Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ1979. DB á ne vtendamarkaði Verðmis- munur getur verið gífurlegur Fyrir kemur að okkur berst vitn- eskja um mjög mismunandi verð á sams konar nlutum í verzlunum. Getur þar munað allt upp í þriðjung á verði. Má nefna dæmi um varahluti i bíla, sem við sögðum frá á sínum tíma. — Við reyndum að kanna málið og gáfum báðum aðilum tæki- færi til að „svara fyrir sig”. Út úr því fékkst nánast ekki annað en staðhæf- ing á móti staðhæfingu. Nú fréttum við af indverskum pils- um, sem seld eru í tveimur verzlunum i höfuðborginni á mjög mismunandi verði. — Að sögn viðmælanda okkar eru þessi pils að öðru leyti aiveg ná- kvæmlega eins. í verzluninni Jasmin á Grettisgötu eru pilsin seld á 6500 kr. en í verziuninni 1001-nótt á Laugavegi kosta þau 18.900!! Næstum því þrisvar sinnum meira en i Jasmin! Hvernig getur svona nokkuð átt sér stað? — Ef rætt væri við forráða- menn „1001” yrði svarið sennilega á þá leið að þetta væri ný sending af pilsum, — ódýru pilsin væru einungis úr „gamalli” sendingu. Væri iátið í það skína að hið illræmda „ríki” þyrfti að fásitt af hverju seldu pilsi! Má hins vegtr upplýsa að pilsin i Jasmin eru á „gömlu verði”, en kaupmaðurinn sagði viðmælanda okkar að hann ætti von á nýrri send- ingu, en verðið á þeim pilsum færi aldrei upp fyrir 10 þúsund kr! Nákvæmlega Engin skömm að því að fara vel með peninga —0G KYNNA SÉR VÖRUVERD VANDLEGA eins pils Þetta dæmi um pilsin er frábrugðið bílavarahlutadæminu að því leyti að oft má kannski deila um hvort einn hlutur sé betri en annar, — og þá um leið ódýrari. Hins vegar eru þessi pils alveg nákvæmlega eins, svo því er ekki til aðdreifa! Viðmælandi okkar sagði einnig frá blússu sem hún keypti fyrir ári í Jasmin. Blússan kostaði 2000 kr. Á sama tíma kostaði nákvæmlega sams konar blússa í ,,1001-nótt” 5.500kr. Þetta litla dæmi sýnir því, að það getur borgað sig — og það meira að segja, margborgað sig, að kynna sér verð á hlutunum áður en kaupin eru gerð. Vilja aðeins „fá eins og hinir" Almenningur í landinu á að vera „verðlagseftirlit”. Hann á ekki að láta bjóða sér upp á annað eins og dæmið með pilsin. Sennilega væri hægt að telja fleiri dæmi upp, þá ekki sízt i sambandi við fatnað sem á boðstólum er i tízkuverzlunum. En viðskiptavinir þeirra eru yfirleitt kornungt fólk, sem virðist ekki hugsa neitt um hvað hlutirnir kosta, vill að- eins kappkostaað „fáeinsog hinir”. Það leiðir aftur hugann að því hvort þetta umrædda „unga fólk” hafi ekki óhóflega mikla fjármuni milli handanna. Flestir búa heima hjá sér og eru kannski látnir greiða eitt- hvað smávegis í fæðis- og húsnæðis- kostnað. Þetta fólk vinnur auðvitað fyrir fullum launum, en gerir sér enga grein fyrir hvað kostar að fleyta fram lífinu. Margir foreldrar virðast fyrir- verða sig fyrir láta börnin greiða fullu verði það sem þau fá heima fyrir, eins og t.d. fæðiskostnað, húsaleigu, síma, rafmagn o.s.frv. Fyrir hvað er verið að greiða? Undirritaður verður að viðurkenna að hafa einu sinni „í gamla daga” verið með þessu marki brenndur. Svo kom ég auga á að þetta gat ekki gengið og stórhækkaði það framlag sem útivinnandi dóttir átti að greiða til heimilisins. Hún brást hin versta við í fyrstu og spurði, fyrir hvað hún væri eiginlega að greiða. — Eftir að ég hafði talið upp í smástund, sá hún að þetta var réttlátt, — og verðið sem ég setti upp var sizt of hátt. Ungu fólki sem býr frítt heima hjá sér er enginn greiði gerður með því. Það verður aðeins til þess að síðar meir þegar það stofnar sitt eigið heimili, kann það ekkert með fjár- MURARAR! MÚRARAR! LFTBOÐ Tilboð óskast í utanhússmúrhúðun á húseigninni Kárs- nesbraut 124. Útboðsgagna má vitja á staðnum næstu daga. — Sími 41520. IÐNVER HF. BLIKKSMIÐJAN HF. muni að fara. Það hlýtur að vera hræðileg lífsreynsla að komast að því, að ekki er hægt að nota megin- hluta af laununum til þess að skemmta sér eða kaupa tízkufatnað! Það hefur oft verið landlægt á ís- landi að þykja einhver skömm að þvi að fara vel með peninga, — og vera fátækur. Það er engin skömm að því að vera fátækur —ef það er einung- is vegna óviðráðanlegra orsaka svo sem atvinnuleysis eða veikinda. Það er hins vegar skömm að því að vera „fátækur” vegna þess að öllum fjármunum er eytt og sóað í rándýran tízkuvarning og glys sem vel er hægt að vera án — eða kaupa hlutina hugsunarlaust án þess að kynna sér verð á sams konar hlutum í fleiri en einni verzlun. A.Bj. Þegar til átti að taka og mynda þurrmjólkurduftið reyndist það dálitlum erfiðleikum bundið, þvi það var uppselt t.d. hjá Mjólkursamsölunni, en eitthvað smá- vegis var til hjá Osta og smjörsölunni, sem er dreifingaraðili fyrir þessa vöru. Kristján sölustjóri sagði okkur að nóg væri til af þessu dufti i landinu en hins vegar fengist ekki flutningur á þvi til fyrirtækisins. Eitthvað smávegis er nú tíl af þvi hjá Osta og smjörsölunni. — Það er sennilega eitt heimsmetið enn, hve íslending- ar eru duglegir að „hamstra”! £ u m . DB-mynd Ragnar Th. I mjolkurleysi: Nota má þurrmjólk — ný- mjólkin á svipuðu verði en undanrennan margfalt ódýrari Mjólkurleysið eða skorturinn þarf ekki að koma niður á venjulegri matargerð, því vel má nota mjólkur- duft eða mjólkurmjöl og undan- rennuduft í stað nýmjólkurinnar. — Mjólkin sem fæst er um það bil 90% eins á bragðið og venjuleg fernu- mjólk. Hins vegar er ekki nokkur munur á þurrmjólkinni út i kaffi, í kakó eða hvíta sósu. Og verðið? 1 kg af nýmjólkurdufti kostar 1781 kr. og út í 1 litra af vatni á að blanda 120 gr af nýmjólkur- dufti. Þannig kostar hver lítri rétt um 148 kr. Venjuleg nýmjólk kostar 152 kr. hver lítri. Undanrennuduftið er hinsvegar miklu ódýrara, kg. af því kostar ekki nema 693 kr. Út í hvern lítra vatns á að blanda 90 gr af undanrennudufti. Þannig kostar hver lítri af henni ekki nema 77 kr. Lítrinn af undanrennu kostar 136 kr. Bezti árangur næst ef vatnið er haft 40° C heitt. Þá leysist dufið bezt upp og gott er að þeyta það svolítið með handþeyt- Hin svokallaða G-mjólk, sem víða hefur verið til, er mun dýrari en mjólkin úr duftinu. G-mjólkin kostar 56 kr. í pelafernu, þannig aðhver lítri kostar 224 kr. G-mjólkin bragðast heldur ekki eins og venjuleg nýmjólk,1 frekar en þurrmjólkin. -A.Bj. Döðlubrauðið f rá einni ,mömmunni’ „Það er dálítið skemmtileg saga í sambandi við þessa döðlubrauðsupp- skrift,” sagði Guðrún Guðmunds- dóttir vinningshafi síðustu mánaðar- úttektarinnar um leið og hún gaf okkur uppskriftina. „Ein af „mæðrunum” okkar á leikvellinum kom einn morguninn með svona döðlubrauð sem hún hafði bakað handa okkur og bauð okkur að gæta barnanna á meðan við gæzlukonurnar fengjum okkur kaffi og með því. Svo gaf hún okkur öllum uppskriftina að brauðinu,” sagði Guðrún. Hún vinnur hálfan daginn á leikvellinum á Akranesi. — Til þess að fleiri geti notið þessa gómsæta döðlubrauðs fengum við uppskriftina sem er á þessa leið: 2egg 2 bollar púðursykur 2 tsk. vanilla 1 pakki saxaðar döðlur 2 1/2 bolli vatn 4 1/2 bolli hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. natron 2 msk. brætt smjörlíki. Döðlurnar eru skornar í bita og soðnar í vatninu. Eggin eru þeytt vel með sykrinum og þurru efnunum hrært út í með sleif ásamt döðlunum, síðast brædda smjörlíkið. Þetta er bakað í stóru jólakökuformi 140—50 min. við meðalhita. Þegar brauðið er orðið kalt er það snætt með smjöri. Hráefnið í svona brauð kostar mjög nálægt 900 kr. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.