Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979. frfálst, áháð rlnghlað Utgefandi: Dagblaðið hf. J' Framkvæmdastjóri: Svelnn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Rrtstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrif stofustjóri ritstjómur: Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Iþróttir Halhir Simonarson. Menning: AðaJsteinn Ingörfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson,- Handrit: Asgrfmur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómusson, Atfi Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra.Stefánsdótt- ir, Gissur Skjurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Halgi Pétursson, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálssori. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleffur Ðjumloifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóðsson. * Skrifstofustjóri: ótufur Eyjóffsson. Gjaidkeri: Þráinn Þorioifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drem'ng- srstjóri: Már E.M. Halldórsson. Risstjóm Siðumúla 12. Afgraiðsla, askriftadoild, augfýsingar og skrtf stofur Þverhotti 11. Aðalsími biaðsins er 27022 (10 línur). Askrift 3000 kr. u mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. ointakið. Setning og umbrot Dagblaðið M., Sfðumúla 12. Mynda- og ptötugorfi: Hilmir hf. Sfðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skoifunni 10. *~- Ádrepa Sigurðar Líndal SigurðúX Líndal prófessor sagði í /5 hinni frægu sjónvarpsræðu sinni, sem DB birti á mánudaginn: „Allir menn, að undanskildum nokkrum ofsafengn- um en áhrifamiklum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, sjá, að lifs- kjör verða ekki bætt með því að stöðva atvinnulífið og eyðileggja skipulega stjórn landsins, enda fer þá að lokum, að ekkert verður eftir til að skipta." Sigurður sagði ennfremur: „Verkfallsrétturinn, eins og honum er nú beitt, veitir . . . einstökum launþega- hópum algerlega óeðlilega aðstöðu til áhrifa og færi á að hrifsa til sín laun langt umfram það, sem þeir eiga siðferðilegatilkalltil." Sigurður Líndal hefur áður lýst slíkum skoðunum, meðal annars í kjallaragreinum í Dagblaðinu, svo að þessar kenningar og aðrar svipaðar, sem hann bar fram, hefðu ekki átt að koma verkalýðsforingjunum í opna skjöldu. í reynd hefur svo virzt sem þeim, sem oft verðskulda fremur nafngiftina „verkalýðsrekendur" en „verkalýðsleiðtogar", sé býsna svarafátt. Það er eins og þeir viti upp á sig skömmina. Þeir hafi náð ofurvaldi í þjóðfélaginu en varpi ábyrgðinni yfir á herðar annarra. Þjóðfélag það, sem við köllum stundum frjálst", býður vissulega til frumskógarstríðs, þar sem er valdið til verkfalla og verkbanna. Fáir munu þó vilja hverfa aftur til þess tíma, er kaup og kjör voru á valdi duttl- unga atvinnurekenda einna, enda hefðu almenn lífs- kjör aldrei batnað með þeim hætti, sem orðið hefur, við slíkar aðstæður. Fáir munu líka mæla með kerfi, þar sem einhverjir embættismenn ríkisins yrðu látnir úthluta launum, háðir pólitískum refjum og klíkuskap. Full ástæða yrði til að vantreysta ráði hagspekinga, sem settist á rökstóla til að ráðstafa kaupi og kjörum. Sigurður Líndal hittir samt í mark, þegar hann gagn- rýnir meðferð verkalýðsrekendanna á þeim rétti, sem þeir hafa. í fyrsta lagi eru verkalýðsforingjarnir ekki fulltrúar þess raunverulega lýðræðis, sem kerfið á að byggjast á. í verkalýðsfélögunum eru yfirleitt við völd fámennisstjórnir, sem koma fram sem þrýstihópur án þess að hafa aflað sér nægilegs umboðs almennra félagsmanna. Stjórnir eru gjarnan kosnar á fámennum fundum og ákvarðanir um verkföll teknar á sízt fjöl- mennari fundum. Verkalýðsrekendurnir hafa einnig sýnt litla þjóðhollustu í meðferð á valdi sinu. Gjarnan ríkja flokkspólitísk sjónarmið og verkföllum beint gegn ríkisstjórnum, sem ekki falla foringjunum í geð, fremur en að þau séu gerð til kjarabóta. Viðhorf verka- lýðsforingjanna til kröfupólitíkur fara eftir litarhætti ríkisstjórna. Allt þetta veit almenningur og hinn óbreytti félagsmaður í verkalýðsfélagi, og hefur skömm á. En ábyrgðarleysið í kjaramálum er ekki sök verka- lýðsforingjanna einna. Þeir eru aðeins hluti af því þrí- stirni, sem gjarnan myndast í lok kjaradeilna, þar sem verkalýðsfulltrúarnir, atvinnurekendur og ríkisstjórnir hafa orðið innilega sammála um að samþykkja kaup- hækkanir umfram getu og sulla þeim út i verðbólguna. Almenningur í landinu hefur ár eftir ár fengið þessar kveðjur frá þrístirninu framan í sig eins og kalda gusu. Ábyrgðarleysi forystumanna í þjóðfélaginu er illu heilli miklu djúpstæðara en svo, að þar sé við verka- lýðsrekendurna eina að sakast, þótt þeir séu vissulega stór þáttur í þeim vanda. En sjónvarpsádrepa Sigurðar Líndal var stórmerkilegt innlegg í þá umræðu alla. VERDUR NICARA- GUA NÝ KÚBA? Almenningur óttast um líf sitt og er jeins mikið innandyra og honum er iunnt. Ekki er farið út tii að leita sér 'matar og drykkjar fyrr en í síðustu |lög. Slíkt verður aftur á móti stöðugt jerfiðara. Matar- og drykkjarbirgðir jverða stöðugt minni og torfengnari. Þetta var haft eftir konu einni í einu hverfa í höfuðborg Nicaragua, Managua, fyrir nokkrum dögum. Ræddi hún við fréttamann í síma. Konan sagði að bardagar væru rétt fyrir utan hús hennar. Var hún ekki viss um hvort það voru þjóðvarðliðar Somoza einræðisherra eða skæru- liðar sandinista, sem höfðu undirtök- in þá stundina. Margir voru þó búnir að búa sig undir bardaga og skæru- hernað og höfðu þvi birgt sig upp með matvælum. Bæði þjóðvarðliðið og skæruliðar höfðu komið upp birgðageymslum víðs vegar til að grípa til ef til þyrfti. Enginn veit þó hve maturinn endist lengi og þær fáu verzlanir sem eiga eitthvað matar- kyns ennþá í hillum sínum eru rændar unnvörpum af hungruðu fólkinu.' Bandaríkjamenn hafa lengstum verið áhrifamiklir í Nicaragua. Svo áhrifamiklir að löngum hafa þeir al- gjörlega stjómað því sem þeir hafa viljað þar. Annaðhvort beint eða óbeint í gegnum einhvern gervifor- setann. Þannig komst Somoza ættin einmitt til valda snemma á fjórða áratug þessarar aldar. Árið 1926 réðust bandarískir hermenn inn i Nicaragua og steyptu þáverandi stjórnanda landsins, sem var þeim ekki að skapi. Núverandi forseti Nicaragua er sá þriðji sem situr í því embætti og ber nafnið Somoza. Hefur hann meira að segja haft uppi verulega tilburði til að tryggja syni sínum embættið að sér frágengnum. Sandinistar, sem kalla sig svo eftir þeim þjóðarleiðtoga sem steypt var af stóli árið 1926, eru heldur ósamstæð- ur hópur. Innan þeirrar hreyfingar eru nærri því allar fylkingar í stjórn- málum nema kannski yzt til hægri. Margir félaganna í sandinistahreyf- ingunni sækja fyrirmynd sína til Kúbu eins og fleiri þjóðbyltingar- menn í Mið- og Suður-Ameríku. Vilja þeir að tekin verði upp sama stefna í nýju Nicaragua og Castro karlinn á Kúbu hefur fylgt. Nú er það alls ekki víst að Kúbusinnar innan sandinistahreyfingarinnar mundu ná þar völdum. Þessar horfur eru þó engan veginn Bandaríkjastjórn að skapi. Henni eru þó settar allþröngar skorður. Jimmy Carter, forseti Bandaríkj- anna, hefur lítinn áhuga á að blanda sér í mál sem sett gætu blett á skjöld hans sem maður friðarins. Ljóst er þó að sterk öfl innan ráðamanna í Bandaríkjunum telja stórhættulegt fyrir öryggi Iandsins og hagsmuni í Mið- og Suður-Ameríku að láta bylt- ingaröfl vaða uppi óátalið. Vilja þau að gripið verði tafarlaust til gagnað- gerða. ¦ Hinir friðsamari í Bandaríkjunum Skæruliðar sandinista virðast vera betur vopnum búnir og þjálfaðir i hernaoariuíuuuni en ouizt var vio 1 tyrstu. A myndinni sjást fjórir þeirra bera fallinn félaga sinn af vigveUinum. Orkumálþjóðarínnar Jaf nréttss- og verðjöfnunarstefna Orkumál hafa af ýmsum ástæðum verið mjög ofarlega á baugi í íslenzkri stjórnmálaumræðu undan- farinh áratug. Orsakirnar eru vel þekktar, s.s. orkukreppa vegna þverrandi jurta- leifaorku og síhækkandi verðlags hennar — lágverðssala orku til stór- iðju erlendra aðila á íslandi — röng framkvæmdastefna í orkumálum landsbyggðarinnar undanfarna tvo til þrjá áratugi og síðast en ekki sízt hin háhitaða umræða um fram- kvæmdirnar á Kröflusvæðinu. Hvarvetna sem gripið er niður í umræðusviðin er ljóst að grund- vallaratriði þessarar greinar þjóðar- búskaparins, tæknileg og fjárhagsleg skilgreining og áætlanagerð, ásamt hinum félagslega þætti, mótast nær alfarið af skammtíma sjónarmiðum einstakra hagsmunahópa í þjóð- félaginu sem telja sig þess umkomna að krefjast sérréttinda í nafni eignar- réttar á einstökum kerfishlutum í orkukerfum þjóðarinnar. í ágætri og fróðlegri grein Jóns Sólnes alþingismanns í Morgun- blaðinu síðastliðinn vetur er nýleg- ustu misvægisdæmum lýst á skil- merkilegan hátt — myndrænt — með hvernig góðum og vondum börnum þjóðarinnar er mismunað í fjárfestingarkjörum, allt eftir því hvar á landinu skal fjárfest í orku- kerfi og hverjum fjármagnið á að þjóna. Fyrir þá þjóðfélagsþegna, sem verða að greiða frá 100% til 500% hærra verð fyrir orkueiningu til mis- munandi nota en þeir sem búa við góðu kjörin og gömlu fjárfesting- arnar, hlýtur grein Jóns Sólnes að verahugvekja. Staðreyndin er að fjármagnsstærð- ir i öllum alvöru-orkuframkvæmd- um, sem ráðizt hefur verið í.eruþað stórar að þjóðinöll hefur staðið þarað baki en ekki einstök sveitarfélög eða hagsmunahópar. Ekkert var eðlilegra en fyrstu alvöruframkvæmdir í orkumálum þjóðarinnar yrðu fyrir þau sveitar- félög sem fjölmennust voru og ekkert var í reynd eðlilegra en.þjóðin öll stæði þar að baki með ríkisábyrgð- um. — Ekkert var eðlilegra en að nota Marshall-fjármagnið í Laxá II og írafossstöðina í Soginu, þótt þjóðin öll ætti það fjármagn. — Ekkert. var eðlilegra en þjóðin öll stæði heilshugar bak við Hitaveitu Reykjavíkur og nú Hitaveitu Suður- nesja. En þar með er ekki viðurkennt að þeir sem fyrstir nutu eigi að búa við önnur kjör en þeir sem urðu að lúta því lögmáli að bíða arðgjafar fyrstu fjárfestinganna til framkvæmda á sínum landsvæðum — enda grund vallaratriði að aukin verðmætasköp- un og framleiðni átti að haldast í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.