Dagblaðið - 24.07.1979, Page 20

Dagblaðið - 24.07.1979, Page 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. Andfát Einar Öskar Þórðarson var fæddur á Súgandafírði 20. nóvember 1905 og voru foreldrar hans Þórður Þórðarson hreppstjóri, símstöðvarstjóri og fleira. Óskar lærði húsgagnasmíði hjá Jóni Halldórssyni og co sem síðar var Gamla kompaníið og starfaði hann þar' alla tíð síðan eða í tæp 54 ár. Einar kvæntist árið 1932 Laufeyju Guð-| mundsdóttur og eignuðust þau fjögur: börn. Einar lézt 13. júli og verður jarð-; sunginn í dag frá Fossvogskirkju kl.: 1.30. Veðriði Háþrýstisvœði er yfir Grœnlandi og norðanverðu íslandi. Á norðaustan- og austanverðu landinu er þokuioft og skýjað, léttskýjað vostanvert og þoka við suðuretröndina en á Suð- vesturlandi er hœgviðri og lóttskýjað. Klukkan sex f morgun var voðrið á landinu þannig: f Reykjavðc var 9 stiga hiti og heiðskirt, Gufuskálar 8 •stig og heiðskírt, Gaharvhi 8 stig, lótt- skýjað, Akuroyri 3 stig, þoka, Raufar- höfn 2 stig, þoka, Dalatangi 5 stig, skýjað, Höfn 4 stig, þoka, Vest- mannaeyjar 8 stig, þoka. í Kaupmannahöfn voru 12 stig og skýjað, OskS 12 stig, skur, Stokk hólmi 14 stig, skýjað, London 13 stig, skýjað, Parfs 13 stig, skýjað, Ham borg 12 stig, þokumóða, Madrid 17 stig, heiðsklrt, MaUorka 17 stig, lótt- skýjað, Lissabon 23 stig, lóttskýjaö og New York 22 stig, skýjað. Guðmundur Steindórsson fæddist 18. marz 1910 í Súðavík við Álftafjörð og voru foreldrar hans Jóna Jónsdóttir og| Steindór Guðmundsson. Árið 1931 kvæntist hann Láru Sigvarðsdóttur og áttu þau fimm börn. Guðmundur andJ aðist 13. júlí og verður jarðsettur frá Fossvogskirkju í dag kl. 3. Kristín Magnúsdóttir verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. júlíkl. 10.30 f.h. Kristinn Marinó Gunnarsson, Irabakka 12, verður jarðsunginn frá Fossvogs-J kirkju miðvikudaginn 25. júlí kl. 10.30. Sveinn Jónsson, Miðtúni 3, Reykjavík, andaðist 22. júlí sl. að hjúkrunardeild Landspítalans, Hátúni 10B. Valgeir Guðjónsson múrari, Selvogs- grunni 3, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. júlí kl. 1.30. Guðmundur P. Ólafsson, Framnesvegi 32, andaðist 23. júli. Halldór Jónsson fyrrv. útgerðarmaður á Akranesi, lézt að Hrafnistu laugar- daginn 21. þ.m. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 27. þ.m.kl. 13.30. Jósefína Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hátúni 10B, Reykjavík er látin. Út- förin hefur farið fram í kyrrþey sam- kvæmt ósk hinnar látnu. Jón B. Sigurðsson hæstaréttarlög- maður er látinn. Kristín Guðmundsdóttir, Grettisgötu 45, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 25. júli kl. 3. Þorsteinn Pétur Ólafsson verður jarð- sunginn frá Dómkirijunni miðviku- daginn 25. júli kl. 3. Guðrún Pétursdóttir fv. biskupsfrú, sem lézt 20. þ.m., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. júlí nk, kl. 13.30. Þorsteinn Pétursson, Freyjugötu 30, lézt 11. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna. Þórunn Lovísa Sigurðardóttir frá Skuld verður jarðsett frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 28. júlí kl. 4 síðdegis. Kveðjuathöfn verður haldin í Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. júlí kl. 9 f.h. Sumarferð AB Kópavogi verður farinn 27.-29. júlí. Farið verður að Isafjarðar djúpi. Lagt af stað frá Þinghól á föstudaginn kl. 2. Fargjald verður 12.000 kr. Miðar óskast sóttir í Þing hól þriðjudaginn 24. júlí frá kl. 5—7 og 20.30—22 og miðvikudag frá kl. 20.—22. Farþegar hafa með sér tjöld og nesti. Allar upplýsingar gefur Lovísa Hannes- dóttir í sima: 41279 og 41746 (Þinghól) og Adolf J.E. Petersen i síma: 42544. Bolvíkingafélagið í Reykjavík Bolvikingafólagið í Reykjavík fer skemmtiferð til heimabyggðarinnar um verzlunarmannahelgina.. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni föstu-^ daginn 3. ágúst og komið heim mánudaginn 6. ágúst. Farin verður Djúpleiðin vestur og Skálavík heimsótt. Hægt verður að fá svefnpokapláss. Nánari upplýsing- ar gefur stjórnin i simum 25395—85116—83756 og 40689. Bjöm Árnason bifreiðarstjóri var fæddur 2. maí 1889 og voru foreidrar hans Guðlaug Björnsdóttir og Árni' Bjarnason bóndi, Hliðsnesi. Björn gift- ist Guðfinnu Sigurðardóttur frá Ási við Hafnarfjörð og eignuðust þau fimm börn. Björn lézt 14. júlí. Sigriður Hjördis Einarsdóttir var fædd að Miðdal í Mosfellssveit 28. ágúst 1910 og voru foreldrar hennar Einad Guðmundsson og Valgerður Jónsdótt- ir. Sigríður giftist Guðna Jónssyni magister, siðar prófessor, og áttu þau saman fjögur börn. Sigríður andaðist 18. júlí og verður jarðsett frá Háteigs- kirkju í dag kl. 15. Dagný Guðbjörnsdóttir var fædd á Isa- firði 9. janúar 1961 og voru foreldrar hennar Elínborg Sigurðardóttir og Guðbjörn Ingason. Dagný lézt 17. júlí. Ferðafélag íslands Miðvikudagur 25. júb. Kl. 08.00 Þórsmerkurferð. Kl. 20.00 Viðeyjarferð, farið frá Hafnarbúðum kl. 19, 20 og 21. Leiðsögumaður: Lýður Bjömsson sagn- fræðingur. Verð kr. 1.500.- gr. v. bátinn. Um helgina. 1) Hveravellir. 2) Landmannalaugar-Eldgjá. 3) Þórsmörk 4) Gönguferð á Hrútfell á Kili. Sumarleyfisferðir: 1. ágúst: Borgarfjörður eystri. Flug til Egilsstaða. Gist I húsi í Bakkagerði og farnar þaðan dagsferðir til skoðunarverðra staða (8 dagar). Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. 1. ágúst: Lónsöræfi. Flug til Hafnar. Gist í tjöldum við Illakamb. Gönguferðir frá tjaldstað (9 dagar). Far- arstjóri: Hilmar Árnason. Víðsýn, Austurstræti 3 Mið-Evrópuferð Brottför 5. ágúst, 15 dagar. Flogiö til Frankfurt, ekið um Rinarlönd, Móseldal, Luxemburg og Frakkland. Dvalið verður um kyrrt við Vierwaldstetter-vatn i Sviss. tsraelsferð 9. september, 19 dagar, dvalið i Jerúsa- lem, Galileu og baðstrandarbænum Natanya. Allir^ helztu biblíu- og sögustaðir skoðaðir. Glasgow — Dublin Brottför 20. ágúst, 10 dagar. Ekið um Hálöndin og komið til Edinborgar. Ekið um fagrar og blómlegar byggðir írlands. Knattspyrna ÞRIÐJUDAGUR 24. JULt NESKAUPSTAÐARVOLLUR Þróttur-Fylkir, 2. deild kl. 20.00. VALSVOLLUR Valur-Stjarnan, 2. fl. A, kl. 20.00. FRAMVOLLUR Fram-IBV, 2. fl. A, kl. 20.00. ÞROTTARVOLLUR Þróttur-Selfoss, 2. fl. B, kl. 20.00. NESKAUPSTAÐARVOLLUR Þróttur-Leiknir 4. fl. E, kl. 19.00. ESKIFJARÐARVOLLUR Austri-Valur, 4. fl. E, kl. 20.00. FRAMVOLLUR Fram-Leiknir, 5. fl. A, kl. 19.00. KR-VOLLUR KR-Fylkir, 5. fl. A, kl. 20.00. VALLARGERÐISVOLLUR UBK-IBK, 5. fl. A.kl. 19.00. STJORNUVOLLUR Stjarnan-Haukar, 5. fl. B, kl. 20.00. ÞROTTARVOLLUR Þróttur-Grindavík, 5. fl. B, kl. 19.00. BREIÐHOLTSVOLLUR IR-Njaróvík, 5. B. B,kl. 19.00. VARMARVOLLUR Afturelding-VUUngur, 5. n. kl. 20.00. HEIÐARVOLLUR IK-Grótta, 5. 0. C, kl. 20.00. ARMANNSVOLLUR Armann-Revnir, 5. n. C, kl. 19.00. NESKAUPSTAÐARVOLLUR Þróttur-Leiknir, 5.0. E, kl. 19.00. ESKIFJARÐARVOLLUR Austri-Valur 5.0. E, kl. 19.00. Frá menntamálaráðuneytinu Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) hafa veitt ólafi S. Andréssyni, líffræðingi, styrk til rannsókna við Edinborgarháskóla frá hausti komanda. Styrk- urinn er til eins árs. ólafur lauk B.S.-prófi I líffræði frá Háskóla Islands 1974, með ágætiseinkunn, og hefur stundað rannsóknir og framhaldsnám I lífefnafræði og sameindaerfðafræði við háskólann I Wisconsin frá hausti 1975. Ólafur mun væntanlega ljúka doktors- prófi þar I haust og halda þá til frekari rannsókna- starfa I Edinborg. EMBO eru samtök um 300 sameindaliffræðinga I Evrópu og ísrael. Þau skipuleggja námskeið, sem er m.a. ætlað að kynna nýjungar í rannsóknatækni og veita styrki til aðefla alþjóðlega rannsóknasamvinnu. Samtökin voru stofnuð 1963, en árið 1969 ákváðu ríkisstjórnir þrettán Vestur-Evrópurlkja að koma á fót alþjóðastofnun, Sameindalíffræöiþingi Evrópu (European Molecular Bilogy Conference, EMBO), sem skyldi fjármagna EMBO og vinna þannig að auk- inni samvinnu Evrópurikja á þessu sviði. Nú eiga 17 riki aðild að þinginu, þ.e. flest lönd Vestur-Evrópu og ísrael. Island hefur verið aðili frá 1978 og hefur fulltrúi þess á þinginu verið dr. Baldur Símonarson, lifefnafræðingur við Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði að Keldum. Frá 1970 hcfur EMBO veitt yfir 1500 styrki til þriggja mánaöa og um 900 ársstyrki, og haldin hafa verið um 250 námskeið og vinnu- ráðstefnur. Frá kennarafélaginu Hússtjórn Aðalfundur I Kennarafélaginu Hússtjórn var haldinn I Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 6. og 7. júní sl. Fundinn sátu kennarar frá grunnskólum og fram- haldsskólum víðs vegar að af landinu. 1 vetur urðu þáttaskil I sambandi við heimilisfræði í grunnskóla er Bryndís Steinþórsdóttir húsmæðra- kennari var ráðin námstjóri í heimilisfræði fyrir allt landið. Hún vinnur nú með starfshópi aðstefnumótun í heimilisfræðikennslu og að gerð námsefnis. A vegum menntamálaráðuneytisins fór fram sl. vetur könnun á stöðu heimilisfræðigreina i grunnskólum. I Ijós kom að mikið vantar á að kennsla í heimilisfræði sé í sam- ræmi við það sem grunnskólalögin gera ráð fýrir. Hússtjórnarskólarnir gefa eins og undanfarin ár kost á mismunandi löngu samfelldu námi og einnig ýmiss konar námskeiðum með fjölbreyttu námsefni. I fjölbrautarskólum gefst einnig kostur á hússtjórnar- námi allt að stúdentsprófi. Menntun kennara í heimilisfræði hefur nú tengst Kennaraháskóla Islands, þannig að nemendur kennaraháskólans geta valið hússtjórn og fá þá réttindi til að kenna heimilisfræði við grunnskóla, auk þess að vera almennir kennarar. A fundinum fluttu erindi Guðmundur Sigurðsson,. innanhússarkitekt um staðsetningu húsa á lóðum, her- bergjaskipun, brunavamir o. fl. og Stefán Vilhjálms- son matvælafræðingur um kjötvörur. Farin var kynnisferð i Ullarverksmiðjuna Gefjuni og Fataverksmiðjuna Heklu á Akureyri. Formaður I Kennarafélaginu Hússtjórn er Steinunn Ingimundardóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans að Varmalandi í Borgarfirði. Týndur hundur Hundurinn Kobbi, sem er svartur á bt og aðeins hvitur á bringunni fór að heiman frá sér að Stóruborg 1 Hval- firði fyrir viku síðan. Þeir sem hafa orðið varir við hann eru beðnir um að hafa samband við Stóruborg. IMliÍÍi Söngkynning í IMorræna húsinu fyrir erlenda gesti og ferðamenn Guðrún Tómasdóttir og Ölafur Magnússon frá Mosfelli syngja á næstu söngvöku Félags. ísl. einsöngvara I Norræna húsinu, þriðjudaginn 24. júlí kl. 21. Við hljóðfærið verður Jónína Gisladóttir. Flutt verða ísl. sönglög og þjóðlög með skýringum á ensku. Kvæðamennirnir Njáll Sigurðsson og Magnús Jóhannsson munu einnig kveða. A fyrstu söngvöku félagsins sl. þriðjudag var húsfyllir og flytjendum mjög vel fagnað. Kaffistofa Norræna hússins verour opin fyrir og eftir hljómleikana. Söngvökur þessar eru einkum ætlaðar erlendum gestum og ferðamönnum. Nokkrir félagar fyrir framan Korpúlfsstaði — miðstöð Myndhðggvarafélagsins. Kjarvalsstaðir Laugardaginn 21. júll var sýning Myndhöggvara- félagsins opnuöá Kjarvalsstöðum. Þar sýna 15 mynd- höggvarar verk sín umhverfis húsið og á göngum, alls um 30 verL I vestursal Kjarvalsstaða sýnir Septem-hópurinn^ Galleri Langbrók í kaffistofu og á göngum. I austursal eru myndir eftir Jóhannes S. Kjarval I eigu Reykja- víkurborgar. 34 listamenn eiga þar með verk á sýningunni „Sumar á Kjarvalsstöðum”, sem verður opin daglega frá kl. 14 til 22 fram til 19. ágúst. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en sýningarskrá og veggspjald er selt á kr. 500.- Sumarsýning Norræna hússins 1979 Breyttur opnunartimi. Þess hefur verið farið á leit við Norræna húsið, að Sumarsýningin verði höfð opin frá 14—22 ístað 14—19, sem er venjulegur opnunartími. Hefur verið ákveðið að gera þetta og þvi verður sumarsýningin opin til kl. 22 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. Þessi kvöld er ennfremur dagskrá i sam komusal hússins, á þriðjudagskvöldunum hefur Einsöngvarafélagið sinar söngvökur, og á fimmtu dagskvöldunum er „Opið hús” á vegum Norræna hússins með dagskrá, sem einkum er ætluð norrænum ferðamönnum, en vitaskuld er öðrum einnig heimill aðgangur, sem er ókeypis. N.k. fimmtudagskvöld verður kynning á íslenzkri tónlist og þá syngur Guðrún Tómasdóttir við undirlcik Olafs Vignis Albertssonar islenzk lög, og siðar um kvöldið verður kvikmyndasýning. Fimmtudaginn 2. ágúst verðurenn tónlistarkvöld, en þá flytur Sigurður Björnsson íslenzk, norræn og önnur sönglög og siðan verður kvikmyndasýning eins og vant er á opna hús-kvöld- unum. I tengslum við norræna æskulýðsmótið, sem nú stendur yfir hér á Islandi, er einnig tónlist, en að þessu sinni eru það norrænir gestir, sem ætla að skemmta Islendingum, þvi að á morgun, miðvikudaginn 25. júlí, flytur sænskur kór, skipaður sextán ungmennum ásamt hljóðfæraleikurum, okkur létt lög i Norræna húsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. I anddyri Norræna hússins er Ijósmyndasýning frá Finnlandi og Noregi og æsku lýðsstarfi þaðan, og stendur hún fram yfir næstu helgi. Gengið Eining KL 12.00 Kaup Spia Kbue.. Sala _ 1 Bandarflc jadolla r 352.40 353.20* 387.64 388.52* 1 Steriingspund 804.90 806.70* 885.39 887.37* 1 KanadadoHar 302.65 303.35* 332.92 333.69* 100 Danskar krónur 6777.90 6793.30* 7455.69 7472.63* 100 Norekar krónur 7014.35 7030.25* 7715.79 7733.28* 100 Sœnskar krónur >0 8392.10 . 9232.40 8411.10* 9231.31 9242.21* 100 Finnsk möric 9253.30* 10155.64 10178.63* 100 Franskir f rankar • 8347.20 8366.20* 9181.92 9202.82* 100 Bolg.frankar 1216.00 1218.80* 1337.60 340.68* 100 Svissn. frankar 21536.40 21585.30* 23690.04 23743.83* 100 Gyllini 17705.00 17745.20* 19475.50 19419.72* 100 V-Þýzk möric 19472.30 19516.50* 21419.53 21468.15* * 1100 Lírur -1 43.19 43.29* 47.51 47.62* 100 Austurr. Sch. 2648.65 2654.65* 2913.52 2920.12* 100 Escudos 728.90 730.50* 801.79 803.55* 100 Pesotar 531.00 532.30* 584.10 585.53* .100 Y«n 163.20 163.58* 179.52 179.94* 1 Sáretök dráttarréttindi 481.81 462.88 t ,*Brayting frá sfðustu skrénlngu Slmsvari vegna gengisskréninga 22190.’ J------------------4 GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 135—20. júlí 1979 gjaldeyrir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.