Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 24
Nýttolíuverðídag: Kemur bensínhækkun niður á minni brennivínskaupum? — hagnaður ríkissjóðs ekki eins mikill og oft er talið Verðhœkkun á olíu og bensíni verður sennilega ekki eins mikil og gert er ráð fyrir i umsókn olíu- félaganna. Akvörðun verður að líkindum tekin á fundi rikisstjórnar i dag, eftir að Verðlagsnefnd hefur enn rætt umsóknirnar. Hækkun sú sem heimiluð verður gengur að nokkru til greiðslu á styrkjum vegna húsahitunar með olíu. í umsóknum oliufélaganna eru tekjur ríkissjóðs áætlaðar í sama hlut- falli og nú er, þannig að ríkissjóði eru ætlaðar hlutfalblega sömu tekjur af þeirri hækkun, sem leyfð verður, eins og nemur ríkissjóðshlutanum af núgildandi olíu- og bensínverði. „Það hefur komið i Ijós við ná- kvæma rannsókn sem Þjóðhags- stofnun hefur gert, að hagnaður rikisins af verðhækkun á oiíu er ekki eins mikill og oftast er talið,” sagði Tómas Arnason, fjármálaráðherra i viðtali við DB í morgun. Þannig segja hagfræðingar Þjóðhagsstofnunar, að þeir peningar sem menn nota til að greiða hækkað verð á til dæmis bensíni verði ekki notaðir í annað. Vaknar þá sú spurning hvort menn láti á móti sér að kaupa eitthvað annað. Og þá hvort það kæmi ekki einmitt niður á þeim vörum, sem ríkið hefur mestar tekjur af. Dæmi: Brennivin. -BS. Súri rjóminn: „Reynum aðbæta tjónið eftir mætti” — segirforstjóri Mjólkursamsöiunnar ,,Að sjálfsögðu mun Mjólkursam- salan reyna að bæta tjónið eftir því sem hægt er. En við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að beinn skaði er ekki aðalatriðið, vonbrigðin og leiðindin er nokkuð sem ekki er hægt að bæta,” sagði Guðlaugur Björgvinsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar í Reykja- vík. Guðlaugur var spurður að því hvað Mjólkursamsalan hygðist gera til að bæta það tjón sem fjölskylda í bænum varð fyrir er rjómi sá sem settur var á fermingarterturnar reyndist vera súr, þótt dagstimpill umbúðanna væri dagsettur í dag. Frá vonbrigðum fjöiskyldunnar með terturnar var sagt í Dagblaðinu í gær. „Tveir menn fóru frá okkur heim til fólksins og smökkuðu á rjómanum og athuguðu aðstæður. Og þvi miður virðist svo vera, sem rjóminn hafi verið skemmdur þegar hann fór frá okkur og okkar sé sökin. En það furðulega er að við höfum ekki fengið neinar aðrar kvartanir með rjóma úr sömu pökkunareiningu. Við erum að reyna að finna þannig rjóma en hefur ekki tekizt og ennþá er ekki ljóst hvernig á þessu stendur. Aðstæður allar hjá fjölskyldunni sem keypti rjómann voru hinar beztu og eins öll meðferð. Við höfðum einnig samband við verzlunina sem seldi rjómann og yfir henni er ekkert að kvarta. En við vonumst til að finna einhverja skýringu og komast að sam- komulagi við fjölskylduna um bætur,” sagði Guðlaugur. -DS. Málflutn- inguríhand- tökumálinu Málflutningur i hinu svonefnda handtökumáli fór fram í gær. Að sögn skipaðs setudómara í málinu, Ólafs Stefáns Sigurðssonar héraðs- dómara í Kópavogi, má vænta dómsniðurstöðu í næsta mánuði. Mál þetta er vegna meintrar ólöglegrar handtöku Guðbjarts heitins Pálssonar, sem Haukur Guðmundsson fyrrverandi rann- sóknarlögreglumaður í Keflavík er talinn hafa staðið að í desember '76 ásamt nokkrum vitorðsmönnum w sínum. Sex einstaklingar eru ákærðir í þessu máli. Sækjandi er Jónatan ÍSvelnsson fulltrúi saksóknara, en ver. 'ur þeir ón E. Ragnarsson |jhrl., ðm hrl agp.t. vi Sigurðsson, nsson, hrl., 1. og Hall- -ÓG. Beinagrindin úr andarnef junni íDýrasafnið Andarnefjan, sem leitaði hinztu hvíldar í Örfirisey nú fyrir skemmstu, var flutt til skurðar við sorphaugana í Gufunesi. Þar er hvalurinn nú skorinn í þeim til- gangi að fá beinagrind úr átta metra löngum andarnefjuhval. Kristján Jósepsson í Dýrasafninu í Breið- firðingabúð hefur forystu í þessu framtaki og sést hann hér við hval- skurðinn til hægri á myndinni. DB-mynd: Bj.Bj. fijálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 Faldur laus úr ísnum Varðskip aðstoðaði í gær Þórs- hafnarbátinn Fald við að losna úr hafisnum sem þekur allan Þistilfjörð. Báturinn komst til hinnar gömlu ver- stöðvar, Heiðarhafnar, austanvert á Langanesi og liggur þar á auðum sjó. Stýri bátsins er skemmt og botninn laskaður. Ekki er kunnugt um hvort aðrar skemmdir eru á bátnum, það mál er ekki fullkannað. Ástand hinna Þórshafnarbátanna tveggja sem festust í ísnum er óbreytt en vandlega er fylgzt með því að menn um borð hafi það gott. DS. Tværl5ára stúlkur með íbflþjófa- flokki Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík fæst nú við aðgangsharðan hóp fimm fimmtán ára ungmenna sem stundað hafa bílaþjófnaði að undan- förnu. í hópnum eru þrír piltarog tvær stúlkur á sama aldri. Þessi flokkur stal bíl í Reykjavík fyrir skömmu og hélt á honum til Blönduóss. Þar var öðrum bíl stolið sem aka átti á suður. Festist sá bíll i skafli' á Holtavörðuheiði og náðust ungmennin þar við ákafan mokstur stolna bilsins úr skaflinum. Eftir að þessi mál upplýstust hafa liðsmenn úr flokknum orðið uppvisir að fleiri bílaþjófnuðum. Hefur það og vakið athygli að sum ungmennanna hafa hamskipti milli yfirheyrslna. Þannig kom einn piltanna, sem í raun er til Ijósskolhærður, skyndilega til yfirheyrslu með svardökkt hár. Hafði hann brugðið sér á hárlitun milli yfirheyrslna. ASt. Þær nutu sólarinnar i Laugardalslauginni I gær, þessar fallegu stúlkur — glaðar og reifar yfir vorkomunni. DB-mynd: Magnús Hjörleifsson. Icelandic sigraði! Á miklum kappreiðum í Newbury á Englandi á laugardag sigraði hestur áð nafi Icelandic. Hann hafði mikla yfir- burði — en var þó ekki talinn sigur- stranglegastur fyrir keppnina. Veðmál- in i sambandi við hann 11—4 — en flestir veðjuðu á hest, sem frægasti knapi Englands, Lester Pigott, reið. Hann varð þó aðeins í miðjum hóp. Hesturinn Icelandic er írskur — og vann inn verulega upphæð .fyrir hina írsku eigendur sína. Ekki vitum við hvernig stendur á að hesturinn ber þetta nafn — getur einhver lesenda DB skýrt okkur frá því? hsím. ÚTVARPH) KAUPIR STÚDÍÓ Á AKUREYRI Rikisútvarpið hefur nú fengið gert alveg á næstu dögum. menn sent út samtímis frá Reykjavík heimild til þess að kaupa stúdíóið að Kaupverðið er 11 milljónir króna, og Akureyri. Norðurgötu 2b á Akureyri. Sam- þ.e. húsið með innréttingum. Húsið Ráðgert er að hljóðvarp og sjón- kvæmt/úpplýsingum Harðar Vil- er innréttað meö hljóðupptöku fyrir varp nýti stúdíóið eftir beztu getu. hjálmssonar, fjármálastjóra Rikisút- augum. Ekki þarf að bæta við miklu Fréttaritarar á staðnum munu taka varpsins, er orðin eining um þcssi af tækjabúnaði í stúdíóið, en þaö þar upp viðtöl og ráðgert er að auka kaup, en enn hefur ekki verið gengið hefur verið talsvert notað að undan- sendingar frá Akureyri og nærsveit- endanlega frá þeim. Það verður þó förnu. M.a. hafa þeir morgunpósts- um með tilkomu stúdíósins. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.