Dagblaðið - 05.07.1979, Page 8

Dagblaðið - 05.07.1979, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979. RS: 900 Roadstar I bílinn Innsetning samdægurs — mikið úrval afbíHoftnetum oghátölurum Skipholti 19 RVK sími 29800 Munið frímerkjasöfnun Geðverndar Innland og erlend frimerki. Gjama umslögin heit, einnig vélstimpluð umslög. PósthóH 1308 efla skrifstofa fél. Hafnarstræti 5, simi 13468. HAPPDRÆTTI BLIN DRAFÉLAGSINS Dregið hefur vcrið i Happdrætti Blindrafélagsins. Vinningar komu á eftir- talin nr. 1. Bifreið að vcrðmxti 6 millj. kom á miða nr. 12925 2. Hljóm- flutningstæki að verðmæti 150 þús. kom á miða nr. 8496.3. Myndavél að verðmæti 100 þús. á miða nr. 34617. Blindrafélagið færir öllum þcim er stutt hafa félagið með kaupum á happdrættismiðum beztu þakkir. III Heilsuvemdarstöð i|' Reykjavíkur óskar að ráða í stöður deildarfulltrúa og fjölskylduráð- gjafa við áfengisvarnadeild Upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 82399. Umsóknir skulu berast á þar til gerð eyðublöð fyrir 20. júlí nk. Heilbrigöisráð Reykjavíkur Allar viðgerðir bíla og stillum bílinn með fullkomnustu tækjum. Pantið tíma í tíma. Einnig bjóðum við Ladaþjónustu LYKILLP Bifreiðaverkstæði Sími 76650. Smifljuvegi 20 — Kóp. Værö færistyfírungTmgana á Dalvík, en Afbrotahneigð kind- anna fer vaxandi —Ekið a 9 lömb a Olafsfjarðarvegi Kindur hafa gerzt fram úr hófi á- gengar í blómagörðum Dalvíkinga í vor og sumar og bæjaryfirvöld og lögregla átt annríkt við að verja skrautjurtir bæjarbúa árásum. Klögumál ganga á víxl á milli manna vegna málsins og ein- hverjar bótakröfur munu hafa verið settar fram vegna skemmda i görðum, að sögn lögreglumanna á Ðalvik, sem DB hitti að máli á dögunum. Búfé hefur víðar komið við sögu í starfsskýrslum Iögreglunnar á Dalvik, því að undanförnu hefur verið ekið á ein 9 lömb á leiðinni milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. í spjalli DB við lögreglumenn kom fram, að værð hefur færzt yfir næturlif Dalvíkur um helgar undanfarin ár ög svokölluð unglingavandamál smærri í sniðum en áður, að mati þeirra. Þökkuðu þeir það tilkomu félags- aðstöðu fyrir unglingana í bænum, en einnig bættri aðstöðu til iðkunar skiða- iþrótta á Dalvík, sem hafi haft áber- andi góð áhrif á ungmennin. Tveir menn hafa unnið við löggæzlu í afleysingum á Dalvík i vor og sumar. Þeir hafa reynzt lögbrjótum illa og hirt menn fyrir hraðakstur og glannaskap á bilum. Einnig hirtu þeir 6 menn á bíl, en grunur leikur á að þeir hafi setzt undir stýri eftir að hafa kíkt í glas meira en góðu hófi gegndi. -ARH. » Stundum slysast Ámi Páll, Ijósmyndari I)B, til að ná myndum frá sérkennilegu sjónarhorni. Hann rammaði Dalvíkur- kirkju inn í gluggakarminn á nýju heimili aldraðra á Dalvik og útkoman er hreint ekki svo galin. Umsóknarfrestur um námslán Umsóknarfrestur um haustlán 1979— 80 er framlengdur til 1. ágúst nk. Áætlaður afgreiðslutími lánanna er: Fyrir námsmenn erlendis 1. okt. 1979. Fyrir námsmenn á íslandi 1. nóv. 1979. Skilafrestur fylgiskjala er mánuði fyrir áætlaðan afgreiðslutíma. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins á Laugavegi 77, afgreiðslutími er frá 1 —4 e.h. Sími 25011. Reykjavík, 3.7. 1979 Lánasjóður ísl. námsmanna. Bílasala Eggerts auglýsir Þá er hann loksins til sölu sá fallegasti, G.M.C., framdrifinn með sæti.fyrir 13, allir mögulegir aukahlutir fylgja. BÍLASALA EGGERTS, B0RGARTÚNI24. - SlMI 28255. Hóttapiltar frá Nicaragua: Hjálparbeiðni til íslendinga Kvenfélag starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í Hondúras í Mið-Ameríku hefur sent frá sér hjálparbeiðni til heimalanda félagsmanna til hjálpar 99 drengjum 6—18 ára, sem flúið hafa frá nágrannaríkinu Nicaragua þar sem nú ríkir styrjaldarástand. Drengirnir eru allir munaðarlsusir og er fjárhagsaðstoð brýnust fyrir félagið. Þó kæmi einnig til greina ef áhugi væri fyrir hendi af einhverra hálfu, að drengirnir færu i fóstur utan Hondúras, ef áfram heldur bardögum í Nicaragua. Hjálparbeiðni til íslands kemur frá Aðalheiði Guðmundsdóttur, eiginkonu Sveins S. Einarssonar verkfræðings, en hann starfar sem ráðgjafi hjá Sam- einuðu þjóðunum. I Ijálparstofnun kirkjunnar mun veita viðtöku framlögum til styrktar flótta- drengjunum frá Nicaragua, á gíró- reikning nr. 20005. -ELA. Guðmundur Sigurjónsson a mot i Esbjerg Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari hefur þekkzt boð um að tefia í Vesterhavs-turneringen sem fram fer í Esbjerg í Danmörku dagana 6.-21. júlí. I mótinu tefla fjórir stórmeistarar og sex til sjö alþjóðlegir meistarar, en alls eru keppendur fjórtán. Guðmundur tefldi einnig á þessu móti i fyrra og hafnaði þá í öðru sæti, næst á eftir Bent Larsen. -GAJ- Varp íbæjar- menningu Þeir láta sig hafa þaó blessaðir vor- fuglarnir aö verpa alls staðar þar sem nokkur möguleiki er, og jafnv^l víðar. Þetta hreiður fundu DB menn á víða- vangi inni í bænum Höfn á Hornafirði. Bæjarmenningin með ruslinu hafði náð alveg að hreiðurveggjunum og fuglinn lét ekki sjá sig á meöan torkennilegir menn mynduðu og skoðuðu hreiður hans. -DS/DB-mynd Trausti.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.