Dagblaðið - 05.07.1979, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979.
15
þróttir
Iþróttir
íþrótt;r
íþróttir
Iþróttir
D
igurðsson skorar fallegt mark eftir góða fyrirgjöf Sverris Herbertssonar.
DB-mynd Sv. Þorm.
garíbaslimeð
arlið Siglfirðinga
íttuna um íslandsmeistaratitilinn með slíkum leik
mínútunni að KR innsiglaði sigurinn og
bjargaði þar með andlitinu. En lítum á
minnisþókina.
Á 4. mínútu á Haukur Ottesen gott skot
fyrir utan vítateig en markvörður Siglu-
fjarðar ver. Mínútu síðar fær Stefán Örn
knöttinn í dauðafæri en skallar framhjá.
Markið virtist liggja í loftinu og á 9. mínútu
kom það. Sigurður Pétursson, vinstri bak-
vörður KR, brunaði upp vinstri kantinn og
gaf vel fyrir mark Siglfirðinga. Sverrir Her-
bertsson, bezti maður KR í leiknum, var þar
fyrir. Skalli hans fór í varnarmann Siglfirð-
Blikum
ig saman og unnu 4—0
Sigurði hafi ekki mistekizt vítaspyrna í 10 ár
eða allt frá því hann var í 5. flokki.
í seinni hálfleiknum jukust yfirburðir
Blikanna jafnt og þétt og tækifærin komu á
færibandi. Sigurjón fékk gott færi í upphafi
.s.h. og skömmu síðar fengu Heiðar, Vignir
og Ólafur upplögð færi í sömu sókninni til
að skora.
Rétt á eftir fékk Fylkir sitt hættulegasta
færi, en Sveinn markvörður varði í horn.
Blikarnir fengu síðan þrjú góð færi til við-
bótar áður en þeir bættu þriðja markinu við
á 71. mín. Þá skoraði Sigurður Halldórsson
með sinni fyrstu spyrnu í leiknum, en hann
kom inn á sem varamaður. Markið kom eftir
glæsilega sóknarlögu Blikanna upp hægri
kantinn þar sem Hákon og Sigurjón spiluðu
sig í gegn. Á 77. mínútu kom síðan fjórða
markið. Þá komst Heiðar í gegn, en Ög-
mundur varði skot hans vel. Knötturinn
barst til Vignis Baldurssonar sem skoraði af
öryggi. Rétt fyrir leikslok skaut Heiðar í
þverslá og yfir af 25 m færi og yfirburðir
Blikanna voru algerir.
Lið Breiðabliks er vafalaust eitthvert bezt
leikandi lið landsins og liðið leikur betri
knattspyrnu en flest 1. deildarfélaganna.
Framlínan með þá Sigurð, Sigurjón og
Hákon er stórhættuleg og Sigurður eitthvert
mesta efni, sem undirritaður hefur séð —
aðeins 17 ára gamall. Vignir og Heiðar voru
mjög góðir á miðjunni og vörnin var traust
svo og Sveinn í markinu. Þór Hreiðarsson og
Ingólfur Ingólfsson voru ekki með, en það
kom ekki að sök. Fylkir átti aldrei möguleika
gegn Blikunum, en liðið leikur oft á tíðum
mjög fallega knattspyrnu úti á vellinum, en
endahnútinn vantar. Ögmundur varði vel og
verður ekki sakaður um mörkin, en vörn
Fylkis er ekki upp á það bezta. -SSv.
inga og þaðan í netið. Hafa nú flestir vafa-
laust búizt við stórsigri 1. deildar liðsins en
það fór á annan veg. Næsta hálftímann var
leikurinn miðjuþóf þar sem fátt markvert
gerðist utan það að JónOddsson, miðherji
KR, meiddist á ökkla eftir samstuð við mark-
vörð Siglfirðinga og var borinn af leikvelli.
Á 38. minútu kom reiðarslagið fyrir KR-
inga. Sigurjón Erlendsson, traustur varnar-
maður Siglfirðinga, gaf þá langa sendingu
fram völlinn og skyndilega var Haraldur
Agnarsson á auðum sjó. Hann lét tækifærið
sér ekki úr greipum ganga heldur skoraði ör-
ugglegá framhjá Hreiðari, markverði KR.
Síðari hálfleikurinn var svipaður þeim
fyrr, miðjuþóf og yfirleitt gekk boltinn mót-
herja á milli. Á 7. mínútu tókst Sverri að
brjótast í gegn hægra megin, gaf síðan góða
sendingu á Stefán Örn, sem skoraði örugg-
lega með skalla. Á lokaminútu leiksins bættu
KR-ingar svo þriðja markinu við. Börkur
Ingvarsson skoraði markið með skalla eftir
hornspyrnu frá Elíasi Guðmundssyni.
Með slíkum leik sem þessum geta KR-ing-
ar varla gert sér vonir um að blanda sér i bar-
áttuna um íslandsmeistaratitilinn. Leikmenn
liðsins léku allir langt undir getu. í liði Sigl-
firðinga vakti bakvörðurinn Björn Sveinsson
mesta athygli, hefur næmt auga fyrir sam-
leik. Sigurjón Erlendsson var líka nokkuð
traustur í vörninni þrátt fyrir að hann sé anzi
þungur. Mega Siglfirðingar vel við una, að
hafa veitt einu af efstu liðum 1. deildar verð-
uga keppni.
- GAJ
Jafntefli
Finnar koma enn á óvart í 6. riðli Evrópu-
keppni landsliða. í gærkvöldi léku þeir við
nágrannana Sovétmenn og öllum á óvart
lauk leiknum með jafntefli 1-1 en leikið var í
Helsinki. „Ég bjóst ekki við Finnunum
svona sterkum,” sagði þjálfari Sovétmann-
anna, Nikita Simonian, eftir leikinn. Rúss-
arnir náðu þó forustunni i fyrri hálfleiknum
með marki Khapsalis á 28. mín. en Atik
Asmail jafnaði fyrir Finnana á 55. mínútu.
Úrslit í þessum riðli hafa verið mjög óvænt
vægast sagt og nú eru þau hlið við hlið
Grikkland og Finnland. Fyrri leik liðanna,
sem fram fór í Finnlandi, unnu Finnar 3-0 en
i þeim síðari sem fram fór í Aþenu unnu
Grikkir 8-1. Þrátt fyrir þetta hroðalega tap í
Aþenu er staða Finnanna bezt í riðlinum.
Staðan:
Grikkland 5 2 12 12-7 5
Finnland 4 2 11 7-10 5
Sovétríkin 4 12 1 5-5 4
Ungverjaland 5 12 2 6-8 4
Heppnissigur Framara
gegn KA á Akureyri
—sigruðu 3—2 og sigurmarkið kom 5 mín. fyrir leikslok
Framarar tryggðu sér réttinn til að
ieika í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar
með því að sigra KA 3-2 i leik liðanna
fyrir norðan í gærkvöldi. í hálfleik var
staðan 2-2 og verður að segjast eins og
er að Framarar voru nokkuð heppnir
að sleppa með sigurinn.
Þegar liðin hlupu inn á völlinn mátti
sjá að í lið Fram vantaði þá Pétur
Ormslev og Kristin Atlason og munu
þeir hafa verið settir út úr liðinu vegna
agabrots, að því er menn bezt vita.
Slæmt hjá landsliðsmiðherjanum að
lenda í slíku. Hvað um það, leikurinn
var nánast endurtekning á viðureign
liðanna í 1. deildinni á föstudagskvöld
og jafnræði var lengst af.
KA átti þó meira í upphafskaflanum
og strax á 3. mín. átti Gunnar Blöndal
gott skot að marki. Markið iét ekki
bíða lengi eftir sér og á 6. minútu náði
KA forystunni með sérlega fallegu
marki. Upphlaupið hófst hjá Helga
bakverði. Hann gaf fram kantinn á
Njál sem tók þríhyrningasendingu við
Elmar áður en hann sendi vel fyrir
markið. Óskar Ingimundarson kom þar
á fullri ferð við vítateiginn og sendi
boltann í netið með gullfallegu þrumu-
skoti alveg út við stöng.
Eftir markið fóru Framarar að koma
meira inn í myndina og á 26. mínútu
jöfnuðu þeir metin með marki Trausta
Haraldssonar. Verður það að skrifast á
Aðalstein markvörð að nokkru leyti
þar eð hann var illa staðsettur i mark-
inu. Skot Trausta sigldi yfir hann og í
fjærhornið.
Framarar voru þó ekki lengi í
paradís því strax á næstu mínútu náði
KA forystunni á nýjan leik. Njáll gaf
þá fyrir markið þar sem þeir Gunnar
Blöndal og Guðmundur markvörður
Fram stukku upp saman. Boltinn barst
til Óskars, sem lagði hann vel fyrir sig
og skoraði síðan af öryggi.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks — á 42.
mín. — jafnaði Fram á nýjan leik.
Gunnar Orrason var þar að verki og
var það mark mjög keimlíkt síðara
marki KA.
í seinni hálfleiknum róaðist leikurinn
nokkuð og tækifæri voru ekki mörg.
Þó átti Gunnar Blöndal gott skot á 48.
min., sem Guðmundur bjargaði í horn.
Rétt á eftir fékk Gunnar Orrason
svipað tækifæri en Aðalsteinn varði
skot hans mjög laglega. Eftir þennan
upphafssprett datt leikurinn nokkuð
niður og lítt markvert gerðist fyrr en á
79. mínútu en þá átti Gunnar Blöndal
mjög gott skot sem Guðmundur
varði laglega.
Sigurmark Framara kom síðan fimnt
min. fyrir leikslok eftir herfileg varnar-
mistök. Knötturinn barst fyrir markið
og framhjá a.m.k. þremur varnar-
mönnum KA áður en Guðmundur
Steinsson skaut lausu skoti, sem sigldi
óáreitt i markið.
í heildina var þetta mjög jafn leikur
og jafntefli hefði verið sanngjarnasta
niðurslaðan. Framarar verða að teljast
heppnir að hafa unnið þennan leik.
Áhorfendur voru um 700 og Rafn
Hjaltalín dæmdi leikinn af stakri prýði.
-St.A.
Sjö mörk f rá
Skagamönnum
—sökktu Þrótti, Nes í gærkvöld
Akurnesingar þurftu ekki mikið að
hafa fyrir bikarsigri sínum gegn Þrótti
frá Neskaupstað i gærkvöldi. Sjö urðu
mörkin hjá Skagamönnum áður en yfir
lauk, án þess að Þrótti tækist nokkurn
tíma að svara fyrir sig — hvað þá að
skapa sér svo mikið sem eitt einasta al-
mennilegt marktækifæri allan lcikinn.
Staðan í hálfleik var 4-0.
Leikurinn hafði ekki staðið i nema
tvær mínútur þegar Skagamenn skor-
uðu fyrsta mark sitt. Það skoraði
Sigurður Lárusson eftir fyrirgjöf frá
Sveinbirni Hákonarsyni. Hálfgerður
heppnisstimpill var þó á markinu.
Skagamenn fengu ótal færi í leiknum
og þá einkum Sigþór, en mörg þeirra
tókst ekki að nýta. T.d. fengu Akur-
Einar Asbjom
kom ÍBK áfram
Einar Ásbjörn Ólafsson sá öðrum
fremur fyrir því að ísfirðingar komast
ekki lengra í bikarkeppni KSÍ þetta
árið. Hann skoraði bæði mörk heima-
manna á grasvellinum í Keflavik í gær-
kvöld. Hið fyrra þegar um stundar-
fjórðungur var liðinn af leiknum. Þórir
Sigfússon sendi knöttinn inn í miðja
þvögu til Einars sem tókst að skora.
Hið síðara skoraði Einar skömmu áður
en ágætur dómari leiksins, Óli Ólsen,
flautaði til merkis um leikhlé. Aðdrag-
andinn var sá, að Þórður Karlsson
sendi fyrir markið úr hornspyrnu.
Knötturinn kom niður á markteigs-
hornið fjær þar sem Einar skoraði með
því að sneiða knöttinn með jarkanum í
netið — óvenjulegt mark.
Einar, sem var langbeztur Keflvik-
Klaus Jiirgen Hilpert
inga, átti fleiri færi sem að vísu mistók-
ust en hann er óðum að ná sér af
meiðslum, sem hafa angrað hann
þrálátlega að undanförnu.
ísfirðingar fengu einpig sín tækifæri
til að skora þrátt fyrir að við ofurefli
væri að etja. Minnstu munaði að
Gunnar Pétursson, hinn eldfljóti og
stæðilegi leikmaður ísfirðinga, jafnaði
metin er hann komst einn inn fyrir vörn
ÍBK og átti einungis Þorstein Ólafsson
eftir. Þorsteinn var hins vegar sú.hindr-
un, sem honum tókst ekki að yfirstíga
því Þorsteinn varði fast skot hans af
markteig með snilldarbrag. Þorsteinn
varði reyndar annað skot frá ísfirðing-
um eftir aukaspyrnu í s.h.
Leikurinn var lengst af þófkenndur
og lítið um samspil. Keflvíkingar
mega heldur betur herða sigef þeir ætla
sér sigur í næsta leik gegn erkióvinun-
um — Valsmönnum — á mánudags-
kvöld.
Auk Einars Ásbjörns áttu þeir
Þórður Karlsson og Guðjón Guðjóns-
son þolanlegan leik svo og Þórir Sigfús-
son. Hjá ísfirðingum var Gunnar lang-
beztur en þeir Andrés Kristjánsson og
Haraldur Stefánsson áttu einnig góðan
leik.______________________'emm
DB með viðtal
við Hilpert
í Dagblaðinu á morgun verður birt
heilmikið viðtal við þjálfara Akurnes-
inga, Klaus Júrgen Hilpert, sem blm.
tók á miðvikudag. Hilpert er einkar
skemmtilegur náungi og ber viðtalið
keim af því. Hann kemur víða við og
ræðir opinskátt um árangur Skaga-
manna i sumar.
nesingar dauðafæri á 5. mínútu er
Kristinn Björnsson, sem lék með á nýj-
an leik og lífgaði mjög upp á framlín-
una, gaf á Sigþór, sem tókst ekki að
skora.
Annað mark Akurnesinga kom siðan
á 18. minútu. Eftir mikla þvögu rétt
utan markteigs barst boltinn til Svein-
bjarnar, sem afgreiddi hann i netið
fy rirhaf narlít ið.
Og áfram héldu mörkin. Á 31.
mínútu kom það þriðja. Markvörður
Þróttar hélt ekki boltanum eftir auka-
spyrnu og Sigurður Halldórsson fylgdi
vel eftir og skoraði. Fjórða markið
kom síðan á 38. minútu og var gull-
fallegt. Sigurður Lárusson lék þá upp
að endamörkum og gaf vel fyrir markið
þar sem Kristinn kom á fullri ferð og
hamraði knöttinn í netið með glæsileg-
um skalla.
Bezti leikkafli Þróttar kom í upphafi
seinni hálfleiks og fyrstu 15 mín. hans
neyndu þeir að spila knattspyrnu og
tókst sæmilega á köflum, en tækifærin
voru alls engin. Á 61. mínútu kom
fimmta markið. Þá skoraði Sigþór eftir
að Sveinbjörn hafði átt skot á markið,
sem markvörður Þróttar hélt ekki. Rétt
á eflir var Sigþór í dauðafæri en Ágúst
markvörður varði vel í horn.
Mörkunum var þó ekki lokið og á
7,9. minútu kom 6-0. Sveinbjörn
Hákonarson var þá að verki eftir
fallega fyrirgjöf Jóns Áskelssonar. Sjö
mínútum síðar skoraði Sigþór siðasta
markið í leiknum eftir stungusendingu
frá Sigurði Lárussyni.
Hjá Akurnesingum var Árni Sveins-
son frískastur, en þeir Sigurður Lárus-
son og Jóhannes áttu einnig góðan leik,
en mótstaðan var í lágmarki. Hjá
Þrótti skar sig enginn úr. Áhorfendur
voru á milli 7 og 8 hundruð, sem verður
að telja mjög gott. -KP
J.S. HELGASON HF.
SKEIFAIM 3J - SÍMI 37450