Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.07.1979, Qupperneq 7

Dagblaðið - 25.07.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1979. '7 Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 - Stmi 15105 DYRTA STRIKINU Fæstum þykir ódýrt að kaupa sér gistingu í Kaupmannahöfn. Þessir tveir ferflamenn gáfust þó algjörlega upp á prísunum og lögðu sig á al- menningsbekk á Strikinu. Veðrið var ágætt, hlýtt og þurrt, og ekkert hefur frétzt af athugasemdum lögreglu- yfirvalda. Kannski góð lausn fyrir væntanlega Danmerkurfara? Töluvert hefur veríð um aftökur i Iran eftir að keisaranum var steypt af stóli. Ekki ber mönnum saman um hvort þær séu framkvæmdar að fyrírlagi Khomeinis trúarleið- toga, sem talinn er valdamestur maður I landinu. Á myndinni er aftökusveit að búa sig undir að taka nokkra menn af lifi sem sekir höfðu veríð fundnir um kynvillu. Yfír Atiantshafíd á 3ja metra báti fór 3500 milur á 54 dögum Hann var heldur þreytulegur en ánægður hinn 39 ára gamli Gerry Spiess frá Bandaríkjunum, þegar hann reis upp úr bád sínum í höfn- inni i Falmouth á Englandi í gær. Hann hafði líka fulla ástæðu til hvors tveggja. Fimmtíu og fjögurra daga siglingu yfir Atlantshafið var lokið. Gerry hafði siglt á þriggja metra báti sínum um 3500 mílur eða frá Norfolk í Virginíu til Falmouth. Ekki er vitað að einn maður hafi farið yfir Atlantshafið á eins lítilli fleytu og Gerry Spiess. Bátur hans, Yankee Girl, er eins og áður sagði aðeins þrir metrar á lengd. Sjálfur smíðaði siglingakappinn fleyið í bU- skúrnum hjá sér. Það er knúið áfram með seglum. Efnið í skrokknum er viður og piastfiber. Gerry sagðist einu sinni hafa fallið fyrir borð er hann var að laga seglin í miklum stormi. Var það um það bil fjögur hundruð milur austur af Ameríku. Hundruð manna tóku á mód Gerry í Falmouth, þar á meðal kona hans og foreldrar. Gerry er tækni- fræðingur að mennt en hætti þeim störfum fyrir tveim árum til að vinna að Atlantshafssiglingunni. ÍSA FJÖRDUR: í sumarleyfi umboðsmanns frá 20/7 til 20/8 1979, annast Guðmundur Helgason, afgreiðslu Dagblaðsins á ísafirði. HVERA GERDI: Dagblaðið vantar umboðsmann. Upp- lýsingar gefa Ásdís Lúðvíksdóttir í síma 99—4582 og afgreiðslan í síma 91— 22078. GR/IMDA VÍK— ÞÓRKÖTLUSTAÐIR: Dagblaðið vantar umboðsmann. Upplýsingar gefa Ragnhildur Guðjóns- dóttir í síma 92—8317 og afgreiðslan í síma 91—22078. > BIAÐIÐ Vestur-Þýzkaland: HÖRKUSLAGSMÁL Á BRUNAÚTSÖLU Þúsundir fólks hafa undanfarna tvo daga rifizt og slegizt á rýmingarsölu einni sem haldin er á stórmarkaði ein- um í Kassel í Vestur-Þýzkalandi. Þar varð eldsvoði fyrir skömmu og talið er að um það bil fimmtíu þúsund manns hafi komið til að gera reyfarakaup í dlefni af brunanum. Lögreglan í Kassel segir að ekki sé hægt að likja ástandinu við neitt annað en umsátur og ýmsir hiki ekki við að gefa náunga sínum kjaftshögg ef það verði til að ná megi kjarakaupum. Hillur hafa hrunið og fólk reynir ítrekað að klifra inn um öll göt þegar loka verður verzluninni vegna troðnings. Sjúkraliðsmenn þurftu að berja sér leið inn í mannþröngina til að ná tíl þungaðrar konu sem skyndilega kenndi sín. Ekki er tekið neitt dllit til óska lög- reglunnar um að bifreiðar haldi sig frá svæðinu. Umferðaröngþveiti í ná- grenni verzlunarinnar er algjört. Bundytalinnhafa bitiðstúlkumar Theodore Bundy, sem grunaður er um að hafa drepið allt að fjörutíu ungar konur víðs vegar um Bandaríkin, var í gær fundinn sekur um morð á tveim skólasystrum sinum við ríkishá- skólann í Florida. Þykir sannað að tannaför á sitjanda annarrar stúlkunnar hafi verið eftir hann. V-Þýzkalandveitir Nicaraguaadstoö Vestur-þýzka stjórnin til- kynnti í gær að hún væri reiðubú- in dl að veita hinni nýju ríkis- stjórn í Nicaragua allt að tíu milljón marka efnahagsaðstoð. Áður voru þessir fjármunir ætlaðir stjórn Somoza fyrrum forseta. Auk þess munu Vestur- Þjóðverjar vera tilbúnir til að veita Nicaragua verulega tækniaðstoð. Dönsk hústjöld f rá Tríö verð frá 5 manna tjöld m/himni kr. 76.000.- Göngutjöld kr. 53.000.- Sóltjöld kr. 13.500.- Greiðsluskilmálar Sendum myndlista TJALDBÚÐIR Geithálsi/ sími 44392 kr. 125.000.- Húseigendur á Stór-Reykjavíkursvæðinu! 77/ kaups óskast 3ja til 5 herbergja ibúð á Stór-Reykja- víkursvceðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabœr, Hafn- arfjörður, Álftanes). Góð greiðsla við undirskrift samn- ings — Mikil útborgun. Hringið til Auglýsingaþjónustu Dagblaðsins í sítna 27022. u oqq Sumarráðstefna Sumarráðstefna SÍNE verður haldin í Félags- stofnun Stúdenta við Hringbraut sunnudaginn 29. júlí nk. kl. 14.00. Fundarefni: 1) Skýrsla stjórnar og fulltrúa SlNE I stjórn LlN. 2) Stjórnarskipti. 3) Kjör fulltrúa I stjórn LtN og I sambandsstjórn ÆSI. 4) Onnurmál. Fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu , SlNE frá og með 26. júli.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.