Dagblaðið - 25.07.1979, Page 13

Dagblaðið - 25.07.1979, Page 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ1979. 13 bakhríndingu. Fannst mörgum þetta vera ærið strangur dómur. i snillingunum eyenoord í Laugardalnum ígærkvöld Peters fallega stungusendingu inn fyrir varnarvegg Akurnesinga og sendi knöttinn með miklum þrumufleyg í netið. Guð- mundur Haraldsson hafði hins vegar flaut- að til leikhlés sekúndubroti áður og markið þvi ekki gilt. Voru Hollendingarnir afar óhressir með þessa ráðstöfun Guðmundar — ekki hvað sízt nokkrir blaðamenn sem ætluðu aldrei að komast yfir þetta áfall. Vissulega ei harla sjaldgæft að sjá slíka ná- kvæmni í tímatöku hér á íslandi en þetta atvik sýnir vel að Guðmundur hefur bein í nefinu og það er meira en hægt er að segja um marga kollega hans í dómarastéttinni. Síðari hálfleikurinn varð mun fjörugri en sá fyrri og bauð upp á mun fleiri mark- tækifæri. Leikmenn Akurnesinga virtust afslappaðri og það kom fram í betra spili. Leikmenn Feyenoord léku einnig betur og á næstu minútum áttu áhorfendur eftir að sjá nokkrum sinnum hina frægu samvinnu þeirra Péturs Péturssonar og Jan Peters. Var það mesta mildi fyrir Skagamenn að þeir félagar skoruðu ekki í þau þrjú skipti sem þeir sköpuðu sér almennilega færi. Á 48. mínútu gaf Peters fyrir en skalli V'é' fór rétt yfir. Tveimur mínútum sio. fékk Sigþór bezta marktækifæri Ak' nesinga eftir fyrirgjöf Kristjáns Ol- ■ sonar. Sigþór var fyrir miðju marki en :,!t. -kki knöttinn í mjög góðu færi. Síðan ;co; u dauðafæri Feyenoord. Á 56. min. léku þeir saman Peters og Pétur mjög laglega í gegnum vörnina. Pétur skallaði siðan fyrir markið til Peters en gott skot hans fór í þverslá og yfir. Mínútu síðar var komið að Pétri að fá al- mennilegt færi í leiknum er skot hans fór rétt framhjá markinu. Pétur barst annars líiii'. é '■ þessum leik og tækifæri hans voru fá. ó3. mín. urðu Pétur Pétursson og Sizu ;ur Halldórsson báðir að yfirgefa leikvöÚkinn vegna meiðsla er þeir skölluðu saman. Rétt á eftir gaf Jón Alfreðsson sannkallaða gullsendingu út á vinstri kant- inn, Árni kom á fullri ferð, hoppaði yfir tæklingu eins varnarmanna Feyenoord en fyrirgjöfin misheppnaðist algerlega. Síðan varði Jón gott skot frá Andreas Stefleau en á 65. mín. kom eitt kostulegasta atvik leiks- ins. Guðjón Þórðarson tók aukaspyrnu og ætlaði að senda á Jón í markinu. Spyrna hans var há og allt of föst og Jón varð að hafa sig allan við og draga fram spari- hanzkana til þess að forðast mark i þessu tilviki. Var þetta eitthvert glæsilegasta sýnishornið af markvörzlu Jóns. Síðan jöfnuðu Skagamenn. Sigurður Lárusson sneri baki i markið og var með knöttinn rétt innan vítateigs þegar Guð- mundur dómari flautaði fyrirvaralítið og dæmdi vítaspyrnu. Þótti það ærið strangur dómur. Vildi Guðmundur meina að þarna hefði Sigurði verið hrundið aftan frá. Hvað um það. Úr vítinu sem dæmt var skoraði Árni Sveinsson af miklu öryggi, 1- 1, við mikinn fögnuð áhorfenda. Eftir þetta var aðeins um tvö veruleg færi að ræða. Fyrst skallaði einn leik- manna Feyenoord rétt yfir eftir að Jón hafði verið helzt til rólegur í markinu og síðan bjargaði markvörður Feyenoord snarlega með úthlaupi. Jón Þorbjörnsson hafði þá stöðvað sókn Feyenoord og sendi knöttinn strax fram á völlinn þar sem Sig- þór komst.einn í gegn. Hann missti knött- inn aðeins of langt frá sér og það nægði til þess að Tor van Engelen markvörður, sem kom eins og eimreið út úr markinu, náði að bjarga. Undir lokir var greinilegt að leik- menn Feyenoord gerðu allt hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið en Skagamenn, sem efldust er á leikinn leið, gáfu hvergi efdr. Leiknum lauk þvi með jafntefli. Hjá ÍA átti Jón Þorbjömsson i markinu mjög góðan ! k, Guðjón var sterkur í hægri-bakvarðarstöðunni og Árni í þeirri vinstri. Ámi er hins vegar enginn stoppari og hann lét andstæðingana nokkrum sinnum fara illa með sig. Sigurður Lárusson barðist vel að vanda og átti kveikjuna að báðum vítunum. Sigurður Halldórsson vai bezti maður varnarinnar þar til hann fór út af. Jóhannes virkaði mjög óóruggur — nokkuð sem hefur einkennt hann í sumar Sveinbjörn var afar slakur en þeir Jón Ai freðsson, Sigþór og Matthias komu vei fru leiknum — hver a sinn máta. Jón Gunn- laugsson, Krisunn Björnsson og Jón Ás- keslsson komu allir inn á og sýndu lítið á þeim skamma tíma, sem þeir voru með. Einkum var Kristinn mjög slakur. - SSv. Iþróttir ttir magm svarar iynr sig i Að gefnu tilefni sjáum við okkur ekki fært að láta ósvarað furðuskrifum Austramanna um leik Austra og Magna, sem fram fór mánudaginn 16. úlí. Hafa öll skrif dagblaða um þennan leik borið þess merki, að þeir er upplýsingar hafa veitt, eru heimamenn og vægast sagt hlutdrægir. Stjórn Austra er furðu lostin vegna þeirra ákvörðunar mótanefndar, að taka til greina beiðni Magna um frestun á leik. Við teljum það hins vegar mótanefnd til sóma að taka þá ákvörðun, að láta leikinn fara fram á mánudagskvöldið. Þegar Björgólfur Jóhannsson hafði samband við Guðna Þór Magnússon miðvikudaginn 11/7 þá hafnaði Guðni frestun vegna þess, eins og hann sagði, ,,Að þeir væru búnir að auglýsa leikinn.” Höfum við þá samband við mótanefnd og óskum eftir fresti fram á í gærdag barst DB bréf frá Murdo McDougall þar sem hann vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem gerðu honum íslandsdvölina eftir- minnilcga fyrir skemmstu. Fyrir þá sem ekki vita það þegar var Murdo einn af brautryðjendum knattspyrnunnar hér- lendis og dvaldi hér í mörg ár við þjálfun landsliðsins, Vais, og íþrótta- bandalags Hafnarfjarðar svo einhver lið séu nefnd. í bréfi Murdo segir lauslega þýtt: „Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til allra sem ég hitti á íslandi. Sérstaklega eru kveðjur til KSÍ og KRR fyrir þennan mikla heiður sem mér var sýndur og ég er mjög stoltur af. Þá Murdo McDougall. sunnudag. Var það kannað hjá Austramönnum og þeir hafna þeirri beiðni algjörlega. „Það er búið að gefa mönnunum frí” Þarna eru þeir ekki að hugsa um áhorfendur, sem þeir bera svo mjög fyrir brjósti og þessir örugglega tugir þúsunda, sem þeir segja tapaðir vegna ákvörðunar mótanefndar. Eða voru Austramenn að hefna sín, eins og sagt er í einu dagblaðanna? Og fyrir hvað skal hefnt? Þeir segjast hafa farið fram á frest á fyrsta leik vegna fjarveru manna og skorti á samæfingu liðs þeirra. Þetta eru furðulegar forsendur fyrir beiðni um frestun á leik. Hve mörg liðúti á landi búa ekki einmitt við þessar aðstæður? Við erum hræddir um að störf mótanefndar yrðu erfið og nánast óframkvæmanleg, ef hún yrði að taka tillit til aðstæðna, sem fyrr greinir. langar mig einnig til að þakka mörgum góðum, gömlum vinum sem gerðu mér dvölina enn ánægjulegri en ella. Sér- stakar þakkir eru til Alberts Guðmundssonar, Árna Ágústssonar, Björgvins Schram, Sigurðar Ólafs- sonar, Andreas Bergmann og séra Róberts Jacks. Þó þessi nöfn séu nefnd eru svo miklu fleiri sem ég gæti talið upp en það væri ómögulegt að nefna alla. Ég vil biðja þá mörgu vini mína, sem ég gat ekki hitt, af einni eða annarri ástæðu, afsökunar á því, en tíminn var bara svo naumur og margt að gera. Ég vonast þó til að geta komið aftur áður en langt um líður og dvalið e.t.v. lengur þá. Ég er alltaf reiðubú- inn að hjálpa íslendingum á öllum aldri hvenær og hvar sem er, svo fremi ég geti það. Margir íslendingar vita þetta, en þeim sem ekki höfðu kynnzt því vildi ég benda á þetta. Beztu kveðjur til allra,” Murdo McDougall. ValurogÍA lentu saman í hálfleik leiks í A og Feyenoord var drepið í undanúrslitum bikarkeppni KSI. Valsmenn fá einkavini sína, Skagamenn, í heimsókn í Laugardalinn og ætti það að vera hin mesta hörku- viðureign eins og alltaf þegar þessi lið mætast. í hinum undanúrslitunum mætast Framarar og annað hvort ÍBV eða Þróttur en þau leika í Eyjum á mánudaginn kemur. Verður að telja nær öruggt að Eyjamenn komist áfram í undanúrslitin. Þessir undanúrslita- leikir eiga að fara fram 8. ágúst en ein- hverjar breytingar verða þar sem Reykjavíkurfélög eiga báða heima- leikina. Við Magnamenn s.ettum okkur við að þurfa að leika okkar fyrsta heima- leik á Akureyri. Hafði það mikið tekjutap og önnur óþægindi í för með sér fyrir okkur. Magni sætti sig við að leikur ÍBÍ og Magna væri færður af föstudegi til sunnudags. Fórum við þó markmannslausir vcgna þessarar til- færslu á leik. Settum við meiddan bak- vörð í markið. Magni varð að sætta sig við að leika heimaleik sinn gegn Þór á Akureyri á eigin velli Þórs. Svo tala Austramenn um slæma æfingastöðu og tíðarfar. Okkur langar þá tU að upplýsa Austramenn um nokkur atriði. Frá 1. febrúar til 28. júní fóru Magnamenn á um 70 æfingar inn á Akureyri og þar af aðeins 2 sinnum á völl til æfinga með bolta á þessu tíma- bili. Við keyrðum tæplega 22 þús. km. og eyðum talsvert á aðra milljón á bensín. Við brosum þvi að þessum kveinstöfum Austramanna um aðstöðuleysi. Svo má ekki gleyma að geta þess að Austramenn spöruðu sér milli 50 og 60 þús. í akstur milli Akureyrar og Grenivikur. Þar eru komin tugþúsundin, sem mótanefnd kann að hafa haft af Austra mánu- daginn 16. júlí. Það var annað sem vakti furðu okkar, nýliða i II. deild. Það er: Hvernig datt ykkur í hug að dómari með sómatilfinningu gæti sætt sig við, að leikið yrði á velli ykkar eins og ástand hans var.er komið var til leiks. Við marklínu er svo djúpur vatnspollur að hann er yfir 10 cm þar sem dýpi er mest. Vítapunktur var salthrúga, sem hægt var að tylla boltanum á svo hann flytiekki. Það hlýturaðvera erfitt fyrir dómara að þurfa að byrja á aðgefa 1/2 tíma frest, meðan gerðar eru lágmarks- lagfæringar á velli til að leikur geti hafizt. Framkoma einstakra Austra- manna og dónaskapur við dómara meðan á þessu stóð er til háborinnar skammar fyrir heimafólk. Hefur Þóroddur Hjaltalín fengið miklar skammir og háðsglósur í blöðum fyrir að gera þarna skyldu sína. Þessi ákvörðun hans var dómarastétt til sóma. Það má deila um dómgæzlu i sjálfum leiknum, það verður alltaf gert sama hvað dómarinn heitir. Það er ekki vansalaust að menn keppist við í blaðaskrifum að níða niður Þórodd Hjaltalín fyrir að gera þarna skyldu sína. Þökk séhonum. Að lokum viljum við þakka móta- nefnd fyrir skynsamlega ákvörðun. Skynsamlega vegna þess að í stað þess að neyða Magnamenn til að hristast 600 km. í 14 tíma þá færir hún leikdag, svo hægt sé að fara sömu vegalengd á 2 tímum í þægilegri flugvél. Ekki spillir að geta þess, að að sögn Guðna Þórs, þá nota Austramenn Flugfélag Austur- lands til sinna ferðalaga. Okkur er því miður ekki kunnugt n dómarafjölda þann er Au.ulirðn .ar hafa á sínum snærum, með réttindi til að dæma í II. deild. Þykir okkur þó harla ólíklegt, að mótanefnd lcitaði langt út fyrir Austfirði ef, eins og Austramenn segja, að þeir eigi nokkra dómara sem hæglega hefðu getað dæmt þennan leik. Færum við Austra- mönnum þakkir fyrir gott kaffi að leik loknum. Fyrir hönd íþ:'”p ré' iins Magna. Kristleifur Meldal, Björgólfur Jóhannsson, Heimir Ingólfsson. Murdo sendir vinum kveðjur —sendir KSÍ og KRR sérstakar kveðjur adidas = íþróttavörur best þekktar — mest seldar. KLAUS FISCHER CORDOBA og junior fótboltaskór fyrirliggjandi HEILDSÖLUBIRGÐIR: JÖRGVIN SCHRAM Umboðs- og heildverslun Sími 24340

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.