Dagblaðið - 18.05.1979, Page 6

Dagblaðið - 18.05.1979, Page 6
HESTAR TIL SÖLU Tilsöluerusjö tamdir hestar á aldrinum 5—7 vetra. Upplýsingarísíma50486 eftirkl. 7 e. h. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ1979. Þingsályktunartillaga Hjörleifs: IÐNAÐURINN HAFIFORGANG „Lögð verði forgangsáherzla á þróun iðnaðar á næstu árum með sér- stakri áherzlu á aukinn útflutning iðnaðarvara, segir í greinargerö nýrr- ar þingsályktunartillögu frá Hjörleifi Guttormssyni iönaðarráðherra. í tillögunni segir að markmiðum iðnaðarstefnu verði meðal annars náð með áætlunum, er taki til ein- stakra iöngreina og verkefna í nýiðn- aði og með opinberum aðgerðum. „Óhjákvæmilegt er að ríkið eitt sér eða í samvinnu við aðra aðila taki þátt í stofnun meiriháttar nýiðnaðar- fyrirtækja,” segir i greinargerð. Tillögurnar eru komnar frá sam- starfsnefnd um iðnþróun, sem Hjör- leifur skipaði í september og lýtur formennsku Vilhjálms Lúðvíkssonar, framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins. ' Þingsályktunartillagan er almennt orðuð. Markmið iðnaðarstefnu eiga samkvæmt henni að vera að örvá framleiðni í iðnaði, þannig að fram- leiðni hans verði sambærileg við það sem gerist í helztu viðskiptalöndum okkar, og skilyrði skapist fyrir betri lífskjör. Þá skuli stuðlað að hagkvæmri fjárfestingu til að fjölga störfum í iðnaði. Sérstök áherzla verði lögð á að efla iðnað á þeim sviðum, þar sem innlendir samkeppnisyfirburðir geta nýtzt til arðbærrar framleiðslu á vör- um og þjónustu, jafnt fyrir heima- markað sem til útflutnings. Starfsskilyrði skuli bætt, áhrif starfsfólks á vinnustöðum aukin og komið í veg fyrir skaðvænleg áhrif af völdum iðnvæðingar á náttúru lands- ins og umhverfi. Forræði landsmanna yfir atvinnu- lífi og auðlindum verði tryggt og stuðlað að æskilegri dreifingu og jafnvægi i þróun byggðar. -HH Sjópróf vegna óhappsins er Rangá fékk á sig brotsjó suður af landinu og tveir gámar töpuðust I sjóinn sl. sunnu- dag voruhaldinígærí Reykjavík. Ljóst er að tjón vegna þessa hefur orðið mikið, en í öðrum gáminum voru hreinlætistæki, salerni, baðker og slíkt, sem fara áttu til Vatnsvirkjans hf. að söluverðmæti rúmar 22 milljónir króna. í hinum var plastgerðarefni sem fara átti til Vogafells, en þar höfðu menn ekki gert sér grein fyrir hversu mikil verðmæti hefðu farið í súginn vegna þessa. Annar giimurinn rakst utan I skipið er atburðutinn varð og dældaði það lítillega. - HP Svæðamótið í Luzern hefst um helgina Guðmundur, Helgi og Margeir meðal keppenda Þrír íslenzkir skákmenn verða meðal keppenda á svæðamótinu í Luzern í Sviss sem hefst um helgina. Þeir eru Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari og alþjóðlegu meistar- arnir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. Alls verða keppendur 22 og komast 3 efstu áfram á milli- svæðamót sem er áfangi í baráttunni að heimsmeistaratitlinum. Guð- mundur Sigurjónsson sagði í samtali við Dagblaðið i gær, að enn hefðu ekki borizt fréttir hingað af þvi, hverjir erlendu þátttakendurnir verða. Þó er vitað, að þarna verða 4 V-Þjóðverjar, 3 ísraelsmenn, 2 Sviss- lendingar, 2 Danir, 2 Svíar, 2 Norð- menn, 2 Finnar og 1 Færeyingur auk íslendinganna þriggja. Sagðist Guð- mundur búast við að þarna gætu orðið einir 8 stórmeistarar. Sagðist hann reikna með þátttöku manna eins og Hiibner frá V-Þýzkalandi, Liberzon frá fsrael og Westerinen frá Finnlandi. Það er þvi viðbúið að róðurinn verði erfiður fyrir hina íslenzku keppendur en þeir hafa þó margoft sýnt það og s@nnað, að eng- inn getur bókað sigur gegn þeim. - GAJ Svona lltur það út á hárgreiflslukeppni á borð vifl Íslandsmótifl I Laugardalshoií a sunnudaginn. Erilssamur sunnudagur hjá hárgreiðslufólki: Fimmtfu keppa í hárgreiðslu Þriðja íslandsmeistarakeppnin í hár- greiðslu og hárskurði verður á sunnu- daginn i Laugardalshöllinni. Þar keppa um fimmtíu manns víðs vegar af land- inu. Hargreiðslumeistarar og sveinar keppa í galagreiðslu, tízkugreiðslu í framúrstefnustíl og klippingu og blæstri. Meistarar og sveinar í hár- Leiklistamemar sýndu árangur fyrsta námsárs skurði keppa í „frjálsri greiðslu á út- dregnu módeli”, klippingu og tízku- greiðslu á eigin módeli og sígildri „skúlptúrklippingu”. Hárgreiðslunemar keppa í diskó- greiðslu og klippingu og blæstri og rakaranemarnir keppa í frjálsri tízku- greiðslu á eigin módeli. Þessar keppnir standa yfir allan daginn, eða frá 11.30 til 19.00. í dóm- — íLaugardalshöll nefnd eru Elsa Haraldsdóttir, marg- faldur meistari í faginu, Lovísa Jóns- dóttir, Lýður Sörlason, Vagn Bojesen og tveir norskir hárgreiðslu- og hár- skurðarmeistarar, Tore Nörvold og Kurt Sörensen, sem hingað koma sér- staklega til dómstarfa. Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, 800 krónur fyrir börn. -ÓV Nemendur á fyrsta ári í Leiklistar- skóla ríkisins sýndu á dögunum að- standendum sínum og öðrum hvað þeir hafa lært á fyrsta námsári. Á því ári eru 15 nemendur, í tveim bekkjardeild- um. Alls eru í skólanum 30 manns á tveim árum. Gert er ráð fyrir að í haust verði bætt við einum bekk en alls mun leiknámið vera fjögur ár. Myndin sem Bjarnleifur tók sýnir annan hóp fyrsta árs nemenda á svið- inu. Leikritið er um Lisu i Undraiandi og leikstjóri er Pétur Einarsson skóla- stjóri. - DS Hvítt yf ir öllu og útlit fyrir að útsæðið verði etið Allt útlit er nú fyrir að landsmenn verði að borða útsæðiskartöflur sínar í ár. Svo illa árar um land allt að eng- inn þarf að öfundast út í annan af veöráttunni, hvorki í vetur né það sem af er sumri. Vonandi rætist spá- dómur Hrafns Sveinbjarnarsonar á Hallormsstað að sumarið komi þó 8. júní kl. 3 að degi til. Hér á Austurlandi hefur verið NA átt með snjókomu og næturfrosti, 3—6 stig, sl. tvær og hálfa viku. Áður hafði verið sæmileg veðrátta í 10 daga og hvarf þá snjór mikið til. I dag, þriðjudaginn 15., er hvitt yfir allt en bjart veður, sól og þriggja stiga hiti. Er þetta ekkert fyrir kaup- staðarfólkið, sem inni vinnur, en með skelfingu má hugsa til bænda á þessu kalda sumri þar sem sauðburður er hafinn, mikil útivinna og hey sums staðar lítil. Á Eskifirði hefur niðursetningu kartafba oftast verið lokið um miðjan maí og fyrr ef vel árar, því hér er veðursæld. - ASt./ Regina Eskifirði. Sjópróf vegna Rangár: TUGMILUÓNA VERÐMÆTI í GÁMUNUM

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.