Dagblaðið - 15.06.1979, Síða 24

Dagblaðið - 15.06.1979, Síða 24
28 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 , Allar skraytíngar unnar af fag- j , roölnum I Na| bllaitall ■•■•k. é kvöldla liIOVU'AVIXHH HAFNARSTRÆTI Simi 12717 17.JÚNÍ 1979 Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur óskar eftir sölufólki til að selja merki þjóöhátiöardagsins 17. jtíni. Sölufólk komiaöFrikirkjuvegi llá 17. júnikl. 10.Góösölulaun. Þjóöhátiðarnefnd Reykjavikur. Umferð á vegum takmörkuð vegna aurbleytu: ÁSTANMÐ BEZT ÁSUDURLANDI Umferð á þjóðvegum er víða tak- mörkuð vegna aurbleytu um þessar mundir samkvæmt upplýsingum sem DB fékk i gær hjá Arnkatli J. Einars- syni vegaeftirlitsmanni. Á Vesturlandi er umferð bundin við 7 tonna öxulþunga á öllum vegum austur í Þorskafjörð. Á Hjallahálsi, úr Þorskafirði vestur í Vatnsfjörð og yfir Þorskafjarðarheiði hefur orðið að tak- marka umferð við jeppa vegna ástands vega. Umferð um alla vegi á Norðurlandi, allt austur til Þórshafnar og norður til Bjarnarfjarðar, er takmörkuð við 7 tonna öxulþunga. Norðan Bjarnar- fjarðarháls er aðeins fært jeppum norður í Árneshrepp. Unnið er að snjómokstri á Lágheiði. Ófært er um Vaðlaheiði vegna aurbleytu. Umferð austan Akur- eyrar verður því að fara um Dals- mynni. Ófært er um Fljótsheiði og færð er erfið vegna aurbleytu á Mývatnsheiði. Um Öxarfjarðarheiði og Hólssand er ófært vegna snjóa. Austan Þórshafnar hefur aðeins verið fært jeppum að undanförnu austur i Vopna- fjörð. Ástand vega þarna hefur þó batnað og leyfður er 5 tonna öxulþungi miili Þórshafnar og Vopnafjarðar. Búið er að ryðja snjó af Vopna- fjarðarheiði en vegurinn er enn ófær vegna aurbleytu. Úr Mývatnssveit austur á Jökuldal er aðeins fært jepp- um og eru þar töluverðar vatna- skemmdir. Á flestum vegum á Fljóts- dalsheiði er aðeins leyfður 5 tonna öxulþungi. Þó er leyfður 7 tonna þungi á leiðinni frá Egilsstöðum til Norð- fjarðar. Frá Reyðarfirði suður með fjörðum og með suðurströndinni allt til Reykja- víkur er leyfður venjulegur öxulþungi, 10 tonn. Undantekning frá þessu eru vegir í uppsveitum Árnessýslu þar sem umferð er enn takmörkuð við 7 tonna þunga. Einna verst er ástandið á Biskupstungnabraut í Grímsnesi. Þar er umferð bundin við 5 tonna öxul- þunga og erfitt yfirferðar fyrir alla bíla. -GM. SKYNDIMYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. barna&fjölskyldu- Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 Tjaldhimnar 5 manna tjöld á kr. 52.250 3 manna tjöld á kr. 37.700 Hústjöld frá kr. 51.900 2ja manna tjöld með himni á kr. 30.400 Sóltjöld frá kr. 6.800 Tjaldhimnar á flestar gerðir tjalda. Tjalddýnur, bakpokar og allt annað í útileguna Mikið úrval af sólbekkjum og sólstólum. Póstsendum SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjagötu 7, Örfirisey Reykjavík - Símar: 14093 og 13320 75 ára af mæli bflsins á íslandi: VERDA ORDNIR115 ÞÚSUND EFTIR 6 ÁR — Fombflasýning íLaugardalshöll Þrátt fyrir að fyrsti bíll sem kom til íslands, fyrir 75 árum, nánar tiltekið á miðvikudaginn kemur, hafi reynzt hálfgerður gallagripur spáir Fram- kvæmdastofnun því að bílaeign lands- manna verði orðin 115 þúsund bílar. Nú er hún eftir aðeins sex ár 85 þúsund, þannig að spáð er 4 til 5 þúsund bíla fjölgun á ári. Meðaltalið frá því að fyrsti bíllinn kom er um þúsund bílar á ári. Þó kom ekki verulegur kippur í bílainnflutning hér fyrr en urn 1960, að innflutningur þeirra var gefinn frjáls. Hérlendis eru liðlega þrír íbúar um hvem bíl og komast aðeins Svíar hærra af Norðurlandaþjóðunum í bílaeign en við, miðað við fólksfjölda. Við erum í 10. til 20. sæti í þessu tilviki i heiminum. Ein gleggsta sönnun þess að bíllinn er nauðsyn á íslandi er að íslenzkur verka- maður þarf að vinna nálega tvöfalt fleiri vinnustundir fyrir meðalbíl en starfsbróðir hans i Noregi, þar sem bilaeign er þó minni. Af þessu tilefni efnir Fornbíla- klúbburinn til bílasýningar í Laugar- dalshöllinni dagana 16. til 24. júní, þar sem 55 gamlir og svipmiklir bílar verða sýndir. Sá elzti verður Ford-T módel, árgerð 1917. -GS. Filabeinshurðarhúnar, vindlakveikjari í mælaborðinu og loftvog eru meðal upphaflegs búnaðar þessa ameriska Dixie Flyer lúxusbils frá 1919. Aðeins 2 þús. þannig bilar voru smíðaðir og er fornbílamönnum ekki kunnugt um annan heilan bil en þennan, sem Óskar Ósberg á Akureyri á. Hann er annar eigandi hans. Var hann tryggður upp á 10 milljónir fyrir flutninginn suður og tók flutningur hans og Buicksins 15 klukkustundir. DB-mynd R.Th. Meðal sýningargripa sem fluttir voru til Reykjavikur um siðustu helgi er þessi glæsilegi Buick 1947 frá Blönduósi, þar sem hann „býr” i harðviðarklæddum bilskúr. Hann er ekinn innan við 17 þús. km, á upphaflegu hjólbörðunum, lítt slitnum, en að öðru leyti cr billinn sem nýr. Sami eigandi hefur verið að honum frá upphafl. Þessi mynd var tekin við komuna til Reykjavikur áður en ferðarykið hafði verið dustað af. DB-mynd R.Th.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.