Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 27
DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979. 27 BÆJARINS BEZTU Stutt kynningá því athyglis verðasta sem kvikmyndahús borgarinnarsýna Risinn .eikstjóH: George Stevena, gerð í BandaHkjunum 1966. Sýningarstaður Austurbsojarbfó. Risinn, sem var síöasta myndin sem James Dean lék í áður en hann dó, er byggð á sögu Ednu Farber og gerist í Texas. Hún fjallar um innbyrðis deilur tveggja manna, þeirra Bick (Rock Hudson) og Jett' (James Dean) Inn í þetta fléttast svo ást þeirra á sömu stúlkunni Leslie, er Elizabeth Taylor leikur. Hér er um að ræða dæmigerða, Hollywoodmynd eins og þegar kvikmyndaborgin var upp á sitt bezta. Það sem flestum leikur eflaust forvitni á að sjá er leikur James Dean. Hann var á þeim tíma fulltrúi ungu kynslóðarinnar og. iérstaklega þeirra er voru óánægðir með hlutverk og stöðu sina í þjóðfélaginu. Hér gefst því tilvalið tækifæri til að sjá átrúnaðargoð t æskunnar fyrir rúmum tuttugu árum. Njósnarinn sem elskaði mig Leikstjóri: Lewb GBbert, gerð í Bretiendi 1977. Sýningeretaður Tónebfó. Tónabíó býður nú upp á James Bond í fullu fjöri. Það sem Bond myndir hafa fram yfir myndir um sama efni er hnyttnari-texti og ótrúlega vel útfærð glæfraatriði. Raunar hafa Bond myndirnar yfir sér ákveðinn lúxus stimpil. Það er engu til sparað enda sjást á hvíta tjaldinu útfærðar ótrúlegustu hugdettur. Efnisþráðurinn er mjög ótrúlegur og óraunverulegur enda fær áhorfandinn á tilfinninguna að framleiðendur myndarinnar séu beint eða óbeint að gera góðlát- legt grín að þessu ofurmenni kvikmyndanna. í stuttu máli sagt á- gætis afþreying ef efnið er ekki tekið of alvarlega. Atriði úr ELVIsTeLVIS!^ ELVIS! ELVIS! Leikstjórí: Kay Pollack, gerö í Svgjjóð 1977. Sýningarstaður Hóskólabfó sam mánudagsmynd. Myndin Elvis! Elvis! er byggð á bók sænska rithöfundarins Maria Gripe og fjallar um 8 ára gamlan dreng sem ber heitið Elvis Karlson. Móðir hans, sem er enn einlægur Elvis Presley aðdáandi, skírði drenginn í höfuðið á átrúnaðargoði sínu. Elvis á við mörg vandamál að stríða. Hann á erfitt með að umgangast jafnaldra sína, fær oft martraðir og vantar ástúð móður sinnar sem virðist oft bera meiri umhyggju fyrir Presley en syninum. Hér er á ferðinni skemmtilegt innlegg til barnaársins. Þótt myndin sé ekki fyrir börn þá lýsir hún mjög vel vandtunálum og viðhorfi barnsins á næman máta, án þess þó að vera með óþarfa predikanir. Það sem gerir myndina eins lifandi og raun ber vitni er frábær leikur Elvis og vin- . konuhans. Stóra barnifl Nunzio Leikstjóri: Paul Williams, gerð í Bandarikjunum. Sýningarstaður: Laugarásbfó. Hér er ekki um neina stórmynd að ræða heldur látlausa og tiltölu- lega óþekkta mynd. Söguhetjan Nunzio er 31 árs að aldri en hann ei þroskaheftur og hefur hugmyndir og viðhorf barns. Helzta fyrir- mynd hans í lífinu er teiknimyndahetjan Superman en í daglegu lífi reynir Nunzio að taka þessa hetju til fyrirmyndar. Myndin lýsir síðan daglegu lífi Nunzio, sigrum hans og ósigrum, ánægju og von- brigðum. Hún reynir ekki að gera neina stóra hluti heldur setur efnið fram á léttan og oft á tíðum skemmtilegan máta þótt um alvarlegan undirtón séaðræða. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvjk- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. G Útvarp Sjónvarp /----------------------------------------------\ LBKRITVIKUNNAR - útvaip kl. 20,10: INNBROTSÞJÓFURINN OG VONDA SKÁim Leikrit vikunnar er að þessu sinni Innbrotsþjófurinn eftir Christian Bock, en það verður flutt í útvarpi kl. 20.10 í kvöld. Þorsteinn Ö. Stephensen gerði þýðinguna, en leikstjóri er Benedikt Árnason. Hlutverkin þrjú eru í höndum þeirra Bessa Bjarnasonar, sem fer með hlutverk Eduard, Gisla Halldórssonar, sem fer með hlutverk innbrotsþjófsins og Helgu Þ. Stephen- sen sem fer með hlutverk Marianne. Þetta er gamansamt leikrit. Hjónin Eduard og Marianne vakna við það um miðja nótt að einhver er kominn inn í íbúðina. Það reynist vera mannvesa- lingur og hann fær heldur háðulega út- reið. Verst þykir honum þó þegar Eduard fer að þylja yfir honum ljóð eftir sig, enda líklegt að svo yrði um fleiri, því að maðurinn er afspyrnu vont skáld. En fáir eru svo aumir að þeir eigi sér ekki viðreisnar von og það sem niður snýr í dag, getur snúið upp á morgun. Höfundurinn, Christian Bock, var einn vinsælasti höfundur útvarpsleikja i Þýzkalandi eftir heimsstyrjöldina síðari. Hann fæddist árið 1906 og lézt 1976. Síðustu árin bjó hann í Hamborg og vann eingöngu við ritstörf. Meðal Vilhelm G. Kristinsson, hinn kunni fréttamaður. DB-mynd Bj. Bj. Læturaf störfum eftirtíuár hjá útvarpi Vilhelm G. Kristinsson, frétta- maður, lætur af störfum hjá útvarpinu 1. september nk. eftir tíu ára starf sem kunnur útvarpsmaður. Vilhelm hefur ráðið sig sem fram- kvæmdastjóra Sambands bankamanna og tekur hann við starfinu af Gunnari Eydal. Aðspurður sagði Vilhelm að ekki væri óliklegt að hann yrði íhlaupa- maður hjá útvarpi og sjónvarpi og jafnvel gæti komið til að þættinum Beinni línu, sem var vinsæll útvarps- þáttur í vetur, yrði haldið áfram. ,,Að sjálfsögðu verður engin Bein lína án Vilhelms,” skaut Kári Jónasson fréttamaður inn i umræðurnar og við •tökum undir það. -ELA. Gfsli Halldórsson fer með hlutverk mn- brotsþjófsins. Bessi Bjarnason fer með hlutverk hins afspyrnu vonda skálds. þekktra leikrita hans má nefna, Fjögur ár og einn dagur (1951), Pabbi kaupir bíl (1956) og Sérkennilegur sími (1961). Útvarpið hefur áður flutt tvö leikrit ( Bocks: Blákaldan sannleik, 1953 og Jóhann síðasta, 1954. Leikritið i kvöld tekur tæpan klukkutíma í flutningi. -ELA. ____________________________) \ Ðnar aftur morguiþulur Enn heyrist ný rödd í útvarpi. Að þessu sinni þó ekki alveg ný. Einar Sigurðsson hefur hafið aftur þularstarf hjá úfvarpinu en hann var morgun- •þulur í fyrrasumar. Einar er nýkominn heim úr námi í Englandi og sagði hann í samtali við DB að hann yrði morgunþulur annan hvern morgun þennan mánuð, en eftir það vissi hann ekki hvaða vakt hann yrði settur á. Einar var með létta þætti á laugar- dögum í fyrrasumar ásamt Ólafi Geirs- syni, en í sumar ætlar hann að láta sér nægja þularstarfið. -ELA. Einar Sigurðsson mættur aftur til starfa sem morgunþulur. DB-mynd Ari. þá þatftu gott rúm. VINNUR ÞU TVÖFALDANN VINNUDAG? tzZZJ-HXXS) lzZiJ\XXX)'-ZZ_u>,<._z-s._)(_J(_)KLL Bíldshöfða 20 - Sv81410 - 81199 Sýningahöllin- Artúnshöfða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.