Dagblaðið - 05.07.1979, Qupperneq 7

Dagblaðið - 05.07.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979. 7 Suðaustur-Asía: VÍETNAM BODAR KÍNA BROTTFÖR HERS SÍNS FRÁ KAMPÚTSEU Stjórn Víetnam hefur tilkynnt Kin- verjum, að svo kunni að fara að her- lið hinna fyrrnefndu verði kallað á brott frá Laos og Kampútseu. Er þetta sagt grundvallaratriðið í kröf- um Kínverja til að í alvöru geti orðið af friðsamlegri samóúð ríkjanna tveggja. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu lýsti aðstoðarutanríkisráðherra Víetnam yfir því, að þessi ákvörðun yrði al- gjörlega í höndum ríkjanna þriggja í Indókína, það er Laos, Kapútseu og Víetnam. Þar ætti Kína ekki að hafa neina íhlutun um. Kínverska stjórnin hefur hvað eftir annað lýst þvi yfir, að ekki geti orðið um neinar úrbætur á samskiptum þeirra við Vietnam að ræða fyrr en hér þeirra hyrfi frá ríkjunum tveim. Einkum hafa þeir verið ákafir i að koma þeim brott frá Kampútsetu en þar berst víetnamskur her gegn skæruliðum Pol Pots, sem Kínverjar styðja. Þrátt fvrir þessa yfirlýsingu, sem að visu gæti haft áliril þegar fram liða stundir, héldu talsmenn Kína og Vietnam áfram að tala digurbarka- lega um hegðun hvors annars. Kín- verjar leggja áherzlu á þá slæmu meðferð sem flóttamenn, aðallega af kinversku bergi brotnir, fengju hjá Víetnömum. Þeir lögðu aftur á móti áherzlu á þá áráttu Kínverja að leggja undir sig ríki nágranna þeirra. Bandaríkin: MEIRIÓVISSA EFTIR FRESTUN Á RÆÐUNNI enginn veit nú hverju búast má við af erkuspamaðarstef nu ríkisstjórnarinnar Hin skyndilega og óvænta tilkynning um að Jimmy Carter Bandarikjaforseti hefði hætt við að fiytja sjónvarps- og útvarpsræðu sína um orkustefnu stjórnar sinnar hefur vakið mikla athygli. Átti að útvarpa henni á miðnætti sl. nótt samkvæmt íslenzkum tima. Virðist þessi ákvörðun meðal annars hafa gert Bandarikjamenn enn ráðvilltari en áður um það hver stefna stjórnar landsins í orkumálum væri. Á meðan ræðurritarar og aðrir aðstoðarmenn Carters forseta voru að leggja síðustu hönd á ræðuna í gær- kvöldi gekk Jody Powell blaðafulltrúi hans fyrir fréttamenn í Hvita húsinu í Washington og tilkynnti þeim að forsetinn hefði falið sér að tilkynna, að flutningi hennar væri frestað til annars kvölds. Sérfræðingar stjórnarinnar í Washington höfðu gert sér vonir um að nýjustu fregnir af bensínskorti og skömmtun víðs vegar um Bandaríkin mundu valda þvi að bæði stjórnmála- menn og einstaklingar tækju meira mið af orðum forsetans um orkuskort en áður. Einnig voru þá hafðar í huga fregnir af ntiklum olíuverðshækkun- um. Fregnir af frestun ræðunnar þykja aftur á móti gefa til kynna að klofn- ingur sé innan rikisstjórnar Carters um stefnuna í orkumálum og þykir það strax veikleikanterki og hætt við að það dragi úr þunga orða hans, þegar ræðan verður flutt í kvöld. Fregnir frá Washington herma þó að aðeins hafi þarna verið um ágreining að ræða um hvenær réttast væri að flytja ræðuna. Sumir hafi talið rétt að gera það strax á meðan fólki væru síðustu atburðir í fersku minni en aðrir ráð- gjafar forsetans hafi viljað afla betri fregna af nýjustu niðurstöðum til að ræðan gæti orðið annað og meira en aðeins frásögn af framtiðaráformum i stórum dráttum. Sumir taka orkuskortinum með brosi á vör eins og bensinsölumaðurinn hér að ofan sem klæðzt hefur höfuðbúnaði oliusjeika i arabalöndum. Annars starfar hann í Pennsylvaniufylki í Bandarikjunum þar sem bensinskömmtun hefur verið tekin upp. Jane Ashton notaði tækifærið og smcllti sér í sólbað á meðan hún beið eftir að röðin kæmi að henni við bensinstöðina í New Jersey í Bandaríkjunum. - Sértilboð — Sértilboð — Sértil Tog. 700 Litir: Hvítt, brúnt, eða beige leður. Stœrðir: 39—42 Teg. 5 Litir: Rautt eða blátt Stærðir: 39—41 Verð kr. 2.500.- Teg. 21 Litur: Natur leður Stærðir: 39—46 Verð kr. 3.900.- Teg.401 Litin Brúnt/bniqe leður Stærðir: 39,40 og 41. Áðurkr. 17.880.- Nú kr. 7.995.- Verð kr. 2.995.- Teg. 440 — m/innleggi Litur: Beige leður Litur: Hvitt leður Stærðir: 42—45 Teg.1047 Litur Svart leður. Föðraðir og með slitsterkum sóla Stærðir 36-41 - Verö kr. 6.985.- Teg.1042 Litur Beinhvitt leður Fóðraðir og með slitsterkum sóla Litun Natur leður Fóðraðir og með slitsterkum sóla Stærðir 38-41 Verð kr. 6.985.- Stærðir 36-41 Verð kr. 6.985. Teg. 20 Litur: Rautt leður 36-41 Nú aðeins kr. 6.885.- Teg. 156 Litur: Brúnt eða rauðbrúnt og natur leður. Skinnfóðraðir og með leðursólum Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Simi 14181 — Póstsendum

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.