Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 Br*yMwr i OPID KL. 9—9 Dularfullt dvalarheimili í Dölum: Allar skraytingar unnar af fag- mðnnum. Na| bllast«*SI a.oi.k. i kvoldla -HIÍ)\1Í?AV1X1IR HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 mm Mjög fallegur 13 feta bátur m/nýlegri 40 hestafla Mercuryvél. Uppl. í síma 44419. Offsetljósmyndari óskast sem fyrst. Þörf fyrir dug- legan mann, sem getur unnið sjálfstætt. Góður maður fær góð laun. Prentsmiðjan Hólar hf., Bygggarði Seltjarnarnesi, sími 28266 Bílasala - Bílakaup - Bílaskipti Seljum um helgina SAAB 99 árgerð 1972, 1976 og 1978. Mazda 929 statiou, árgerð 1977 — skipti möguleg á ódýrari bíl. Datsun 180 B árgerð 1975. Peugeot station dísil árgerð 1975 lítið ekinn, auk fjölda annarra bíla. Reynið viðskiptin — Opið kl. 13—22. Bílasala Vesturlands Þórólfsgötu 7, Borgarnesi. Ríkisútvarpið minnir á að skilafrestur í samkeppni um barna- leikrit til flutnings í hljóðvarpi og sjónvarpi í tilefni af ári barnsins 1979 rennur út 1. ágúst nk. Ætlast er til að leikritin gerist nú á dögum og lýsi öðru fremur lífi og aðstöðu barna í íslensku þjóðfélagi. Veitt verða þrenn verð- laun fyrir hljóðvarpsleikrit og önnur þrenn fyrir sjónvarpsleikrit, að upphæð 300 þús. kr., 200 þús. kr. og 100 þús. kr. í hvorum flokki, auk venjulegra höfundarlauna fyrir þau leik- ritanna sem flutt verða í hljóðvarpi eða sjón- varpi. Leikritin skulu vera 25—30 mínútur að lengd. Skilafrestur er til 1. ágúst 1979. Handrit, merkt dulnefni, skulu send annars vegar Ríkisútvarpinu, Skúlagötu 4 Reykjavík, hins vegar Ríkisútvarpinu-Sjónvarpi, Lauga- vegi 176 Reykjavík. Nöfn höfunda skulu fylgja í lokuðum umslögum sem merkt skulu á sama hátt og handritin. 15. júní 1979 Ríkísútvarpið Hjúkrunarheimili án hjúkrunarfólks! - „Mislukkað fyrirtæki frá upphaf i” segir sr. Skímir Garöarsson, sóknarprestur íBúðardal 3 „Svona mistök koma fyrir vegna þess að neytendur þjónustunnar eru ekki spurðir hvað þeir vilja. Þarna hefur verið skortur á vistmönnum frá fyrstu tíð,” sagði Sigurbjörn Sveins- son, heilsugæzlulæknir í Búðardal, er DB ræddi við hann um málefni dvalarheimilisins að Fellsenda i Miðdölum en blaðamenn DB áttu þar skamma viðdvöl á leið sinni um Vesturland fyrir skömmu. Það dvalarheimili sem hér um ræðir tók til starfa árið 1967. Finnur Ólafsson heildsali í Reykjavík gaf þá jörðina Fellsenda og fé til stofnunar dvalarheimilis fyrir aldraða þar sem Suður-Dalamenn skyldu hafa forgang. „Fellsendi hefur síðustu árin ekki verið elliheimili Dalamanna og verður það aldrei,” sagði Sigurbjörn. Heimili þetta er ætlað fyrir 16 vist- menn en aldraðir Dalamenn virðast aldrei hafa kært sig um að fara þangað, líklega vegna þess hversuaf- skekkt heimilið er. Fyrir tveimur árum var allt útlit fyrir að leggja yrði heimilið niður en þá var gripið til þess ráðs að taka inn á heimilið sex vist- menn af Kleppi og nú er svo komið að liðlega helmingur sjúklinganna eru „króniskir” geðsjúklingar. Enginn læknir er í ábyrgð fyrir heimilinu og um sérmenntað starfs- fólk er ekki að ræða þarna. „Þetta er ekki elliheimili og ekki hjúkrunar- heimili,” segir Sigurbjörn, ,,en þó eru hjúkrunarsjúklingar á því. Það Starfsfólk dvalarheimilisins að Fellsenda. Frá vinstri Guðmundur Guðmundsson, Guðveig Guðmundsdóttir og Anna Jósepsdóttir. Úrvals fólk, að sögn þeirra sem til þekkja, en ekkert þeirra hefur lært hjúkrun. DB-mynd Árni Páll. getur þó orðið eins og önnur heimili fyrir geðsjúka ef ríkið vildi starf- rækja þarna sjúkraheimili og greiða daggjöld samkvæmt því. Ef heilbrigðisyfirvöld vilja ekki hafa hjúkrunarstofnun þarna þá er réttast að leggja heimilið niður,” sagði Sigurbjörn. „Þetta hefur frá upphafi verið mislukkað fyrirtæki,” sagði sr. Skírnir Garðarsson, sóknarprestur í Búðardal, en hann á sæti í stjórn heimilisins. Hann sagði að vandi heimilisins lægi í því hversu afskekkt það væri. Þess vegna hefði ekki tekizt að fá þangað sérmenntað starfsfólk. ,,Ég vil þó hafa þetta heimili áfram,” sagði sr. Skírnir, „en ég vil að því verði tryggð mannsæmandi þjónusta.” Báðir lögðu þeir Sigurbjörn og sr. Skírnir áherzlu á að ekki væri við starfsfólkið að sakast enda væri það úrvalsfólk. Vandinn virðist ekki sízt fólginn í því að heimilið er sambland af fólki sem er þar fyrir aldurs sakir og geðveiku fólki. DB-menn ræddu við einn hinna öldnu vistmanna og kunni hann vistinni illa, verst væri aðgerðaleysið og það að fæstir vist- manna væru viðmælandi. Á heimilinu hafa vistmenn nánast ekkert við að vera. Dagurinn líður i hreinu aðgerðaleysi og hjúkrunar- fólk er þar ekkert eins og áður segir. Mikill áhugi mun vera á því í Búðar- dal að þar verði reist elliheimili en vandamál dvalarheimilisins á Fells- enda bíður eftir sem áður úrlausnar. -GAJ- Inntökutak- markanir íKHÍ? — eða verða 400-500 nemenduríl20 manna skóla? Ráðagerðir eru uppi um að takmarka aðgang að Kennaraháskóla íslands næsta skólaár. Er fjöldi umsækjenda um skólavist nú orðinn svo mikill að skólinn telur ekki unnt að taka við öll- um vegna húsnæðisþrengsla, kennara- skorts og fjárhagserfiðleika. Baldur Jónsson skólastjóri staðfesti i samtali við DB að umræður um þetta væru hafnar í KHÍ og stóð til að taka afstöðu til málsins á skólastjórnarfundi í gær, en af því varð ekki. Baldur Jóns- son sagði að ákvörðun um inntökutak- markanir í KHÍ yrði ekki tekin nema í samráði við menntamálaráðuneytið. Nemendur i KHÍ héldu með sér fund í gær til að ræða þessi mál. Eru þeir óhressir með ástandið, en einn nem- andi sem DB talaði við kvað nauðsyn- legt að grípa til einhverra aðgerða, því að óbreyttu yrðu 400—500 nemendur í skólanum næsta vetur, en skólinn væri aðeins ætiaður fyrir 120 manns. . GM Nýttbíó? Líkur eru á því að sett verði á lagg- irnar nýtt kvikmyndahús í Kópavogi en bíó hefur ekki verið starfrækt í Kópa- vogi síðan Kópavogsbíó var og hét. Heilbrigðisnefnd Kópavogs hefur samþykkt umsókn Antons Kröyer og Gunnars Jósefssonar um leyfi til starf- rækslu kvikmyndahúss að Smiðjuvegi 1. Gert er ráð fyrir í umsókninni að áhorfendasalur taki 312 gesti. Heil- brigðisnefnd setti þau skilyrði að loft- ræsting húsakynnanna yrði fullnægj- andi. Einnig var samþykkt umsókn sömu aðila um sölu á sælgæti og gosdrykkj- um í forsal fyrirhugaðs kvikmynda- húss, enda verði eingöngu á boðstólum innpakkað sælgæti. Smiðjuvegur í Kópavogi er austast i bænum, skammt frá bæjarmörkum Reykjavíkur í Breiðholti. . jh Magnús við einn myndvegginn. Til verndarTorf unni Mikill styrr hefur staðið um Torfuna svonefndu undanfarin ár og nú hefur umræða um hana vaknað að nýju eftir ráðstefnu samtakanna Líf og land fyrir stuttu. Til þess að knýja enn frekar á hefur einn af fremstu listamönnum okkar af yngri kynslóðinni, Magnús Tómasson, sem er meðlimur í Torfusamtökunum, dregið úr pússi sínu olíukrítarmyndir og málverk fráárunum 1962—63 en þá hafði hann vinnustofu í Landlæknis- húsinu við Amtmannsstíg og málaði myndir eftir húsunum á Torfunni ótt og títt. Myndir þessar ætlar Magnús svo að sýna á Torfunni næstu tíu daga, eða til 26. júní, og rennur ágóði af sölu þeirra að hluta til Torfusamtakanna. DB hitti Magnús að máli við uppheng- ingu en fyrir sýninguna hafði Bern- höftshúsið verið málað að innan og þar virtist nú hin ákjósaplegasta aðstaða til sýningarhalds. „Þetta eru myndir sem ég málaði áður en ég fór út á Akademíið i Kaup- mannahöfn og forframaðist,” sagði Magnús, „og satt að segja finnst mér þær bara býsna góðar, enda var ég þá bæði vinnu- og reglusamur. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að segja að þetta séu heimildarmyndir af Torfunni, heldur frekar stemmningar, og er frjálslega farið með myndefnið á köflum. En innblásturinn kemur frá húsunum áTorfunni.” DB spurði hvar þessar myndir hefðu verið. ,',Blessaður vertu, þær voru í möppum og dóti og sumar þurfti ég að gera við og hreinsa,” sagði Magnús. Um hvítkölkuð herbergin stjákluðu vinir og vandamenn Magnúsar og lögðu orð í belg. „Ertu ekki bara geng- inn í barndóm, Magnús?” spurði einn. „Enginn vill sína barnæsku muna nema góð sé,” sagði Magnús undir- furðulega og glotti. En sýningin er í al- faraleið og verður opin daglega frá kl. 16—22. Gerðardómur í mjólkurfræðingadeilu: Bjarni K. formaður Skipaður hefur verið 7 manna gerðardómur í mjólkurfræðingadeil- unni. Formaður dómsins er Bjarni K. Bjarnason borgardómari. Aðrir full- trúar hins opinbera eru Sigríður Vil- hjálmsdóttir þjóðfélagsfræðingur og dr. Grímur Þór Valdimarsson gerla- fræðingur. Fulltrúar mjólkurfræðinga eru Héð- inn Þorsteinsson, Akureyri, og Þórar- inn Sigmundsson, Selfossi. Fulltrúi Vinnuveitendasambandsins er Þor- steinn Pálsson og fulltrúi Vinnumála- sambands samvinnufélaganna er Skúli Pálmason. -GM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.