Dagblaðið - 24.07.1979, Síða 15

Dagblaðið - 24.07.1979, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. 15 YFIR HALFAN HNÖTTINN ÁEFTIR ASHKENAZY Sovézki píanósnillingurinn Ashkenazy, sem hér á lögheimili og kvæntur er íslenzkri konu, á ótrúlega tryggja aðdáendur víða um heim. Er fréttamaður DB ræddi við leigubílstj. í London fyrir skömmu skýrði hann frá því að fyrir nokkru hefði hann tekið upp konu á flugvellinum og ekið henni til miðborgarinnar síðla dags. Er til hótelsins kom, spurði konan hvort bilstjórinn gæti sótt hana þangað árla næsta morguns og ekið henni aftur á flugvöllinn, hverju bilstjórinn játti og gerði. Á leiðinni út á völl spurði bílstjórinn í forvitni sinni um hvaða ferðalag væri á konunni. Stóð ekki á svarinu, hún hafði komið frá Bandaríkjunum dag- inn áður í þeim eina tilgangi að hlýða á Ashkenazy leika á hljómleikum, og hún var aftur á heimleið, alsæl. Ekki var bílstjóranum kunnugt um snilli Ashkenazys, af eigin raun, en sagði: ..Annaðhvort er þessi Ashkenazyheilt helvíti góður gónlistar- inaður eða ameríska kerlingin snar- brjáluð.” -G.S. Úr brúnni á norska hvalfangaranum Bastesen, sem strandaði f innsiglingunm l unndavlk. Grindvíkingar hrekja ummæli Bastesens: DB-mynd: Árni Páll. „Fóru ekki eftir neinum innsiglingarmerkjum” „Þeir vildu spara sér krónur og tóku engan hafnsögumann, fóru ekki eftir neinum innsiglingarmerkjum og sigldu bátnum tvívegis i strand. Sjómenn þékkja þessa höfn og vita að fáar eru betri þegar inn er komið. Við erum þess vegna alls ekki tilbúnir að kyngja því, að Grindavíkurhöfn sé sú versta á land- inu og þó víðar væri leitað,” sagði Sverrir Jóhannsson, formaður hafnar- nefndar í Grindavík. DB sagði frá því í síðustu viku er norski hvalfangarinn Bastesen tók niðri í höfninni, en losn- aði með eigin vélarafli. „Skipperinn” bölsótaðist út í höfnina í samtali við DB og sagði hana þá „verstu á landinu og þó víðar væri leitað.” Grindvíking- ar mótmæla umsögn Norðmannsins ákaflega. „Það hafa fleiri norskir bátar kom- ið hingað fyrirvaralaust og án hafn- sögumanns, en þeir hafa slampast að bryggju án óhappa — þangað til nú,” sagði Sverrir. „Ef farið er eftir leiðar- merkjum, þá á allt að vera i lagi, hvað þá í sliku ágætis veðri og var þegar Norðmennirnir sigldu í strand." Sverrir Jóhannsson sagði að lokum, að fyrirhugað hefði verið að vinna við dýpkun á innsiglingunni í Grindavík i sumar. Hins vegar hefði dýpkunarskip- ið Grettir bilað og því myndi ekkert verða úr framkvæmdum að þessu sinni. -ARH. Aðalbrautarréttur- inn var ekki virtur — og þrennt flutt a slysadeild Bíll með V-númeri ók af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut á tólfta tímanum á laugardagskvöldið. Varð harkalegur árekstur á gatna- mótunum þar sem Reykjanesbrautin á aðalbrautarrétt. Allir í bílunum voru fluttir á slysadeild, ökumaður og far- þegi úr V-bílnum og ökumaður hins bílsins. Fólkið í V-bílnum var talið rif- brotið og kvartaði um innvortis verki en ökumaður hins bílsins slapp með skurðávör. -ASt./DB-mynd S. Staðnir að þjófn- aði í Nesti Tveir strákar, 14—15 ára gamlir, voru staðnir að innbroti í Nesti í Foss- vogi á laugardagsmorguninn. Má ætla að þeir hafi farið snemma á fætur eða seint að sofa til að birgja sig Upp fyrir helgina, en þeir voru teknir í verzluninni milli kl. 6 og 7 um morguninn. Höfðu þeir safnað í poka tóbaki og sælgæti. -ASt. Umferðaröngþveiti í Austurstræti Dagblaðið Rauður Volkswagen rcnnir inn í Austurstræti. „Dagblaðið er komið,” æpa strákar og flykkjast í stórum hóp- um að bílnum. Engu líkara en slys hafi orðið. Út úr bilnum rífa þeir blaða- stranga og byrja strax að hrópa Dag- blaðið, Daaagblaðið! Dagblaðið er komið ástaðinn. er komið Minnstu guttarnir og stelpurnar halda sig fjarri meðan stóru strákarnir fá þau blöð sem þeir hyggjast selja á fyrsta hálftímanum. Þegar þeir eru búnir að fá sitt þora minnihluta- hópamir að draga sig aðeins nær bílnum, sem er þá oftast orðinn æði tómlegur. -DS/DB-mynd: Árni Páll. ÞÁÐ HYRNÁÐI heldur betur yfir Reykvfkingum I sumarveðrinu um helgina. I miðbænum var tóandi mannlti, tjotskytaur i göngutúr að sýna sig og sjá aðra. Birgir Ándrésson fékk sér svaladrykk I tilefni dagsins og þá smellti Árni Páll af. Stjórn Fólkvangs Reykjaness skipuð: VINNUR AÐ ÁÆTLUN UM NOTKUN OG VERND Skipuð hefur verið stjórn fólks- vangsins sem stofnaður var í árslok 1975 á Reykjanesi. Formaður stjórn- arinnar er Vilhelm Anderssen en í henni sitja auk hans 8 menn frá Reykjavík og sveitarfélögum á Reykja- nesi. Fólksvangurinn nær frá Bláfjöllum og Heiðmörk að norðan og suður á Krísuvikurberg. Stjórninni er ætlað að koma með hugmyndir um það hvernig nýta beri svæðið sem bezt til al- menningsnota og hvemig bezt sé að fara að vernd þess. Er það starf unnið i samvinnu við náttúruverndarráð. í upphafi er ætlað að vinna að könnun á jarðraski og stöðvun skemmda á fólkvanginum. Þá þarf að leggja bílveg frá Djúpavogi suður á Grindavíkurveg og að merkja fólk- vanginn. Einnig er í bígerð yfirlit um náttúrufar til undirbúnings nánara skipulagi og verndun. -DS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.