Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 8
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979. 8 Olfuverðshækkanir: Ekkert eftiríit með Rotterdam-markaði —tillaga f ranska orkumálaráðherrans um slíkt felld á ráðherraf undi Efnahagsbandalagsins Orkumálaráðherrar Elnahags- bandalagsrikjanna ákváðu á fundi sinum í gær aö fallast ekki á tillögu hins franska starfsbróður síns um að taka upp sterkt eftirlit með olíu- markaðinum í Rotterdam. Ákvörðun þessi var tekin í ljósi þess að ef gripið yrði til slíkra ráða mundi vera hætta á að markaðurinn yrði fluttur annað. í Rotterdam hefur verið boðin fram hráolía og hefur verðið þar ráðið mjög miklu um heimsmarkaðsverð þeirra vöru. Að undanförnu hafa komið fram háværar ásakanir um að olíu- markaðurinn í Rotterdam gæfi til kynna verð, sem væru óraunhæf og ylli með því skaðlegum sveiflum á olíuverði. Franski orkumálaráðherran Andre Giraue tilkynnti eftir fundinn, að þrátt fyrir þessa ákvörðun ráðherr- anna um að skipta sér ekki að hinni svonefndu frjálsu verðmyndun á olíumarkaðinum i Rotterdam mundu Efnahagsbandalagsrik'm óska eftir fundi með sérfræðingum oliufram- leiðsluríkja til að reyna að finna eðli- lega og heppilega leið út úr núverandi olíukreppu. Sagði ráðherrann að nauðsynlegt væri að slik sérfræðinga- nefnd starfaði stöðugt því þau vanda- mál sem upp kæmu í samskiptum olíuframleiðsluríkja og hinna, sem keyptu væru mörg og viðkvæm. Orkuráðherra Efnahagsbandalags- ríkjanna neituðu að fallast á þá skoðun nefndar á vegum bandalags- ins, sem segir að ríki þess geri ekki nóg til að bæta nýtingu þeirrar orku, sem þegar er notuð. Ogsvo erþað hárið! Þau hafa veriö sæl — og þrcytt — hárgreiðsluhjúin Graham og Barbara Sylvester, þegar þessu fléttuverki var lokiö. Það var framkvæmt á hár- greiðslustofu í lllum-vöruhúsinu við Strikið í Kaupmannahöfn. Eigandi hársins hefur þurft að sýna mikla þolinmæði, en árangurinn er líka glæsilegur. Það er ekki gott að segja hvaðan hugmyndin er fengin — sumir gizka á Kráku þá sem sagt er frá í fornaldar- sögum. Hún átti aö ganga á fund Ragnars Loðbrókar og vera hvorki klædd né óklædd. En þetta var bráð- greind kona og leysti þrautina þannig að hún fléttaði sig inn í eigið hár. Og kóngurinn varð svo hrifinn að hann vildi cndilcga ganga að eiga hana á stundinni. En það segir sig sjálft að þessi greiðsla hentar bezt við hátiðleg tæki- færi. Marokkó tók átta spænska togara Strandgæzla Marokkó tók í gær fjóra spánska togara, sem voru að veiðum út af strönd landsins. Voru þeir færðir til hafnar í Casablanca en þar voru fyrir fjórir aðrir spánskir togarar, sem teknir voru á mánudag- inn síðastliðinn. Að sögn yfirvalda í Marokkó brutu stjórnendur togaranna reglur um veiðar i efnahagslögsögu Marokkó. Marokkómenn munu hafa aukið eftirlit með veiðum spænskra skipa við strendur landsins eftir að Adolfo Suarez forsætisráðherra Spánar átti fund með forustumönnuniPolisario- skæruliða fyrr í þessum mánuði. Var fundurinn í Alsír. Spánverjar afhentu Marokkó og Mauritaníu hluta Sahara eyðimerkurinnar árið 1976. Hafa Polisarioskæruliðarnir ávallt barizt fyrir sjálfstæði hinnar fyrrum spænsku Sahara. Stjórninni í Marokkó mun ekki hafa likað viðræður spænska forsætisráðherr- ans við skæruliðana. Washington: LÖGIN LEYFA EKKILÆKK- UN LAUNANNA Einn starfsmaður Bandarikjastjórnar hefur gefizt upp fyrir kerfinu og sagt upp störfum. Hann taldi sig hafa fengið óréttmæta launahækkun og vildi losnavið hanaen tókst ekki. Maðurinn, sem heitir Andrew Bavas hefur hingað til haft um það bil 40.000 dollara á ári, sem þykja dágóð laun í Bandaríkjunum. Starfaði hann við Félags- og heilbrigðisstofnun alríkisins i Washington. í nóvember siðastliðnum var ákveðið af hinum vísu starfsmönnum launa- deilda bandaríska stjórnarráðsins að hækka bæri laun Bavas um 1272 dollara. Bavas taldi aftur á móti, að laun sín væru nægilega há fyrir og vildi skila aftur launahækkuninni. Við athugun kom i Ijós að ekki var hægt að lækka mann í launum, sem þegar hefur fengið launahækkun og starfar hjá alrík isstjórninni. Var Bavas nú nóg boðið. Hann sagðist reyndar aldrei hafa verið mjög trúaður á kerfið en nú ofbyði honum. Siðasti starfsdagur Andrew Bavas' hjá Félags- og heilbrigðisstofnuninni i Washington var 30. apríl síðastliðinn. Danmörk: Sólarorkan hitar upp 126 íbúðir —fyrsta fram- kvæmd sinnar tegundarþar ílandiverður íFredrikshavn Fyrsta sólarorkustöðin verður til- búin í Danmörku í byrjun árs 1981 og er ætlunin, að hún hiti upp húsasam- stæðu þar sem eru hundrað tuttugu og sex ibúðir. Eru byggingar þessar í Frederikshavn og gerir byggingar- félagið, sem reisa mun íbúðirnar sér vonir um að not verði af sólarork- unni helming ársins. Hugmyndin er að nota orkuna bæði til að sjá ibúunum fyrir heitu vatni og einnig að hita upp húsnæðið. Ðanska ríkið hyggst styrkja fram- kvæmd þessa að nokkru og með þeim styrk gera forsvarsmenn verksins sér vonir um að það verði arðbært í það minnsta þegar fram liða stundir. Ætlunin er að sameiginlegur sól- skermur verði fyrir allar byggingar- samstæðurnar. í frétt um þessi mál kemur fram að helztj þröskuldurinn í veginum fyrir að sólarorkuvirkjunin verði að veruleika gæti orðið einka- réttur annarra aðila til að sjá vissum byggðum fyrir orku. Þeir sem að baki sólarorkuverinu standa, segjast þó ekki hafa mikla trú á að þeir verði stöðvaðir á þann hátt þar sem bæði þjóðfélagið í heild og þeir sem í húsunum búi muni hagnast á orkuveri þeirra. Áætlað er að heildarkostnaður við að reisa sólarorkustöð fyrir hinar hundrað tuttugu og sex ibúðir muni nema jafnvirði um það bil þrjú hundruð milljóna íslenzkra króna. Tannlæknirinn fékk ekki að skipta um naf n Tannlækninum Nathan Feigelman fannst að allar hans sorgir yrðu létt- bærari ef hann aðeins fengi nafn sitt og símanúmer skráð í símaskrána framar en hinir tannlæknarnir í borginni. Þar sem símaskáin í Newport í Bandaríkj- unum er eins og aðrar slíkar skrár og nöfnum raðað eftir stafrófsröð var illt i efni fyrir Feigelman. Hann dó þó ekki ráðalaus. í byrjun þessa árs kom út ný síma- skrá og þar trónaði Aaron A. Aaron tannlæknir fremstur sinna starfs- bræðra. Fljótlega komu samtök tann- lækna í borginni auga á að þarna var kominn köttur í ból bjarnar og enginn tannlæknir með þessu nafni var til í Newport. Við rannsókn kom í Ijós að þarna var gamli Feigelman á ferðinni. Situr hann nú uppi með sárt ennið og gamla nafn- ið. Tannlæknafélagið veitti honum auk þess harða áminningu fyrir tiltækið. Castro á ferð um Mexicó Fidel Castro forseti Kúbu, sem er í opinberri heimsókn í Mexico hvatti til þess að efnahagskerfi heimsins yrði endurskipulagt þjóðum þriðja heimsins til hagsbóta. Danmörk: Fall- hlíf- inopn- aöist ekki Vivian Lindholm danskur fall- hlífarstökkvari hefur nú reynt það sem allir félagar hennar óttast mest. Fallhlífin hennar opnaðist ekki. Vivian var að sýna ásamt félögum sínum við flugvöll á Lálandi og kastaði sér síðust út úr flugvélinni. Þegar hún var komin vel frá henni ætlaði hún að opna aðalfallhlífina. Ekkert skeði og Vivian hélt áfram að falla með miklum hraða. Nú fengu áhorfendur að sjá hvernig hún reyndi stöðugt árangurslaust að opna varfallhlíf- ina þá ekki nema í um það bil fjögur hundruð metra hæð yfir jörðu. Við þetta allt flæktist auk þess hönd hennar í línunum og ekkert virtist geta orðið henni til bjargar. Að lokum greip Vivian til þess ráðs að toga í snúruna, sem tengd er við varafallhlifina með vinstri hendinni. — Það tókst að lokum. Við það að hún opnaðist dró verulega úr fallinu en það var samt svo mikið að Vivian missti meðvitund er hún snerti jörðina. Fljótlega var henni komið til hjálpar og losuð úr þeirri flækju af línum sem hún var í. Síðan var stúlkunni ekið á sjúkrahús. Vivian reyndist ekki hafa meitt sig á nokkurn merkjanlegan hátt. Við tilraunir sinar til aö opna varafallhlífarnar breytti hún svo mikið um stefnu í loftinu að á tímabili var óttast að hún mundi lenda á byggingum í nágrenni flugvallarins. Svo fór þó ekki. Sjálf segir Vivian Lindholm, að hún muni síðast af sér, þegar fætur hennar snertu jörðina eftir fallið. Hún hefur stokkið 250 sinnum í fallhlíf og sagðist ekki ætla að hætta þvt, þrátt fyrir óhappið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.