Dagblaðið - 24.07.1979, Page 1
5. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR24. JtJLl 1979 — 166. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11,—AÐALSÍMI27022.
ALLT BENDIR TIL RAF-
MAGNSSKÖMMTUNAR í
c
REYKJAVÍKIVETUR
Afram-
haldandi
veður-
blíða
„Það er gert ráð fyrir, að þetta há-
þrýstisvæði sem verið hefur yfir
landinu haldist, engin lægð nálgast
landið. Á Suður-, Vestur- og
Norðurlandi verður léttskýjað og
heiðskírt og hitinn getur vafalaust
tkomizt i 18 stig sums staðar,” sagði
Bragi Jónsson veðurfræðingur í sam-
tali við DB í morgun.
„Það verður sem sé bjartviðri um
allt land nema kannski á Norðaustur-
landi og Austfjörðum. Þar verður
sennilega norðan gola. Ég á von á að
þetta háþrýstisvæði haldist með tilheyr-
andi veðurblíðu 1—2 næstu daga,”
sagði Bragi. -GAJ-
Nú er aldeilis veður á
Suðurlandi til að sóla sig og fá
dálítið vítamín í kroppinn. Létt er
yfir mannlífinu i miðborginni.
Bjarnleifur Ijósmyndari rakst á
tvö á rölti i sólinni i gær. Ef okkur
missýnist ekki, þá eru hér á ferð
valkyrjan Birna Þórðardóttir og
Guðmundur Hallvarðsson, þekkt
baráttufólk úr Fylkingunni.
Lokaðfyrir
rafmagn til
Ríkisspftalanna?
— sjá bls. 9
/ : Wl/ ji * % y
i !■"/ BjH \ mf.
Auknar efa-
semdir um
steypuefnið
úr Saltvík
„Það kæmi mér ekki á óvart ef
niðurstaðan yrði sú að ég gæti ekki
sætt mig við að þetta sjávarefni úr Salt-
vík yrði notað,” sagði Gunnar Gunn-
arsson, verkfræðingur hjá Reykja-
víkurborg, í samtali við DB í morgun.
Á síðasta fundi bygginganefndar
Reykjavíkur lét Gunnar bóka að hann
óskaði eftir tíðari prófunum á sjávar-
efni því til steypugerðar sem sótt er til
Saltvíkur á Kjalarnesi. Bygginganefnd
samþykkti hins vegar fyrir tilmæli
borgarverkfræðings að rýmka reglur
um þvott þessa efnis úr 90% þvotti í
80%.
Gunnar Gunnarsson kvað prófanir
hingað til hafa verið teknar vikulega og
þá úr malarbingjum við steypustöðv-
arnar. Nú væri komið á daginn að
fjórðungur prófana hefði ekki staðizt
kröfur. Eins gæfu athuganir á Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðarins
auknum efasemdum undir fótinn.
Gunnar kvaðst telja að bygginga-
nefnd hefði ekki heimilað rýmkun á
þvotti sjávarefnisins ef þessar upplýs-
ingar hefðu legið fyrir. Málið yrði því
tekið upp á næsta fundi nefndarinnar á
fimmtudag. - GM
Dýrust
símtöl til og
f rá íslandi
— sjá kjallaragrein
ábls. 10-11
Milljónatap á Olíumöl hf. á þessu ári:
30 þúsund tonn í stað 100
I ár hillir undir milljóna króna tap
á fyrirtækinu Oliumöl, eftir þvi sem
framkvæmdastjórinn, Tómas Sveins-
son, sagði í morgun. Til þess að fyrir-
tækið kæmi slétt út fjárhagslega á
þessu ári hefði það þurft að selja á
milli 90 og 100 þúsund tonn af olíu-
möl á árinu. í vor leit út fyrir að ekki
væri markaður fyrir meira en 50 þús-
und tonn og hefur Oliumöl þegar
tapað nokkru af honum vegna þess
að sveitarfélögin hafa dregið að
greiða framlag það til fyrirtækisins
sem þau eru búin að samþykkja.
Salan i ár verður því aðeins 30—40
þúsund tonn og má sjá að þarna
munar allmiklu. Ríkið hefur nú
skipað nefnd til þess að athuga
hvernig bezt megi styrkja fyrirtækið i
þessum raunum þar eð afstaða hefur
verið tekin til þess að það skuli lifa.
- Sjá nánar KEFLAVÍK FRESTAR
GREIÐSLU TIL OLÍUMALAR HF.
ábls. 5. -DS
Minka-
slagur
við
Elliðaárnar
— sjá bls. 9