Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 4
4 ___ _____________________________ _____________________ _________________________DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979
l —-—. | HVAÐ á ad rækta
FALLEGT OG HVAD ÆTILEGT
Þó enn sé kalt á nóttunni fyrir
sunnan og jafnvel slydda á Norður-
landi freistumst við til að halda að nú
sé sumarið komið og því hægt að
hefja garðverkin. Helgin núna er
tilvalin til þess að byrja ef fólk hefur
ekki þegar hafizt handa. Fyrir þá sem
hafa átt garða í mörg ár er yfirleitt
komin upp viss hefð um það hváð
eigi að gera og hvenær. Þessi síða er
hins vegar ætluð fyrir nýgræðingana
í garðrækt. DB lagði. leið sína í
Gróðrarstöðina Mörk við
Stjörnugróf í Reykjavík og fékk þar
ýmsar upplýsingar hjá Mörthu
Björnsson verzlunarstjóra um vor-
verkin og þær plöntur sem á markaði
eru.
Undirbúið
jarðveginn vel
Þegar byrjað er á garðyrkju í nýju
beði eöa jafnvel í alveg nýjum garði
skiptir mestu að undirbúa jarðveginn
vel. í Reykjavík er erfitt að fá góða
mold því sú mold sem notuð er er
oftast af það miklu dýpi að hún er
steindauð og ónýt. Það er aðeins
efsta lagið á hverjum stað sem frjótt
er og gott til ræktunar. Það borgar
sig því þegar menn byggja sér hús og
ætla að hafa garða að moka efsta
moldarlagið af lóðinni, geyma það
og nota síðar þegar búa á til garð.
Fyrir þá sem ekki hafa verið svo vísir
heldur látið jarðýtu eyðileggja fyrir;
sér moldina getur reynzt erfitt að fá
góða mold nema hreinlega að fara úL
í sveit eftir henni.
En hvort sem moldin er góð eða
vond verður að undirbúa hana áður
en hún er notuð. Gott er að blanda
saman við hana góðum húsdýraá-
burði (því eldri því betri) og tilbúnum
áburði. Stráið áburðinum yfir
moldina áður en þið byrjið að stinga
upp, þá blandast hann saman við
hana. Áburðinn á að segja á moldina
þurra og alls ekki í rigningu. í
venjulega gróðurmold þarf á milli 6
og 10 kíló af tilbúnum áburði á hvern
fermetra. Það borgar sig varla að
setja meira en 8 kíló því annars er
hætta á að rætur plantnanna brenni.
Plöntuleifar og hvers konar lífrænn
úrgangur er einnig fyrirtaks áburður.
Góður halliá
grasflötinni
Fólk á suðvesturhorni landsins á
oft í erfiðleikum með grasflatir í
görðum því mosi vill safnast í grasið.
Stafar það fyrst og fremst af of
rökum jarðvegi. Til þess að koma i
veg fyrir að jarðvegurinn verði of
rakur verður að ræsa garðinn vel
fram í byrjun, og gjarnan má blanda
sandi í jarðveginn. Gott er einnig að
láta grasflötina halla til þess að raki
safnist síður fyrir.
Grasið á síðan að slá oft en alls
ekki snöggt. Grasið á ekki að raka
heldur láta það liggja við því þá
molnar það upp í nýja gróðurmold
ásamt því að það kæfir mosann.
Limgerði
Limgerði meðfram görðum og til
þess að hólfa af einstaka hluta eru
oftast mynduð úr trjáplöntum en
limgerði við stéttir og sólpalla hins
vegar úr runnum. Runnarnir eru
lægri og veita ekki eins mikið skjól en
skyggja heldur ekki eins mikið á sólu.
Birki í limgerði kostar í Mörk á milli
450 og 5000 krónur eftir þvi hversu
háar plönturnar eru orðnar þegar
þær eru seldar. Birkið er vinsælt
vegna þess hversu harðgert það er og
hversu auðvelt er að fá úr því þétt
limgerði.
Runnar í limgerði kosta um 1500
krónur. Runnarnir eru misjafnlega
harðgerðir.
Bæði tré og runna í limgerði þarf
að klippa reglulega til þess að ná
árangri. Hver tegund er sérstök að
því leyti hversu oft á að klippa hana
og hvernig, og borgar sig heldur að fá
upplýsingar um það fyrirfram en að
láta plönturnar skemmast hjá sér.
Trén þarf að úða með skordýra-
eitri. Ef notað er vægt eitur geta
garðeigendur úðað sjálfir en með
sterku eitri verður að kalla til sér-
fræðinga. Ég veit um mann sem i
stað þess að úða með sápri þvær
blöð plantnanna með sápulegi. Þetta
getur hjálpað til við að drepa
viðkvæmustu pöddurnar en þær
sterkustu færast hins vegar aðeins
niður í moldina og koma aftur.
Sápuvatnið á ekki að gera moldinni
eða plöntunum neinn skaða en
spuming er hvort gagnið er nokkurt
heldur.
Auk þess að planta trjám i
limgerði eru margir fyrir að planta
trjám stökum. Við það þarf að hafa i
huga að trén skyggi ekki síðar meir á
sólhornið í garðinum eða þá að trén
séu ekki of nálægt húsi eða skjólvegg
og hafi þannig ekki nægilegt rými til
að breiða úr sér.
Og þá eru það
blessuð blómin
Þegar blómum er plantað þarf að
athuga hvort tegundin er nógu
harðgerð til þess að þola þann stað
sem henni er ætlaður. Það er ekki
sama að planta blómum sunnan
undir vegg í skjóli og að búa til beð
úr þeim í miðjum garðinum. Blóm
ætluð á skjólgóða staði kosta 600
krónur i Mörk. Harðgerðu blómin
eru hins vegar ódýrari, en misdýr. Til
dæmis kostar hið einæra flauelis-
blóm 150 krónur en flestar fjölæru
plöntumar, sem ætlaðar eru einkum í
steinhæðir, eru á 450 krónur.
Þegar blóm eru sett niður verður'
að fara enn varlegar með þau en trén.
Losa þarf um moldina á rótunum,
og ætla blómunum nóg pláss og gott
súrefni í moldinni. Þegar búið er að
setja niöur bæði blóm og tré á að
vökva moldina kröftuglega (alls ekki
að úða á jurtina), en síðan sjá máttar-
völdin yfirleitt um að nóg sé vökvað.
Ef svo er hins vegar ekki á að vökva
vel en sjaldan. Aldrei þegar heitast er
á daginn, heldur annað hvort á
kvöldin eða morgnana. Þetta sama
gildir einnig þegar sett er niður. Það
á ekki að gera þegar heitast er.
Matjurtir
Margir hafa smáhorn í görðum
sínum þar sem þeir rækta matjurtir
til heimilisnota. Flestir eru líklega
búnir að setja niður núna, en þó er
það ekki víst.
Páll Marteinsson hjá Sölufélagi
Garðyrkjumanna gaf Neytenda-
síðunni eftirfarandi upplýsingar um
matjurtaræktina.
Fjölæru steinhæðaplönturnar kosta
450 krónur.
Þessar fallegu útlendu plöntur eru ætlaðar á mjög skjólsæla staði eða i lltil
gróðurhús. Þær kosta 600 krónur. DB-myndir Hörður.
SÍMI24596
RAQNHILDUR BJARNADÓTTIR
HJÖRDÍS STURLAUGSDÓTTIR
ÖSP
MIKLUBRAUT
1
HÁRGREIOSLUSTOFAN
PERM ANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPINGAR
LAGNINGAR BLASTRAR LITANIR GERUM GÖT IEYRU
Kartöflur
Áður en kartöflur eða aðrar
matjurtir eru settar niður þarf að
blanda áburði í moldina. Páll mælti
með að notað væri 15—20 kíló af
tilbúnum áburði í hverju hundrað
fermetra garðsins.
í gamla daga var hafður sá
mælikvarði þegar settar voru niður
kartöflur að gott væri að hafa eitt
fet á milli þeirra. Nú notum við hins
vegar sentimetramál og er þá miðað
við 25—30 sentimetra á milli
kartaflna.
Flauelsblómið fagra er harðgert og gott I beð þar sem mæðir á. Það kostar 150
krónur.
Kartöflur er nauðsynlegt að láta
spíra áður en þær eru settar niður.
Þeim er þá raðað í trékassa sem
gjarnan hefur verið settur sandur í
botninn á. Ef það er gert ná
kartöflurnar að mynda rætur og
getur það skref tekið eina tíu daga ef
þær væru settar niður beint. Þessi
snemma og kuldakast komi tréna
rófumar.
Þegar menn rækta rófur og kál
eiga þeir von á leiðinlegum gestum,
kálmöðkum og flugum. Því verður
að eitra ef sómasamleg uppskera á að
fást. Sölufélagið selur eitur gegn
þessumleiðu dýrum.
Birkið i skjólgarðinn kostar á milli 450 og 5000 krónur. Runnar eru á 1500
krónur. Einstök tré eru dýrari, sigræn tré þó dýrust. Þannig kostar greni á milli 4
og 8 þúsund krónur plantan og furan 2—4 þúsund.
ráðstöfun flýtir því verulega fyrir
uppskerunni.
Annað sem flýtir uppskerunni er
að breiða plast yfir beðið með kar-
töflunum eftir að sáningu er lokið.
Munar það einum 10—14 dögum og
getum við því með því að notá þessi
ráð bæði sparað okkur nærri 3 vikur.
Það munar um það í þessu kalda
landi.
Gulrætur
Þeir sem verulegum árangri ætla
að ná í ræktun gulróta ættu ekki að
fara af stað núna. Þeir ættu að bíða
haustins og taka þá til sinna ráða. í
haust ættu þeir að stinga upp
garðinn, blanda hann áburði og gera
hann tilbúinn til vorsins. Strax næsta
vor þegar um 10 sentimetra lag hefur
þiðnað í jörðina ættu þeir að setja
gulrótarfræin niður. Þó verður að
gæta þess að ekki sé of snemma af
stað farið því vont kuldakast getur
eyðilagt uppskeruna. Gulrætur eru sá
einn garðávaxta sem ekki þýðir að
ætla að láta koma til í potti innan-
húss áður en sett er niður. Eftir að
fræin taka að spíra má nefnilega ekki
hreyfa þau.
Gulrófur:
Rófurergott að rækta hins vegar
með því að koma fræjunum til í potti
snemma vors. Strax og sýnt þykir að
sumarið sé komið á svo að láta þær
út í beð. Sé það gert of seint fáum við
ekki næga uppskeru og sé það gert of
Kál
Fyrir þá sem rækta kál til heimilis-
nota, svona 5—10 höfuð, mælir Páll
með því að þeir kaupi plönturnar í
gróðrarstöðvum þegar þær eru
nokkuð komnar á legg. Ef menn hins
vegar vilja heldur fræ verða þeir að
koma þvi til innivið, helzt í gróður-
húsum snemma að vori og setja niður
eftir að hlýna tekur. Garðyrkjumenn
eru nú einmitt í óðaönn að setja
niður hvítkál, grænkál og fleiri kál-
tegundir, sem komið hefur verið til
þroska innivið.
Salat
Það góða við salatið er að með
réttum aðferðum er hægt að fá 2—4
uppskerur á sumri. Snemma á vori
borgar sig að koma salatinu til
innivið og færa það svo út í garð
þegar hlýna tekur. Þá er gott að setja
plast yfir til hlífðar. Sölufélagið selur
fólki sérstaka plastboga með áföstu
plasti til þess að setja yfir salat og
annan lægri gróður. Plastið er 5
sentimetra hátt og álíka breitt. 6
metrar af því kosta 1600 krónur.
Rabarbari
Hér áður fyrir hófu menn yfirleitt
rabarbararækt með því að ná sér í
hnausa hjá vinum eða kunningjum.
Nú er slíkt ekki eins auðvelt og verða
því sumir að koma sér upp hnausum.
En slíkt tekur 2—3 ár. Til þess
verður líka að hafa aðstöðu innivið
og koma fræjunum til þar. -DS