Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 13
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19rjÚNÍ 1979.
leika til úrslita á
£M íkörfubolta
Síðustu leikirnir í úrslitariAlinum á Evrópu-
meistaramótinu i körfuknattlcik voru lciknir i gær-
kvöldi. Þá unnu Sovétmenn ítali með 90stigum gegn
84 og Tékkar unnu Spánverja 107-100. Þessi úrslit
þýða það, að það verða Sovétmenn og israelar sem
leika til úrslita um sigurinn í mótinu, en Tékkar og
Júgóslavar, sigurvegarar sl. þriggja ára, lcika um 3.
sætið. >
ítalir urðu að vinna Rússana í gærkvöldi til að
eiga möguleika á einu af verðlaunasætunum. Sovét-
menn voru hins vegar í sínum bezta ham og hið frá-
bærlega samæfða og vel þjálfaða lið þeirra hafði all-1
an tímann undirtökin gcgn ítölunum og risinn Viadi-
mir Tkachenko skoraöi 23 stig t leiknum og var
stigahæsti leikmaðurinn.
Spánverjar náðu forystunni gegn Tékkum en eftir
að aðalmaðurinn í liði þeirra, Llorente, fór útaf
vegna meiðsla var aldrei nein spurning um sigurveg-
ara þó aðeins munaöi 7 stigum i lokin.
Geysilegur áhugi hefur verið fyrir keppninni, sem,
fram fer i Tórínó á Ítalíu. Yfir 22.000 manns horfðu
'á leikina tvo i gærkvöldi og sýnir það bezt áhugann.
í gærkvöldi lauk einnig keppni í riðlinum þar sem
lið frá 7,—12. sæti leika og þar varð rööin þessi.j
Pólverjar urðu í 7. sæti, Frakkar áttunda, Grikkir
níunda. í 10. sæti komu Hollendingar, Búlgarir 11.
og Belgar voru i 12. sæti.
Spánverjar og ítalir leika til úrslita um 5. sætið í
kvöld.
Bezti heimstíminn f
árí5000metrunum
Tanzaniubúinn Sulciman Nyambui náði bezta
timanum i 5000 metra hlaupi i ár er hann hljóp á
13:12.29 mín. á frjálsiþróttamóti sem fram fór í
Stokkhólmi í gærkvöldí. Það var mikil keppni i 5000
metra hlaupinu og Svisslendingurinn Markus Ryffel
kom rétt á eftir honum í mark á 13:13.32 en heims-
met Henry Rono er 13:04.4 mín.
V-Þjóöverjinn Thomas Wcssinghagc náði góðum
tíma í 1500 metra hlaupinu — hljóp á 3:38.89 og var
rétt á undan Finnanum Antti Loikkanen. Renaldo
Nehemiah vann 110 metra grindahlaupið á 13:66
sek. en hcimsmet hans er 13.00 sek.
Í 1500 metra hlaupi kvenna sigraði Mary Stewart,
Englandi, á 4:17.24 mín. Giinter Lohre frá V-Þýzka-
landi vann stangarstökkið með stökki upp á 5.45
metra. Christer Garpenborg, Svíþjóð, vann 100
metrana á 10.40 sek. og Marlies Göhr frá A-Þýzka-
landivann 100 metra hlaup kvennaá 11.12 sek.
Viking með örugga
forystu íNoregi
Víkingarnir hans Tony Knapp eru ennþá með
örugga forystu í norsku 1. deildinni eftir góðan sigur
gegn Bodö Glimt um helgina. Þessir leikir voru
leiknir þá:
Lilleström — Rosenborg
Viking — Bodö Glimt
Brann — Bryne
Valerengen — Hamkan
Efstu liö eru nú þessi:
Viking
Rosenborg
Start
Bryne
10
10
10
10
0-2
2-0
3-0
3-0
3 0 17-6 17
1 3 17-12 13
2 3 20-9 12
0 4 22-14 12
Á myndinni hér að ofan er Tony Knapp á lands-
liðsæfingu hjá íslenzka landsliðinu á meðan hann
var hér við stjórn. Ólíkt er hlutskipti hans og Vouri
Ilitchev þótt báðir þjálfi þeir Víking.
Ólafur Runólfsson, markvörður Þróttar, gripur hér örugglega inn i leikinn i gær. Hann var ekki alltaf jafnöruggur og Þróttarar fengu stóran skell.
DB-mynd Sv.Þorm.
Frískir Keflvíkingar
unnu vonlausa Þróttara
4-0 í 1. deildiimi í gærkvöldi í Laugardal
Þrátt fyrir að staðan í hálfleik í leik
Þróttar og Keflavíkur væri 0-0 í gær-
kvöldi hafði maður það alltaf á tilfinn-
ingunni að Keflavik myndi sigra örugg-
lega og jafnvel stórt. Það þurfti ekki að
biða lengi í siðari hálfleiknum eftir
fyrsta marki Keflvikinganna og áður en
yfir lauk höfðu þeir skorað fjögur
mörk gegn slökum Þrótturum án þess
að Þróttur næði að svara fyrir sig.
Sigur Keflvíkinga var bæði stór og
mjög öruggur. Við þennan sigur hirtu
Keflvíkingar toppsæti deildarinnar af
KR, sem aðeins hélt þvi i 2 daga og
greinilegt er að Keflvíkingar verða á
meðal efstu liða enn eitt árið þrátt fyrir
sífeldar hrakspár.
Leikurinn sjálfur var býsna fjörugur
á köflum en siðan komu afar slæmir
kaflar og sást þá lítið skylt við knatt-
spyrnu oft á tíðum. Jafnræði var með
liðunum í fyrri hálfleik en lítið um
Staðan í
l.deild
Úrslit í gærkvöldi:
Þróttur — Keflavík 0-4
Staðan i 1. deildinni er nú:
Keflavík 5 2 3 0 9—1 7
KR 5 3 1 1 6—4 7
Akranes 4 2 1 1 7—5 5
Fram 4 1 3 0 6—4 5
ÍBV 5 2 1 2 4—3 5
Valur 4 1 2 1 5—4 4
Víkingur 5 2 0 3 7—9 4
KA 5 2 0 3 6—10 4
Þróttur 5 1 1 3 4—9 3
Haukar 4 1 0 3 3—8 2
Markahæstu menn: mörk
Sveinbjörn Hákonarson, ÍA 5
Pétur Ormslev, Fram 3
Þórir Sigfússon, ÍBK 2
Gísli Eyjólfsson, ÍBK 2
Ingi Björn Albertsson, Val 2
Gunnar Blöndal, KA 2
Óskar Ingimundarson, KA 2
Sverrir Herbertsson, KR 2
GunnarÖrn Kristjánsson, Vík. 2
Sigurlás Þorleifsson, Vík. 2
Guðmundur Sigmarsson, Haukum 2
hættuleg færi. Bezta færi hálfleiksins
fékk Ragnar Margeirsson strax á 2.
mínútu en gott skot hans fór í hliðar-
netið.
Þróttarar léku ágætlega í fyrri hálf-
leiknum oft á tíðum — boltinn var lát-
inn ganga vel á milli manna og engin
áhætta tekin. Vörnin var þó engan
veginn örugg og Ólafur Runólfsson í
markinu var dálítið óstyrkur, en þó
ekkert á við í síðari hálfleiknum því
það var misheppnað úthlaup hans, sem
færði Keflvíkingum mark á silfurfati á
53. mínútu.
Ólafur Júlíusson tók þá aukaspyrnu
af um 40 m færi og gaf vel inn í teiginn.
Ólafur hljóp út á móti knettinum og
ætlaði greinilega að slá hann en tókst
ekki betur til en svo að hann hitti ekki
boltann, sem sigldi á kollinn á Sigur-
birni Gústafssyni, miðverði ÍBK, og
þaðan í netið. Strax á næstu mín. fengu
Þróttarar sitt bezta færi í leiknum, en
Þorsteinn Ólafsson varði skot Baldurs
Hannessonar af öryggi.
Keflvíkingar gáfu aldrei höggstað á
sér i vörninni og að baki varnarinnar
varði Þorsteinn Ólafsson allt sem kom
á markið Sigurður Björgvinsson, bezti
maður vallarins í gærkvöldi, stjórnaði
öllu miðjuspili og hann var allt í öllu
hjáKeflavik.
Það var sending hans fram völlinn,
sem var kveikjan að öðru marki ÍBK á
57. mínútu. Herfilegur misskilningur
varð á milli tveggja varnarmanna
Þróttar og Ragnar Margeirsson not-
færði sér það til hins ítrasta — stakk
sér á milli þeirra og skoraði örugglega
framhjá úthlaupandi markverði
Þróttar.
Við þetta mark var allur vindur úr
Þrótturum og Keflvíkingar tóku öll
völd á vellinum. Á 69. mínútu lék
Ragnar laglega upp hægri kantinn og
gaf vel fyrir markið til Þórðar Karls-
sonar, sem skoraði af öryggi framhjá
Ólafi. Hvar var vörn Þróttar þarna?
Auk Þórðar, sem var dauðafrír í víta-
teignum, var Rúnar Georgsson einnig í
úrvals færi ef á þurfti að halda. Þarna
opnaðist vörnin hjá Þrótti hreint og
beint eins og flóðgátt.
Eftir þetta mark tóku Suðurnesja-
menn lífinu með ró og spiluðu upp á
öryggið öllu framar. Þróttarar ógnuðu
aldrei marki ÍBK en þess ber þó að
gæta að varnarleikur Keflvíkinga var
frábær lengst af — engar veilur og leik-
menn snöggir að átta sig á þeim mögu-
leikum sem gáfust til skyndisókna.
Á 86. mínútu komst Ragnar
Margeirsson í dauðafæri en skaut hár-
fínt framhjá. Þegar svo ein mínúta var
komin framyfir venjulegan leiktíma
skoraði Kári Gunnlaugsson fallegasta
mark leiksins. Þróttarar voru eitthvað
að væflast með knöttinn sem barst til
Kára rétt utan vítateigs. Kári sendi
hann að sjálfsögðu til baka með fallegu
skoti efst í fjærhornið án þess að
Ólafur næði að verja. Góður endir á
sanngjörnum og sannfærandi sigri
Keflvíkinga.
í kvöld kl. 20 leika Fram og Haukar
á efri vellinum í Laugardalnum. Fyrir-
fram á að líta virðast Framarar vera
mun sigurstranglegri, en þess ber þó að
gæta að þeir hafa gert þrjú jafntefli í
röð, þ.á m. við Þrótt. Haukarnir unnu
sjálfa Akurnesinga í síðasta leik sínum
Frjálsíþróttamótin eru nú komin á
fulla ferð I Svíþjóð. Lilja Guðmunds-
dóttir hefur þrívegis tekið þátt i 800m
hlaupum — einu sinni sigrað og tvíveg-
is orðið í öðru sæti. Hún átti við lítils
háttar meiðsli að stríða í byrjun
kcppnistímabilsins en telur nú að hún
sé að komast í betri æfingu en undan-
farið.
Fyrsta hlaup Lilju var í Enköping og
þar varð hún önnur á 2:13.4 min. en
Nemetz sigraði á 2:10.0 mín. Þá keppti
hún fyrir félag sitt í 2. deild og sigraði í
800 m í keppni fimm félaga — hljóp á
Þorsteinn Ólafsson varði frábærlega
í markinu í gær. Bakverðir ÍBK þeir
Óskar Færseth og Guðjón Guðjónsson
voru mjög virkir og sömu sögu er að
segja um miðverðina Sigurbjörn og
Kára. Sigurður Björgvinsson var eins
og herforingi í leiknum og stjórnaði
öllu spili af röggsemi. Ragnar var
hættulegur frammi, en þeir Ólafur
Júlíusson og Þórður Karlsson náðu sér
ekki vel á strik.
Hjá Þrótti stóð vart nokkur upp úr.
Halldór Arason, sem lék sinn 100. leik
í gær, barðist vel að vanda en allt spil
Þróttar var hugmyndasnautt og greini-
legt er að liðsandinn er ekki upp á það
bezta. Ágætur dómari var Kjartan
Ólafsson.
og sýndu þá ódrepandi baráttuvilja.
Það kann þó að spila inn í að leikið
er á grasi í kvöld og Haukarnir hafa
ekki verið mikið graslið hingað til.
Flest sín stig taka þeir vafalitið á möl-
inni á Hvaleyrarholtinu í sumar, en úti-
lokað er að spá um sigurvegara i kvöld.
2:15.4 mín. og varð níu sekúndum á
undan þeirri, sem varð i öðru sæti. Þar
var þvi um enga keppni að ræða.
Félag Lilju er efst í keppninni í 2.
deild.
Þá keppti Lilja i Lidingö og náði
bezta tíma sínum í ár eftir hörku-
keppni. Bergström sigraði á 2:11.8
mín. — Lilja önnur á 2:12.0 mín. og
tvær aðrar stúlkur hlupu á sama tíma.
Byrjunarhraðinn í þessu hlaupi var allt-
of lítill — eða fyrri hringurinn á 66 sek.
Það var því spretthlaup í lokin og
keppni mikil.
-SSv.
Fram—Haukar í kvöld
Lilja alltaf í verð-
launasætunum
—Hefur náð bezt 2.12 mín. Í800 m
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979.
13
íþróttir
Iþróttir
Iþrottir
Iþrottir
Mjög mikil dánægja vegna
sífelldra f restana Einherja
D
Alls voru 15 leikir á dagskrá í 3.
deildarkeppninni í knattspyrnu um
helgina og urðu sums staðar óvænt
úrslit en við skulum vinda okkur strax í
leikina.
A-riðill
Grótta og Ármannsliðið sem fyrir-
fram var talið sigurstranglegast í 3.
deildinni, léku á KR-vellinum á laugar-
daginn og var það hörkuviðureign.
Ármenningar sigruðu 3-2, en ekki er
gott að segja hvernig farið hefði ef
varamarkverði Gróttu hefðu ekki orðið
á jafn hrikaleg mistök og raun bar
vitni.
Strax á4. mín. náði Grótta forystu er
Gunnar Lúðvíksson skoraði eftir
stungusendingu. En Adam var ekki
lengi í Paradís. Á 13. mín. kom saklaus
fyrirgjöf fyrir Gróttumarkið. Vara-
markvörður Gróttu greip ekki knött-
inn, sem barst til Ríkharðs Jónssonar,
sem skoraði með fallegu skoti. Eftir
markið gerði Grótta harða hríð að
marki Ármanns en án árangurs. Á 37.
mínútu fékk einn Ármenningurinn
dauðafæri, en skaut himinhátt yfir.
Mínútu síðar skoruðu Ármenningar á
ný ódýrt mark. Miðvörður Gróttu gaf
lausa sendingu aftur til markvarðar,
sem á óskiljanlegan hátt tókst að missa
knöttinn fyrir fætur Bryngeirs Torfa-
sonar, sem skoraði 2-1.
Síðari hálfleikurinn var slakur, en á
67. mín. skoraði Erlendur Hermanns-
son markvörður þriðja mark Ármanns
með því að sparka boltanum yfir endi-
langan völlinn og yfir markvörð
Gróttu. Við mótlætið dró mjög af
Gróttumönnum en rétt fyrir leikslok
lagaði Gísli Gíslason stöðuna með gull-
fallegu marki af 25 m færi.
Víðir — Stjarnan 2-2 (2-0). Jónatan
lngimarsson kom Víðismönnum á
bragðið með góðu marki snemma í
fyrri hálfleiknum og skömmu síðar
bættu Víðismenn öðru marki við. Kom
þá sending inn í vítateig Stjörnunnar.
Þorvaldur Þórðarson markvörður sló
knöttinn þá beint fyrir fætur Vilbergs
Þorvaldssonar, sem þakkaði gott boð
og sendi knöttinn í mannlaust markið.
Þannig var staðan þar til 8 minútur
voru eftir af leiknum.
Stjarnan fékk hornspyrnu og upp úr
þvögu sem myndaðist á markteaig
skoraði Guðjón Sveinsson, fyrrum
Haukaleikmaður, mark fyrir Stjörn-
una. Á lokamínútu leiksins fékk
Stjarnan síðan vítaspyrnu. Guðjón
Sveinsson lék þá inn í vítateig Víðis og
var brugðið. Ekki voru allir á eitt sáttir
um réttmæti dómsins en úr spyrnunni
skoraði Guðmundur Yngvason
jöfnunarmark Stjörnunnar.
Það var einkennandi fyrir leikinn, að
leikmenn Stjörnunnar virtust ekki hafa
nokkurn áhuga á leiknum og engu var
líkara en að þeir væru að framkvæma
leiðinlegt skylduverk.
Grindavík — ÍK 2-0 (1-0). Þetta var
fyrsti leikur Grindvíkinga í 3. deildinni
í ár og þeir byrjuðu með ágætum sigri
yfir ÍK. Þeir bræður Pálmi og Július
Pétur Ingóífssynir skoruðu mörk
Grindvíkinga í þessum leik og Grinda-
vík vann sanngjarnan sigur. Auk þess
áttu þeir þrjú skot í stangir ÍK marks-
ins. ÍK byrjaði vel með jafntefli gegn
Víði í Garði, en hefur siðan tapað
tveimur leikjum í röð og aðeins gert eitt
mark i þremur leikjum.
-SSv/emm.
Briðill:
Hekla — Óðinn 1-2 (0-2) Óðinn
— í Austurlandsriðlinum í 3. deildarkeppninni
krækti í tvö dýrmæt stig á Hellu með
sigri yfir heimamönnum í „sandgryfj-
unni”, en völlur þeirra Hellumanna er
einhver sá allra slakasti, sem sézt hefur
það voru mörk frá Jóni Inga Ingimars-
syni og Konráð Árnasyni í fyrri hálf-
leik, sem tryggðu Óðni sigurinn, en i
síðari hálfleik sóttu heimamenn stíft en
tókst ekki að skora nema eitt mark
undan vindinum.
Leiknir — Afturelding 1-4 (0-3). Hvað
það var, sem olli þessum stórsigri
Aftureldingar vissi víst enginn. Aftur-
elding skoraði þrívegis í fyrri hálfleikn-
um og hafði í raun tryggt sér sigurinn
löngu fyrir leikslok. Leiknismen
virkuðu ógurlega slakir eða eins og einn
þeirra sagði: „Þetta var gerbreytt lið
samanborið við liðið, sem vann Selfoss
nokkrum dögum áður”. Vera má e.t.v.
að Leiknismenn hafi verið svona sigur-
vissir, en þessi sigur Aftureldingar
gefur þeim byr undir báða vængi og
sigurlíkur þeirra í riðlinum hafa stór-
aukizt eftir þennan sigur. Mörk UMFA
skoruðu Halldór Björnsson (2), Sig-
urður Helgason og Ríkharður Jónsson
en Jón Guðmundsson svaraði fyrir
Leikni.
Þór — Léttir 4-3 (1-3). Þrjú mörk á
siðustu 7 mínútum leiksins færðu Þór
sigur yfir Létti i Þorlákshöfn. í fyrri
hálfleiknum skoraði Léttir þrívegis
gegn aðeins einu marki Þorlákshafnar-
manna og það stefndi í öruggan sigur
Reykjavíkurliðsins. Þórsarar voru þó
ekki á því að gefa sinn hlut og hættu
ekki fyrr en þeir voru komnir yfir. Það
voru mörk frá Stefáni Garðarssyni,
Friðrik Guðmundssyni, Kjartani Busk
og Ásbergi Ásbergssyni sem tryggðu
þeim sigurinn og síðasta markið kom
:aðeins hálfri mínútu fyrir leikslok.
-ssv.
C-riðill:
Skallagrímur — Stefnir 5-1 (3-1).
Borgnesingar unnu þarna góðan sigur í
sínum fyrsta leik í 3. deildinni í ár.
Skallagrímur er nú að koma upp með
ungt lið — fríska stráka og þeim varð
ekki skotaskuld úr því að tryggja sér
bæði stigin gegn Stefni. Garðar Jóns-
son skoraði 3 mörk, Gunnar Jónsson 1
og Þórður Bachmann 1.
Víkingur, Ól. — Bolungarvík 4-0 (1-
0). Þessi stóri sigur Víkinga kom nokk-
uð á óvart þar sem Vikingur tapaði
stórt fyrir Gróttu í bikarnum og Bol-
víkingar stóðu í ísfirðingunum í sömu
keppni. Þessi leikur var þó alls ekki
eins ójafn og tölurnar gefa til kynna og
var sigur Víkings e.t.v. i stærra lagi að
þessu sinni. Lítið var um tækifæri í
leiknum en Ólsarar nýttu sín færi og
það var meira en Bolvíkingar gerðu í
þeim örfáu tilvikum, sem þeir komust í
námunda við mark andstæðingsins.
Erlingur Jóhannsson skoraði eina mark
fyrri hálfleiksins, en þrjú mörk á stutt-
um kafla gerðu út um leikinn. Fyrst
skoraði Guðmundur Guðmundsson þá
Jónas Kristjánsson og loks Jóhann
Kristjánsson. Víkingarnir gera sér
vonir um góðan árangur i 3. deildinni í
sumar undir stjórn fyrrum KR-ingsins
Björns Árnasonar.
-SSv.
D-riðill:
Svarfdælir — Höfðstrendingar 3-0
(0-0). Þrátt fyrir talsverða yfirburði í
fyrri hálfleik tókst Svarfdælum ekki að
skora en í þeim síðari skoruðu þeir þrí-
vegis. Það voru þeir Björn Friðþjt^fs-'
son, Ásgeir Blöndal og Jón Gunnlaugs-
son, sem skoruðu mörk þeirra. Þá átti
Leiftur og Tindastóll að leika en leikn-
um var frestað til 27. júní.
-ÞÁ
E-riðill:
Dagsbrún — Árroðinn 0-1 (0-0).
Árroðinn fékk þarna tvö stig á silfur-
fati því Dagsbrún átti sigurinn fyllilega
skilinn. Talsvert rok var þegar leikur-
inn fór fram — líkt og víðast á landinu
— og lék Árroðinn gegn rokinu í fyrri
hálfleik og gekk lítið. í síðari hálfleikn-
um höfðu Árroðamenn vindinn í bakið
en Dagsbrún hafði sem fyrr undirtökin
í leiknum. Það var því algert reiðarslag
fyrir leikmenn Dagsbrúnar þegar Haf-
berg Svansson skoraði sigurmark
Árroðans á 81. mínútu.
HSÞ — Reynir 2-1 (2-0). Þessi leik-
ur var mjög jafn og gat farið á hvorn
veginn sem var. Jónas Þór Hallgríms-
son skoraði bæði mörk Mývetninga í
fyrri hálfleiknum en í þeim síðari
lagaði Jón Eyjólfsson stöðuna fyrir
Reyni, en mikil breyting til hins verra
hefur orðið á Reynisliðinu frá í fyrra.
-St.A
F-riðill:
Hrafnkell Freysgoði — Huginn 2-1
(0-0). Þetta var fyrsti leikur Hrafnkels í
3. deildinni í sumar og fyrirfram var
liðið nokkuð óþekkt stærð. Huganum
hefur hins vegar gengið vel i vorleikjun-
um.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálf-
leiknum, en strax i upphafi þess síðari
skoraði Ólafur Már Sigurðsson fyrir
Hugin. Við markið var eins og leik-
menn Hrafnkels tvíefldust og þeir sóttu
stíft að marki Hugins. Á 72. mínútu
jafnaði svo Hrafnkell loksins og var
þar að verki Sigurður Gunnarsson. Á
88. mínútu fékk Hrafnkell hornspyrnu.
Sigurður lyfti knettinum vel fyrir mark-
ið og upp ur þvögu skoraði Svavar
Ævarsson.sigurmark Hrafnkels Hafþór
Guðmundsson var góður dómari leiks-
ins.
Þessi mynd er tekin f leik KR og Akraness fyrir skemmstu og hún sýnir glögglega að
ekki þarf 3. deildarleikmenn til að klúðra auðveldum færum, eins og á þessari mynd.
DB-mynd Hörður
Sindri — Leiknir 2-1 (0-1). Þessi
leikur var ein allsherjar endaleysa allt
frá upphafi. Leikið var á svokölluðum
grasvelli þeirra Hornfirðinga, sem er
sandur og gras á víxl. Skurðir eru
beggja vegna við völlinn og er það
óskiljanleg ráðstöfun að leyft sé að
leika á þessum velli.
Jens P. Jenssen skoraði fyrst fyrir
Leikni og þannig stóð í hálfleik, 1-0. í
síðari hálfleik léku heimamenn undan
rokinu og tókst þá að skora tvívegis.
Ragnar Bogason var þar að verki í
bæði skiptin, en Ragnar er frá Djúpa-
vogi. Dómgæzlan var fyrir neðan allar
hellur í þessum leik.
Valur — Einherji frestað. Þá áttu að
leika Valur og Einherji en leiknum var
frestað og svo virðist sem Aðalbjörn
Björnsson frá Vopnafirði hafi upp á
sitt eindæmi frestað leiknum, án vit-
undar mótanefndar KSÍ.
Þessi frestun þykir undarleg þegar
það er haft í huga að ás.l. keppnistíma-
bili, sótti eitt félag á Austfjörðum um
frestun á leik vegna meiðsla leikmanna.
Það félag fékk þvert nei við beiðni
sinni og var í þokkabót sektað um
25.000 krónur og gert að leika báða
leiki sína í sumar á heimavelli
mótaðilans.
Þetta félag var búið að fá vilyrði
mótanefndar fyrir frestun leiksins. Á
hvaða forsendum á að fresta leikjum ef
ekki vegna meiðsla leikmanna? Á sama
tima og neitað var að fresta þessum
leik var leik frestað fyrir sunnan vegna
landsleiks. Nú þykir mér gaman að vita
hvort Einherji verður skikkaður til að
borga sekt og leika báða leiki sína á
Reyðarfirði?
Þegar einn maður ætlar að ráða
gangi heils riðils boðar það ekki gott.
Ég skora á mótanefnd KSÍ að fylgjast
'betur með landsbyggðinni og láta ekki
mann i einu félagi, eins og t.d. hér fyrir
austan, ráðskast með málefni heils
riðils. Það getur skipt sköpum um
úrslit í riðlinum.
-St.J.
Öster lagði Malmö!
- 2-0 á fimmtudag og vann síðan afftur í gærkvöldi og er
komið í5. sæti í Allsvenskan
„Það var miklu nær að við ynnum 4-
0, en að Malmö skoraði sitt fyrsta
mark,” sagði Teitur Þórðarson hjá
Öster, er DB sló á þráðinn til hans í
morgun. „Þetta var langbezti lcikur
okkar á þessu keppnistímabili og sigur-
inn yfir Malmö, 2-0, var fyllilega verð-
skuldaður. Staðan var 0-0 í leikhléi en i
síðari háifleik skoruðum við tvívegis og
tryggðum okkur mjög góðan sigur, þvi
það eru ekki mörg lið sem koma frá
Malmö með bæði stigin.”
„Við lékum síðan við Kalmar í gær-
kvöldi og unnum nú aftur 2-0. Ég
skoraði í hvorugum leiknum, en tel mig
«c
Teitur Þórðarson hjá Öster og félagar
hans eru nú heldur að ná sér á strik eftir
slaka byrjun i Allsvenskan og Öster er
komið f 5. sæti í deildinni.
hafa sloppið þokkalega frá þeim
báðum. Þetta er allt saman að koma til
hjá okkur eftir heldur brösótta byrjun,
en mikil meiðsli leikmanna settu strik i
reikninginn hjá okkur fyrst. Við feng-
um t.d. hægri bakvörðinn aftur inn í
liðið gegn Malmö og það er greinilegt
að Öster er að ná sínum fyrri styrk-
leika.
Við erum nú í 5. sæti í deildinni með
12 stig eftir 11 leiki, en efsta liðið er nú
Halmstad með 16 stig eftir jafnmarga
leiki þannig að við erum ekki nenia 4
stigum á eftir toppliðinu. Elfsborg var
í efsta sæti fyrir leikina í gærkvöldi og
lék þá við Halmstad og tapaði 0-1
þannig að þessi lið eru bæði með 16 stig
og greinilegt er nú að það verður
hörkubarátta um titilinn þetta keppnis-
tímabilið. Næsti leikur okkar verður á
mánudaginn gegn Hammarby í Stokk-
hólmi og það þurfum við að vinna,”
sagði Teitur.
BÍLASALAN
VITAT0RGI
Símar: 29330/29331
Camaro Rally Sport árg. ’72, 8 cyl., Volvo 144 árg. ’70, Ijósdrapplitaður, Mazda 1300 árg. ’75, blár, gott lakk, Mazda 616 Coupé árg. ’74, ekinn 43
sjálfsk., brúnsanseraður m/hvitum ný sumardekk, útvarp. Góður bill, 2ja dyra, sumar- og vetrardekk fylgja, þús. Gulur, gott lakk, 2ja dyra. Bíll
vinyltoppi, breið dekk, aflveltistýri, skoðaður ’79. Verð 1800 þús. útvarp-segulband. Skoðaður’79. Verð sem stendur fyrir sinu. Toppsölubill
loftdemparar. Fallegur og góður bíll 1 2.1 millj. sem vcrður fljótur að fara. Verö 2.2
toppstandi. Verð 3.6 millj. Skipti. millj.