Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 24
50Víetnamar tilíslands? „NÓG KOMIÐ AF UTUDU FÓLKI" „Ég er algerlega á móti inn- flutningi á Víetnömum og lituðu fólki yfirleitt. Það fellur ekki inn í umhverfið hérna og verður bara til vandræða, eins og reynslan sýnir í nágrannalöndunum," sagði maður nokkur sem hringdi til blaðsins i gær. Fjölmargir létu í sér heyra vegna hugmynda sem uppi eru um að ísland skjóti skjólshúsi yfir flóttafólk frá Víet- nam. Allir reyndust ákaflega and- vígir hugmyndunum. Voru stóru orðin hvergi spöruð og einn taldi þetta upphaf úrkynjunar kyn- stofns vors. Þá var talað um að nú þegar væri komið meira en nógaf lituðu fólki til landsins. Stuðningsmenn flóttamanna- aðstoðarinnar og hlutlausir létu ekki í sér heyra við DB í gær, en ljóst er að þetta gétur orðið mikið hitamál í umræðum manna á næstunni. -ARH ísland og flóttamenn: Ekki rúm fyrir kynþáttafordóma íokkar litía heimi —segir utanríkisráðherra ,,Ég mun ekki að svo stöddu gefa upp afstöðu mína til hugmyndar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að í hlut íslendinga komi fimmtíu flóttamenn frá Víet- nam," sagði Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra í viðtali við DB i gær. „Hins vegar er það mín lífsskoðun að öll tortryggni á milli kynþátta og fólks af mismunandi stofnum verði að hverfa. Hvort sem um er að ræða dulda eða opinskáa kynþáttafor- dóma, þá getum við ekki leyft okkur slíkt í okkar litla heimi," sagði Bene- dikt. Málið var kynnt á fundi rikis- stjórnarinnar í fyrradag og aftur á fundi hennar í morgun. Framlög til flóttamanna af opin- beru fé eru samkvæmt fjárlögum í ár 32.500 dollarar eða jafnvirði rúmlega ellefu milljóna króna. Er því fé veitt til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna fimmtán þús. dollarar og sautján þúsund og fimm hundruð dollarar til flóttamanna í Palestínu. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nýverið varið 44 þúsund dollurum af almennu söfnunarfé sínu til að kaupa tíu tonn af skreið, sem flytja á til flóttamannabúða í Zaire en þar er mikill fjöldi fólks frá Angóla, þar á meðal mörg börn. í íslenzkum krónum er skreiðin talin fimmtán milljóna virði. Nokkrar tafir urðu á sendingu skreiðarinnar til Zaire vegna nýafstaðins farmannaverk- falls. í lok júlímánaðar verða vígð opin- berlega þrjú íbúðarhús í bænum Elvas í Portúgal. Er þetta sameiginleg gjöf frá íslenzka ríkinu og Rauða krossi íslands. í Portúgal er mikill fjöldi fólks sem hraktist frá Angóla er landið losnaði undan yfirráðum Portúgala. -ÓG ONDIN OG MARBENDLAR WD TJORNINA Uss, látið hana ekki heyra 1 ykkur, strákar! Öndin vill heldur rigningarvatniö á gamstéttinni við Tjörnina í Reykjavík en gruggugt tjarnarvatnið, sem strákarni. virðast vera að skríða upp úr eins og marbendlar. DB-mynd Magnús Hjörleifsson Barn drukkn- arí Svarf- aðardal Tiu ára stúlka drukknaði í Svarfaðardal í gær. Hún var í hópi barna úr öskjuhlíðarskólan- um í Reykjavík sem er til sumar- dvalar í heimavistarskólanum að Húsabakka. Stúlkan féll í skurð nálægt skólagirðingunni siðdegis í gær og báru lífgunartilraunir á henni ekki árangur. -ARH Prestastefnan á ísafirði: Dýrgripir kirkj- unnar í hættu? —danskur sérf ræðingur telur að svo sé Á prestastefnunni sem nú stendur yfir á fsafirði hefur einna mesta at- hygli vakið erindi danska fræði- mannsins Ole Willumsen Krog um danskt kirkjusilfur á íslandi. Krog ferðaðist i fyrrasumar um allt ísland og kynnti sér þessi mál. Kom það honum mjög á óvart, hve mikið er um gamla og verðmæta silfurgripi i kirkjum hér á landi. I erindi sínu fjallaði hann talsvert um varðveizlu þessara gripa en hann taldi þau mál í miklum ólestri hér. Sagði hann, að samkvæmt reynslu annarra Evrópu- landa væri aðeins timaspursmál, hve- nær bófaflokkar tækju að bera sig eftir þesum gripum hér því þeir seld- ust á góðu verði á bófamörkuðum víða í Evrópu. Taldi hann mjög brýnt, að meiri áherzla yrði lögð á öruggari varðveizlu þessara gripa og gaf hann ýmis ráð í því sambandi. Prestastefnuna á Isafirði sitja nú um 100 manns, og í gær var prestum m.a. kynnt líf, saga og atvinnuhættir á ísafirði. -GAJ frjálst, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 21. JÚNl 1979. Þjóðverjar undirhúa hakariaveibar á stöng áVopnafiróh Ætlaað setja heimsmet Sex Þjóðverjar eru nú staddir á Vopnafirði með mikinn útbúnað með- ferðis, í þeim tilgangi að fara að veiða hákarla á stöng. Hafa þeir meðferðis kvikmyndatökuvélar og köfunarbúr og hyggjast kvikmynda veiðiskapinn ofan- sjávarogneðan. Hlynur Kristjánsson, fréttaritari DB á staðnum, hefur helzt skilið á Þjóðverjunum að einhver stærsti blaðaútgefandi í Þýzkalandi standi á bak við ævintýrið. Mun ætlun Þjóð- verjanna að setja nýtt heimsmet í þessum óvenjulega veiðiskap. Fyrst kom leiðangurinn til Vopna- fjarðar í maí en vegna veðurs og hafíss hurfu leiðangursmenn aftur héim án tilrauna, en eru nú nýkomnir aftur. Hafa þeir leigt sér 9 tonna trillu og stefndu að því í morgun að halda til veiða í dag. -GS. Yf irvinnubann f armanna: „Greini- lega hrein verkfalls- aðgerð" — segir Þorsteinn Pálsson „Hér er greinilega um hreina verk- fallsaðgerð að ræða," sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við DB í morgun um yfirvinnu- bann farmanna. Vinnuveitendasam- bandið hefur lýst því yfir að það telji yfirvinnubannið ólóglegt. Bannið sé brot á bráðabirgðalögunum, brot á lög- um um stéttarfélög og vinnudeilur og brot ásamningum. Formælendur farmanna eru á önd- verðum meiði eins og DB hefur þegar skýrt frá. Þeir bendam.a.áaðlögmæti yfirvinnubanns við hafnarvinnu og fiskvinnslu í Reykjavík hafi ekki verið dregiðíefa. Þorsteinn Pálsson kvað yfirvinnu- bann farmanna ekki sambærilegt vegna þess að í samningum Verkamannasam- bandsins væri yfirvinnuskylda viður- kennd og sett ákveðin takmörk. Slíku væri ekki til að dreifa i samningum far- manna. Þorsteinn benti á að aðgerðir far- manna fælu ekki aðeins í sér yfirvinnu- bann heldur stöðvun á vinnu aðila utan samtaka farmanna. „Við trúum þvi ekki að óreyndu að þessum aðgerðum verði haldið áfram," sagði Þorsteinn Pálsson og kvaðst t'elja að ákvörðun um að vísa málinu til félagsdóms yrði ekki tekin fyrr en Ijóst væri hvort farmenn sæju ekki að sér. -GM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.