Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 fjármálaráðherra Bayern, og kín- verskra ráðherra, þar á meðal Fang- Yi, varaforsætisráðherra. Sam- kvæmt heimildum Financial Times sögðu Kínverjarnir i viðræðunum að þeir myndu fagna þátttöku Þjóðverja í sameiginlegum fyrirtækjum um leið og slíkt væri lagalega framkvæman- legt. Siðustu sex mánuði hefur mönnum þótt margt benda til þess að Kína væri að breyta um afstöðu til erlendra fjárfestinga, en þessar allra síðustu fréttir benda til þess að kúvendingin sé að verða að raunveru- leika. Eftir því sem næst verður komizt munu Kínverjar setja sem skilyrði að þeir eigi að minnsta kosti 51% í öllum fyrirtækjum sem vestur- heimsk stórfyrirtæki taka þátt í að reisa, en þetta fyrirkomulag hugsa Kinverjar sér að nota til að létta af sér hluta byrðanna við að byggja upp þungaiðnað landsins og einnig að nýta fáanlegt erlent fjármagn. Hverjir hreppa hnossið? Það eru einkum bandarísk og vestur-evrópsk fyrirtæki sem hagnast af breyttri afstöðu í Peking. Að vísu hafa nokkur fyrirtæki í Hong Kong fengið að reisa smáfyrirtæki í Suðaustur-Kína en umfang þeirra fjárfestinga er mjög takmarkað. Áróðursspjald gegn „fjórmenningaklikunni” borið i kröfugöngu í Peking. Sendinefnd Bayern í Þýzkalandi og Kinverjar ræddu möguleika á sam- vinnu á fjórum sviðum: í vélaiðnaði fyrir landbúnað, á sviði orkumála, i námugrefti og flutningum (aðallega með járnbrautum). Aðrar fjár- festingar voru einnig ræddar, en Kin- verjarnir höfðu fyrst og fremst áhuga á framansögðu. Bayerische Vereinsbank og lands- Vísindastörf á iðnaðarsvæðunum í. Taching. banki Kína undirrituðu í leiðinni samning um lán þýzka bankans til Kína að upphæð 100 millj. dollara, eða um 35 milljarða ísl. króna. Ekki hefur enn verið gengið frá samning- unum i öllum smáatriðum, en lik- legast er að lánið verði notað til fram- kvæmda á sviði orkumála. Jauman, fjármálaráðherra Bayern, sagði að Kínverjar myndu taka opnum örmum framlagi fyrirtækja sem gætu aðstoðað þá við að fram- kvæma orkumálaáætlanir Iandsins. Kínverjar lögðu jafnframt á það áherzlu að þeir væru tilbúnir að gera samninga upp á helmingaskipti í dollurum og eigin gjaldmiðli. Fjármálamenn í Þýzkalandi gera sér góðar vonir um að verzlunarvið- skiptin við Kina muni blómgast verulega áður en Hua Kuofeng, for- maður Kommúnistaflokks Kína, kemur i opinbera heimsókn til Bonn í október. II / fram á það með gögnum. En þeir •hafa einnig reynt að finna orsökina á bak við þetta allt saman. Keo Chanda, ,,menningar og upplýsinga- málaráðherra” í stjórn Heng Samrin sagði í viðtali við sænskt blað að fundist hefðu skjöl sem sýna að fyrri stjórn hafi ætlað að fækka lands- mönnum niður í eina og hálfa milljón. Síðan átti að flytja fjöldann allan af kinverskum karlmönnum til Kampútseu og gefa þeim fallegar stúlkur af Khmerastofni (íbúar Kampútseu eru langflestir Khmerar). Þannig átti að „kínasera” Kampútseu. Heng Samrin og co hafa einnig sagt í útvarpi sínu að ,,Pol Pot ’og Ien Sary (utanríkisráðherra) séu af kinversku bergi brotnir”. Ætlun valdhafanna í Peking var, að sögn Heng Samrin og co, að útrýma svo til öllum Khmerum og flytja Kínverja til landsins. Þeir Khmerar sem eftir lifðu áttu að vera þrælar Kínverj- anna! (Heimild: BBC Summary of World Broadcasts 7. mars 1979). Með þessum „skýringum” hafa þær tvær „skýringar” sem Viet- namar gáfu á innrásinni runnið saman í eitt. Fyrri „skýringin” var sú að það yrði að bjarga þjóðinni í Kampútseu undan fjöldamorðum Pol Pots — en sú seinni var ógnun frá Kína. Nýjasta útgáfan sameina þær báðar, fjöldamorðin voru gerð sam- kvæmt áætlun frá Peking. „Vinir” Vietnama hér á landi hafa enn ekki þorað að opinbera þessar nýju „skýringar”, enda nokkuð fráleitar og ólíklegar til að efla málstað þeirra. Annað atriði sem þeir hafa ekki sagt frá opinberlega er að löngu fyrir innrás Víetnama hóf útvarpið í Hanoi að nýta sér hinn vestræna áróður gegn Kampútseu. M.a. var bók Reader’ s Digest rit- stjóranna Paul og Barron lesin þar upp sem framhaldssaga. En áður fyrr var Reader’ s Digest þekkt sem eitt af hörðustu stuðningsblöðum árása bandarísku heimsvaldasinnanna gegn Víetnam. Nú eru þeir ekki of góðir bandamenn þegar Víetnam er sjálft orðið árásaraðili. Þáttur Ólafs Gíslasonar Ólafur Gíslason er sá af „vinum” Vietnam sem hefur haft sig einna mest frammi í fjölmiðlum. Hann notaði 17. apríl sí. til að endursegja í útvarpinu frásögn pólsks blaðamanns um meint fjöldamorð Pol Potstjórnarinnar í Kampútseu. 17. apríl er merkilegur dagur í sögu Kampútseu — þann dag árið 1975 hrundi veldi Lon Nols og alþýða landsins uppskar árangur margra ára frelsisstriðs. Til þess að fólk átti sig betur á því semÓlafuraðhefsterrétt aðbendaá hvernig hann hefur fengið hið nýja embætti sitt. Hann fór til Helsinki á ráðstefnu heimsfriðarráðsins og tók þar við sögum hins pólska blaða- manns og hefur síðan flutt þær við ýmis tækifæri hér á landi. Heimsfriðarráðið er stórt og innihaldsmikið nafn — en það lið sem skreytir sig með nafninu er að öllum líkindum sá hópur sem friðn- um stafar hvað mest hætta af í dag! Þetta ráð er nefnilega áróðurs- miðstöð fyrir heimsvaldasinnana í Kreml — þá hina sömu sem nú efla ófrið víða um heim. Nægir að nefna Eritreu og Kampútseu. Þetta er sá bakhjarl sem Ólafur hefur — og hvort sem hann gerir sér það Ijóst eða ekki, þá er hann orðinn einn þátturinn í áróðursbábilju þess- ara afla. Heimsfriðarráðið leggur Kjallarinn HjálmtýrHeiðdal nefnilega mikla áherslu á það um þessar mundir að fá fólk til að meðtaka og fagna innrás Vietnama í Kampútseu, og jafnframt að for- dæma „maóismann”. Ólafur reyndi hvað hann gat til að reka þetta erindi í útvarpinu, hann bæði rakti „fjöldamorðin” í Kampútseu til „maóismans” og hvatti menn jafnframt til að þakka Víetnam fyrir hið stórmannlega björgunarafrek i Kampútseu (þ.e. innrásina). Þó svo að björgunaraf- rekið hafi, eftir því sem best er vitað, farið töluvert úrskeiðis og standi fremur illa þrátt fyrir miklar fórnir Víetnama og manna eins og Ólafs, þá er ekki við þá að sakast. Alla sök ber alþýða Kampútseu sem reynir nú hvað hún getur til að halda stjórn Pol Pots við völd. Og verður ekki betur séð en að það gangi allvel, miðað við aðstæður. 13spurningar Ég hef eiginlega útnefnt Ólaf Gíslason sem talsmann þeirra „vina” Víetnam sem grein þessi fjallar um. Vona ég að hann skorist ekki undan útnefningunni og taki að sér, einn eða í samvinnu við aðra „vini”, að svara þessari grein — og þá sérstaklega eftirfarandi þrettán spurningum. Tel ég að þar með gæfist tækifæri til frekari umræðna um þessi mál, sem skipta okkur miklu, þótt allir viðurkenni það ef til vill ekki við fyrstu umhugsun. Hér koma svo spurningarnar: 1) Telurþú að fjöldagrafir og manna- bein sem sýnd eru fréttamönnum í Kampútseu (og Víetnam) séu sönnunargögn fyrir meintum fjölda- morðum Pol Pot stjórnarinnar? Voru fjöldagrafirnar sem Saigon- stjórnin sáluga sýndi í Hue1 1968 sönnunargögn fyrir fjöldamorðum FNL? (Hafa ber það í huga að í Kampútseu og Víetnam féllu hundruð þúsunda manna í loft- árásum Bandarikjamanna) 2) Þú segir í Þjóðviljanum (8.6 ’79) að Kína og Bandaríkin séu mestu stórveldi heims. Hvað um Sovét- rikin? Telur þú Sovétríkin vera bakhjarl friðar- eða heimsvaldariki á borð við Bandaríkin? 3) Þú kennir Kína og Bandaríkjunum um flóttamannastrauminn frá Víet- nam. Eiga stjórnvöld í Víetnam enga |sök í því máli? Á sú hungursneyð sem er í Víetnam ekki þátt i flóttamanna- straumnum og gæti hernaðarstefna stjórnvalda ekki verið ein af orsökum hungursins? 4) Telur þú að frásagnir vestrænna fjölmiðla um Kampútseu (1975-1979) hafi verið réttar — hefur þú kynnt þér uppruna og innihald þeirra? 5) Bandaríski þingmaðurinn Georg McGovern lagði til að Sameinuðu þjóðirnar sendu herafla til Kampútseu og stöðvuðu meint fjöldamorð Pol Pots. Nú hafa Víet- namar að eigin sögn tekið af honum ómakið. En hefði aðgerð samkvæmt tillögum McGoverns hlotið náð fyrir augum þínum? 6) Ef Víetnam er allt að því fórnar- lamb í þeim átökum sem nú eiga sér stað í SA-Asiu, hvernig útskýrir þú þá tilveru þeirra fanga úr fastaher Víetnam sem her Thailands hefur nú í haldi og voru handteknir innan landamæra Thailands vopnum búnir? 7) Af hverju studdu Sovétríkin ekki frelsisbaráttuna í Kampútseu árin 1970—1975. Af hverju studdu þau Bandarikjaleppinn Lon Nol fram á síðustu stund? 8) Af hverju neituðu Vietnamar að fallast á óbreytt landamæri við Kampútseu og ógiltu samningana sem FNL og stjórn N-Víetnam gerðu 1965 og 1967. Hvers vegna hertóku Víetnamareyjuna Wai 1975? Af hverju vilja stjórnvöld í Hanoi nú styðjast við kort sem Saigon-stjórnin gerði —■ en bæði FNL og stjórn N- Víetnam afneituðu? 9) I hinni hátíðlegu yfirlýsingu sem stjórn Heng Samrin gaf í upphafi ferils síns segir i lið nr. 10. „Kampútsea mun ekki ganga í nein hernaðarbandalög eða leyfa neinu öðru landi að byggja herstöðvar i landinu eða staðsetja heri og búnað í Kampútseu”. Hvernig stenst þetta eftir að „stjórnin” hefur undirritað hernaðarsamvinnusamning við Víet- nam og leyfir 250.000 hermönnum að dveljast í landinu? 10) Af hverju hafa Víetnamar hætt stuðningi við frelsisbaráttuna í Thailandi, Burma og Malasíu — en Kínverjar ekki? 11) Hver er ástæða þess að Pham Van Dong, forsætisráðherra Víetnam, leggur blómsveig á minnis- merki fallinna hermanna i Malasíu — en þessir hermenn féllu er þeir voru að uppræta vinstrisinnaða skæruliða sem börðust fyrir frelsun lands síns undan nýlendukúgun? 12) Þú hefur haldið því fram að ólæsi hafi aukist úr 60% í 93% á valdatíð Pol Pots i Kampútseu. Hvernig var hægt að hrista fram þessar tölur þegar ljóst er að „stjórn” Heng Samrin ræður aðeins örfáum þúsundum af um 8 milljón- um íbúa landsins? 13) Telur þú að fögnuður Hanoi- stjórnarinnar yfir innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968 hafi gefið einhverja skýringu á hátterni hennar nú gagnvart grönnum sínum. í von um skjót og greið svör. Hjálmtýr Heiðdal, A ,,Heimsfriðarráðið leggur mikla áherslu á að fá fólk til að meðtaka og fagna inn- rás Víetnama í Kampútseu og jafnframt að fordæma „maóismann”.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.