Dagblaðið - 18.05.1979, Qupperneq 2

Dagblaðið - 18.05.1979, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979. Dúllaö i ráöherrastólum Þessi þrumufallegi Camaro Rally Sport árg. '72 verður til sýnis og sölu hjá okkur í dag. Brúnsanseraður, 8 cyl., 307 cub., sjálf- skiptur. Velti- og vökvastýri, breið dekk. Skipti möguleg. BJLAKAUjp ilLil.iBi1lllnilillllll:l:i J ViWu.Tii.mi.niLmi .LJif’ ^ " | SKEIFAN 5 — SiMAR 86010 og 86030 — ráðherrar öllum olíuf urstum verri Skagaströnd Til sölu einbýlishús á tveimur hæðum, 6 her- bergi og eldhús, kjallari, bílskúr, 950 ferm lóð. Nýlegur bíll kemur til greina upp í greiðslu. Uppl. í síma 95-4673 eftir kl. 7 á kvöldin. ^ J.G. skrifar: Nokkru áður en Guðmundur dúll- ari dó setti hann sjálfum sér graf- skrift sem e.t.v. er enn læsileg á minnisvarða hans í kirkjugarðinum á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Síðan núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur hún unnið ötullega að því að setja sjálfri sér minnisvarða sem saman stendur af axarsköftum og asnaspörkum og hækkar hrúgan dag frá degi og er nú orðin mikil að vöxtum. Fíflskugrein Fyrir fáum dögum setti ríkisstjórn- in bifreiðaeigendum þær kárínur að þeir skuli greiða niður olíu til húsa- hitunar, og mun það vera stærsti hnullungurinn sem hún hefur fært i minnisvarða sinn til þessa dags. Mér BEZTI MÓT- LEIKURINIM GEGN HÆKKANDI BENSÍNVERÐI Blóðskattur Og hverjir eru það svo, sem setja bifreiðaeigendum þessa afarkosti, þ.á m. láglaunafólki sem óhjákvæmi- lega þarf að nota bíla sína vegna vinnu sinnar? Jú, það eru einna hæst launuðu menn landsins, sem að hluta skammta sér kaupið sitt sjálfir og hafa auk þess ýmis fríðindi sem of langt yrði upp að telja. Þessi blóð- skattur kemur frá þeim mönnum sem si og æ eru jarmandi um að það þurfi að vernda kjör þeirra lægst launuðu, en skirrast svo ekki við — ofan á allt annað — að hækka opinbera þjón- ustu um 20—30% á eins til tveggja mánaða fresti, meðan kaup láglauna- fólks stendur því nær í stað. Þetta kemur frá þeim mönnum sem ár og síð eru vælandi um vonda oliufursta, en eru svo öllum olíufurstum verri þegar til kastanna kemur. — Regína svarar Guðmundi er nær að halda að Geir Hallgríms- syni og kumpánum hans hefði aldrei dottið í hug fíflskugrein sem þessi, og er þá mikið sagt. Ég er kominn nokk- uð á efri ár og þetta er i fyrsta sinn sem ég hef séð ástæðu til að láta frá mér fara hrósyrði um íhaldið. FÍB máttlaust Því miður standa bifreiðaeigendur uppi algerlega varnarlausir gegn þessari fólskulegu árás. Félagsskap- urinn FÍB virðist vera algerlega mátt- laust og alls ómegnugur að rétta hlut bifreiðaeigenda. En það mega þessir nútíma dútlarar í stjórnarstólunum vita, að þegar bifreiðaeigendur kom- ast inn í kjörklefana næst munu þeir þakka fyrir sig á viðeigandi hátt. Grafskrift ríkis- stjórnarinnar Ein setningin í grafskrift þeirri sem Guðmundur dúllari setti sjálfum sér, dembunni í viðbót frá henni.” Já, Guðmundur þú veizt upp á þig skömmina. En ég kalla það ekki dembu sem ég skrifaði i DB 12.1 sl. Ég kalla það forspjl þvi ég á öll trompin ósett út til þín og þegar kallið kemur þá set ég öll trompin út. í janúar sl. svarar þú Þorvaldi G. Kristjánssyni svo prúðmannlega og afturkallar þau ósannindi sem þú hafðir áður borið á þann mikil- hæfa mann og endar grein þína til hans á því að segja að þér þyki vænt um hann. Já, Guðmundur minn, batnandi mönnum er bezt að lifa. Ég vil aðeins koma því hér inn að ég er uppalin á miklu og kannski blindu framsóknarheimili á Austur- landi og alltaf fylgist ég með ferð Framsóknarflokksins, en hef aldrei kosið hann á Alþingi og það er þér að þakka eða kenna. Ég vildi þér alltaf vel Guðmundur Dg benti þér oft á þá hættu sem er samfara misnotkun einræðis til að efla flokk þinn. Þú segir einmitt i síðustu grein þinni „Regína var vel kynnt í Árneshreppi”. Á ég þér það ekki mikið að þakka, þar sem ég var eina manneskjan sem benti þér óheillaleiðina sem þú skvnsamur maðurinn fórst. Mér er alltaf vel til þín Guðmundur minn. Ég hef aldrei hatað þig eins og þú hefur hatað mig. Ég hef vorkennt þér hvað þú hefur farið iila með þínar gáfur og oft er það að pólitíkinni að kenna sem þú lézt náyfirhöndinni á þér á svo leiðinlegan hátt. Mundu að koma alltaf fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig, og þá muntu ekki óttast að fá dembu yfir þig eins og þú óttast svo mjög um þessar mundir. Svo þakka ég þér fyrir það sem þú hefur gert gott, þvi mörg góðverkin hefur þú unnið, en ekki vil ég þakka þér fyrir það sem þú hefur gert þegar hinir illu pólitísku andar hafa ráðið ferð þinni, orðum og gjörðum. Lifðu heill og lengi. —vatn handa þeim fullorðnu Lesandi skrifar: Þrátt fyrir þau tilmæli Mjólkur- samsölunnar að fólk hamstraði ekki mjólk vegna verkfalls mjólkurfræð- inga varð sú raunin á. Það væri for- vitnilegt að vita hversu mikið magn af þessari mjólk á eftir að súrna hjá fólki sem hreint og beint kemst ekki yfir að drekka hana alla. Og á hverjum bitnar svo þetta mjólkur- hamstur verst? Á börnunum. Börnin okkar þurfa mjólk og væri ekki nema sanngjarnt að fullorðna fólkið hugs- aði svolítið um það og drykki ávaxta- safa eða vatn í staðinn. Eða hvað eigum við að gefa ungabörnum að drekka þegar mjólkin erekki til? V ............... .. Það kostar sjálfsagt dágöða upphæð að fylla benslntanka þessara bila. Regína Thorarenscn á Eskifirði skrifar: Guðmundur skrifar enn eina lang- lokuna til mín í Tímann 30.3 sl. Er hún ósköp hógvær því nú er hann hræddur. Ég þakka þér mjög vel fyrir greinina þar sem þú hefur eytt mikl- um tima í blaðið þitt við að lýsa þvi hve grein mín hafi verið auglýst vel á forsíðu. Ég var farin að halda að þú hefðir ekki þolað að lesa hana þar sem það tók þig 2 1/2 mánuð að kyngja henni og láta i þér heyra eftir lesturinn. Þú segir i siðustu grein þinni: „Mér er það ljóst að ég má eiga von á einni roiK viroisi naia namstrað mjölK undanfarið vegna verkfalls mjólkur- fræðinga. hljóðar svo: „Þjóðkunn list, er þessi gjörði, þar fyrir er steinninn reistur”. Það væri vel við hæfi að á minnis- varða þeim sem ríkisstjórnin er að setja sjálfri sér, stæði þgssi setning: Þjóðkunnan verðbólgudraug, sem þessir mögnuðu, þar fyrir er varðinn reistur. Húsið á sléttunni virðist hafa náð geysilegum vinsældum. Húsið á sléttunni —f ramhald ef til vill væntanlegt með haustinu ákvörðun um hvort þeir yrðu teknir eða ekki. Einnig kvað hann það ekki vanalegt að hafa sjónvarpsefni fyrir börn á þessum tíma yfir sumarmán- uðina þannig að ekki er neitt annáð efni væntanlegt í sumar i staðinn fyrir Húsið á sléttunni. Vegna gífurlegs fjölda lesenda- bréfa með fyrirspurnum um fram- haldsþætti Hússins á sléttunni hafði DB samband við Björn Baldursson dagskrárritara sjónvarpsins. Kvaðst hann vita af þessum framhaldsþátt- um, en ekki væri enn búið að taka ÉG KALLA ÞAÐ EKKIDEMBU ■T MJÓLKINA HANDA BÖRNUNUM

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.