Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 24
28 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979. Joan Collins, 44. Klúbbur 40 Að öllu sé lokið um fertugt? Óekkí og þá sérstaklega ekki í heimi kvik- myndanna. Enskir hafa nýverið kjörið Joan Collins, 44 ára, leikkon- una með mesta kynferðislega að- dráttaraflið. Hún er móðir þriggja stúlkna á aldrinum 16, 15ogsexára, en i nýjustu kvikmyndinni kemur hún fram nakin. Segja gagnrýnendur að ekki verði séð að árin hafi færzt yfir þann kropp og þá ekki nema til góðs. í minningabók, sem hún hefur nýlega sent frá sér, nefnir hún nöfn sem hvaða kona sem er þyrfti ekki að skammast sín fyrir, enda þótt að- stæður séu skringilegar. Sidney Chaplin, Harry Belafonte, Ryan O’Neal (þau eiga barn saman) og Maxwell Reed (sem hún giftist eftir að hann hafði nauðgað henni). Ursula Andress sýnir meira af sínum 43ja ára gamla kroppi en hún gerði er hún leið upp úr öldunum í James Bond mynd árið 1962. — ,,Mig hryllir við þeim degi er ég Brigitle Bardot, 45. neyðist til þess að afklæðast í myrkri ef maður er hjá mér,” segir hún. Þá hefur Sophia Loren, 44 ára, heldur betur kveðið þær illu tungur, sem héldu því fram að italskar konur héldu aðeins línum sínum í nokkur ár vegna spaghettiáts, niður. Jane Fonda er 41 árs og hún hafði satt að segja reiknað með að ferill hennar sem leikkonu yrði á enda er hún næði fertugu. En þvert á móti fær hún æ fleiri tilboð um kvik- myndaleik og tekur við milljónum dollara í laun, enda segist hún geta varið þeim peningum mun viturlegar en kvikmyndafyrirtækin. Brigitte Bardot hefur snúið baki við kvikmyndaleik en hún er bezta sýningarstúlka fyrir fötin sem hún teiknar og á sér ungan elskhuga, Tékkann Miroslav Brozek. Nýjasti félaginn í Klúbb-40 er honum ekki beinlínis til skammar, Ali McGraw. Þýð. hp. NN kemur í stað BB Frakkar hafa leitað með logandi Ijósi að arftaka Brigitte Bardot síðan hún þótti hafa náð aldurstakmörkun- um. Skyldi engan furða þó þeir ágætu menn vilji ekki til frambúðar missa af tekjum sem á tímabili voru meiri en Renault-verksmiðjurnar öfl- uðu í þjóðarbúið. Sú nýjasta, sem menn vonast til að geti fyllt skarð Bardot, er 28 ára göm- ul leikkona, Nathalie Nell að nafni. Andstætt hinni Ijóshærðu BB er NN dökkhærð. Eins og BB eru sömu stafirnir í skammstöfun á nafni hennar, sem þykir til bóta og hún þykir með eindæmum brosmild. Hér eru þó nokkrar alvarlegar myndir af henni. Hún hefur látið hafa eftir sér að hún kunni ágætlega við það að verða kyntákn en hún muni samt ekki missa sjónar á veruleikanum, sem sé alvarlegur. Þá þykir hún brjóstgóð og gefur konum þau ráð að hlaupa sér til heilsubótar og til þess að viðhalda stinnum likama. Guð skóp konuna hét ein af fræg- ari myndum Brigitle Bardot og það sköpunarverk verður ekki rýrara við það að NN komi í kjölfar BB. - Þýð. hp Tjáningai er ein meginforsenda að frelsi geti viðhaldi^ í samfélagi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.