Dagblaðið - 25.07.1979, Side 10
101
DAGBLAÐID. MIDVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1979.
Framkvœmdastjórí: Svoinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrífstofustjórí ritstjómar. Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar
Valdimarsson.
Iþróttir: Hailur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pélsson. *■'
Blaðamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, /ítíi Steinarsson, Bragi Sigufðsson, Dóra Stofénsdótt-
ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Svorrisson.
Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Hilmar Karísson.
Ljósmyndin Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurðsson, Sveinn Pormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Práinn Þorloifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dre'rfing-
arstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Ritstiórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur).
Soumig og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir JifSíðumúla 12. Prenturí:
Árvakur hf., Skorfunni 10.
Verð i lausasölu: 180 krónur. Verð I áskrrft innanlands: 3500 krónur._.
Borgarstjórn versnar
Borgarfeður Reykjavíkur voru svo
framsýnir fyrr á árum, að þeir létu
borgina kaupa upp með skipulegum
hætti allar jarðir í nágrenni byggðarinn-
ar. Þess vegna á borgin nú nærri allt
borgarlandið og getur skipulagt það að
vild.
Borgarfeður Reykjavíkur voru svo framsýnir fyrr á
árum, að þeir létu leggja hitaveitu í bæinn og tóku
heimsforustu á því sviði um tíma. Jafnframt keyptu
þeir jarðhitarétt til frambúðar, meðal annars að
Nesjavöllum i Grafningi.
Borgarfeður Reykjavíkur voru svo framsýnir fyrr á
árum, að þeir létu borgina reisa eigin raforkuver við
Sogið. Síðan gerðu þeir helmingafélag við ríkið um
stærri virkjanaáfanga á vegum Landsvirkjunar.
Borgarfeður Reykjavíkur voru svo framsýnir fyrr á
árum, að þeir létu jafnan teikna í tæka tíð ný hverfi,
þótt borgin stækkaði langt umfram landsmeðaltal.
Þess vegna er nú til áætlun um byggð í Gufunesi og við
Úlfarsfell.
Margt hefur mistekizt í skipulagi Reykjavíkur. En
bezti kostur þess er losarabragurinn. Hvarvetna hafa
verið skilin eftir opin svæði, bæði til útivistar og til
hugsanlegra framtíðarþarfa, sem ékki voru ljósar á
líðandi stund.
í stórum dráttum hefur Reykjavík verið vel stjórnað
á fímmtíu ára einveldistíma Sjálfstæðisflokksins. Sú
stjórn lánaðist flokknum mun betur en aðild hans að
landsstjórninni á sama tíma.
Síðan stjórnarandstaðan tók við Reykjavík fyrir
rúmu ári, hefur lítið breytzt. Engin spilling hefur
fundizt, er hefði getað grafið um sig á hálfri öld. Og
sömu embættismenn og áður sjá um, að Reykjavík
gangi eins og fremur vel smurð vél.
í örfáum atriðum hefur stefna borgaryfirvalda
breytzt og því miður sjaldnast til bóta. Segja má þó, að
hinar nýju hugmyndir um frestun framkvæmda við
Úlfarsfell og þéttingu byggðar á Seltjarnarnesi séu
skynsamlegar.
En það er vandasamt að þétta byggðina, svo að vel
fari. Ekki má til dæmis rjúfa samfelldar gönguleiðir
innan um gróður úr bænum og upp í Heiðmörk, frá
Laugarnesi inn Laugardal, frá Miklatúni inn
Miklubraut og frá Skerjafirði inn Fossvogsdal, og
síðan áfram upp með Elliðaám.
Þétting byggðar kemur helzt til greina, ef unnt
reyndist að semja um, að innanlandsflugið flytti úr
bænum. Að öðrum kosti er vænlegast að reisa íbúðir
ofan á verzlunarhverfin í miðbænum. Og á auðu
svæðunum þarf að taka með silkihönzkum, því að
mannvirki á þeim verða ekki aftur tekin.
Veruleg umskipti til hins verra hafa orðið í orku-
málum Reykjavíkur með hinum nýja meirihluta sem
lætur ríkisstjórnina vaða yfir sig. Samningurinn um
breytt eignarhlutföll í Landsvirkjun er hreinn fífl-
skapur frá sjónarhóli Reykjavíkur.
Reykjavík gat aðstoðað ríkið við að útvega öflugan
eignaraðila um kröflu án þess að fórna helmings
hlutanum í Landsvirkjun. Ríkið gat látið Akureyri
hafa af sínum hluta. Reykjavík hafði trompin á
hendinni, en spilaði þeim öllum af sér.
Þar á ofan afsalar Reykjavík sér með samningnum
rétti til myndarlegrar varmavirkjunar á Nesjavöllum,
sem aðrir borgarfeður öfluðu með fyrirhyggju endur
fyrir löngu. Jafnframt afsalar Reykjavík sér forgangi
að raforku í vetur og bakar sér hættu á orku-
skömmtun, sem aðrir borgarfeður höfðu bægt frá með
fyrirhyggju endur fyrir löngu.
Ef borgarfeður fella ekki í haust samninginn um
Landsvirkjun, er ljóst að þeir eru mun síðri borgar-
feður en hinir, sem fyrir voru.
/ -----
Sovétríkin:
Kona með 25
þúsund flugtíma
aö baki á 30 árum
— eina konan sem reynsluf lýgur herf lugvélum í
Sovétríkjunum
Á þotuöld er enginn barnaleikur
að vera flugmaður. Ennþá erfiðara
hlýtur starf reynsluflugmannsins að
vera, því hann þarf að kenna flug-
vélunum að fljúga, ef svo mætti að
orði komast. En Marmzf Popovitsj
fer létt með það. Hún er eina konan í
Sovétríkjunum sem fæst við reynslu-
flug herflugvéla. Sennilega er engin
kona í heiminum sem flýgur hærra
og hraðar en hún.
Marína kynntist þvi strax í
bernsku hvað vinna er. Hún gætti
kinda og kálfa í þorpinu þar sem hún
ólst upp og vann með móður sinni við
hörskurð. Þegar hún hafði lokið
námi í þriðja bekk barnaskólans kom
stríðið og fjölskyldan neyddist til að
flýja ásamt öðrum þorpsbúum til
Novosibirsk. Þar lauk Marína við 10.
bekk og hóf síðan nám við flugskóla í
Novosib-irsk. Frá blautu barnsbeini
hafði hana dreymt um að verða flug-
maður, en vegna þess hve lágvaxin
hún var fékk hún ekki einu sinni að
stökkva í fallhlíf. Þá tók hún að
stunda iþróttir af miklu kappi, hlaup
og fimleika, og hætti ekki fyrr en
hún var búin að ná þeim fjórum
sentimetrum sem á vantaði til að vera
—
tekin í flugskólann. Eflir þetta fékk
hún að stökkva í fallhlíf, fijúga svif-
flugum og loks alvöruflugvélum af
ýmsum gerðum. Draumur hennar um
að verða atvinnuflugmaður rættist.
Að flugskólanáminu loknu vann hún
sem kennari í Tskalof-flugklúbbnum.
Þar kom að hún gerði nokkurt hlé
á fluginu. Eftir geimferðir þeirra
Gagarins og Títofs hóf eiginmaður
Marínu, Pavel Popvitsj, þjálfun til
geimflugs. Marína hætti störfum i
flugklúbbnum á meðan, til þess að
hann gæti betur einbeitt sér að
þjálfuninni. En vitaskuld hafði hún
ekki gefið flugið upp á bátinn. Hún
hóf utanskólanám við ftugháskóla.
Þegar geimfarinn, maður hennar, var
kominn heilu og höldnu til
jarðarinnar aftur tók Marína til við
flugið á nýjan leik. Vel heppnuð
geimferð eiginmannsins hafði já-
kvæð áhrif á Marinu. Hún fylltist
sjálfsöryggi og ákvað að gerast þotu-
flugmaður.
Lífið er flug, segir Marína.
Kjörorð hennar er: að fljúga hærra,
hraðar og lengra í dag en i gær. Hún
hefur eytt 25.000 klukkutímum í há-
loftunum og sett 13 heimsmet í flugi.
Fyrsta metið setti hún á fyrstu
þotunni sem hún flaug, tékkneskri
þotu af gerðinni L-29. Eftir þetta met
fékk hún leyfi til að ganga undir
mjög erfið próf og að þeim loknum
var hún orðin reynsluflugmaður. Þá
var þess farið á leit við hana að hún
freistaði þess að setja nokkur met í
viðbót, á sovézkum flugvélum. Þá
sameinaði hún reynsluflugið þjálf-
unarflugi. Fimm eða sex sinnum í
viku hverri flaug hún flugvélum af
ýmsum gerðum: Mig, Yak, An og II,
upp í efstu hæðir og þjálfaði sig í
hraðflugi. Hún kynntist öllum þeim
óþægindum í sambandi við að
stjórna vélunum, sem fylgja því að
fljúga eins hátt og eins hratt og vélin
frekast þolir.
Reynsluflugmennirnir, sem fljúga
í þessum miklu hæðum, þurfa sér-
„FRUMLAN
í KERFINU”
Sagnfræðingur frá Manchesterhá-
skóla, Vilmundur Gylfason, hefur
tekið að sér að villa um fyrir dóttur-
syni Stjána bláa og sonardóttur Jó-
hönnu Egilsdóttur, er bæði voru
þjóðkunn af vettvangi erfiðisvinnu
og þrekrauna. Hann virðist hafa
valið sér það hlutskipti að fylkja smá-
borgurum í tilbeiðslu á gjaldmiðli og
gullkálfsdýrkun. Kjarninn i kenning-
um og stefnuskrá sagnfræðingsins er
að mestu skipti að raunvextir
Shylocks 1) séu tryggðir, Fagin 2)
fullvissaður um að auður hans verði
eigi skertur né skattlagður, striðs-
gróðamönnum tryggð friðhelgi,
sprúttsölum rýmkuð réttindi og
vopnahringum gefið frítt spil. Ál-
furstar og járnkanslarar drottni í ríki
vinnunnar. Allir fái sitt goldið stóru-
hundraði. Allir, án undantekningar,
er geta sannað að þeir hafi komizt
yfir verksmiðjur, skip, flugvélar,
fasteignir eða lausafé, verðbréf eða
bankainnstæður. En þar með var líka
draumurinn búinn. Þvi þegar röðin
kom að þeim er ekkert áttu, annað en
vinnuafl sitt, hendur og hugvit, þá
kom annað hljóð i strokk sagn-
fræðingsins. Gagnvart þeim boðaði
hann hlífðarlausa upptöku og vinnu-
skyldu með skertum launum. Brott-
fall fjölmargra fastra vísitöluliða, ef
takast mætti að skekkja í sem ríkust-
um mæli hlutfall fjármagns og vinnu,
daglauna og arðs.
Ævarandi
verkalýðsbarátta
Með óstöðvandi orðaflaumi
Kjallarinn
Pétur Pétursson
beindi sagnfræðingurinn vopni sínu
gegn hverjum þeim er neitaði að taka
vaxtafótinn í guðatölu og varpa fyrir
borð trú á vinnuafli og hugviti. Ekki
skorti undirtektir hjá þeim er röktu
hagsmunaættir og hugarfar til Mr.
Bumble 3), hins elskulega uppalanda
og forsjármanns Oliver Twist. Fannst
þeim að ekki væri seinna vænna, að
ungir menntamenn sæktu langskóla-
nám í hugvísindadeild Mr. Bumble á
Bretlandseyjum, kæmu á hollum og
,,kristilegum” aga i vinnubúðum
lýðsins, jafnframt því að þeir styrktu
stöðu kauphalla og banka.
Sagnfræðingnum var ljóst að
skattheimta naut eigi vinsælda o;_ af
þeim sökum kom honum aldrci til
hugar að benda á skattlagmngu svo-
nefnds verðbólgugróða sem úrlausn.
Hinsvegar féllst hann óðar á allar
"kenningar og línurit eignastétt-
arinnnar, er á sér jafnan hauka i
horni i reiknistofnunum og reisir
hallir sínar við nefið á niðurjöfnunar-
nefndum, vel vitandi að þeim hefir
aldrei til hugar komið að leggja á
eftir efnum og ástæðum, þótt skýr
lagaákvæði mæli svo fyrir. í ræðu og
riti lagði sagnfræðingurinn jafnan
áherzlu á að meira væri ekki til skipt-
anna en eignastéttin staðhæfði.
M.ö.o. ef gera ætti ráð fyrir
tekjuaukningu launamanna þyrfti
nýjar leiðir. Með þessu lét sagn-
fræðingurinn sem hann vissi ekki um
eðli auðvaldsskipulags, er veitir
mjög takmarkað svigrúm til réttlátrar
skiptingar, en knýr jafnframt verka-
lýð til stöðugrar árvekni um kjör sín.
Aldinn lögmaður, dr. Björn Þórðar-
son, er falin var landsstjórn, lýsti þvi
eitt sinn í ræðu, að sjálfstæðisbar-
átta smáþjóðar væri ævarandi. Hið
sama má segja um verkalýðsbaráttu.
Meðan Gróttakvörn auðs og arðráns
er knúin og gróðahyggjan ein ræður
framleiðslu á verkalýðsstéttin sér eigi
önnur vopn en hin hefðbundnu:
Mátt samtaka sinna, stéttvísi og
verkfallsrétt.
Verkfallsvopnið er verkalýðs-
stéttinni jafndýrmætt og hárið var
Samson. Vissan um það sendir