Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979. 5 Hæstiréttur: 2mánaöa skilords- bundiö fangelsi fyrir tékkamisferli í Hæstarétti var nýlega kveðinn upp dómur yfir Hauki Guðmunds- syni, fyrrum rannsóknarlög- reglumanni í Keflavik, fyrir útgáfu innistæðulausra ávisana á Útvegs- bankann i Keflavík 1975. Haukurvar dæmdur í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi og til greiðslu sakar- og málskostnaðar, samtals 250 þúsund krónur. Mál þetta kom upp um svipað leyti og ástæða þóiti til að kanna starfsaðferðir Hauks i sambandi við handtökumálið fræga, og olli hvort tveggja þessa — ásamt ýmsu öðru — því að Hauki var gert að vikja úr starfi við lögreglustjóraembætti í Keflavík. Tékkana, sem voru alls sex, sagðist Haukur fyrir réttinum hafa gefið út i þeirri trú, að skuldunautur sinn myndi greiða ákveðna upphæð inn á reikning sinn. Heildarupphæð fölsku tékkanna, sém Haukur greiddi alla til fulls innan árs, var kr. 390.000.- Dómurinn er nær samhljóða undir- réttardómi Steingrims Gauts Kristjánssonar, héraðsdómara, frá i fyrra. Hæstaréttardóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir Árm^ann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einars- son og Magnús l>. Torfason. -ÓV. Eldur laus í pappabirgðum í nýrri skólabyggingu Talsvert tjón varð er eldur varð laus í nýbyggingu við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti á níunda tímanum í fyrrakvöld. Þessi hluti skólans er á byggingarstigi og kom eldur upp i papparúllum sem verið höfðu í meðförum við pappalagningu á þaki byggingarinnar. Ókunnugt er um eldsupptökin, en við lagningu svona pappa er notaður blússeldur sem bræðir pappann saman. Slökkviliðið var kvatt á vettvang kl. 20.36 og slökkvistarfi var lokið tæpum tveimur tímum síðar. I skýrslum siökkviliðsins segir að tals- vert tjón hafi orðið á nýbyggingunni enda var reykjarkóf mjög mikið, þó eldur væri á takmörkuðu svæði í byggingunni. -ASt. Bindindisf élag ökumanna og Dagblaðið: Boða til keppni í „ÖKULEIKNI79” tveir þeir hlutskörpustu á aldrinum 18—25 ára hljóta Lundúnaferð í verðlaun og keppa þar í ökuleikni Ein þrautanna er í þvi fólgin að aka fram og aftur um imyndað brúarhandrið. Myndin er frá keppni i fyrra. Bindindisfélag ökumanna og Dag- blaðið munu í júli og ágústmánuði boða sameiginlega til keppni i ökuleikni á 15 stöðum á landinu. Keppnin felst í því að svara 10 spumingum og reyna sig síðan í akstri á afmörkuðu keppnissvæði og leysa þar ellefu ökuþrautir. Þátttaka í „ökuleikni ’79” er öllum frjáls sem hafa ökuleyfi og skoðunar- hæfan bíl. Aldurstakmörk eru engin, len aftur á móti hafa þeir einir rétt á jmöguleikum til úrslitakeppni, sem eru i á aldrinum 18—25 ára. Þeir tveir, sem standa sig bezt í ökuleikniskeppnum um allt land, og eru á aldrinum 18—25 ára, fá í jverðlaun vikuferð til London í nóvember nk., þar sem þeir taka þátt i norrænni keppni í ökuleikni við keppendur á sínum aldri. Til að finna þessa tvo fulltrúa íslands verður haldin úrslitakeppni i Reykjavík í september, þar sem mætir sá keppandi á aldrinum 18—25 ára sem bezt hefur staðið sig í hverjum stað sem keppt verður á. Þetta er annað árið i röð sem BFÖ efnir til ökuleikniskeppni með þessu fyrirkomulagi, en árum saman hefur farið fram góðaksturskeppni á vegum félagsins. í fyrra fóru tveir þeirra er fram úr sköruðu í norræna ökuleikniskeppni sem haldin var á tilraunabraut einstaklingskeppni alþjóðamóts í ökuleikni i fyrra. Hann er hér til hægri. Sigurvegarar keppninnar í Englandi halda á bikurunum. Vauxhall bílaverksmiðjanna í Luton skammt frá London. Þar varð ísland í öðru sæti af Norðurlandaþjóðunum og Einar Guðmundsson frá Kópavogi varð í 3. sæti í einstaklingskeppni, en) fjöldi ökumanna frá mörgum þjóðum tóku þátt. Einar mun nú sjá um fram- kvæmd ökuleikniskeppna víðs vegar um landið. Sem fyrr segir verður keppnin fólgin í því að svara 10 spurningum i krossaprófsformi. Síðan eru aksturs- þrautirnar ellefu sem fólgnar eru í ná- kvæmnisakstri eftir plönkum, um ímyndaða brúarstólpa, afturábakakstri að lausum stöngum, lagningu á bíla- stæði o. fl. o. fi. Á undanförnum árum hafa ótal ökumenn á öllum aldri spreytt sig við slíkar akstursþrautir og nú vonar BFÖ og DB að sem flestir mæti til leiks. Fyrsta keppnin verður við Kársnes- skóla í Kópavogi kl. 2 á laugardaginn. Þarf að tilkynna þátttöku í síma 83533 fyrir lokun skrifstofu á föstudaginn. Þátttökugjald er 1500 krónur. Næsta keppni verður á Blönduósi 13. júlí, Akureyri 14. júlí og á Húsavík 15. júli. Munið að tilkynna þáttlöku og nú ættu sem flestir að vera með í „ÖKULEIKNI ’79”. -ASl. AUDIOVOX \r þig vandað hijómtæki í bífínn? EJEC1 Mikið úrval af hátölurum og kassettutækjum í bíla er okkar kjörorð. — ; . ■ ■ ___________i r •15 i\aa io ARMULA 38 iSelmúla meqirn 105 REYKJAVIK SlMAR; 31133 83177 POStHÓLF 1366 Attt ttt hljómflutnings fyrir: HEIMIUD — BÍUNN OG DISKÓTEKID

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.