Dagblaðið - 24.07.1979, Page 5

Dagblaðið - 24.07.1979, Page 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979. 5 Keflavík frestar greiðslu til Olíumalar: Hafa enga pen- inga fengið, en velvild frá ríkinu ,,Við Alþýðuflokksmenn lögðum til á bæjarstjórnarfundi að greiðslu til Olíumalar yrði frestað þar til meira Iægi fyrir um stöðu fyrirtækisins. Það stendur víst ein enn rannsóknin yfir á fyrirtækinu núna. Það var samþykkt að vísa málinu til bæjarráðs, sem þýðir auðvitað frestun,” sagði Ólafur Björnsson, bæjarstjórnarmaður í Keflavík, í gær. „Við erum auðvitað á því að þetta fyrirtæki verði að vera til, en við líðum ekki hvaða svínarí sem er í skjóli þess. Það kom fram þegar farið var að skoða reikninga fyrirtækisins að söluskatts- skil voru ekki sem skyldi og að eignir fyrirtækisins höfðu verið stórum oftaldar. Enda held ég að ekkert sveitarfélag sé farið að greiða nokkuð til fyrirtækisins,” sagði Ólafur. Ekki hvort, heldur hvernig á að styrkja Olíumöl „Það er rétt að við erum ekki farin að fá neina peninga frá sveitarfélögun- um, en þau eru mörg hver búin að skrifa undir skuldaviðurkenningar. Við erum hins vegar ekki farnir að leysa eina einustu af þeim út á meðan málið er allt svona óljóst,” sagði Tómas Sveinsson, framkvæmdastjóri Olíu- malar. „Framkvæmdastofnum hefur sýnt fyrirtækinu mikinn velvilja og greitt þannig fyrir þvi að í kvöld er á leiðinni skip til Vestmannaeyjar með svartolíu og asfalt frá Norðurlöndum. Það er rangt hjá Ólafi að verið sé að endurskoða fyrirtækið. Sú nefnd sem ríkið kom á laggirnar á eingöngu að athuga hvernig stuðningur komi fyrir- tækinu bezt. Ekki er lengur spurning um hvort styðja eigi það, heldur hvernig. Olíumöl er í fullum gangi eins og er. Auðvitað hefur þessi seinagangur valdið þvi að við höfum færri verkefni en annars væri, en við höfum ekki orðið að hætta við neitt af þeim verk- efnum sem við höfum byrjað á.- Að einhver firra sé í reikningum vil ég ekki um ræða, en ég gæti trúað að Ólafur Nilsson endurskoðandi tæki það óstinnt upp. Og ekki hef ég trú á því að hann sýni eitthvað sem ekki er,”' sagði Tómas. Hann var þá spurður að því hvort Olíumöl væri ekki búið að glata trausti sveitarfélaganna sem í því eiga. „Ekki meira en svo að Ölfushreppur hefur samþykkt að ganga inn í fyrirtækið. Að vísu ekki með stóran hlut en hlut samt,” sagði hann. -DS. Söngur Hamrahlíðarkórsins ( Menntaskólan- um við Hamrahlíö 22. júlf. Europa Cantat er haldið í sjöunda sinn í Luzern í Sviss og hefst upp úr miðri þessari viku. í ár, eins og fyrir þremur árum, er Hamrahlíðarkórinn fulltrúi okkar íslendinga á þessu fræga söngvamóti, þar sem fólk kemur saman söngsins eins vegna. Ekki til að keppa um hver sé mestur og beztur heldur til þess eins að njóta þess að koma saman og vinna að einu markmiði, sem hafið er yfir dægur- þras og þjóðarembing. Rétt þykir mér að taka fram í upphafi, að ég veit tæplega verðugri fulltrúa, til að koma fram fyrir landsins hönd á vett- vangi, sem þessum. Það sýndu þau og sönnuðu enn einu sinni þessi prúðj ungmenni, sem skipa Hamra- hlíðarkórinn. Fallistar Mörgum þykir furðu sæta hversu vel gengur að halda stil og gæðum skólakórs sem Hamrahlíðarkórsins, svo jöfnum gegnum árin, sem raun ber vitni. Slíkt er að sjálfsögðu fyrst og fremst að þakka aðstandendum kórsins, stjórnandanum Þorgerði Ingólfsdóttur og Guðmundi Arnlaugssyni rektor. Þorgerður orðaði það svo skemmtilega að það væru þau sem sætu eftir, en afgangurinn af bekknum næði prófi fyrr eða siðar, og útskrifaðist þar Kr. 4.200.- Tjaldstólar Kr. 6.500.- 3 cm. svampdýna Kr. 20.600.- Sólstóll með 10 cm svampdýnu Kr. 17.500.- Stólstóll með 4 cm svampdýnu. Sólbekkurkr. 22.700.- 10 cm. svampdvna Allt í útilífiö! GLÆSILEG VARA Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI. Komið, sjáið og sannfœrizt PÓSTSENDUM Útilíf GLÆSIBÆ - SÍMI30350 Kr. 14.200.- Sólbekkur, 2 cm svampdýna Tjaldborð Kr. 6.400.- og kr. 10.900.- með. — Einhvern tíma sagði góður og genginn menntaskólakennari: ,,Vitið þið, að kennarastofan er stærsti og leiðinlegasti bekkur skólans?” Þessi orð flugu mér allt í einu í hug, þegar mér varð hugsað til þess, að ef bekkjakerfið hefði ekki verið afnumið í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þá hlyti kórinn að teljast, ef ekki stærsti, þá að minnsta kosti skemmtilegasti bekkur skólans. En kórstarf er ekki skemmtunin ein. Það fá þau að reyna i Hamrahlíðar- kórnum. Þorgerður býður kórnum svo sannarlega verkefni sem reyna á getu þeirra til fulls, án þess þó nokkrun tíma að skjóta yfir markið og flytja verk, sem kórinn ræður ekki fyllilega við. Þau bjóða upp á ótrú- lega fjölbreytta efnisskrá íslenzkra þjóðlaga og verka okkar fremstu tón- skálda, svo og perlur úr tónbók- menntum alþjóðlegum allt frá 16. öld til okkar daga. Það er fátt hægt að benda á framar öðru á verkefnaskrá þeirra. Þau leggja áherzlu á hreinan tón, tæran hljóm og vandaðan fram- burð texta. Þó finnst mér rétt að geta sérstaklega flutnings þeirra á Stemmum Jóns Ásgeirssonar, Limrum Páls Pampichlers Pálssonar og tónverksins Umhverfi eftir Jón Nordal. Útflutnings- bætur Eins og ég gat hér að framan, er Hamrahlíðarkórinn verðugur fulltrúi okkar á Söngvamóti Evrópu. Þau munu hafa hlotið, til fararinnar, hálfrar milljónar króna styrk frá Menntamálaráðuneytinu. Slíkur styrkur er að sjálfsögðu virðingar- verð viðurkenning, en einhvern veg- inn finnst mér nú að hið háa ráðu- neyti hefði vel efni á þvi að sýna þeim örlítið meiri rausn. Við seldum smjör úr fjallinu okkar góða til Sviss i vetur og vantaði 15 krónur upp á verðið til þess að hefðist fyrir kjarnfóðurs- kostnaðinum. Mér finnst, það fylli- lega réttlætanlegt að borga sömu út- flutningsbætur með íslenzkri tónlist ,og íslenzku smjöri. Tónlist -EM. EYJÓLFUR MELSTED

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.