Dagblaðið - 19.07.1979, Page 10

Dagblaðið - 19.07.1979, Page 10
10 DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979. fijálst'áháðdagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvnmdastjórí: Svainn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Rftstjómarfulttrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjórí: Ómar' Vakfimarsson. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoóarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrimur Pélsson. Btaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, AHi Stoinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjön H. Pálsson. Hilmar Karísson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Pormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeHsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjórí: Már E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgraiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsinsar 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkaHunni 10. Varð i lausasölu: 180 krónur. Verð i áskríft innanlands: 3500 krónur. Flýtum okkurhratt JONAS KRISTJANSSOIV Innflutt eldsneyti er nú þegar orðið / svo dýrt, að innlent eldsneyti, sem framleitt væri úr vatnsafli með rafgrein- ingu, er um það bil að verða ódýrara — að beztu manna yfirsýn. Og innflutt benzín mun halda áfram að hækka í _ verði á næstu mánuðum og árum. Þetta er engin framtíðartónlist. Bragi Árnason prófessor hefur bent á, að vinnsla innlends eldsneytis geti byggzt á viðurkenndum aðferðum, sem þegar hafa staðizt próf reynslunnar erlendis. Ódýrast væri að framleiða vetni úr vatnsafli með rafgreiningu. Vetni má nota á vélar flugvéla, skipa og bíla eins og þær eru nú, með breyttum kveikjubúnaði. Vandinn er hins vegar sá, að vetni er loft, en ekki vökvi. Það þýðir, að geymsla og flutningur vetnis þarfnast allt öðru vísi kerfis en nú er notað við fljótandi elds- neyti. Á því eru enn ýmsir tæknilegir erfiðleikar, sem hafa ekki verið leystir, en verða leystir. Til bráðabirgða kemur því fremur til greina að taka vetnið og breyta því í metanol eða benzín eða dísilolíu með aðstoð kolefnis, sem unnið væri úr mó. Þar með væri fengið fljótandi gldsneyti, sem hentaði bæði núverandi vélum og núverandi geymslu- og flutninga- kerfi. Metanol, benzín og dísilolía úr vatnsafli og mó yrðu dálítið dýrari en vetni, en samt einnig samkeppnishæf við innflutt eldsneyti, eins og verð þess er þegar orðið og verður síðar á þessu ári. íslendingar eru svo heppnir að hafa meira en nóg vatnsafl til allra orkuþarfa, þar á meðal til eldsneytis á vélar. Þar á ofan erum við svo heppnir að hafa meira en nógan mó til kolefnisblöndunar við vetni. Þótt undarlegt megi virðast, er til áratuga gömul og mjög ýtarleg úttekt á móbirgðum íslands. Af henni má ráða, að vinnsluhæfur mór sé miklu meira en nógur til að brúa bilið, unz við getum farið að nota vetnið beint. Bragi Árnason hefur í nokkur ár verið að benda okkur á þessar leiðir til að komast hjá innflutningi eldsneytis. Hugmyndir hans hafa hlotið stuðning ann- arra vísindamanna í orkumálum, svo sem Ágústar Val- fells kjarnorkufræðings. Stjórnmálamennirnir hafa hins vegar verið sljórri. Þeir eru núna fyrst að vakna upp við vondan draum sífelldra hækkana á innfluttu eldsneyti. Framsóknar- flokkurinn varð fyrstur til og hefur skipað flokksnefnd í málið, með þátttöku Braga Árnasonar. Nú hefur orkuráðherra skipað opinbera nefnd til að kanna þessa möguleika á framleiðslu innlends eldsneytis og er Bragi Árnason einnig í þeirri nefnd. Þróun er því byrjuð, þótt enn sé hún hægfara. Nefndir eru einhver seinvirkasta leið til athafna, sem hugsazt getur. En því miður eru íslenzkir stjórnmála- menn methafar i dýrkun nefnda, einkum nefnda á nefndir ofan. Og við töpum milljónum á hverjum degi, sem líður. Þegar loksins verður tekin ákvörðun um að gera eitt- hvað raunhæft, er langur vegur enn eftir. Nokkur ár tekur að hanna orkuver, vetnisver, móver og eldsneytisver. Síðan tekur nokkur ár að reisa þessi mannvirki. Landsfeður eru hvattir til að flýta þessum undir- búningi sem mest má verða. P.S. í leiðara i fyrradag gagnrýndi ég Hjörleif Gutlormsson orkuráðherra fyrir að fresta virkjun Hrauneyjafoss. Mér hefur nú verið bent á, að samkomulag hans við Landsvirkjun fólst i frestun ákveðinna verkþátta, en ekki I frestun á gang- setningu véla orkuversins. Noregur: Bandaríkin hafa áhuga á fleirí hlerunarstöðvum eiga að koma í stað f lugs U-2 njósnaþotna f rá Tyrklandi sem Sovétmönnum er illa við Bandaríkjastjórn hefur lýst aukn- um áhuga á að bæta og auka við þær hlerunarstöðvar, sem Atlantshafs- bandalagið rekur í Norður-Noregi. Kemur þetta i kjölfar staðfesting- arinnar á Salt II samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar, sem þeir forsetarnir Carter og Brésnef undirrituðu á Vínarfundi sín- um fyrir nokkru. Vilja Bandaríkjamenn hafa nægilega möguleika á að fylgjast með því hvort Sovétmann halda sinn hluta samkomulagsins. Að sögn sér- fræðinga hafa stjórnvöld í Moskvu látið það spyrjast að þeir muni ekki sætta sig við að U—2 könnunar- þoturnar fljúgi frá stöðvum í Tyrklandi til eftirlits. Að sögn bandaríska blaðsins Washington Post þá vilja bandarísk hernaðaryfirvöld bæta rafeinda- hlustunarbúnað stöðva sem Norð- menn reka í landi sínu fyrir Atlants- hafsbandalagið. Á þetta að bæta bandalaginu upp það tap sem varnir þess eru taldar hafa orðið fyrir viðl missi hlustunarstöðva í íran við byltinguna þar og auk þess stöðvun flugs U—2 njósnavélanna frá Tyrk- landi. Talsmenn utanríkisráðuneytisins í Washington hafa opinberlega neitað því að fariö hafi verið fram á slika aukningu verkefna hlustunarstöðva Atlantshafsbandalagsins í Noregi eftir hefðbundnum diplómataleiðum. I norska blaðinu Dagbladet er sagt að það skýrist af þvi að með slík mál sé aðeins farið á hæstu valdastöðum. Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, lýsti stuðningi sínum við Salt II samkomulagið, í heimsókn sinni til Washington, í júní síðastliðnum. Kvað hann þar sízt veikar að orði en Carter Bandaríkjaforseti, Mondale varaforseti eða Brown utanríkis- ráðherra Bandarikjanna. Síðan hefur Nordli lýst því yfir, að norska ríkisstjórnin væri fús til að leggja sitt af mörkum til að tryggja að sam- komuiagið mætti ganga snurðulaust fram. Bandaríkjastjórn skilur þessa V r Frá æfingum norska hersins. Þessar vélbyssuskyttur áttu að leika vörn Tromsö f Norður-Noregi. í baksýn sést flugvöllurinn og flugturninn, sem að sjálfsögðu er einn af hernaðarlega mikilvægum stöðum. Fylgir nokkur aívara stöðvun verðbólgu? Enn linnir ekki umræðum um stöðvun verðbólgunnar, og virðast reyndar flestir vera nokkuð sammáia um að verðbólguna skuli stöðva, hvað svo sem það kunni að kosta. En hvers vegna er það þá ekki gert? Eftir hverju er beöið? Hvers vegna eru launahækkanir ekki stöðvaðar og vísitölukerfið þurrkað út? Þar með væri verðbólgan úr sögunni, en óraunhæfar launahækkanir eru eina einasta ástæðan fyrir verðbólgu. Sumir álíta að ýmsir aðrir þættir, svo sem hækkun oiiuverðs, valdi verðbólgu og er reynt að réttlæta verðbólguna hér með sliku. En ég tel að þetta sé blekking. Hækkun olíuverðs veldur ekki verðbólgu, en veldur á hinn bóginn kjaraskerðingu og sú kjaraskerðing er nákvæmlega jafnmikil hvort sem hér geisar verðbólga eða hér væri ekki verð- bólga. Hins vegar má ætla að ef hér væri engin verðbólga þá væri jafn- framt auðveldara fyrir þjóðina að koma við ýmsum sparnaðaráætlun- um til þess að draga úr hinni geysi- legu kjaraskerðingu sem oliu- hækkunin er. Ullariðnaðurinn segist þurfa að. láVo.fleiri krónur fyrir dollarana sem fást fyrir ullarvörurnar, til þess að geta greitt sívaxandi launakostnað og annað kostnað — eila verði verk- smiðjunum lokað. En hvers vegna' eru launin ekki lækkuð um 15%. Það ætti þó að gera sama gagn og trúlega finnst flestum skynsamlegra að vinna fyrir 85% kaupi, en að missa vinn- una og ef til vill splundra markaðinum fyrir vörurnar. Eftir hverju er beöið? Hvers vegna eru launahækkanir ekki stöövaðar og vísi- tölukerfið þurrkað út?

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.