Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ1979.
Dómarar góðir drengir
—leikmeim skepnur
—athugasemd frá Þorvaldi Þórðarsyni
í þessu greinarkorni langar mig að
bera hönd fyrir höfuð mér út af æsi-
fregn Dagblaðsins siðastliðinn mið-
vikudag. „Fékk rautt spjald og réðst á
dómarann”. Ekki aetla ég að reyna hið
minnsta að afsaka framferði sjálfs
mín , en þegar ekki er farið með rétt
mál og maöur gerður að argasta villi-
dýri í þokkabót, er erfitt að láta slíkum
skrifum ósvarað.
En snúum okkur að leik Stjörnunar
og UMFG.Fyrir þann leik bað hátt-
virtur dómari línuverði sína um að hafa
góðar gætur á markverði Stjörnunnar.
Hvers vegna veit ég ekki, en á eflaust
rætur sínar að rekja til fyrri samskipta
okkar. Ummæli dómarans um þetta til-
tekna atvik í leiknum eru í alla staði
röng og mér liggur við að segja að þau
séru argasti rógburður.
Tiltalið sem háttvirtur dómari talar
um að ég hafi fengið barst aldrei í mín
eyru og hefur ekki gert það enn. f fyrri
hálfleik lenti ég í samstuði við sóknar-
mann UMFG og var dæmd óbeint
aukaspyrna á mig. Ef þessi dómur er
tiltalið sem háttvirtur dómari talar um,
á ég mjög bágt með að skilja talsmáta
hans og eflaust ættu fleiri leikmenn
erfitt með það.
Einnig bendir háttvirtur dómari á
það að ég hafi ýtt andstæðing minum
Sveinbjörn Hákonarson er hér studdur af leikvelli af þeim Klaus Jiirgen Hilpert
(t.v.) og Guðjóni Guðmundssyni lækni eftir að hafa fengið slæmt spark aftan frá.
DB-mynd Bj.Bj.
Liverpool á
ekki pening
— leikur með auglýsingu á bakinu í vetur
Forráðamenn Liverpool, ensku
meistaranna, lýstu því yfir i gærkvöldi,
almcnningi í Englandi til mikillar
furðu, að félagiö væri svo illa statt fjár-
hagslega að það myndi vera með aug-
lýsingar á búningi sinum í vetur — fyrst
brezkra atvinnuliöa. Vakti þetta mikla
athygli í Englandi í gær og eru menn að
undra sig á þessari ráðstöfun, en fram
til þessa hafa ensk knattspyrnufélög
hundsað allar auglýsingar á búninga og
heldur viljað leggja upp laupana en að
ganga með auglýsingu á bakinu.
Forseti félagsins, John Smith, sagði í
gær: ,,Við neyðumst til að gera þetta
— félagið er svo illa statt fjárhags-
lega.” Hvað mega þá öll hin liðin
segja? Fyrir síðasta keppnistímabi!
fékk Liverpool 71.000 pund í nettótekj-
ur eftir að 2,4 milljónir p'unda höfðu
komið inn í aðgangseyri.
Það mun vera japanskt fyrirtæki sem
auglýsir á búningum og æfingabúning-
um félagsins. Þó mega þessar augiýs-
ingar ekki sjást í þeim leikjum sem
sjónvarpaðer.
Ekki var gefið upp í gær hvaða fyrir-
tæki það væri, sem auglýsti né heldur
hvað auglýsingin kostaði en mjög lík-
legt þykir að þetta sé sjónvarpsfyrir-
tækið Hitachi, sem auglýsir m.a. á
búningum Hamburger SV og Hauka í
Hafnarfirði svo einhver lið séu nefnd.
Gert er ráð fyrir að á næstu dögum
muni stjórn enska knattspyrnusam-
bandsins og svo stjórn ensku deilda-
keppninnar leggja blessun sína yfir,
þetta.
Þróttur gerði vonir
Fylkis að engu
í gærkvöldi var einn leikur háður i
2. deild íslandsmótsins I knattsp; rnu.
Áttust þá við Þróttur frá Neskaupstað
og Fylkir. Þróttur sigraði 1—0 og með
þessum sigri þokuðu Þróttarar sér af
mesta hættusvæðinu í deiidinni jafn-
framt því sem þeir gerðu endanlega út
um vonir Fylkis að komast upp í 1.
deildina. Má nú telja nær öruggt að FH
og Breiðablik farí upp þrátt fyrír að
enn sé mikið cftir af 2. deildinni.
Fyrri hálfleikurinn í gærkvöld var
frá mér með knettinum. Ekki fær þetta
staðizt frekar en blessað tiltalið og
styður einungis grun minn um það,
að dómarinn hafi ekki séð þetta atvik
glögglega, enda illa staðsettur til þess.
Úti á miðjum velli! Ef það glæðir skiln-
ing dómarans á umtöluðu atviki, þá var
ég í loftinu þegar Grindvíkingurinn og
ég skullum saman. Og yfirleitt, ef ekki
alltaf, eiga menn erfitt með að ýta frá
sér þegar þeir hafa enga viðspyrnu og
hvað þá þegar þeir eiga að hafa notað
bolta til þess. Eftir þetta atvik virtist
dómarinn vera á báðum áttum en eftir
þó nokkur hróp og köll Grindvíkinga
flautaði hann á mig og dæmdi óbeina
aukaspyrnu. í ofanálag gaf hann mér
gult spjald, en það var örugglega ekki
fyrir kjafthátt, því ég hafði ekki sagt
orð við hann þegar gula spjaldið fór á
loft. Sem sagt, ég fékk gula spjaldið
fyrir gróft brot að áliti háttvirts
dómara. En ekki fyrir kjafthátt eins og
látið er í veðri vaka í Dagblaðinu.
Eftir þessa tilburði háttvirts dómara
spurði ég hann þrisvar sinnum i fyllstu
einlægni á hvað hann væri að dæma.
En hann stóð eins og Frelsisstyttan
með hnefann upp í loft og virtist
skemmt. í þá missti ég stjórn á skapi
mínu og til allrar ólukku grýtti ég bolt-
anum í háttvirtan dómara. Þá fékk ég
rautt spjald eins og vera ber, en vonzka
mín var svo mikil að ég réðst á dómar-
ann.
En framkoma sem þessi hjá leik-
manni er fyrir neðan allar hellur,
hversu slakir sem dómarar eru. Þegar
svona óstjórn kemst á skap leikmanns
er betra fyrir hann að halda sig utan
vallar og mun ég gera það í náinni
framtíð.
En framkoma mín gagnvart dómar-
anum, er engin afsökun fyrir mistökum
hans og allra sízt afsökun fyrir þá
framkomu sem hann sýndi mér inni á
leikvelli fyrir umtalað atvik.
Dómari hefur ekkert bessaleyfi ti!
þess að leggja einn leikmann í einelti
inni á leikvelli, þó svo að hann
alvaldið sín megin (ég get nefnt mörg
dæmi máli mínu til stuðnings).
Slík framkoma er aðeins ögrun við
leikmann og æsir upp i honum heift og
hefnigirni.
Það er líka leitt að sjá það þegar
dómari og blaðamaður leggjast á eitt
að gera sem mesta skepnu úr leikmanni
og skella skuldinni á hann einan. Það
hefur reynzt gott herbragð til að
eigin sök að slá upp æsifregn um
atburðinn.
Að lokum vil ég fyrir mína hönd
biðja háttvirtan dómara, og aðra sem
blönduðust inn í málið, afsökunar á
þessu leiðindaatviki.
Kannski sjá aðrir þá þörf hjá sjálfum
sér!
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna
Virðingarfyllst
Þorvaldur Þórðarson.
góður af hálfu Þróttara — eitt það
bezta sem þeir hafa sýnt i sumar — og
um miðjan hálfleikinn skoraði
Erlendur Davíðsson fallegt mark sem
reyndist síðan verða sigurmark leiksins.
í síðari hálfleiknum sóttu Fylkis-
menn látlaust að marki Þróttar en tókst
ekki að skapa sér nein almennileg færi.
Þróttarar vörðust vel og tókst alltaf að
bægja hættunni frá marki og uppskáru
sigur í lokin.
-SSv.
KR vann
Ármann
á útimótinu
Þrír ieikir voru leiknir á útimótinu
handknattleik við Lækjarskólann
Hafnarfirði í gærkvöldi I veður-
blíðunni. Fyrst léku Haukar og KR
kvennaflokki og varð jafntefli 10—10.
í hörkuleik. Þessi lið voru mjög jöfn
íslandsmótinu í vetur og eru það
greinilega ennþá.
Þá voru tveir leikir í karlaflokki
Framarar unnu Stjörnuna með 26
mörkum gegn 18 og var það
fyrirhafnarlítill sigur eins og tölurnar
gefa til kynna. Síðasti leikur kvöldsins
var á milli KR og Ármanns og unnu
KR-ingar sannfærandi 22—15.
í kvöld verða þrír leikir á dagskrá
Fyrst leika Fram og Njarðvík í kvenna-
flokki kl. 18.45, en að þeim leik lokn
um leika Haukar og Ármann. Vinní
Haukar þennan leik má telja þá næsta
örugga í úrslitaleik mótsins og þá
væntanlega gegn FH-ingum, sem þegar
hafa rutt erfiðari hindrun, Víkingun
um, úr vegi í hinum riðlinum. Síðasti
leikurinn í kvöld verður síðan viðureign
FH og Stjörnunnar og verður að telja
FH-ingana líklegri sigurvegara þar.
Árni Sveinsson skorar jöfnunarmarkið úr vltaspyrnu, sem dæmd var á einn varnarmanna fyru
Jafntefli gegr
—var hápunktur viðureignar ÍA og F
Jafntefli gegn hollenzku snillingunum
var vafalítið hápunktur viðureignar Skaga-
manna og Feyenoord, liðs Péturs Péturs-
sonar, á Laugardalsvellinum í gærkvöld.
Hvort lið skoraði eitt mark — úr vítaspyrn-
um bæði tvö — og voru úrslitin e.t.v. ekki
svo ýkja ósanngjörn en leikurinn sjálfur
bauð upp á iitla spennu og lítil stemmning
var á meðal hinna 6000 áhorfenda í
Laugardalnum. Leikmenn Feyenoord spil-
uðu fast — stundum gróft — og það setti
mörk sín á leikinn. T.d. varð Sveinbjörn
Hákonarson að yfirgefa leikvöllinn vegna
meiðsla eftir tæklingu aftan frá.
Það voru varla liðnar nema 5 mín. af
leiknum þegar Skagamenn fengu eitt bezta
marktækifæri leiksins. Eftir aukaspyrnu
Kristjáns Olgeirssonar fékk Sigurður
Lárusson knöttinn í algeru dauðafæri en
sneri baki í markið og náði ekki valdi á
knettinum og rann tækifærið út í sandinn.
Boltinn gekk marka á milli en oft var það
tilviljunum háð hvað verða vildi, einkum
hjá Skagamönnum. Þeir virtust tauga-
veiklaðir og báru allt of mikla virðingu
fyrir mótherjum sínum. Menn voru dálítið
staðir en þess ber að gæta að Feyenoord
valdaði leikmenn mjög stíft pg leikmenn
liðsins voru eldsnöggir á boltann. Þrátt
fyrir það að forráðamenn liðsins segðu
leikmenn sína í lítilli æfingu lék enginn vafi
á að þessir menn vissu allir hvað þeir voru
að gera og mikið öryggi var skiljanlega yfir
aðgerðum þeirra.
Á 11. mínútu komst Richard Budding í
gegnum varnarvegg Skagamanna, en Jón
Þorbjörnsson, sem átti stórleik í markinu,
kom vel út á móti og varði skot hans vel.
Rétt á eftir gaf Pétur vel fyrir markið og
skapaði sendingin mikla hættu en ekkert
varð úr.
Sigþór gerði oft usla í vörn Feyenoord og
hann komst innfyrir á 21. mínútu en var
allt of seinn að átta sig á því sem var að ger-
ast og allt koðnaði niður. Síðan kom dauf-
asti kafli leiksins og bókstaflega ekkert
markvert gerðist fyrr en á 38. mínútu að
Sigurður Lárusson bjargaði á línu. Ör-
stuttu síðar átti Jan van Deinesen gott skot
að marki sem Jón Þorbjörnsson gerði vel í
að verja.
Á 40. mínútu skoraði síðan Feyenoord
mark sitt. Iwan Nielsen lék þá inn í teiginn
og var brugðið af Sigurði Lárussyni. Guð-
mundur Haraldsson flautaði og benti þegar
i stað á vítaiAtnktinn. Pétur Péturssor, tók
spyrnuna gegn sínum gömlu félögui oc
skot hans var mjög öruggt — fór í þ' iá
og inn af miklum krafti.
Á lokaminútu fyrri hálfleiksins fékt. .
Sigþór Omarsson er hér í baráttu við Tor van Engelen, sem hefur betur að þessu sinni.
DB-mynd Bj. Bj.