Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 24
Ólafur R. Grímsson, nefndarmaður í Jan Mayen nef ndinni: KEMUR TIL MJÖG ALVARLEGRA ÁTAKA ef norskir loðnubátar ætla að veiða upp að miðlfnunni ,,Ef norskir loðnubátar eða veiðiskip einhverra annarra þjóða fara að. veiða innan 200 milna markanna norðaustur af landinu í skjóli þess að einhver miðlína eigi að gilda á milli íslands og Jan Mayen mun koma til mjög alvarlegra á- taka,” sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, einn nefndarmanna í svonefndri Jan Mayen nefnd, í viðtali við DB í morgun. Litur Ólafur svo á að alger sam- staða sé um þetta atriði innan nefnd- arinnar. Sem kunnugt er hafa Norð- menn ekki viljað viðurkenna 200 mílna mörk okkar þarna á milli og vilja halda fast við miðlínu. Að sögn Ólafs er ekki óttazt að norsk stjórnvöld muni hvetja sjómenn sína til að hundsa mörk okkar og virða aðeins miðlínu. Fremur er talið líklegt að sjómenn og útgerðarmenn kunni að gera það upp á eindæmi í skjóli þess að stjórn þeirra hefur ekki viðurkennt 200 mílna mörk okkar á svæðinu. Norðmenn hófu loðnuveiðar við Jan Mayen í gær og á svæðinu eru einnig rússnesk og austur-þýzk skip. Svo sem kunnugt er hefur mikið af loðnu úr úr íslenzka stofninum oft gengið á þetta svæði og kann alvar- legt skarð að verða höggvið í stofninn ef svo er einnig nú. Að lokum vænti Ólafur þess að dómsmálaráðherra tryggði að varðskip yrði á svæðinu næstu vikur, en aðeins tvö skip eru í rekstri núna, bæði bundin við störf á heimaslóð. GS^ Hálfdán hlaut DB-bikarínn Islandsmeistaramótið í svifdrekaflugi var haldið á Þingeyri um í röð sem Hálfdán hlýtur Dagblaðsbikarinn og er hann óumdeilan- helgina eins og DB greindi frá i gær. Sigurvegari varð Hálfdán lega snjallastur íslenzkra svifdrekaflugmanna. Ingólfsson og hlaut hann því Dagblaðsbikarinn. Þetta erþriðja árið DB-mynd PállPálsson, ÞingeyrL frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979. Nýtttímarit: Viðsem fljúgum Við sem fljúgum heitir nýtt tímarit, sem hefur göngu sína um næstu mán- aðamót. Frjálst framtak annast útgáf- una og er Markús Örn Antonsson rit- stjóri. Upplagið verður 12—15 þúsund eintök. Kemur það væntanlega út fjór- um sinnum á ári fyrst um sinn. „Útgáfan byggist á samkomulagi milli Flugleiða hf. og Frjáls framtaks,” sagði Jóhann Briem, forstjóri útgáfu- fyrirtækisins, í viðtali við DB. „Við sem fljúgum verður rúmar 100 blaðsíður og verður í flugvélum Flug- leiða hf. Efnið er við það miðað að það veiti farþegum afþreyingu og hvíld. Sitthvað verður til fróðleiks,” sagði Markús Örn Antonsson ritstjóri. Hann kvað ráð fyrir þvi gert að farþegar taki tímaritið með sér að lokinni ferð. -BS „Gefstuppá atvinnu- rekstrínum" — segir Kristján Jónsson, hæsti skattgreiðandi í Suðurlandsumdæmi „Það er gífurleg vinna á bak við þetta sem greinilega borgar sig ékki að standa í,” sagði Kristján Jónsson tré- smíðameistari, Selfossi, i samtali við Dagblaðið í morgun. Kristján er lang- hæsti skattgreiðandinn í Suðurlands- umdæmi í ár, greiðir samtals 17,1 millj- ón i opinber gjöld, en skattskráin verður lögð fram í dag. ,,Ég var sjálfur með atvinnurekstur á siðasta ári. Ég gefst upp á þvi nú. Ég hætti a.m.k. sem einstaklingur því að skattabyrðin á einstakling er langtum meiri en á félög. Ég get ekki haldið áfram með þessa skattabyrði,” sagði Kristján. Hæstu greiðendur opinberra gjalda í Suðurlandsumdæmi eru: Einstaklingar: Kristján Jónsson trésmiðameistari, Réttarholti 5 Selfossi, 17,1 millj. Sigfús Kristinsson byggingameistari, Bankavegi 3 Selfossi, 12,6 millj. Ingvar Kjartansson læknir, Grænuvöll- um 4 Selfossi, 9,5 millj. Félög: Kaupfélag Árnesinga, Selfossi, 79,5 tnillj. Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi, 77,7 millj. Meitillinn, Þorlákshöfn, 68,1 millj. G.) j I i Gífurleg eftirspurn þótt iánin séu 100% verðtryggð: 8 mánaða biðtími Fólk virðist ekki vila fyrir sér að taka lán þótt þau séu með fullri vísitölutryggingu, slíkur er skorturinn á lánsfé. Þetta er reynslan hjá Lífeyris- sjóði verzlunarmanna. Lífeyrissjóðurinn býður auk venjuíegra lífeyrissjóðalána með 27% vöxtum upp á þriggja milljóna lán með fullri verðtryggingu. Þau lán geta menn fengið eftir að hafa verið í sjóðnum í þrjú ár, óháð þvi hvað þeir hafa fengið af hinum „venjulegri” lánum. Verðtryggðu lánin eru til 25 ára, með 2% vexti. Eftirspurnin eftir þessum lánum er slík að nú þurfa menn að bíða í 8 mánuði, frá umsókn, þar til þeir geta fengiðlánið. -HH. Nýirskattar: ALÞYÐUFLOKKURINN VILL BÍÐA NÆSTU FJÁRLAGAGERÐAR „Nýir skattar til að standa undir því að niðurgreiðslur minnki ekki hafa ekki verið ræddir einu orði i stofnunum Alþýðubandalagsins,” sagði einn þingmaður flokksins í morgun. Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra sagði í morgun að Alþýðuflokkurinn vildi bíða með ákvörðun um skatta þar til frumdrög að fjárlögum næsta árs lægju fyrir. „Við höfum ekki tekið beina af- stöðu til tillagna Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra um hækkun söluskatts og vörugjalds en þó tekið vel i að afla ríkissjóði tekna til að bæta upp halla,” agði Magnús. Hann taldi líklegt að einhver dráttur yrði á að nýir skattar yrðu á lagðir. í reynd hika stjómarflokkarnir mest með skattaálögurnar vegna þess að skattskrár eru nú að koma fram og fólki mun þykja nóg um skatta- hækkanirnar fráfyrra ári. Samkvæmt heimildum DB mun meirihluti þingflokks Alþýðuflokks- ins standa nálægt Tómasi Árnasyni í þessum skattamálum. Á Alþýðu- bandalaginu hafa engar formlegar til- lögur verið mótaðar. Eins og DB skýrði frá í gær hefur fjármálaráðherra stöðvað aukafjár- veitingar og þar með sett starfs- bræður sína i klemmu til að knýja fram tillögur um skattahækkanir. „Þetta gerir allan rekstur erfiðari, en ég reikna með að þessi ákvörðun sé tímabundin,” sagði Magnús H. Magnússon. -HH. Mótmælaaðgerðir Loftleiðaflugmanna: HafaáhrifáEvrópu- flugumhelgar „Þrýstiaðgerðir Loftleiðaflug- manna koma illa við Evrópuflug um helgar, en Ameríkuflugið gengur óhindrað. Við verðum að sjá fyrir þeim farþegum, sem ætla að ferðast með okkur til Kaupmannahafnar og Dússeldorf um helgina, en erfitt er að gera ráðstafanir þar sem nú er háanna- tími hjá öllum,” sagði Helga Ingólfs- dóttir hjá Flugleiðum í morgun. -ARH * i í é

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.