Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ1979. Einu sinni enn: AGRÐNINGURINNAN STJÓRNARHERBÚÐANNA —og nú um kjaramálin — Leitað álits þingmanna úr öllum f lokkum um vænlegar aðgerðir ríkisst jórnarinnar Einu sinni enn er kominn upp ágreiningur í stjómarherbúðunum. Nú eru það kjaramálin sem ekki hefur náðst samstaða um. Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur hafa lagt fram tillögur fyrir nokkru og Alþýðuflokkurinn kynnti sínar til- lögur í gær. í tillögum Alþýðubandalags segir, að sett skuli þak á vísitölugreiðslur við 380 þús. kr. mánaðarlaun. Þá verði stofnuð sérstök yfirnefnd í verðlagsmálum, sem leyfi ekki verð- hækkanir nema vegna erlendra verð- hækkana eða ef rekstrarstöðvun vofir yfir. Framsóknarflokkurinn vill lög- bindingu grunnkaups og stöðvun verkfalla til áramóta. Þak verði sett við 400 þúsund kr. mánaðarlaun og skyldusparnaður tekinn upp á há laun. Samningaleið verði reynd við aðila vinnumarkaðarins, en hörku beitt, ef þarf. Alþýðuflokkurinn hefur hafnað afskiptum ríkisvaldsins af kaupsamn- ingum. Dagblaðið ræddi í gær við einn þingmann úr hverjum stjómarflokki og auk þess einn þingmann stjórnar- andstöðunnar. Þingmenn vom beðnir að láta i Ijós persónulega af- stöðu sína til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin ætti að grípa til í kjara- málunum. .jjj FinnurTorfi Stefánsson (A): „Frjálsa samninga” ,,Ég styð þá samþykkt sem gerð var á fundi Alþýðuflokksins í nótt, þar sem kveðið er á um frjálsa samninga aðila vinnumarkaðarins,” sagði Finnur Torfi Stefánsson, þing- maður Alþýðuflokksins. ,,Ég tel það raunhæft 'til 'árangurs. Samstaða náðist um afstöðu þingflokksins i meginatriðum. Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa alltaf beitt sömu aðferðum, sem hafa gert aðila vinnumarkaðarins nánast ábyrgðarlausa. Þessar að- gerðir ríkisstjórnanna hafa komið á skekkju í þjóðmálunum. Þessa stöðu þarf nauðsynlega að jafna, þannig að vinnuveitendur og launþegar geti samið um laun með eðlilegum hætti. ” - JH » Finnur Torfi Stefánsson. Vilhjálmur Hjálmarsson (¥): „Ekki fullrætt „Þetta er ekki fullrætt mál,” sagði Vilhjáimur Hjálmarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. ,,Ég sé ekki tilgang í því aðþingmenn tjái sig per- sónulega í svo vandamiklu máli. Á þingi sit ég að vísu sem einstaklingur en starfa í samtökum. t svo vanda- sömum málum sem kjaramálunum ber að ráða sinum málum og mynda sér skoðun sem er meira en persónu- leg skoðun einstakra manna. í heild fylgi ég tillögum sem mót- mál” aðar hafa verið innan þingflokks Framsóknarflokksins. Það á síðan eftir að færa þær nánar út og síðan yfir í stærri heild, þ.e. ná samstöðu innan stjórnarinnar.” - JH H Geir Hallgrímsson. Ólafur Ragnar Grímsson (AB): Vilhjálmur Hjálmarsson. #• Geir Hallgrímsson (S): „Aðhaklj festa og frjálsir samningar” Svar Geirs Hallgrímssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, var skýrt og skorinort: ,,Ég tel,” sagði Geir, „að leysa beri kjaradeilur með frjálsum samningum milli aðila vinnumarkaðarins. f þeim efnum verða menn að sýna aðhald og festu.” -JH. „Alþýðuflokkurinn stendur í vegi fyrir aðgerðum” „Það eru nú-um 10 dagar síðan við Alþýðubandalagsmenn lögðum fram okkar tillögur og allan þann tíma höfum við beðið eftir Alþýðuflokkn- um,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson, þingthaður Alþýðubandalagsins. „Þeir hafa haldið fjölda funda, en nú eftir síðasta þingflokksfundinn skila þeir auðu. Við viljum tafarlaust fá lög um þak í visitölumálinu og stöðvun verð- hækkana. Það blasir við, ef ekkert verður að gert, að flugmenn fá í næsta mánuði á annað hundrað þús- unda í kauphækkun, til viðbótar við hina fyrri. En Alþýðuflokkurinn stendur í vegi fyrir því að eitthvað sé gert. Þjóðin bíður eftir því að ríkis- stjórnin geri eitthvað. En flokkur sem hefur engar tillögur, eins og Al- þýðuflokkurinn, verður að gera það upp við sig hvort hann verður áfram í ríkisstjórn eða ekki. Athyglisvert er að nú á sama tíma skuli koma fram samhljóða tillaga Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í skattamálum. Þeir eru e.t.v. að undirbúa nýja viðreisn.” .jh Ólafur Ragnar Grlmsson. KASSABILARALLY SKATA frá Hverageröi til Kópavogshælis til styrktar Kópavogshæli dagana 26. og 27 maínk. CTVDI/T lí DM m A D semiafnframteruhappdrættismiðar, verða O I I If l\ I Mlf lYlltl Alf seldirnæstudaga — Takið sölumönnum vel og styrkið gott málefni — Markmiðið er að kaupa FÓLKSFLUTNINGABÍL FYRIR VISTFÓLK KÓPAVOGSHÆUS i -«■ . ................Frjálst framlag er hægt að senda á gírónúmer63336-4—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.