Dagblaðið - 11.07.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979.
5
r
„Á ekkiaðvera
hægt að bakkæra”
— segja keppendurá Signýju 08
Keppendur á sjórallsbátnum
Signýju 08 hættu keppni á Akureyri
eins og margnefnt hefur verið í DB.
Keppendumir þeir Gunnar Gunnarsson
og Ásgeir Ásgeirsson vilja koma á
framfæri ástæðum til þess að þeir
héldu keppninni ekki áfram.
„Búið var að gefa okkur stig á Nes-
kaupstað, en þá heyrðum við ávæning
af því að það ætti að kæra okkur,”
sagði Gunnar Gunnarsson. „Við
sögum þá keppnisstjóm að við
myndum segja okkur úr keppninni ef
fyrri stigagjöf yrði breytt.
Síðan varð það reyndin að keppnis-
stjórn tók þá ákvörðun að dæma
legginn frá Höfn að Neskaupstað
ógildan, með 3 atkvæðum gegn 2. Þá
þegar um kvöldið á Akureyri, áður en
ræst var til ísafjarðar, lýstum við því
yfir að Signý væri hætt keppni.
Þegar einu sinni er búið að dæma í
svona keppni ásádómur aðgilda.
Við viljum gjarnan taka þátt i
næsta sjóralli, en aliar reglur þurfa að
vera betri og ekki hægt að bakkæra
menn eftir duttlungum einhvers. Það
þarf nánast einræðisvald einhvers á-
kveðins framkvæmdastjóa.
Við erum tilbúnir að miðla af okkar
reynslu af sjórallinu bæði í fyrra og í
ár, þannig að betur megi til takast. -JH.
í olíudýrhöinni:
Orkunefnd
Hafnarvill
fjarvarmaveitu
Rólegt hjá Gæzlunni
Rólegheitatímar rikja hjá Land-
helgisgæzlunni. í gær lágu öll
varðskipin í höfn, nema Þór, en um
helgina var hann notaður í skemmti-
siglingu i tengslum við hátiðahöld á
Neskaupstað. Átti að nota fiskiskip í
skemmtisiglinguna, en það brást og
varðskip hljóp í skarðið. Bjarni Helga-
son hjá Gæzlunni sagði þá ákvörðun
hafa verið tekna i samráði við dóms-
málaráðuneyti.
Týr fer úl á mlðin í dag, en Öðinn er
nýkominn inn í „venjulega inniveru”
að sögn Bjarna. Ægir hefur legið við
bryggju í margar vikur. Fjárhagsstaða
Gæzlunnar er fremur bágborin og því
hafa landlegur verið auknar á sama
tíma og mannskapurinn tekur sér
sumarfrí.
Flugvélar Gæzlunnar voru í skýli i
gær og löggæzla á miðunum þvi i lág-
marki.
-ARH/DB-mynd: Sveinn Þorm.
Ureldingarsjóðurínn:
900 brúttólestir
hafa verið
eyöilagðar
—meðtilstyrk
sjoðsins
DAEBIABIB
frjálst,
úháð
itnyhlaH
m rvrjóKN sIdiimCla il au(;lVsin(;v» oc ak.rhdsla ►vranotTi 11—auai.sImi itou.
Vest-
manna-
eyjar:
FLEYGÐIBÁTNUM Á
KOSTNAÐ RÍKISINS
—efír at hafa gert hann upp fyrir20 iriljdrir
„Vill einhver kaupa bátinn? Hafa
þeir er gagnrýna einhverja kaupendur
að honum? Þessir menn hafa reynt að
selja,” sagði Ingimar Einarsson, deild-
arstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu en
hann er starfsmaður nefndar þeirrar er
veitir hina svokölluðu úreldingar-
styrki. DB hafði samband við hann í
framhaldi af frétt blaðsins um Bursta-
fellið.
Ingimar sagði, að nefndin hefði haft
til ráðstöfunar 3000 milljónir úr
gengismunarsjóði frá 1. september sl.
Þegar væri búið að veita um 200
milljónir á 16—17 báta en alls hefðu
borizt 30—35 umsóknir. Nú væri búið
að eyðileggja um 900 brúttólestir með
tilstyrk sjóðsins. ,,Ef bátur er orðinn
gamall með gamla vél og fyrirsjáanlegt
er að miklu þurfi að kosta til hans,
þykir sjálfsagt að stuðla að því að hon-
um sé fleygt,” sagði Ingimar.
Hann sagði, að úreldingarstyrkirnir
væru tímabundnir þar sem peningarnir
væru að klárast og ekki væri vitað til
að neitt kæmi í þeirra stað. Nefndin
hefði úthlutað styrkjunum í mjög nánu
sambandi við aldurslagasjóð. Sá
sjóður veitti 150 þúsund krónur á
brúttólest óháð ástandi bátsins. Við út-
hlutun úreldingarstyrkjanna væri fyrst
skoðað, hvort viðkomandi aðili hefði
fengið styrk úr aldurslagasjóði og væri
tekið tillit til þess. Þá væri skilyrði, að
umsækjandinn væri með skuldasúpu á
bakinu. Eingöngu væri úthlutað til
gamalla og úreltra báta. „Það dettur
engum í hug að bjóða í þessa báta,”
sagði Ingimar. Einnig benti hann á, að
flotinn væri orðinn of stór.
-GAJ-
„Það var ekkert annað að gera”
segir eigandi Burstafellsins
„Vélin úr bátnum bræddi úr sér í
veturogvar ekki talin viðgerðarhæf.
Þaö er ramkvæmd upp á a.m.k. 30
milljónir að setja nýja vél í bátinn,”
sagði Þór Vilhjáimsson, eigandi
Burstafells í Vestmannaeyjum en
bátnum hefur nú verið fleygt og
hefur eigandinn fengið til þess styrk
úr tveimur sjóðum. Eins og Dag-
blaðiö greindi frá sl. laugardag hefur
þetta sætt mikilli gagnrýni í Vest-
mannaeyjum þar sem báturinn var
nýuppgerður og í mjög góðu ástandi
að öðru leyti en því að vélin var ónýt.
„Mér finnst frétt Dagblaðsins af
þessu máli afar ósmekkleg,” sagði
Þór. „Hér var um að ræða opinberan
sjóð, sem auglýsti eftir styrkjum og
þar sem vélin var ónýt sótti ég um
þennanstyrk.”
Ekki vildi Þór upplýsa, hve háan
styrk hann hefði hlotið úr þeim 'veim
ur sjóðum, sem hér umræði.,. Idun,
lagasjóði og úreldingarsjóðl, en
sagði, að styrkurinn nægði ekki til
þess, að hann „slyppi sléttur frá
þessu”. Aðspurður sagði hann, að
vonlaust hefði verið að selja bátinn.
„Máliðer það,”sagði Þór, „aðþetta
er það óhentug stærð af bát, að
menn hafa engan áhuga á að kaupa
hann, hvað þá ef vélina vantar. Það
var því ekki um neitt annað fyrir mif
að gera,” sagði Jón og bætti þvi við,~
að hann væri hættur sjómennsku,
a.m.k.ibili. -GAJ-
Smyrlabjargaárvirkjun er núna al-
gjörlega fullnýtt. Hún sér fyrir 60%
orkuþarfar staðarins en 40% koma frá
olíu. Þaðhlutfall hlýtur að aukast jafnt
og þétt með árunum eftir því sem bær-
inn stækkar ef ekkert verður annað
gert,” sögðu menn í orkunefnd Hafnar
í Hornaftrði við blaðamann DB á
dögunum. í nefndinni sitja Bragi Ár-
sælsson, Þorsteinn Þorsteinsson og
Friðrik Kristjánsson rafveitustjóri sem
er formaður hennar.
í orkunefnd hefur undanfarið verið
mikið rætt um fjarvarmaveitu á Höfn.
Borgarafundur var haldinn nýlega um
málið og að sögn þeirra félaganna kom
ekki fram ein einasta rödd á móti
veitunni þó þeir teldu að einhverjir
hljóðlátir kynnu að vera á móti.
Fjarvarmaveitan yrði þannig upp
byggð að hiti frá dísilvélum yrði
notaður til upphitunar húsa og til
upphitunar drykkjarvatns. Vatnið
mætti hita frekar með rafmagni eða
olíu. Eftir að Austurlína er komin
myndi borga sig að nota afgangsraf-
magn frá henni, en þar til hún kemur,
1982—1983 verður olían líklega aðal-
kyndirinn.
Orkunefndin telur að þetta kerfi
verði mun ódýrara en að koma upp raf-
kyndingu í öllum húsum á Höfn þar eð
í slíka kyndingu væri ekki hægt að nota
afgangsorku heldur yrði að vera um
forgangsorku og miklu dýrari að ræða.
Auk þess færi núna mikil orka til
spillis þar eð hitinn frá dísilstöðvunum
væri ekkert nýttur.
Að sögn þeirra félaganna i orku-
nefnd er Iðnaðarráðuneytið mjög meö-
mælt því að fjarvarmaveitunni verði
komið upp og er talið líklegt að raf-
magnsveitur ríkisins myndu eiga
kyndistöð veitunnar sem kosta mun um
107 milljónir. Aftur myndu Hafnar-
búar eiga sjálfir dreifikerfið sem talið
er muni kosta 428 milljónir.
Það telur orkunefnd borga sig upp á
mjög skömmum tíma miðað við
síhækkandi olíuverð auk þess sem ekki
sé að vita hversu lengi olían fáist
hreinlega.
Þó að fjarvarmaveitu verðikomið
upp útilokar það engan veginn að
seinna yrði leitað að jarðhita. Og ef
hann fyndist yrði lítið mál að tengja
hann dreifikerfinu. >
-DS.
Austurstræti 6 — Sími 22955
NÝK0MNAR
I íj
Allt til Qósmyndunar