Dagblaðið - 05.07.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979.
9
DB-mynd: RagnarTh.
ERJAKKILEIGU-
BÍLSTJÓRANS AÐ
BAKIVELGENGNINNI?
Ólafur Skagvík — þrautreyndasti
siglari sjórallsins — á Ingu 06, sem
ekki hefur lent í neinum teljandi
óhöppum á leiðinni. Þarna þyrpast
peyjarnir að honum á Höfn. Jakkinn,
sem Ólafur klæðist, er „verndar-
gripur” hans í sjórallinu. Leigubíl-
stjóri, sem ók Ólafi niður á bryggju við
upphaf rallsins, snaraði sér úr jakkan-
um sinum með BSR-merki úr silfri og
lét rallkappann hafa til notkunar í rall-
inu. Kannski lukkan fylgi jakkanum
eftir allt saman, að minnsta kosti hafa
félagarnir á Ingu 06 ekki orðið fyrir
teljandi skakkaföllum á leiðinni. -ÓV
VINDUR í BAKH)
á leið sjórallsbátanna norður með
Austfjörðum
Inga 06 og Signý 08 lögðu af
stað frá Neskaupstað um kl. 16.30 í
gær, en upphaflega var áætlað að
farið yrði af stað til Raufarhafnar kl.
14. Ýmislegt smálegt tafði þó brott-
för bátanna. Viftureim vantaði á
annan bátinn og ekki var bensínbíll á
staðnum, þannig að útvega þurfti
bensín á tunnum, en það tók nokkuð
lengri tíma.
Áætlað var að siglingin til Raufar-
hafnar tæki 7—8 tíma ef vel gengi. í
gærmorgun var lygnt, en þegar liða
tók á dag var kominn suð-vestan
landstrekkingur. Rallkapparnir
fengu því vindinn skáhallt í bakið á
leiðinni norður með Austfjörðum.
Það var þó viðbúið að ferðin yrði
nokkuð erfiðari eftir að komið væri
.fyrir Langanes, er áttin yrði á móti
þeim.
Kapparnir á báðum bátunum,
Gunnar Gunnarsson og Ásgeir
Ásgeirsson á Signýju og Ólafur Skag-
vík og Bjarni Sveinsson á Ingu voru
hressir er lagt var upp frá Neskaup-
stað, eftir hvíld og góðan viðurgjörn-
ing. Skrúfan á Signýju er litillega
skemmd, en ekki hefur þurft að
skipta um skrúfu. Varaskrúfa er með
í förinni.
FR-menn á Austfjörðum fylgjast
náið með ferðum bátanna og mynda
samfellda keðju meðfram ströndinni.
-JH/JR Neskaupstað.
Ný sending
væntanleg.
kristjAn ó.
SKAGRIORÐ
■ Hólmsgötu 4«
PIONER plastbáturinn er eins og kjörinn fyrir
íslenzkar aðstæður. Hann sekkur ekki, er mjög léttur í
meðförum bæði á floti og á þurru, er ótrúlega
fiarðgerður ógætilega sé með hann farið. PIONER
báturinn er framleiddur í 8’, 10’, 12’, og 13’, auk kajaka
og kanóa á mjög hagstæðu hagstæðu verði.
Einn af þeim
öruggustu
Signý í áföllum við Kögur:
KEYRÐUM HANA UPP
ÚR STRAUMHNÚTNUM
—sátum í sjó upp að mitti—höggið var rosalegt og
burðarbiti svignaði
„Við vorum búnir að sigla fyrir
alla Austfirðina í ágætisveðri og
komnir á móts við Kögur. Þá reið
straumhnútur skyndilega yfir bátinn.
Við höfum verið á um það bil 25 til
30 milna hraða og hann hreinlega
kafkeyrði bátinn,” sagði Gunnar
Gunnarsson á Signýju í viðtali við
DB í Borgarfirði eystra í gærkvöldi.
„Með því að gefa fullan kraft á
vélina tókst okkur þó að keyra hann
upp og þá kom í ljós að gott var að
hafa kraftmikla vél. Báturinn lyfti sér
svo vel upp úr að töluvert af sjónum
helltist úr honum. Þó sátum við
Ásgeir í sjó upp að mitti, þegar við
ákváðum að snúa til Borgarfjarðar
eystra til aðathuga skemmdir.”
Gunnar sagði að straumhnúturinn
sem skall á bátnum hefði verið rosa-
legur. Lúgan framan á bátnum
rifnaði af, Ijósin beygðust aftur, og
auk þess losnuðu festingar á milli
stýrishúss og skrokksins. Nokkur
Ásgelr Ásgelrsson á Signýju var ekki Jafn þurr og
snyrtilegur, þegar þeir félagnr sigldu báli sínum
inn til Borgarfjaróar eystra i gærkvöldi og þegar
Ragnar Th. tók þessa mynd af honum í gær á
Höfn í Hornafirði.
tæki eins og dýptarmælir og radar
urðu fyrir hnjaski.
„Þegar Signý var kominn inn til
Borgarfjarðar var þeim Gunnari og
Ásgeiri veitt aðstoð af heimamönn-
um þar við að taka bátinn upp til
skoðunar. Ekkert virtist vera að
skrokki bátsins nema burðarbiti
fremst í byrðingi hafði svignað, þó
ekki svo að áframhaldandi sigling
væri ekki fær.
Gunnar sagði að þeim hefði verið
vel tekið á Borgarfirði sem og annars
staðar og allir boðnir og búnir til að
aðstoða þá. Signý væri aftur koinin á
flot og bæði áttaviti og ratsjáin í not-
hæfu ástandi. Bjóst hann við að
leggja aftur í siglinguna til Raufar-
hafnar um klukkan tvö í nótt. Veðrið
væri að visu orðið mjög slæmt
norður fyrir og áttin á móti.
„Við Ásgeir höfum það annars
ágætt og erum nú rétt að setjast að
kaffiborði hjá þeim Svanhildi
Guðmundsdóttur og Jóni Helgasyni
hér á staðnum.”
-ÓG.
FR-meim íBorgarfirði eystra sendir ífýluferð:
Spuröu hvenær þeir
ættuaðmæta aftur!
hundblautir af sjónum
Sjórallsvaktin hjá þeim FR-mönnum
í FR 5000 bregzt ekki. Þaðan er
stjórnað öllu starfi FR-manna hringinn
í kringum landið. Á stóra íslandskortið
á veggnum hjá þeim FR-mönnum er
merkt nákvæmlega leið sjórallsbátanna
og er litið var inn hjá þeim um miðjan
dag í gær, voru línurnar tvær, Signý og
Inga komnar til Neskaupstaðar.
Á myndinni eru þeir FR-menn er
hvað ötulast hafa unnið í stjórnstöð-
inni, Júlíus Högnason og Reynir
Einarsson.
Reynir nefndi sem dæmi um árvekni
og dugnað FR-manna víða um land, að
í gærmorgun hefði láðst að tilkynna
FR-mönnum á Borgarfirði eystra, að
tímaáætlun hefði breytzt. Þeir hefðu
því farið árla morguns á trillu út á haf,
með FR-stöð, svo ná mætti stöðugu
sambandi.
Þeir hefðu ekki vandað stjórnstöð-
inni kveðjurnar er þeir komu blautir og
kaldir að landi aftur, en jafnframt
spurt hvenær bátarnir kæmu, svo þeir
væru örugglega komnir aftur á réttan
stað er á þyrfti að halda.
-JH
SEAFARER-björgunarbátar
frá 4ra til 25 manna. Viðurkenndir af skipaskoðun ríkisins.y/vi
Tvöfalt ioftrými
sem
hvort um
sig getur
haldið uppi
fullhlöðnum
... báti
Allar nánari upplýsingar'-
/IUSTURBAKKI HF
Skeifunni 3, sími 81411
«« iL
xW&ftWíí. M