Dagblaðið - 12.05.1979, Síða 28

Dagblaðið - 12.05.1979, Síða 28
Tjaldanesmálið: Gaf landlækni glögga skýringu á fjarverunni — segir f ormaður Réttarverndar um f jarveru sína af Tjaldanesf undinum , ,Ég gaf landlækni glögga skýringu á ástæðum fyrir því að ég gat ekki komið á fundinn að Tjaldanesi í fyrrakvöld,” sagði Ellert Guðmunds- son, formaður Réttarverndar, í viðtali við DB í gær. Á fundi að Tjaldanesi i fyrrakvöld kom fram gagnrýni á talsmenn Réttarverndar fyrir að formaður samtakanna hefði ekki talið sig geta mætt til fundar um svo brýnt mál fyrr en eftir hálfan mánuð. ,,Ég skýrði landlækni frá því að ég kenndi nú við tvo skóla og nú stæðu yfir próf í þeim báðum, auk þess sem kennsla færi einnig fram í öðrum,” sagði formaður Réttarverndar. „Laus er ég ekki úr vinnu fyrr en klukkan 23 á hverju kvöldi og hef auk þess verið að vinna bæði síðustu helgi og þessa. Eftir helgi verð ég að snúa mér að því að meta próflausnir svo skólaslit geti farið fram.” Ellert Guðmundsson sagði það vera algjöra reglu hjá sér að láta aldrei kennslu falla niður hjá nem- endum sínum nema lífsspursmál sé eða hann rúmliggjandi. Hann sagði enga tregðu hafa verið á upplýsingum frá Réttarvernd. Landlæknir hefði aftur á móti spurt sig hvers vegna hann hefði ekki afhent sér þau gögn sem fyrir lægju. Sagðist Ellert hafa svarað því til að Réttarvernd ætlaði að þiggja boð ráðherra um að afhenda honum gögnin beint. Landlæknir hefði áður verið búinn að annast rannsókn máls- ins og því ekki ástæða til að senda honum gögnin að þessu sinni. Ellert sagðist hafa spurt landlækni hvort Réttarvernd mundi fá aðgang að þeim gögnum öllum sem væru i höndum landlæknis. Hefði hann svarað því neitandi þar sem þar væri um trúnaðarmál að ræða. Ellert sagðist vilja ítreka að boð landlæknis um að hann kæmi að Tjaldanesi hefði ekkert með málið að gera „þar sem við höfum rannsókn málsins ekki með höndum.” -ÓG. Líf og sumarstemmning er aðTærast i útimarkaðinn á Lækjartorgi og i gær var þar fjörugt viðskiptalif. DB-mynd Hörður. Landlæknir: Til nokkuð sem „Þetta er misskilningur hjá þessum ágæta manni,” sagði Ólafur Ólafs- so.n iandlæknir um óskir formanns Réttarverndar um að fá aðgang að gögnum landlæknisembættisins um Tjaldanesmálið. „Það er tii nokkuð sem heitir trúnaður. Ég sendi ekki trúnaðarmál sjúkl- inga út um hvippinn og hvappinn,” sagði landlæknirT „Það hefur verið margendurtekið að öli gögn varðandi þetta þriggja ára mál voru send ráðherra á sínum tima og aðstandendur þessa máls ásamt foreldrafélaginu og stjórn heimilisins hafa ailtaf haft fulla innsýn i þau gögn.” Yfirlýsing foreldrafélagsins um málið var birt i DB i gær. -ÓV. ; Árni Egilsson meðal 10 beztu bassaleikara íLos Angeles: Gef ur út sólóplötu — eftir að hafa verið „hjálparkokkur” hjá t.d. André Previn og Elton John íslendingurinn Arni Egilsson, sem um árabil hefur verið meðal fremstu ,,session”-hljómlistarmanna í Los Angeles í Bandaríkjunum og unnið með mörgum fremstu tónlistarmönn- um heims, svo sem André Previn og Elton John, er nú að vinna að sinni fyrstu sólóplötu þar ytra. Árni er tvímælalaust talinn í hópi 10 eftirsóttustu bassaleikara í Los Angeles, þar sem tugir þúsunda eru um slíka upphefð, að sögn Sigurjóns Sig- hvatssonar, fréttaritara DB í Los Angeles. Kunningi Árna, Bruce Broughton, semur efni plötunnar og stjórnar upptöku með Árna. -GS. Árni Egilsson við upptöku á plötu sinni f Los Ángeles i vikunni. DB-mynd SS, Los Angeles. UIVARP AUSTURLAND? Ríkisútvarpið er nú komið með stúdió á Akureyri og Austfirðingar vilja verða næstir í röðinni. Vilhjálm- ur Hjálmarsson, þingmaður Aust- firðinga og fv. menntamálaráðherra, skrifar grein í Austra, málgagn fram- sóknarmanna á Austurlandi, nýlega þar sem hann reifar þessi mál. Vilhjálmur hefur það fyrir satt að í húsnæði Landssímans á Egilsstöðum fmnist ekki aðeins skot sem unnt væri að nýta fyrir upptökur. Þar komi einnig saman þræðir þeir, sýni- legir og ósýnilegir, sem nauðsynleg- astir eru til slíkra athafna. Því er síðan beint til Austfirðinga sjálfra að hafa frumkvæði að þvi aðdrífa upp stúdíó á Austurlandi og nefnt er i því sambandi Samband austfirzkra sveitarfélaga og fleiri svæðissamtök sögð koma til greina. Fyrst og síðast beinir Vilhjálmur þó ásjónu sinni til Rikisútvarpsins sjálfs, þar sem þar sé góður vilji, þó geta sé takmörkuð á stundum. „Þetta er ekki ofarlega á fram- kvæmdalistanum hjá okkur,” sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins. Miðað við forgangs- röð er stúdíó á Austfjörðum neðan við 5. sæti. Það er svo margt sem er yfirvofandi að leysa úr. Aðstaðan á Akureyri er til komin afbrýnni þörf og var tiltölulega ódýr. En ekki er hægt að sjá að hægt sé að sinna útsendingum frá Egilsstöðum í bili. Það hefur lítið verið rætt um þennan möguleika hér og raunar eru iandshlutastöðvar ekki á dagskrá. Það má þó búast við því að þetta komi en ekki á næstunni. Það er algert frumskilyrði að fyrst komi viðunandi aðstaða fyrir Ríkisút- varpið í Reykjavík. Það er ekki hægt að dreifa kröftunum.” -JH. frjálst, nháð dagblað LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979. Húsaleigufrumvarpið: ÓlafurRagnar lagði Magnús H. Magnús H. Magnússon félagsmála- ráðherra varð undir í atkvæðagreiðslu um húsaleigufrumvarp sitt í gær. Atkvæði voru greidd um breytingartil- lögu Ólafs Ragnars Grimssonar (AB) um að stofna skyldi húsaleigunefndir í kaupstöðum. Ráðherra lagðist gegn til- lögunni en hún var samt samþykkt með 7 atkvæðum gegn 5. Hið viðamikla húsaleigufrumvarp var síðan samþykkt með frekari breytingum og sent neðri deild þar sem búizt er við skjótum framgangi þess. -HH. Diskóið íKópavogi: „FREKJA ÍGERPLU” — segir formaður „Okkur hefur aldrei verið neitað um leyfi tij þess' að halda diskótek hér í Kópavogi,” sagði Hinrik Lárusson, formaður íþróttafélags Kópavogs. „Við höfum haldið 10 diskótek að Hamraborg 1 og alltaf gengið vel, utan einu sinni er smáóhapp varð er krakk- arnir söfnuðust saman eftir ball. Lögreglan hefur enda gefið okkur góð orð og okkar ábyrgðarmenn hafa verið starfi sínu vaxnir. Það hefur aldrei staðið á bæjarfógetanum í Kópa- vogi að gefa okkur leyfi. Aðeins hefur þurft að sækja um þau timanlega. Ég hef leyfi nú og diskótek yerður hjá okkur í kvöld. Það var aðeins um að ræða frekju og yfirgang hjá Gerplu að komast yfir þessar skemmtanir. Konan sem sótti um leyfið fyrir Gerplu vissi heldur ekki hvað hún var að gera enda sótti hún of seint um leyfið. Gerpla hefur a^eins haldið eina skemmtun en ÍK alls 10. -JH, Sjómannafélagið Jötunn íEyjum: Helgarfrí fyrir allar togveiðar „Við í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum höfum nú tekið af öli tvímæli um það hvað eru togveiðar þar sem sprælingsveiðar og humarveiðar eru það jafnt og veiðar með fiskitrolli. Þar með höfum við ákveðið að humar- og spærlingssjómenn fái helgarfrí aðra hverja helgi eins og hinir og að þau hefjist fyrr en eftir sjómannadaginn 10. júní, eins og hingað til,” sagði Elías Björnsson, formaður Jötuns, í viðtali við DB í gær. Fyrsta helgarfrí hefur nú verið ákveðið 13. maí en hefði annars orðið 24. júní. Að sögn Elíasar er full eining um þetta meðal sjómanna þótt a.m.k. sumir útgerðarmenn hafi lýst sig mót- fallna. -GS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.