompetleikara sem hefur góða tungu og mjúkan tón (pækiltunga hefur verið allt of mikið í tísku síðan á Cool-árunum) eða saxófónleikara sem þora að „syngja” og ástunda fyllingu í tóni, í stað þess að vera að burðast við að herma eftir dísilmótor, eða bassaleikara sem Hingað kom Art með sextett, skipaðan úrvalspiltum. Jimmy Williams á slaghörpu, Dennis Erwin á kontrabassa, David Schnitter á tenórsaxófón, Valery Ponamarev á trompet og Bobby Watson á alto- saxófón. Frammistaða þeirra á hljómleikunum í Austurbæjarbíói var slík að hún hlýtur að minnsta kosti að jaðra við brottrekstrarsök. — Gott ef Art rekur þá ekki alla um

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.