Dagblaðið - 19.07.1979, Page 15

Dagblaðið - 19.07.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979. 15 „Ég óska eftir því að hver íbúi noti sína krafta eftir megni hérna. Það er allt of algengt viðhorf að fólk líti á svona stofnanir sem „helgan stein”. Gömul kona á Dalvík sagði við mig á dögunum að hún hlakkaði mikið til að koma hingað á heimili aldraðra. Þar ætlaði hún að hvíla sig, láta stjana við sig og hafa það notalegt. Ég svaraði því til að hún myndi vonandi hafa það notalegt hér, hvíldin yrði hins vegar takmörkuð!” Viðmælandi okkar er Guðjón Brjánsson, nýbakaður félagsráðgjafi frá Stafangri í Noregi og forstöðu- maður heimilis aldraðra á Dalvík. ,,Þú manst að skrifa heimili aldraðra, en ekki „elliheimili” eða „dvalarheimili aldraðra,” sagði Guðjón áminnandi við blaðamann. „Þetta er og á að vera heimili, en formlegt nafn fær stofnunin ekki fyrr en við vígslu í haust. Ég er ekki hrifinn af gamla frasanum. „Búum öldruðum rólegt ævikvöld.” Hann er of mikið notaður og óljóst skilgreindur. Ég vil starfa samkvæmt kjörorðunum „Aldraðir eiga sér líka framtíð,” og undirstrika að lífinu er síður en svo lokið við það fólk flytur inn á heimili aldraðra. Fólkið er að byrja nýtt líf og aðal- atriðið er að gera það sem ánægjuleg- ast.” Heimili aldraðra á Dalvík verður væntanlega tekið formlega í notkun á næstu vikum eða í haust. Þegar DB Ieit þar við i júnílok, var verið að leggja síðustu hönd á vistarverur aldraðra á efri hæð og fyrstu heimilismenn fluttu síðan inn þann 8. júli. Búizt er við að 30 íbúar komi inn í sumar, en fullgert rúmar heimilið 40 íbúa í íbúðum. Eigendur heimilisins eru Dalvikurbær og Svarfaðardalshreppur. Guðjón Brjánsson hefur orðið áfram: „Ég hef áhuga á þvi að fólkið njóti þeirra réttinda að geta unnið störf við sitt hæfi. Draumurinn er einhvers konar léttiðnaður í húsinu. Vinnan þarf að uppfylla þau skilyrði að veita holla hreyfingu og innihalda líkamlega og andlega þjálfun. Iðjan ætti að tengjast framleiðslu, helzt fyrir kaup. Hugmyndin er ekki að aðeins aldraðir hér á heimilinu stundi slíka vinnu, Hein Verum minnug þess að. ALDRAÐIR BGA SER LÍKA FRAMTÍÐ^H — rabb við Guðjón Brjánsson, 24 ára forstöðumann heimilis aldraðra áDalvík heldur og aldraðir úti í bæ. Ég hef reyndar hugsað mér að koma ádagvist- un fyrir aldraða sem búa utan heimflis- ins, þannig að fólk geti komið hingað, borðað með íbúunum og spjallað saman. Einnig að heimilishjálp við aldraða á Dalvík verði skipulögð héðan. Ég vona líka að í framtíðinni verði hér sérstakt herbergi, þar sem aldraðir geta fengið inni um tíma, ef heimilisfólkið þeirra fer í ferðalag eða er fjarverandi af öðrum orsökum. Ef tekst að fá í gegn að ráða hingað hjúkrunarfræðing, þá vildi ég gjarnan bjóða upp á fasta læknisþjónustu í hverri viku. Einnig vil ég bjóða upp á hár-OR fótsnyrtingu. Mjölnir gat ekki tekið Þeir gengu um húsakynnin og litu á handverk iðnaðarmanna þegar DB-menn litu við á heimili aldraðra. Frá vinstri: Valdimar Bragason, bæjarstjóri á Dalvík, Sveinbjörn Steingrimsson, tæknifræðingur, Guöjón Brjánsson, Karl-Erik Rocksén, arkitekt hússins. DB-mynd: Árni Páll. Þetta eru nokkrar af þeim hugmynd- um sem ég geng með núna. Vonandi verða sem flestar að veruleika, en eitt er á hreinu: Aldraðir eiga sér framtíð og samkvæmt því mun ég starfa.” Er ekki erfitt fyrir ungan mann að ganga inn í starf forstöðumanns heimilis aldraðra. Verður kýnslóða- bilið margumtalaða fjötur um fót? „Nei, ég er ekki trúaður á kenning- una um „kynslóðabil.” Ungt fólk hefur skólagöngu og bóklega þekk- ingu, en reynsluna hefur hins vegar fólkið sem er okkur eldra. Af því verðum við að læra. Aldrað fólk er auðlind af reynslu og ég er strax farinn að læra heilmikið af dvölinni hérna. Ég hlakka til að starfa með þessu fólki,” sagði Guðjón Brjánsson. -ARH á móti Kortsnoj „Við vildum fá Kortsnoj hingað í október. Hann gat ekki komið þá en vildi koma í ágúst. Við sáum okkur hins vegar ekki fært að taka á móti honum þá vegna þess, hve naumur tími væri til stefnu,” sagði Haraldur Haraldsson, formaður Taflfélagsins Mjölnis er DB spurði hann, hvað liði fyrirhugaðri heimsókn Kortsnojs hingað til lands í haust. Þó ekki verði af þessari heimsókn Kortsnojs hingað í haust þá munu íslendingar engu að síður fá að njóta snilli hans við skákborðið innan tíðar. Eins og DB hefur áður greint frá hefur hann þekkzt boð Skáksambands íslands um að tefla á Reykjavíkurmót- inu sem hefst i febrúar á næsta ári. -GAJ- Fóst löggæzla í Þórsmörk? Treystum okkur ekki til þess — segir Eiríkur Tómasson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra „Kostnaður við fasta löggæzlu þarna mundi hlaupa á milljónum. Við höfum verið að skera niður löggæzlu- kostnaðinn, og við treystum okkur ekki Ul að setja upp fasta löggæzlu þarna,” sagði Eiríkur Tómasson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er; Dagblaðið hafði samband við hann' vegna frétta af miklum drykkjuskap í Þórsmörk um helgar og slysahættu þar um slóðir. „Ég held, að hagkvæmasta og eðli- legasta leiðin til að koma í veg fyrir slys þarna væri að brúa Krossá þannig að þeir sem vildu komast örugglega yfir ánagætu það. Hins vegar skil ég vel sjónarmið náttúruverndarmannasem vilja halda ánni óbrúaðri meðal annars til að draga úr umferðinni í Þórsmörk. Svo eru auðvitað alltaf til menn sem vilja tefla lifi sínu í tvísýnu. Ef koma ætti í veg fyrir að þeir færu sér að voða yrði að kveða til alla íslendinga í lögregluna,” sagði Eiríkur. Hann sagði, að sumarmanni hefði verið bætt í lögregluna á Hvolsvelli en það væri auðvitað bara til að anna auk-' inni umferð og löggæzlu á alfaraleið. Einnig væri vegalögreglan til taks og sinnti bráðatilfellúm. Hann sagðist telja það rétt að þarna þyrfti að setja upp leiðbeiningar og aðvaranir. „Þetta er og verður vandamál,” sagði Eiríkur. „Það verður ekki lagað nema með því að brúa ána og það er spurning sem aðrir verða að svara en við.” -GAJ- Þjónusta f % Sársaukalaust þursabit Þursabit Hljómpiata Hins fslenska Þursaflokks, f útgáfu Fálkans hf. Útgáfa númar, Fa. 010. Hent hefur það ýmsa vinsæla lista- menn að reyna flutning gamalla kvæðalaga, nú hin síðari ár, (þáaðal- lega upp úr safni Bjarna Þorsteins- sonar). Annars hafa þau að mestu verið látin í friði, nema af mönnum eins og Jóni Ásgeirssyni, sem sótt hefur þangað efnivið, óspart, og svo kvæðamönnum úr Iðunni, sem iðnir eru að safna og kveða. Oft mun okkar þjóðlagabrunnur þykja lítill og fábreyttur í samanburði við annarra þjóða brunna og svo eru flestir tón- smiðir okkar einhvem veginn þannig gerðir, að þeir virðast lítinn áhuga hafa á að notfæra sér þennan efnivið. Kannski telja þeir sig ekki hafa kunn- áttu eða hæfileika til að meðhöndla efnið, og þá er sjálfsagt og rétt að láta þjóðlögin í friði. Tína til gamla slagara Nú hafa Þursarnir sent frá sér hljómplötu, mjög svo þjóðlega. Á plötu þessarri tína þeir til gamla slag- ara og vinna úr þeim á skemmtilegan og fremur nýstárlegan hátt. (Haft skal í huga, að í orðið slagari má ekki leggja neikvæða merkingu. Slagari merkir einfaldlega eitthvað, sem slær í gegn). Úrvinnslan miðast ekki ein- ungis við að ná til eyrna nútíma- mannsins heldur einnig að hún henti sem ballettmúsík. Því semja Þursar bæði forspil og eftirspil hvers kvæðis. Að mestu mun sú samning vera verk Egils Ólafssonar, sem talinn er yfirþurs, en Egill er nú samt ekki yfirlætismeiri en svo, að á plötu- umslagi er hann einungis talinn út- setja lögin. Karl Sighvatsson og Þórður Árnason koma einnig við sögu í útsetningum þessum. Að hafa við Hvað hafa svo Þursar þessir afrek- að með því að rafmagna upp gömul þjóðlög?, sem sumir telja raunar ganga guðlasti næst. Jú, þeim hefur tekist að koma fram með nokkuð, sem ýmsir hafa saknað lengi, nefni- lega vandaða skemmtimúsík. Margir hafa haldið því fram, að vönduð skemmtimúsík hafi koðnað niður með óperettunni samfara aukinni vél- væðingu í heiminum. Allavega hefur enginn nema Jón Múli Árnason reynt að koma slíku á framfæri hérlendis um árabil. Þursunum tekst þetta á mjög svo hefðbundinn hátt. Þeir hafa við. Forsöngvurum leyfðist áður fyrr að bregða sér út fyrir ramma sálmalaganna, ef þeir höfðu góða rödd og eyra og nefndist slikt að hafa við. Þótti það gera okkar til- breytingarlitla kirkjusöng lfflegri og fallegri. Með því að hafa við, og það allrækilega, í nokkrum gömlum íslenskum lögum hafa þeir leikið inn á prýðisgóða hljómplötu, sem von- andi markar tímamót í íslenskri skemmtitónlist. Hvort platan slær í gegn og lögin verða að slögurum— hvort Þursabit slær í gegn, er á valdi hins almenna hlustanda. En til þess hefur Þursabit alla verðleika. Þjónusta Þjónusta Garðaúðun Tek að mér úðun trjágarða. Pant- anir i síma 20266 á daginn og 83708 á kvöldin Hjörtur Hauksson skrúðgarðyrkjumeistari BÓLSTRUNIN MIÐSTRÆTI5 Viðgerðir og klæðningar. Falleg og vönduð ákiæði. WZ/, . Sími 21440, heimasími 15507. 2 OC

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.