Dagblaðið - 25.07.1979, Síða 2

Dagblaðið - 25.07.1979, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1979. Eru 11% ályktunarhæfir? SAMÞYKKT DOM- ARAFÉLAGSINS ER HNEYKSLI Ólafur hringdi: Steingrímur Hermannsson gerði rétt þegar hann skipaði Jón Skafta- son yfirborgarfógeta i Reykjavík. Jón er maður sem setið hefur tvo ára- tugi við lagasmíðar og er auk þess vel menntaður lögfræðingur. Hann var því vel að starfinu kominn. En svo bar við nú sem oftar að ekki líkaði öllum málalok. Það er eðlilegt þvi auðvitað vilja margir komast í þetta embætti. En vinnu- brögð þeirra manna sem urðu undir eru mjög ámælisverð. Haldinn var fundur í dómarafélag- inu til að mótmæla stöðuveitingunni. Af 71 félagsmanni mættu 16. Helm- ingur þeirra sat hjá við atkvæða- greiðslu þar sem veitingunni var mót- mælt. Niðurstaðan er sem sé sú að aðeins 11*70 félagsmanna í dómara- félaginu skrifa undir fordæmingar- skjalið. Sú spurning vaknar auðvitað hvort þessi hópur sé yfirleitt ályktunarhæf- ur. Getur fámennur hópur krúnkað sig saman og búið til alls konar plögg I nafni félagsins? Samþykkt dómarafélagsins er hneyksli og þeim mönnum er að stóðu til vansæmdar. „Stcingrimur Hermannsson gerði rétt þegar hann skipaði Jón Skaftason yfir- borgarfógeta.” DB-mynd Hörður. OPNIÐ SKIÐALYFT- UNA í BLÁFJÖLLUM — Leyfið f ólki að njóta útsýnisins f góða veðrinu Magnús Guðmundsson hringdi og varpaði fram þeirri hugmynd að skíðalyftan í Bláfjöllum yrði opnuð' nú i góða veðrinu. Kvaðst hann þess fullviss að fjöldi manna hefði áhuga á að fara með lyftunni upp á fjall, skoða sig þar um og njóta útsýnisins. Tillögunni er komið á framfæri við þá aðila sem þessum málum stjórna. V 10% BENSÍNSPARNAÐUR samsvarar 31 krónu pr. lítra. Allir sem fást viö stillingar bílvéla vita, að bensineyðslan eykst um 10—25% milli kveikjustillinga. Eftir ísetningu LUMENITION kveikjunnar losna bíleig- endur algjörlega við þá eyðsluaukningu, sem slitnar platin- ur valda, því í þeim búnaði er ekkert, sem slitnar eða breytist. Með LUMENITION vinnur vélin alltaf eins og kveikjan væri nýstillt. LUMENITION fylgir 3ja ára ábyrgð. HABERG h£ SÍMI: 84788. Verfl miflafl vifl gengi 20.7. '79: KR. 46.000.- V Getur Rauði krossinn útvegað húsnæði? Margrét Guflmundsdóttir, 22ja ára, einstæð móðir hringdi og vildi koma þeirri fyrirspurn á framfæri við stjórnendur Rauða krossins hvar hún ætti höfði sínu að að halla. „Ég er á götunni,” sagði hún. Margrét benti á að Rauði krossinn hefði getað fundið ibúðir fyrir viet- namska flóttafólkið, og þvi ætti hann lika að geta útvegað sér ibúð. Kvaðst hún hafa reynt fyrir sér viða cn hvergi fengið inni, enda peningalaus. Margt mjög gott í útvarpinu: Grand Babylon eins spennandi ogsögur í gamla daga Sjónvarpsglápari skrifar: Þegar mitt ástkæra sjónvarp fór í sumarleyfi settist ég af rælni niður við útvarpstækið mitt og fór að hlusta. Mér til mikillar furðu var margt svo gott í útvarpinu að ég varð alveg hissa. Meira að segja gerðist sá stóratburður á laugardeginum fyrir rúmri viku að ég hlustaði á hvern ein- asta dagskrárlið og hafði jafngaman að öllum. Bezta útvarpsefnið núna er ugg- laust kvöldsagan, Grand Babylon hótelið. Sú saga er eins spennandi og maður heyrir að útvarpssögur hafi verið í gamla daga og er hún auk þess mjög vel lesin af Þorsteini Hannes- syni. Ég vona að hann móðgist ekki þó ég segi að honum láti betur að lesa sögu en velja tónlist, því eins og glöggt má sjá af hlustendakönnun- inni hefur alþjóð ekki sama smekk og hann í tónlistarefnum. Mjög góðir tónlistarþættir eru í út- varpinu núna, svo sem Kvöldljóð Ásgeirs, Hlöðuball Jónatans, Epla- mauk Jónasar og Tónhorn Guðrúnar Birnu. En Vinsælustu popplögin hjá honum Vigni eru fyrir neðan allar hellur. Að minnsta kosti 6 þætti í röð hefur hann leikið sama lagið og alltaf kynnt það með sömu orðunum. Þó lagið, I Want You To Want Me, hafi eiru sinni verið vinsælt i Hollandi eins og hann getur reglulega um í hverri viku eru samt mörg lög önnur vinsæl sem leika mætti til tilbreyting- ar. En nóg um það. Eftir að sjónvarp- ið hefst aftur mun ég ugglaust horfa minna á það en hlusta meira á gamla góða gufuradióið, þvi dagskrá þess cr liklega þegar allt kemur til alls betri. DB-mynd: Árni Páll. Gamanað útimarkaðinum Vcgfarandi hringdi: Komið á framfæri fyrir mig kæru þaicklæti til fólksins sem sér um úti- inarkaðinn á Lækjartorgi. Ég á oft leið þarna um og mér finnst að þessi markaður sé einhver bezta og ánægjulegasta tilbreytnin í fábrotnu bæjarlífi okkar Reykvikinga um ára- raðir.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.