Dagblaðið - 12.05.1979, Side 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. MAl 1979.
I
Vandræðaástand á Kópavogshæli
— ekki ráðinn mannskapur ístað þess sem hættir
Einn sem á börn á Kópavogshæli
skrifar:
Nú á barnaári datt mér í hug að
vekja athygli á því að það eru viða
gleymd börn, þetta segi ég vegna þess
að svo virðist sem þau börn sem alltaf
verða börn, og á ég þar við hin van-
gefnu er dveljast á hælum, svo sem
Kópavogshæli, virðast hafa gleymzt í
kerfinu.
Á barnadeild Kópavogshælis hefur
verið fækkað starfsfólki um nær
þriðjung frá sl. áramótum.
Til að annast þessi börn svo að vcl
sé þarf mikið starf að vinna svo að
þau geti lifað eðlilegu lifi og öðlazt
þann þroska er greind þeirra leyfir.
Svo viröist komið að forstöðu-
menn hælisins verði að grípa til þess
neyöarúrræðis að útskrifa börnin um
tíma, það þýðir að senda verður þau
heim til foreldra. Það geta allir séð
hvaða erfiöleikum það getur valdið
þessum börnum sem flest hafa
dvalizt á hælinu í mörg ár og fengið
þar meðferð og þjálfun. Foreldrar
þessara barna hafa e,kki látið þau frá
sér nema í algjörri neyð og hafa þar
af leiðandi ekki þjálfun eða reynsli
lil að annast þau sem skyld: i
heimahúsum.
Þær upplýsingar hefi ég fengiö að
ástæðan fyrir þessari fækkun á
starfsfólki sé sú að ráðningar um-
fram heimildir í fjárlögum höfðu
fengizt fyrir áeggjan sérfræðinga
hælisins. Þeir töldu þær nauðsyn-
legar og þær fengust fyrir skilning
forráðamanna ríkisspítalana, en nú
hefur fjárveitingavaldið bannað allar
umframráðningar og heimtað niður-
skurð. Því var gripið til þess ráðs að
ráða engan í stað þeirra er hættu
störfum.
Með þessu móti stefnir að því að
Kópavogshæli getur ekki talizt þjálf-
unar- eða meðferðarstofnun heldur
aðeins geymslustofnun.
Ég hefi kynnt mér aðrar
meöferðarstofnanir. Er t.d. 1,8
starfsmaður á hvern vistmann á geð-
deild Barnaspítala Hringsins og sums
staðar meira en á barnadeild Kópa-
vogshælis er 0,7 til 0,8 starfsmaður á
Elzti kjarni Kópavogshælisins.
vistmann. Þetta verður að leiðrétta
strax ef halda á hinu góða og fórn-
fúsa starfsfólki.
Nú er á ferðinni frumvarp til laga
um aðstoð við þroskahefta. Við
lestur þessa frumvarps má sjá að það
er verið að samræma þessa ríkisað-
stoð á ýmsan hátt og víkka verksvið
laganna frá fyrri lögum sem heita lög
um fávitastofnanir.
í sambandi við heildarlöggjöf fyrir
þroskahefta datt mér i hug hvort
orðið fáviti eða vangefinn væri ekki
orðið nógu fínt, og svo á að setja
undir sömu lög jafnt blinda, heyrnar-
daufa og fatlaða sem og vangefna.
Þarna er ég hræddur um að hinir
vangefnu verði útundan í þessu þjóð-
félagi sem hinir ýmsu þrýstihópar
virðast ráða að mestu.
í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir
því að aðalhæli ríkisins, Kópavogs-
hæli, verði ekki lengur afgerandi um
neinn þátt í kerfinu heldur skal
stofna nýtt bákn (báknið burt) með
öllum sérfræðingum og kalla
greiningarstöð.
Meðan allar reglugerðir um van-
gefna eða þroskahefta eru ekki
nálægt því að vera fjármagnaðar af
Alþingi sé ég ekki annað en þetta
frumvarp verði bara pappírinn einn
því það kemur til með að kosta ríkis-
sjóð milljarða ef það verður
samþykkt óbreytt.
Ég vonast til þess að þessar linur
verði fleirum til umhugsunar og ýti
fram á ritvöllinn um þessi málefni.
Ráðningar f lugfreyja
—aðeins hægt að ráða lítinn hluta umsækjenda
Már Gunnarsson, starfsmannastjóri
Flugleiöa, skrifar:
Það tíðkast ekki hjá Flugleiðum að
fjalla á síðum dagblaðanna um hæfni
umsækjenda til starfa, hvort sem um
er að ræða flugfreyjustörf eða önnur
störf hjá félaginu. Um flugfreyju-
störf sækja fjölmargir ár hvert og
einungis'er hægt að ráða lítinn hluta
þeirra sem til greina koma. Ráðning-
ar og mat á umsækj.'.nda til starfs eru
þess eðlis að fyllsta trúnaðar bera að
gæta. Lei'../t er við að vanda val
starfsmanna eftir þvi sem við verður
komið. Óski fyrirspyrjandi frekari
upplýsinga um ráðningarfyrirkomu-
lag félagsins þá er honum velkomið
að koma á skrifstofu starfsmanna-
stjóra til frekari fróðleiks.
Ráðningarskrifstofa Flugleiða er á
aðalskrifstofu Flugleiða á Reykja-
víkurflugvelli, I. hæð.
MEÐHÖNDLUN PÓSTPAKKA
—f rímerki skemmd og pakkar illa farnir
Magnús Óskar Magnússon skrifar frá
Noregi:
Eitt af mínum áhugamálum eru frí-
merki, söfnun þeirra og hugsanlegur
tilgangur með þeim. Frá einu sjónar-
horni er æskilegt að sem mest af þeim
lendi beint í ruslakörfunni, það gefur
þeim hlutanum sem sleppur við eyði-
legginguna meira fjárhagslegt gildi.
Hvort þetta er ástæðan fyrir því að
svo illa er farið með þessa litlu brél'-
snepla, sem geta veitt ómælda
ánægju og uppbyggilegan fróðleik
fyrir hvern einstakan um viða veröld
og geta m.a. verið stórkostleg þjóðar-
og landkynning út á við, veit ég ekki.
Nú sem stendur bý ég ásamt fjöl-
skyldu minni í Noregi. Fáum við
pakkasendingar af og til, með fri-
mcrkjum utan á. Það sem mér dettur
oft i hug, þegar við fáum pakkann i
hendur, er í hverju hefur pakkinn
lent, slíkt er útlit pakkans og FRÍ-
MERKJANNA oft á tíðum, rifin og
illa farin. Ekki er hægt að kenna
tækninni eða öðrum dauðum hlutum
um allt saman. Ég ætla mér ekki að
dæma einn eða neinn fyrir með-
höndlunina. Ég ætla aðeins að leyfa
mér að spyrja, hvort ekki sé hægt að
rifja upp gamla, góða bón um að
meðhöndla þessa litlu bréfsnepla,
sem kallast frimerki, með það í huga
að milljónir manna um allan heim
safna þeim og hafa mikið yndi af.
Við skulum vona að í framtíðinni
fái frímerkjasafnarar um allan heim
að njóia glæsilegra. listaverka af ís-
len/kum frimerkjum
Þökk sé fjölþættum listamönnum
lands vors, og póstsijórnarmönnum,
fyrir fra nlag þeirra til landkynningar
og skapandi tómstunda með útgáfu
fallegra islenzkra frimerkja.
Að lokum vil ég þakka annars
ágæta póstþjónustu og bið ykkur vel
að lifa.
ENN UM SPARNAÐ
— ráðleggingar til útvarpsins
Ónafngreindur hringdi:
Nú er um það rætt að útvarp og
sjónvarp séu í ægilegu fjársvelti og
geri ég ráð fyrir að það sé rétt. Aftur
á móti er lítið talað um sparnað og vil
ég bæta úr því. Legg ég því eftirfar-
andi til:
1. Að morgunleikfimin sé aðeins
einu sinni hvern morgun. Ég hef
reyndar aldrei skilið þörfina á
tveimur þáttum sama morguninn.
2. Að miðar á hljómleika sinfóníu-
hljómsveitarinnar verði hækkaðir
um 100% og að útvarpið lækki
framlag sitt til hennar, einnig að
innlendir stjórnendur verði látnir
um hljómsveitarstjórn.
3. Að í sjónvarpinu verði sami
þulur látinn lesa fréttir og veður-
fréttir. Það getur varla verið svo
mikið álag.
4. Að aðeins einum manni, en ekki
tveimur eða þremur, verði falin
umsjón ýmissa þátta útvarps og
sjónvarps.
Hlustaö af athygli.
DB-mynd Bj.Bj.
Ung stúlka þreytir hér flugfreyjupróf.
Raddir
lesenda