Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 Torfærukeppni Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu „Með brotíd drif og leka pönnu" Flugbjörgunarsveitin á Hellu hélt árlega torfærukeppni sína á laugar- daginn var. Keppnin tókst vel og er vafalaust skemmtilegasta torfæru- keppnin sem ég hef séð á Hellu. Ánægjulegt var að sjá hversu skipulag allt var miklu betra nú en í fyrra og hversu miklu betur keppnin gekk. Ekki voru þeir Flugbjörgunarsveitarmenn heppnir með veðrið frekar en endra- nær. Áhorfendur, sem voru um tvö þúsund, létu það ekki á sig fá og fylgdust með keppninni af áhuga í rigningunni. Keppendur voru sex talsins og voru flestir þeirra, eða fimm, á Willys jeppum en einn keppti á Dornwhite, 350 kúbika Blazer. Willys gæjarnir voru með mismunandi stórar vélar í Þegar Benedikt frétti að hann ætti að bakka upp sandbrekkuna hófst hann þegar handa við að snúa skófludekkjun- um undir Svarta Torfærutröllinu við svo að skóflurnar gætu gripið í sandinn. ^ Ljósm. Lilja Oddsdóttir y jeppum sinum en þó voru þrír þeirra, Hlöðver Gunnarsson, Vilhjálmur Ragnarsson og Gunnar Sveinbjörns- son, með 283 kúbika Small Block Chevroletvélar í jeppum sínum. Kristinn Bergsson var með fjögra strokka Hurricane-vél í sínum jeppa. Benedikt Eyjólfsson var með stærstu og vafalaust kraftmestu vélina i keppninni, en hann heldur sig jafnan við Pontiacvélarnar. Að þessu sinni var hann með 455 kúbika vél í Svarta Torfærutröllinu. Þrautirnar sem lagðar voru fyrir keppendumar voru átta talsins og reyndu þær, hver á sinn hátt, á þolrifin i jeppunum og ökumönnum þeirra. Fyrsta torfæran var dekkjagryfja og komust flestir keppendanna klakklaust yfir hana. Önnur þrautin var að draga 24 tonna trukk. Gekk keppendunum það misjafnlega vel en lengst komst Don White. Don White keppti á Blazer og var hann með pústforþjöppu á 350 kúbika vélinni. Einhverjum erfiðleik- um átti hann í með þjöppuna og vélina því að vaccumhosa var alltaf að detta af þeim. Þriðja torfæran var hæðar- klifur upp allbratta brekku. Upp hana komust einungis tveir keppendanna, þeir Benedikt og Hlöðver. Fjórða þrautin var einnig hæðarklifur en að þessu sinni áttu keppendurnir að bakka upp brekkuna. Þegar Benedikt heyrði að hann átti að bakka upp brekkuna hófst hann þegar handa við að snúa skófludekkjunum við undir jeppanum svo að skóflurnar næðu einhverju gripi. Sagðist hann einnig mundu hafa verið með annan blöndung á vélinni ef hann hefði vitað fyrirfram um þessa þraut. Enda fór það svo að blöndungurinn náði ekki að fæða vélina þegar jeppinn hallaði fram og henni var gefið. Dró flótlega niður í jeppanum þegar í brekkuna kom en Benna tókst að komast næsthæst i hana. Einungis Hlöðver tókst að komast lengra og var skrautlegt að sjá jeppa Hlöðvers dansa þvers og kruss um brekkuna. Eftir þessa torfæru var gert hlé og stig keppendanna reiknuð út. Kom þá í ljós að Benedikt var með flest stig eða 471. Næstur honum kom Hlöðver með 440 stig, en í þriðja sæti varð Vilhjálmur Ragnarsson með 325 stig. Það varð fljótlega ljóst, að aðal- keppnin myndi verða milli þeirra Hlöðvers og Benedikts, en þeir hafa ekki svo sjaldan eldað grátt silfur í tor- færukeppnum. Eftir hléð var keppt á illfærri tíma- braut og náði Benni bestum tíma í henni. Fór hann brautina á 44.7 sek. Næstur hinum kom Hlöðver en hann fór brautina á 49.5 sek. Hinir keppendurnir voru allir meira en minútu að komast brautina. Sjötta þrautin var að komast upp barð. Byrjuðu jepparnir ofan í Varmá og áttu þeir að príla upp brattan bakkannupp úr ánni. Einungis einum keppandanum tókst að framkvæma þá þraut en það var Hlöðver.Benedikt festist í barðinu, spólaði sig svo djúpt niður að hann komst hvorki afturábak né áfram. Flugbjörgunarsveitarmenn urðu að draga hann aftur niður i ána. Þegar Benedikt kom upp á árbakkann kom í ljós að öxull í framdrifinu var brotinn. Hásingin að framan hafði bognað í tímabrautinni og þegar reyndi á öxulinn í barðinu brotnaði hann. Ekki var nóg með að öxullinn hefði brotnað, heldur hafði líka komið gat á olíupönnuna undir vélinni og stóð olíubunan þar út. Brá Benedikt á það ráð að setja límband yfir gatið og tróð siðan boddýskrúfu í það til að stöðva lekann. Hann var ekki með varaolíu með sér svo að hann þurfti að fá hana lánaða og það var enginn annar en aðalkeppinautur hans, Hlöðver Gunnarsson, sem lánaði honum olíu, svo að hann gæti haldið áfram i keppninni. Sjöunda þrautin var einnig timabraut, en í henni þurftu keppendurnir m.a. að keyra drjúgan spotta eftir ánni. Vilhjálmur Ragnars- son fór brautina' fyrstur og náði jafn- framt besta tímanum í þessari hindrun. Fór hann brautina á 55.7 sekúndum. Hlöðver fór á eftir Vilhjálmi I brautina en tókst ekki betur en svo til að hann festist úti í miðri ánni og varð að draga hann upp úr henni. Þegar á land kom var ljóst að Hlöðver var fallinn úr keppninni vegna þess að kúplingin í jeppanum var hætt að virka. Taldi Hlöðver að steinn hefði festst á milli þindanna i kúplingunni þannig að hún greip ekki. Gunnar Sveinbjörnsson fór á eftir Hlöðver og festist hann einnig á sama stað og hann. Keppendurnir sem á eftir komu lögðu nú meiri áherslu á að komast brautina klakklaust en tímann. Komust þeir brautina, en tími þeirra var miklu lakari en Vilhjálms og lakastur var tími Benedikts. Fór hann brautina á 1 mín. og 19.5 sek. Áttunda og síðasta þrautin var drullugryfja eða átti að vera það. í gryfjuna var settur sandur og vatn. Sandurinn seig niður og settist á botninn svo að hindrunin reyndist keppendum ekki erfið. Bene- dikt var sendur fyrstur í gryfjuna og taldi hann hana vera mun erfiðari en raun varð á, því hann botnaði jeppann niður í hana vitandi að hann nyti ekki framdrifsins og yrði að komast yfir á afturdrifinu einu ef hann ætti að vinna keppnina. Jeppinn þeyttist eftir gryfjunni með sand- og vatnsgusur í allar áttir. í enda gryfjunnar stökk jeppinn upp úr henni og yfir sandhaug sem þar var. Við það rifnaði stærðar gat á olíupönnuna og þegar jeppinn lenti sprakk á hægra framhjóli. Úrslit keppninnar urðu þau að Benedikt Eyjólfsson sigraði en hann fékk 945 stig. í verðlaun fékk hann tvö hundruð þúsund krónur og veglegan verðlaunabikar. í öðru sæti varð Vilhjálmur Ragnarsson og fékk i verðlaun 150 þús. krónur og verðlauna- pening, Vilhjálmur fékk 810 stig. í þriðja sæti varð Kristinn Bergsson og hlaut í verðlaun 100 þús. krónur og verðlaunapening. Kristinn fékk 750stig í keppninni. Jóhann Kristjánsson. Hlöðver Gunnarsson gerir örvæntingarfulla tilraun til að brjótast áfram í ánni. En jeppinn er íastur og haggast ekki þrátt fyrir hraustlegar gjafir. DB-mynd Ragnar Th. Don White botnar Blazerinn aftur á bak upp sandbrekkuna, en bíllinn er þungur og þrátt fyrlr forþjöppuna kemst hann ekki langt. lljpllP ■ Ragnari Th. Sigurðssyni Ijósmyndara Dagblaðsins brást ekki myndlistin f keppninni en þessa myndsyrpu tók hann af Benedikt Eyjólfssyni þegar sá siöarnefndi öslaði yfir drullugryfjuna og stökk upp úr henni. DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.